Tíminn - 18.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIflJAN RAFTORG SÍMI: 19294 SÍMI: 26660 159. tölublað —Þriðjudagur 18. júli 1972 — 56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Tveir menn í 40 daga gæzlu vegna kynmaka við barn Þaðlá viðTað Fischer væri brosandi, þegar hann kom æðandi út úr Laugardalshöllinni i gær, er hann hafðifrétt, að Spasski hefði gefið upp vörn i þriðju skákinni. Sjá bls. 5. Tímamynd: Gunnar. RAFVIRKJAR STOFNA SAAA- VINNUFÉLAG OG HAFNA AAEISTARAFYRIRKOAAULAGI OÓ-Reykjavik. Verkfall rafvirkja hefur nú staðið i réttan mánuð, en það hófst 17. júni. Nokkrir samninga- fundir hafa verið haldnir en árangurslaust. Sáttasemjari boð- aði nýjan samningafund i gær- kvöldi og hófst hann kl. 9. t gær hófu rafvirkjar hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum iandsins samúðarverkfall. Eru það raf- virkjar, sem starfa hjá Sements- verksmiðjunni, Aburðarverk- smiðjunni, Alverinu, Landsvirkj- un, Kafveitur rikisins og Rafveitu Reykjavikur. i gær samþykkti fundur i Félagi islenzkra raf- virkja, að stofna Samvinnufélag rafvirkja til að félagsmenn hafi aðgang að vinnumarkaði raf- virkja, án tengsla við meistara. Tillagan, sem samþykkt var er svohljóðandi: „Vegna einstakrar stifni samn- inganefnda F.L.R.R. i yfirstand- andi kjaradeilu, telur fundurinn eðlileg viðbrögð að stofna Sam vinnufélag rafvirkja. t þeim til- gangi að opna félagsmönnum F.I.R. leið inn á vinnumarkað stéttarinnar, án tengsla við F.L.R.R. Fundurinn vekur athygli félagsmanna F.l.R. á yfirburða samkeppnisaðstöðu Samvinnu- félags rafvirkjasveina gagnvart núverandi meistarafyrirkomu- lagi." Sjö manna nefnd hefur verið falið framkvæmd og undirbúning málsins. Ahrifa verkfallsins gætir nú mjög i byggingariðnaði og hefur húsbyggingum i sumar seinkað mjög. Ef verkfalliö dregst enn á langinn má búast við verulegri röskun á starfsemi þeirra fyrir- tækja og stofnana, sem rafvirkj- arnir, sem hófu samúðarverkfall i gær, starfa hjá. Áhrif samúðar- verkfallsins verður sennilega ekki rnikil fyrstu dagana, en fljót- lega kemur þó að þvi. Ef tæki eða rafleiðslur bila i fyrrgreindum verksmiðjum verður ekki gert við þær, og telja rafvirkjar, að ekki sé hægt að reka verksmiðjurnar nema i takmarkaðan tima, íeysist verkfallið ekki bráðlega. Deilan stendur einkum um ákvæðisvinnuna, en rafvirkjar vilja vinna eingöngu eftir slikum taxta, en ekki á timakaupi, og kaup nema, sem búið er að semja um i flestum öðrum iðngreinum. Litið hefur verið um verkfalls- brot, en góðum vöktum er haldið uppi. Þeir meistarar, sem unnið hafa að raflögnum fá að halda þvi áfram, en aðrir ekki. OÓ-Reykjavik. Tveir menn i Hafnarfirði voru úrskurðaðir i 40 daga gæzluvarð- hald hvor, s.l. föstudag. Leikur grunur á, að þeir hafi haft kyn- mök við 7 ára gamalt stúlkubarn. Hefur annar maðurinn játað verknaðinn, en játning liggur ekki fyn hjá hinum.en verknaður- inn fór i'ram á heimili hans. Hefur sá grunur legið á að ekki væri allt með i'elldu með heimilisbraginn og fór barnaverndarnefnd i Hafnarfirði fram á við fógeta- embættið, að rannsaka málið. Stúlkan bar að mennirnir hefðu haft kynferðislega tilburði i frammi við sig. Á heimilinu fundust mikiö af erlendum kynningarritum og alls kyns klámi. Kynningarrit þessi munu gefin út i Bretlandi þar sem fólk auglýsir eftir skyndikynnum við annað fólk og fylgir með hvers konar náttúru eða ónáttúru við- komandi þarf að vera haldinn til aö kynni megi takast. Hafa þessi „sambönd" verið auglýst i is- lenzku dagblaði og áttu þeir sem áhuga höfðu, að senda eftir kynn- ingarritunum i tiltekið pósthólf og láta peningaupphæð fylgja með. 1 einhverju af þessum ritum aug- lýsir þessi maður að hann hafi á sinum snærum þúsundir af kyn- svallsþyrstum körlum og konum, sem hann geti komið þurfandi fólki i samband við. Bara að skrifa i pósthólfið og borga. Frúin á heimilinu mun hafa starfað nokkuð að þvi að koma á kynnum milli fólks með þvi að dreifa kynningarbæklingunum, en mun hins vegar hafa verið grunlaus um að fram hafi farið kynmök við barn þar. En i ná- grenni við heimilið hefur verið al- talað að þar færu fram atburðir sem þessir og undanfarið hefur fólk vart þorað að láta dætur sin- ar vera gæzlulausar úti við. Rannsókn málsins er á byrjunar- stigi, en þeir sem til þekkja segja, að ekki komi á óvart þótt fleira eigi enn eftir að koma i ljós. 40 daga gæzluvarðhaldsúr- skurður er óvenju langur, sem bendir til að um alvarleg brot séu að ræða og að rannsóknin kunni að verða timafrek. Sjálfsagt verða mennirnir báðir látnir sæta geðrannsókn. Tvö banaslys um sömu helgina Tvö dauðaslys urðu af völdum umferðar um helgina. Aðfaranótt laugardags iórst 35 ára gamall maður á Keflavikurflugvelli er hann lenti i árekstri, og á sunnu- dag dó fimm ára gamall drengur i Neskaupstað, er bill, sem hann var i valt. Slysið á Keflavikurflugvelli varð kl. :i,H5. Þa lenti Moskovitsbill á oliubil á mótum Flugvallarvegar og Vesturbraut- ar. Olfubillinn dró stóran bensin- tank, sem valt yfir litla bilinn við áreksturinn. Billinn lagðist sam- an og lézt ökumaðurinn sam- stundis. Hann hét Eirikur Hall- dórsson og var frá Húsavik, en siðast búsettur að Asbraut 11 i Kópavogi. Klukkan eitt á sunnudaginn valt fólksbill utanvert i Neskaup- stað. t bilnum voru þrir bræður. Hinn yngsti þeirra, 5 ára gamall, lézt samstundis, en hina eldri sakaöi ekki. Drengurinn, sem lézt hét Stefán Haraldsson. Foreldrar hans eru Haraldur Bergvinsson og Unnur Marteinsdóttir, Melagötu 4. Biblíusafnarinn hlýðir á guðspjallalestur á ókennilegri mállýzku Ragnar Þorsteinsson kennari, bibliusafnarinn i Reykjaskóla i Hrútafirði, hefur brugðið sér heim úr vegavinnunni vestan Laxárdalsheiðar til þess að ræða við blaðamann frá Timanum, og hér situr hann og hlýðir á bibliu- lestur á grammófónplötunni, sem honum var send frá Fairbanks i vor. Eins og lesendurnir sjá hlustar hann vandlega, þótt hann skilji tæpast meira en aðrir tslendingar i eskimóskum mállýzkum, þvi að annað veifið bregður fyrir kunn- uglegum eiginnöfnum og staðar- heitum úr guðspjöllunum, og þau má þó greina, ef vel er fylgzt með. Jafnvel kunna að koma fyrir bibliugreinar, sem þeir geta getið sér til um, er nógu eru bibliufróð- ir. Á morgun mun birtast i blaðinu frásögn Sólveigar Jónsdóttur um heimsókn hennar til Ragnars og hið fágæta bibliusafn hans. Myndina tók Guðjón Einarsson, ljósmyndari Timans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.