Tíminn - 18.07.1972, Síða 2
2
TÍMINN
triðjudagur. 18. júli. l<)72
U TTm^llllHlllll li
III
UanffMBiim
nugsum
áður enviö
hendum m
'mm—mmmmmmmm—mmtmmmmJi
VORLEYSINGAR
Eftir itrekaðar ádrepur frá mér
um Miklabæjarhneykslið hefur
mér nú loks tekizt að sjá á prenti
álit manna um það. Er það snið-
ugt af Laufásklerki, Bolla
Gústafssyni, að likja skrifum
minum um þetta mál við vorleys-
ingu, og mér til sóma, gömlum
manni.
Eðlilega verða fyrstu leysingar
skollitaðar, en hámarksflóðin þó
mest aurkennd, svo reyndist með
Laufásflóðið I Morgunblaðinu 28.
mai s.l. Ofsareiði Laufásklerks,
vegna þess að ég tala um van-
helgun kirkjugarðsins á Miklabæ
með fleira i þvi sambandi, verður
skiljanleg, þegar maður les þess-
ar setningar i Morgunblaðinu:
,,Þá get ég ekki skilið, að i þvi sé
fólgin vanhelgun á minningu lát-
inna, þótt helgidómur risi þar
sem fyrireru gamlir legstaðir, ef
beinum þeirra,er þar hvila hefur
verið veittur sæmilegur umbún-
aður, eins og gjört var á Miklabæ,
er umræddar framkvæmdir hóf-
ust.” — Þá hefur maður það.
Frágangurinn á uppgreftrinum
var raunar sá, að nágrannaprest-
ur, sem sagðist hafa heyrt ýmsar
sögur um mannabein á hrakningi
þar á Miklabæ, gerði ferð þangað,
til að sjá með eigin augum, hvað
hæft væri i þeim sögnum. Sagðist
honum svo frá, að hann hefði
gengið i að safna mannabeinum
þar á staðnum, svona var nú frá-
gangurinn. Laufáspresti hefur
verið sögð áferðarfallegri saga
um þetta mál. Þá er það heilag-
leikinn á kirkjubyggingunni, sem
Laufásprestur minnist á. Hann á
að ná út yfir lög og rétt, þegar
valinn er staður fyrir t.d. nýja
kirkju. Slikar skoðanir bera helzt
til mikinn svip af miðaldar-
kirkjuvaldinu og trúarofstækinu,
til þess að nokkur hugsandi mað-
ur taki þær alvarlegar i dag.
Kirkjuvaldið á miðöldum er
dökkur blettur i Islandssöeunni.
þeir eru fleiri af öðrum rótum.
Það gekk i lið með hörðum nátt-
úruöflum og verzlunarokri að
mergsjúga þjóðina. Margur
hungraður vesalingur það i máls
verð frá hendi þessara bööla
sinna. En hvaðan voru þeir máls-
verðir fengnir? Meðal annars frá
föntunum uppi á Skaga, sem sóttu
sjóinn og öðru landsfólki i gegn-
um alls konar skyldur og skatta
til biskupsstólanna og kirknanna.
Jón Espólin sýslumaður getur
þess i annálum, að Ólafur Rögn-
valdsson Hólabiskup hafi komið á
osttolli á bændur á Skaga til Hóla-
stóls. Þeir hafa liklega verið tald-
ir búa sæmilega á Skaganum. Um
ofriki kirkju- og biskupsvaldsins
farast Jóni Espólin svo orð i Ar-
bókum sinum (bls. 104 II deild)
„var þat allóhægt fyrir leikmenn i
þann tima, at skjóta sér undan
biskupsvaldi, þvi at konungar
sjálfir blinduðust af ætlan um
helgi þeirra og rétthæð kirkjunn-
ar”. Svo fórust yfirvaldi Skag-
firðinga orð fyrir 150 árum.
Það var yfirgangur, hverju
nafni sem nefnist, meðal annars i
skjóli imyndaðs heilagleika, sem
ég hef verið og er að mótmæla,
þeir geta sjálfum sér um kennt,
sem sviður undan þeim mótmæl-
um.
Ekki vantar að Sigfús prestur
hafi verið röggsamur i tiltektum
sinum á staðnum, en til þess hef-
ur þurft peninga, annaðhvort frá
sóknarbúum eða þvi opinbera. Ég
lét hann hafa nokkur hundruð
króna á sinum tima til að mála
kirkjuna utan, hún er og hefur
verið lénskirkja og viðhald henn-
ar söfnuðinum óviðkomandi; það
er liklega I syndaregistrum und-
anfarandi kirkjumálaráðherra,
hvernig hún var útlits. Engum
datt i hug að dagar hennar væru
taldir, nema liklega prestinum.
Það má vel vera, að Sigfús
prestur eigi eftir að verða Akra-
hreppi til blessunar er timar liða,
ætt hans er góð, bænin er töm á
vörum hans. Stórskáldið og
mannvinurinn Stephan G. Step-
hansson segir um bænina:
„Ef þig fýsir fólksins að
farsæld nokkuð hlynna.
Leggðu hiklaust hönd á það,
heitust bæn er vinna”.
Séra Sigfús Jónsson, móðurafi
Sigfúsar prests, tók þessi heilræði
til greina i sinu lifi, lagði prests-
starfið til hliðar og vann að bættri
lifsafkomu Skagfirðinga, með þvi
að brjóta á bak aftur siðustu ok-
urverzlanirnar á Sauðárkróki
með starfi sinu i K.S. Fátækir
barnamenn eins og ég og héraðs-
búar allir erum I stórri þakkar-
skuld við hann. Blessuð veri
minning hans.
Ekki vantaði kirkjur og bæna-
hús hér á landi á miðöldum, né
bænir og sakramenti, þó dó fólkið
i þúsunda tali úr hungri og drep-
FASTEIG NAVAL
iu u (i :::| \
i« n u P °N| MII \Í ífílll 1 1 /\ / N
Skólavöröustíg 3A. II. hæB.
Símar 22911 — 19253.
FASTEIGNAKAUPENDUR
Vanti yður fasteign, þá hafið
samband við skrifstofu vora.
Fasteignir af öllum stærðum
og gerðum fullbúnar og í
smíðum.
FASTEIGNASELJENDUR
Vinsamlegast látið skrá fast-
eignir yðar hjá okkur.
Áherzla lögð á góða og ör-
ugga þjónustu. Leitið uppl.
um verð og skilmála. Maka-
skiptasamn. oft mögulegir.
Önnumst hvers konar samn-
ingsgerð fyrir yður.
J6n Arason, hdl.
Málflutningur . fasteignasala
sóttum. Embættismenn i Akra-
hreppi sveið undan skeytum Bólu-
Hjálmars forðum, og voru þó ekki
orðaðir við pislarvætti, eins og
Laufásprestur gefur i skyn, að
Sigfús prestur sé að verða. Það
skyldi þó ekki verða ég, um það er
lýkur. Ég kviði engu, ég er, fyrir
þrotlausa vinnu góðra manna,
betur settur en Bólu-Hjálmar var.
Trúarbrögð og kirkjusnið eru
vitanlega flutt hingað frá erlend-
um þjóðum og þarf ekki að ræða.
Og ekki um fornan grafreit i
R.vik. Meðferð klakakláranna,
sem heiðursmaðurinn Árni G.
Eylands hefur oft talað og skrifað
um, kemur ekki á syndaregistur
mitt, nóg mun samt. Ég hef kom-
ið minu heimili skammlaust á-
fram, án tekna af þeirri fram-
leiðslu. Gamanorðum Laufás-
prests um ást mina á náttúrufeg-
urð, nautpeningi og fjósum læt ég
einnig ósvarað, en geta skal þess,
að einmitt það siðasttalda hefur
veriðlif og heilsugjafi bæði prests
og leikmanna og er enn.
Þá er það blessuð
sóknarnefndin i Miklabæjarsókn,
það var ekki vonum fyrr, sem hún
lét til sin heyra, eða formaður
hennar i Timanum þ. 11. júni s.l.
Búin að draga það svo lengi, að
hún átti aðeins um tvo kosti að
velja, annaðhvort að þegja og
verða talin samanstanda af and-
legum aumingjum, eða segjast
hafa ráðið sjálf skemmdarverk-
inu á grafreitnum. Hún tók siðari
kostinn og var hvorugur góður.
Að segja það hafa verið sam-
komulag meiri hluta sóknar- og
byggingarfulltrúa að byggja
kirkjuna i garðinn kemur mér
spánskt fyrir sjónir. Aðeins sókn-
arnefndin hafði ráð yfir kirkju-
garðinum og þó innan vissra tak-
marka. Allir sóknarnefndarmenn
höfðu sagt mér í einkaviðtölum,
að þeir hefðu alls ekki leyft neitt
umrót i grafreitnum. Svo er nú
það; formaður orðinn tvisaga til
allrar lukku ekki þó fyrir rétti.
Fleira i grein formanns er heldur
ekki vel sannleikanum sam-
kvæmt, t.d. þar sem hann segir,
að ekki væri vitað að lik hafi verið
jarðað i hinum upprifna parti sið-
an um siðustu aldamót. Ég veit þó
beturen var ekki spurður. Úr þvi
hann vissi ekkert, var ekki von að
menn honum yngri vissu það,
hvorki sóknarnefndarmenn né
hin valdalausa bygginganefnd i
þessu kirkjugarðsmáli. Þeir
þykjast þó liklega vera að sam-
þykkja grein formanns með nöfn-
um sinum neðanundir henni; ekki
þó votta, að rétt sé sagt frá, en
nöfnið prýða þó skjalið.
Ég greiddi atkvæði með nýrri
kirkjubyggingu á Miklabæ fyrir
orð Sigfúsar prests. Gat vel unnt
honum heiðurs af þeirri fram-
kvæmd, ef engin moldvörpustarf
seini hefði verið viðhöfð i þvi
sambandi. En hafði margtekið
fram, að hyggilegast væri að
byggja úr steini Gat þess að i
fram- Blönduhlið væri mjög stór-
viðrasamt. En ekki var mér sýnt
likan af kirkju eins og nú er verið
að byggja á Miklabæ, með Hóla-
turni númer 2 fyrir stafni, að mér
sýnist eftir rissum sem ég hef af
henni séð siðan. Þeir eru stórhuga,
þessir 50 gjaldendur i sókninni, að
minnsta kosti presturinn. Mér
hefur sýnzt að Kópavogsbúar,
sem eru um 10 þús. talsins, hafi
látið sér nægja 2 bjálka reista i
kross, til að hengja sinar kirkju-
klukkur á.
Ekki var farið að lögum, að
rjúfa grafreitinn, án þess að
sóknarnefnd tilkynnti sóknarbú-
um með nokkrum fyrirvara að
það stæði til. Sama lögleysan á
báða bóga. Ekki nærri liðinn lög-
legur timi til endurgreftrunar,
hvað þá til bygginga. En það hefði
getað orðið til þess að presturinn
hefði ekki fengið kirkjuna stað-
setta þarna.
Það er gott fyrir hirðinn að
sauðirnir séu þægir.
En, „Ég trúi þvi, sannleiki, að
sigurinn þinn að siðustu vegina
jafni.”
Sögulok
15. júni 1972
Friðrik H a 11 g r i m s s o n .
HANDUNNAR
trévörur
einstaklega fallegar og listrænar
SÉRSTÆÐ OG SKEMMTILEG
GJAFAVARA
Litið á okkar fallega gjafaúrval
T Skólavörðustig 16 Simi 13111
-
Sumarleyfi eru hverjum manni nauðsynleg tilbreyting frá
önn og áhyggjum. Það er því mikilvaegt, að þau verði fólki
til sem mestrar ánægju og hressingar.
Fá héruð eru veðursælli en Eyjafjörður. Reisuleg bænda-
býli vekja ferðamanninum nýja trú á glæsta framtíð ís-
lands.
Akureyri er hin sjálfkjörna bækistöð gesta héraðsins, og
hefur upp á flest það að bjóða, sem hugurinn girnist.
Kaupfélag Eyfirðinga býður upp á alhliða þjónustu. Það
er því ekki nauðsynlegt að íþyngja sér með of miklum
farangri í sumarleyfisferð til Akureyrar. Hinar ýmsu við-
skiptadeildir KEA sjá yður jöfnum höndum fyrir öllu, sem
viðkemur ferðalögum, hvort sem um er að ræða útivist
og tjaldbúðalíf, eða húsnæði og fæði í bænum. í öllum
bæjarhverfum finnið þér kjörbúðir vorar, sem fúslega
aðstoða yður við val lystugra og nærandi matvæla í nest-
ið. Og mörgum þykir handhægt og gott að fá sér heitan
mat á Matstofu KEA og nýlagaðan kaffisopa. Þeir, sem
hærri kröfur gera, kjósa að búa á Hótel KEA og neyta
þar veizlumatar að eigin vali.
Kaupfélag Eyfirðinga óskar yður góðs og endurnærandi
sumarleyfis og vill með þjónustu sinni stuðla að því, að
svo megi verða.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI
AOALSKRIFSTOFA: HAFNARSTRÆTI 91-93 - SÍMI (96)21400 (SAMBAND VIÐ ALLAR DEILDIR)