Tíminn - 18.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.07.1972, Blaðsíða 3
Ferðalöngunum var fagnað með blómum i heimahöfn. F.v. Guðjón, Kristinn, ólafur, Torfi og Marinó. (Timamynd HE). Eyjapiltarnir komnir úr frægðarförinni: SIGLDU TVÖ ÞÚSUND MÍLNA LEIÐ EFTIR VEGAKORTINU Skiptar skoðanir? Nokkur ágreiningur virðist nú rikjandi innan Samtaka frjálslyndra og vinstri manna um það, hvernig-haga beri „sameiningarviðræðunum" svonefndu. i þessum pistlum hefur verið vitnað talsvert i skrif Nýs iands, aðalmálgagns SFV, um þessi mál en þar hef- ur kvcðið við talsvert annan tón, en i máli og skrifum Hannibals Valdimarssonar, formanns SFV. Hannibal og Björn Jónsson virðast hættir að skrifa i Nýtt iand og svo brá við i þessum inánuði að gefið var út biaðið „Þjóðmál”. Þetta blað cr prentað i 45 þús. eintökum og i það skrifa llannibal. Björn, Magnús og Steinunn Finnbogadóttir og fl. ásamt tveimur Sjálfstæðis- mönnum. Gunnari Thorodd- sen og Páli I.indal. Þetta blað er belgað samciningu og ritar Hannibal forsiðugreinina og boðar stórtiðindi i samein- ingarmálinu áður en langt um liði. A ýmsu gengur i „Framsýn”, málgagni Framsóknarfélaganna i Kópavogi, cr út kom <>. þ.m. er einnig fjallað um samein- ingarmálið. Þar segir m.a.: „Fyrir nokkrum vikum boð- uðu fjórir ungir áhugamenn, um samciningu vinstri afl- Þriðjudagur. 18. júli. 1972 SBR-Reykjavik Eyjapiltarnir fimm, sem undanfarna 34 daga hafa verið á siglingu umhverfis iandið á tveimur gúmmibátum, komu heim til Eyja upp úr hádeginu i gær og var fagnað með blómum og lófataki. Siöustu nóttina gistu fimmmenningarnir i Hrauney, rétt til að setja skemmtilegan punkt við ferðalagið, sem gekk stóráfallalaust. 1 viðtali við Timann i gær, sagði einn ferðalanganna, Marinó Sigursteinsson, að þó að ferðalag sem þetta væri bráðskemmtilegt myndu þeirliklega hugsa sig tals- vert um, áður en þeir legðu i slikt aftur, það væri afskaplega erfitt. Upphaflega átti ferðin að taka þrjár vikur, en viða urðu tafir, og bilanir og bættust þvi 13 dagar við. Vegalengdin sem þeir sigldu, er um 2000 milur og leiðarvisirinn var vegakort af landinu. Alls hélt Marinó, að þeir hefðu komið við á 40 stöðum og sumsstaðar var stanzað um stund og náttúran skoðuð. Á Akureyri voru þeir um mánaðamótin og fengu sér þá bil og óku til Mývatns. Einnig skoðuðu þeir Skagafjörðinn nokkuð vandlega. I Flatey bilaði vél annars bátsins og þá var TÍMINN báturinn sendur með bil til Reykjavikur en ferðinni haldið fram á hinum. Sóttist fremur hægt til Reykjavikur, enda veður ekki alveg upp á það bezta heldur. Til Reykjavikur var komið á laugardag og haldið áfram sam- dægurs á báðum bátunum til Hraunseyjar. Þess má geta, að meðan stanzað var i Reykjavik, fóru piltarnir að Bessastöðum, færðu forsetafrúnni blóm og þáðu kaffi i staðinn. Lét Marinó vel af heimsókninni. Ekki sagði hann heldur að yfir neinu hefði verið að kvarta, hvað gestrisni varöaði, hvar sem þeir hefðu komið á landinu. Allir hefðu keppzt við að bera þeim góðgerðir og aðstoða þá, ef með þurfti. Um kostnaðarhliðina sagði Marinó, að lauslega áætlað hefði ferðin kostað alls um 125 þúsund krónur, 25 þúsund á mann og væri það bara vel sloppið. Auk Marinós fóru i þessa frægðarför þeir Torfi Haralds- son, Ólafur Kristinn Tryggvason, Kristinn Rúnar Ólafsson og Guðjón Jónsson. Sá siðastnefndi er elztur þeirra félaga, átti hann 23 ára afmæli á leiðinni og var veizlan haldin á Bakkafirði. anna, fund hér i Kópavogi. Auk fundarboðenda mættu 13 manns á fundinum og þar af 2 bæjarfulltrúar þeir Ásgeir Jó- hannesson og Guttormur Sigurbjörnsson. Á þessunt fundi mætti enginn yfirlýstur stuðningsmaður Samtakanna nema ræðumaður þeirra, en hann er búsettur i Reykjavik. Þannig speglaðist nú áhuginn i eina stefnumáli flokksins i það sinni. Áður greindir bæjar- fulltrúar, sem báðir tóku til máls eftir frumræðu fundar- boðenda gáfu nokkuð merki- legar upplýsingar, sem spcgla vel vinstrisameiningaráhuga Samtakanna i verki. Guttorm- ur Sigurbjörnsson lýsti þvi yf- ir að hann ásamt fleiri framá- mönnum Framsóknarflokks- ins hér i Kópavogi hefði átt viðræður við menn úr forustu- liði Samtakanna um sam- eiginlcgt framboö flokkanna i bæjarstjórnarkosninguni. En samtökin hefðu hafnað þessari hugmynd á þeim forsendum að þau þyrftu að kanna fylgi sitt hér i Kópavogi. — Það var sem sagt meira atriði, að þeirra dómi. en sá áfangi sein hér var boöiö uppá aö stiga i sanieiningarmálinu. Upplýs- ingar Asgeirs Jóhannessonar lulu svo að öðru atriði áhuga- máls (?) Samtakanna, en liann upplýsti að eftir bæjar- stjórnarkosningarnar hefðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins boöaö liann ásamt fulltrúa Samtakanna til fund- ar um myndun meirihluta samstarfs i bæjarstjórn. cn þessir þrir flokkar höfðu at- kvæðamagn til þess. Ilann hvað fulltrúa Samtakanna hafa lýst þvi yfir að Samtökin væru tilbúin að ganga til þessa meirihlutasamstarfs við Al- þýðuflokkinn og Sjálfstæðis- flokkinn cn Alþýðuflokkurinn liafi hafnað hugmyndinni.” —TK Leiðrétting I Timanum á sunnudaginn þar sem birtar voru myndir af brúðhjónum, vixluðust myndir af brúðhjónunum Elisabetu Halldóru Einarsdóttur og Reyni Elieserssyni og Itebekku Ingvarsdóttir og Einari Ágústi Kristinssyni, auk þess sem heimilisfang þeirra siðarnefndu misritaöist. Það er Hallavegur 37, en ekki Hjallavegur 19, eins og stóð i myndatextanum. Eru við- komandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. UTANLANDSFERÐIR VK> ALLRA HÆFI LONDON frá kr. 14.102,- iBeint þotuflug báðar leiðir, brottför Ivikulega. Innifalið: gisting og morg- lunverður á fyrsta flokks hóteli. 011 I herbergi með baði og sjónvarpi. Ferð- lir milli hótels og flugvallar og ýmis- I legt fleira. Þetta verða vinsælar ferðir Itil milljónaborgarinnar. Leikhús og I skemmtanalíf það víðfrægasta i ver- löldinni, en vöruhúsin hættulega freistandi. Brottför i hverri viku. Innifalið: beint þotuflug báðar leiðir, gisting og tvær máltíðir á dag. Eigin skrifstofa Sunnu i Kaupmannahöfn með islenzku starfsfólki. Hægt að velja um dvöl á mörgum hótelum og fá ódýrar fram- haldsrerðir til flestra Evrópulanda með Tjæreborg og Sterling Airwavs. Nú komast loksins allir ódýrt til Kaup- mannahafnar. Allra leiðir liggja til hinnar glaðværu og skemmtilegu borgar við sundið. KAUPMANNA HÖFN frá kr. 12.500,- Beint þotuflug báðar leiðir, eða með viðkomu i London. Brottför hálfs- mánaðarlega til 15. júni og i hverri viku eftir það. Frjálst val um dvöl i ibúðum i Palma og i baðstrandabæj- unum (Trianon og Granada) eða hin- um vinsælu hótelum Antillas Barba- dos, Playa de Palma, Melia Magaluf og fl. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma með islenzku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta sólskinsparadís Evrópu. Fjölskylduafsláttur. j MALLORCA COSTADELSOL frá kr. 12.500,- Brottför hálfsmánaðarlega, og i hverri viku eftir 27. júli. Beint þotu flug báðar leiðir, eða með viðdvöl í London. Sunna hefir samning um gistirými á aftirsóttúm hótelum Torremolinos (Alay og Las Palomas) og íbúðum, luxusibúðunum Playa mar i Torremolinos og Soficobygg- ingunum Perlas og fl. i Fuengirola og Torremolinos. Islenzkir fararstjórar Sunnu á Costa del Sol hafa skrifstofu aðstöðu i Torremolinos, þar sem alltaf er auðvelt að ná til þeirra. Costa del Sol er næst fjölsóttasta sólskins- paradis Evrópu og Sunna getur boðið upp á beztu hótel og íbúðir á hag- væmum kjörum. ÝMSAR FERDIR Norðurlandaferð 15 dagar, brottför 29. júní. Kaupmannahöfn, Oslo, Þelamörk og Sviþjóð. Kaupmannahöfn - Rinarlönd 15 dagar, brottför 6. júli og 3. ágúst. Ekið um Þýzkaland til Rinarlanda. Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento 21 dagur, brottför 13. júlí. Vika i Kaupmannahöfn vika i Sorrentoiog viku i Rómarborg. Paris - Rinarlönd - Sviss 16 dagar, brottför 20. ágúst. Landið helga - Egyptaland - Libanon 20 dagar, brottför 7. október. Kynnið ykkur verð og gæði Sunnu- ferðanna með áætlunarflugi eða hinu ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA gerir öllum kleift að ferðast. Sunna er alþjóðleg IATA ferðáskrifstofa FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRETI7 ® 1640012070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.