Tíminn - 18.07.1972, Side 6

Tíminn - 18.07.1972, Side 6
6 ___________ _______TÍMINN Viðskiptasamningur við EBE undirritaður á laugardaginn EBE áskilur sér rétt til að láta tollfríðindi fyrir sjávarafurðir ekki koma til fram- kvæmda, finnist ekki „viðunandi lausn” á landhelgismálinu - en ísland áskilur sér rétt til að fullgilda ekki samninginn, ef þessum fyrirvara EBE verður beitt Þriðjudagur. 18. júli. 1972 /ftf Yu (Msy. S* etfrSs* . . . f A /• /rýi/Min’ /ÍJ ' " "" /.S*..S~ cXj*- /, ý'/. t* /s. s9fy */ y 'Á,4i jáý*s«r/+jtí</x' /sa.eL___tj! V. £/.'/. /— /—./ . S./CS.,../ "/ // /y/ /. /—/. '' /*0.£L ... /?■ ' /CJÍ&’/ /.&./&//,................. ////. /?/./.*/. *J' /s-~ /' ‘/ ■ ' /H.../ /•■■■■■ “ //. ei/. * ' JJ- œp, ., ÍS./í '/ js/fCcs/.. 4.*.(J7 jXp —y-7 /\/.jlr,*~~//!~/*r/ fp /ý?/S ■ /Jf f* -Ó/y , * /f V / f/ /■' . / sr /u- , / /J- • / /s — Z/SJ J0 , • . * /X- ■ , vf J0 , / /J // y S • /•? /' /S' sS ' / ■40 7 • * ■ & ff ' / . / ss J Jf / j 1« fQf/ ff. //ffu./LL .... ^ /*/-. %,/&£..» 7 • </.____ • Jf y>/—- 4/á~J- SJ/i- . ■*> 74 i7tr.j&/.: JJfcUr tl*- - -**-/ f f> S£Mi-- - f s JS • /p . //> V. ítf . s X /J • f // - JS — ' s/ ' •s - s/ 1' " . * /rg - f' /9. • r JS T- ^ fj~ I' /f- — Jfi j r/ J /S~~/ y/ Illuti siðu úr einni verzlunarbókinni, sem náöist úr stafni Péturs- borgar. Hún sýnir viðskipti Björns á Syðra-Hóli, föður Magnúsar rithöfundar, árið 1902. Hagsöguheimildirnar bak við þiljur Pétursborgar Hér i blaðinu hefur ofurlitið verið sagt frá leyndardómum þess húss á Blönduósi, sem kallað er Pétursborg, og þeim heimildum um hagsögu Húna- þings, sem með óvenjulegum hætti hafa varðveitzt i þvi langt til hálfa öld. Þá sögu hafa menn væntanlega lesið, og þess vegna verður hún ekki rakin hér á ný. I framhaldi af henni er aftur á móti ekki úr vegi að vekja máls á þvi, hvort ekki muni kominn timi til þess að draga verzlunarbækurnar fram úr fylgsnum sinum og vista þær á aðgengilegri stað. Pétursborg er gamalt timburhús, og tim- ans tönn vinnur á þvi smám saman eins og öðrum slikum húsum, og þó að bækurnar kunni að hafa geymzt undra- vel fram að þessu, er vissu- lega hætta á, að hver áratugurinn, sem liður, án þess að þeim sé bjargað, geti orðið þeim miður hollur. Til þess getur enginn ætlazt, að eigendur hússins taki á sig þann kostnað, sem það hefði i för með að ná þeim fram úr fylgsnum sinum. En er i raun og sannleika engin stofnun til eða einhver annar aðili, sem telur það skyldu sina og ætlun- arverk að ná þessum bókum, áður en það er um seinan? Kostnaður vi’ð að komast að þeim og einangra húsið á nýj- an leik með aðferðum, sem nú tiðkast, getur þó varla verið svo óskaplegur, að hann úti- loki framkvæmdina. Sönnu nær er, að hér þurfi ekki nema smáræði til, og þó fyrst og fremst vilja og löngun til þess að nálgast sögulegar heimild- ir, sem hvergi er annars að finna. Sýslusjóður Húnavatns- sýslu, safnið, sem hreppti fenginn, og rikið sjálft ættu að geta aurað saman i þetta, án þess að ganga allt of nærri fémunum sinum. Hvað sýnist ykkur, sem lesið þessi orð? J.H. SKÁLHOLTSHÁTIÐ A SUNNUDAGINN Samningaviðræöum Islendinga við Efnahagsbandalagið er lokið og veröur viðskiptasamningurinn undirritaður i Brússel laugar- daginn 22. júli n.k. Er þar með lokið þætti, sem hófst fyrir tvcimur árum, þegar EFTA-- löndin þrjú, Bretland, Danmörk og Noregur, sóttu um aðild að Efnahagsbandalaginu. Tilgangurinn með viðræðunum við Efnahagsbandalagið var að varöveita þau viöskiptafriðindi, sem tslandi hlotnaðist i Bret- landi, Danmörku og Noregi við inngönguna i EFTA og jafn framt að bæta viðskiptamögu- leikana við Efnahagsbandalags- löndin með afnámi tolla og annarra viðskiptahindrana. Hvort tveggja hefur tekist að mestu leyti og mun betur en á horfðist i fyrstu. Meginatriði viðskipta- samningsins eru eftirfarandi: 1. Undir samninginn falla allar iðnaðarvörur og þar að auki flestar islenzkar sjávarafurðir, sem tollur bandalagsins nær til. 2. Vörur þær, sem samningurinn tekur til, skulu ekki vera háðar innflutningsleyfum. Mun bandalagið yfirleitt afnema tolla sina á þessum vörum frá tslandi i fimm jöfnun áföngum frá 1. april 1973 til 1. júli 1977, nema á áli verður tollur ekki að fullu felldur niður fyrr en 1. janúar 1980. Tollar á ísfiski og sumum niðursuðuvörum verða lækkaðir verulega, en ekki alveg afnumdir. 3. tslenzkir verndartollar verða felldir niður á innflutningi frá bandalagslöndum á sömu vörum og samkvæmt sam- skonar timaáætlun og gildir nú gagnvart EFTA-löndum. Verður fyrsta tollalækkunin 30% 1. april 1973, en sú lækkun var gerð gagnvart innflutningi frá Ef’TA-löndum l.marz 1970. Siðan lækka þessir tollar um 10 prósentustig árlega frá 1. janúar 1974 og verða þannig að fullu felldir niður 1. janúar 1980. Fjáröflunartollum þarf ekki að breyta. 4. Efnahagsbandalagið áskilur sér rétt til að láta tollfriöindi fyrir sjávarafurðir ekki koma til framkvæmda nema viðunandi lausn fáist fyrir bandalagsrikin og tsland á þeim erfiðleikum, sem útfærsla fiskveiðilögsögunnar veldur. Á sama hátt áskilur fsland sér rétt til að fullgilda ekki samninginn, ef þessum fyrir- vara bandalagsins verður beitt. 5. Heimilt er að halda áfram innflutningshöftum á olium og bensini vegna viðskipta islands og Sovétrikjanna og á burstum vegna blindraiðnar. 6. Almenn ákvæði samningsins um undanþágureglur, upprunareglur, samkeppnis- reglur, o.fl. eru svipuð og i EFTA-samningnum. Þó eru engin ákvæði um atvinnu- rekstrarréttindi. 7. Gert er ráð fyrir þvi, að samningurinn taki gildi 1. janúar 1973, en þó er heimiltað fresta gildistöku hans til 1. janúar 1974. Uppsagnarfrestur samningsins er 12 mánuðir. Viðskiptasamningurinn tekur til rúmlega 70% af útflutningi Islands, eins og hann var 1970, til Efnahagsbandalagslanda og þeirra fjögurra landa, sem samið hafa um aðild að bandalaginu. Auk þess eru um 20% útflutnings- ins tollfrjáls i bandalaginu og er þar um að ræða saltfisk, skreið og nýja sild. Tollalækkun bandalagsins hefur mismunandi þýðingu fyrir hinar ýmsu útflutningsgreinar og fer það bæði eftir tollhæðinni og ýmsum markaðsaðstæðum. Hér fer á eftir yfirlit yfir væntanlegar tollalækkanir á islenzkum sjávarafurðum á árunum 1973 — 1977. CO -o - 5 a 'O h- -O cn § u = 3 .S W) Jjjj tr — C/3 hr Z2lS H 2, Fryst fiskflök 15-18% 0 Isaður og heil- frystur karfi 8% 2% ísaður og heilfrystur þorskur, ýsa og ufsi 15% 3.75% Hrogn og lifur, ný, frystog söltuð 10-11%. 0 Fryst rækja 12% 0 Lýsi 0-6% 0 Hert lýsi 17-20% 0 Kaviar og niðursoðin hrogn 30% 0 Niðurlögð sild 20% 10% Niðursoðin rækja, humar og hörpudiskur 16-20% 0 Fiskimjöl 2% 0 Hvalkjöt 10% 0 Er hér um að ræða flestar sjávarafurðir, sem falla undir EFTA-samninginn en auk þess lækkar tollur á isfiski og frystum hrognum. Þá er þess einnig að gæta, að yrði ekki gerður samn- ingur við Efnahagsbandalagið, myndu innflutningstollar á is- lenzkum sjávarafurðum og iðnaðarvörum smám saman hækka i Bretlandi, Danmörku og Noregi upp i gildandi tolla banda- lagsins. Um framkvæmd samningsins rikir mikil óvissa vegna þess fyr- irvara, sem bandalagið hefur gert varðandi tollfriðindi sjávar- afurða. Af Islands hálfu hefur þvi alltaf verið mótmælt að tengja viðskiptafriðindi og fiskveiðirétt- indi saman. Hefur rikisstjórnin tilkynnt Efnahagsbandalaginu, að fullgilding samningsins væri undir þvi komin, hvort fyrir- varanum yrði beitt. Mun þessi skoðun rikisstjórnarinnar verða staðfest i sérstakri yfirlýsingu, sem bandalaginu verður afhent i sambandi við undirskrift samn- ingsins. Fyrir hönd tslands mun Einar Ágústsson utanrikisráðherra undirrita samninginn, en samn- ingsgerðina hafa annast Þórhall- ur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, Tómas Á. Tómasson, sendiherra hjá Efnahagsbandalaginu, Einar Benediktsson, fastafulltrúi hjá EFTA, Haukur Helgason, deildarstjóri, Valgeir Ársælsson, deildarstjóri og Ölafur Egilsson, sendiráðunautur. Hin árlega Skálholtshátið verð- ur haldin á sunnudaginn kemur, og mun hún hefjast með klukkna- hringingu klukkan hálf-tvö. Verð- ur mjög til hennar vandað. Klukkan tvö verður guðsþjón- usta, sem hefst með lúðraþyt úr Þorlákstiðum, siðan predikar séra Heimir Steinsson, en Sigurbjörn Einarsson biskup, séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup og séra Guðmundur Óli Ólafsson þjóna fyrir altari. Skál- holtskórinn syngur, en söngstjóri verður dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Klukkan hálf-fimm verður samkoma i kirkjunni. Þar flytur SB-Reykjavik Nú geta bændur fyrir norðan loks farið að huga að heyjum sinum, þvi hann virðist hættur að rigna i bili, að minnsta kosti austan til og um Miðnorður- landið. Sverrir Sigurðsson á Lómatjörn við Grenivik, sagði i viðtali við blaðið i gær að þar skini sólin glatt og allir, sem vett- lingi gætu valdið væru úti við i heyskap. Þætti ýmsum mál til samkór undir stjórn Martins Hungers þrjá forna lofsöngva úr sálmabók Guðbrands Þorláks- sonar, raddsetta af Fjölni Stefánssyni, dr. Björn Sigfússon flytur ræðu, Ingvar Jónasson leikur á viólu og kór syngur. Þessari samkomu lýkur með ritningarlestri og bæn séra Tóm- asar Guðmundssonar og að lok- um verður almennur sálmasöng- ur. Mikill viðbúnaður hefur verið hafður til þess, að þessi Skálholts- hátið verði sem veglegust, og verður ekki sizt mikið i tónlistina borið. komið, þvi varla hefði komið þurr dagur i júni og það sem af væri júli, fyrr en i gær. Þeir bændur i framanverðum Eyjafirði, sem snemma byrjuðu að slá, hafa ekki grætt á þvi. Hey hefur hrakizt á túnum og það óslegna sprottið úr sér. Sé nú loks að birta til i alvöru, má búast við, að mikið af heyjum náist upp á skömmum tima. Minningarsjóður um Þóri Steinþórsson Þann 10. júni s.l. var Þórir Steinþórsson fyrrverandi skóla- stjóri i Reykholti til moldar bor- inn i Reykholtskirkjugarði. Fjöl- menni mikið var við útförina, og rúmaði kirkjan aðeins hluta af þeim fjölda. Veður var hið bezta og stóð fólk umhverfis kirkjuna, en hátalarakerfi hafði verið kom- ið upp, svo allir gætu fylgst með athöfninni. Sr. Einar Guðnason prófastur i Reykholti jarðsöng, en ásamt honum flutti sr. Þorgrimur Sigurðsson prófastur á Staðar- stað likræðu. Eftir jarðarförina þáðu allir viðstaddir rausnarleg- ar veitingar, sem fram reiddar voru i skólanum. Skólanefnd og skólastjóri Reykholtsskóla höfðu ákveðið að stofna minningarsjóð um Þóri Steinþórsson er varið skyldi til að verðlauna nemendur, er sköruðu fram úrihelztu kennslugreinum Þóris, en það voru stærðfræði, eðlisfræði og bókfærsla. Strax jarðarfarardaginn söfnuðust rúmlega 120 þús. krónur i sjóðinn. Þar sem margir vinir og velunn- arar Þóris höfðu ekki tök á þvi að vera viðstaddir, vilja forráða- menn skólans vekja athygli á þvi, að enn er gjöfum i sjóðinn veitt viðtaka. Þær má senda til sr. Ein- ars Guðnasonar skólanefndarfor- manns eða Vilhjálms Einarsson- ar skólastjóra Reykholti. L0KSINS STYTT UPP NYRÐRA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.