Tíminn - 18.07.1972, Síða 9

Tíminn - 18.07.1972, Síða 9
Þriöjudagur. 18. júli. 1972 TÍMINN 9 mém Útgefandi: Framsóknarflokkurinn : F'ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: :arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.l :Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans).: | Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-|: stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306.|: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusími 12323 — auglýs-l ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Áskriftargjaidl 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-t takið. Blaðaprent h.f. Samanburður Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðis- flokksins, skrifar langa greini Mbl. sl. fimmtu- dag og ber saman ráðstafanir rikisstjórnarinn- ar nú og þá verðstöðvun, sem hann efndi til haustið 1970. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að verðstöðvunin 1970 hafi verið miklu betri vegna þessa, að þvi er helzt verður skilið: 1. Þá voru lögð fram margvisleg gögn um þróun efnahagsmála. 2. Framleiðslugreinunum höfðu verið leyfðar verulegar verðhækkanir fyrir verðstöðvun án þess að launþegar hefðu i nokkru fengið þær verðhækkanir bættar i visitölu. í framhaldi af þvi deilir hann á rikisstjórnina fyrir að hafa ekki leyft a.m.k. 8% hækkun á verðlagi iðnaðarvöru áður en bráðabirgðalögin voru gefin út. Hins vegar gleymir Jóhann Hafstein að geta þess, að ráðstafánir hans haustið 1970 voru gerðar i andstöðu við launþegasamtökin og gegn mótmælum þeirra og i þeim fólst bæði skerðing á umsömdum launum skv. kjara- samningum og ennfremur nýjar skattaálögur. Þær ráðstafanir, sem nú hafa verið lögfest- ar, eru gerðar i samráði við launþegasamtökin og við jákvæðar undirtektir þeirra áður en til þeirra er gripið. Þannig er frá málum gengið, að þær munu ekki hafa i för með sér neina kjaraskerðingu, heldur má halda þvi fram, að þær séu láglaunafólki til verulegra hagsbóta, þar sem þær fela i sér verulega lækkun á mat- vælalið visitölunnar, en gildandi reglur um kaupgreiðsluvisitölu bæta ekki launþegum nema að hluta þær hækkanir, sem þar verða á (landbúnaðarvörur). í öðru lagi eru þessar ráðstafanir gerðar án þess að lagðir séu á nýir skattar til að mæta þeim, heldur eru útgjöld rikisins lækkuð. Munurinn á ráðstöfunum núverandi stjórnar og hinnar fyrri er þvi i stuttu máli þessi: 1. Fyrrverandi rikisstjórn framkvæmdi ráð- stafanir sinar i andstöðu og striði við launþega- samtökin, en aðgerðir núverandi rikisstjórnar njóta stuðnings þeirra. 2. Ráðstöfunum fyrrverandi rikisstjórnar, fylgdu nýjar skattaálögur en ráðstöfunum nú- verandi rikisstjórnar engar. 8. Ráðstafanir núverandi rikisstjórnar eru gerðar skömmu eftir að launþegar hafa fengið greiddar verðlagsbætur á laun, en ráðstafanir Jóhanns Hafstein voru gerðar i lok 3 mánaða verðhækkanatimabils rétt áður en launþegar áttu að fá verðlagsbætur og voru af þeim tekin visitölustig bótalaust. 4. Ráðstöfunum núverandi rikisstjórnar er ætl- að að veita svigrúm til að finna varanlega lausn efnahagsvandans i samráði við stétta- samtökin en ráðstafanir fyrrverandi stjórnar áttu aðeins að fleyta þáverandi stjórnarflokk- um yfir kosningarnar. ERLENT YFIRLIT Getur andstaða gegn Nixon sameinað demókrata? McGovern byggir sigurvonir sínar ekki sízt á því McGovern oj» frú EFTIR flokksþing demó- krata, sem háð var i siðustu viku, benda allar spár til þess.að Nixon verði endurkos- inn forseti Bandarikjanna i kosningunum á komandi hausti. Flokkur demókrata er enn i sárum eftir prófkjörin og forsetaefni hans, George McGovern, getur ekki treyst örugglega á nema vinstra arm hans. Óliklegt er talið, að George Wallace bjóði sig fram sem forsetaefni nýs flokks og þykir sennilegt, að mestur hluti fylgismanna hans kjósi Nixon. Skoðanakannanir benda til þess, að Nixon muni ná kjöri með miklum yfir- burðum. Þrátt fyrir þetta, lét McGovern ekki neitt vonleysi i ljós, þegar hann ávarpaði flokksþingið og tók við útnefn- ingu þess. Hann taldi sig búa yfir allgóðu leynivopni. Gleymið ekki, sagði hann, hæfileikum Nixons til að sam- eina demókrata. Hann er sá, sem getur sameinað okkur, og hann er lika sá, sem kosninga- baráttan snýst um. Við mun- um öll hjálpa honum til að efna loforðið. sem hann gaf blaðamönnum fyrir 10 árum, eftir ósigurinn i rikisstjóra- kosningunum i Kaliforniu og hann siðan rauf: Næsta ár munuð þið ekki lengur hafa Richard Nixon til að sparka i... Hinn þekkti ameriski blaða- maður, Stewart Alsop, komst ekki að ósvipaðri niðurstöðu i grein, sem birtist i Newsweek um það leyti, sem flokksþing demókrata hófst. Fyrirsögn hennar var: Hver getur fellt Nixon? (Who can beat Nix- on?). Niðurstaða Alsops var, að það gæti enginn nema Nix- on sjálfur. f fyrsta lagi gæti það orðið Nixon til mikils hnekkis, ef dýrtið og atvinnu- leysi héldi áfram að aukast i Bandarikjunum i enn rikari mæli en hingað til. 1 öðru lagi gæti það orðið honum hættu- legt, ef Vietnamstyrjöldin héldi áfram og Norður-Viet- namar byrjuðu sigurrika sókn rétt fyrir kosningarnar. í þriðja lagi væri það svo per- sóna Nixons sjálfs. Hún hefði aldrei fallið Bandarikjamönn- um vel i geð. Honum tækist eiginlega aldrei að sannfæra þá um einlægni sina. Málflutningur hans væri aldr- ei fullkomlega sannfærandi. Þó yrði verst, ef hinn gamli Nixon kæmi til sögunnar, og hann færi ásamt fylgismönn- um sinum að segja, að sigur McGoverns þýddi hrun Bandarikjanna, eins og Agnew varaforseti hefði þegar gert, eða að McGovern myndi opna Hvita húsið fyrir götu- skril, eins og komizt hafi verið að orði i einu áróðursplaggi flokksstjórnar repúblikana. Með þessum málflutningi og vinnuaðferðum gæti Nixon fellt sig sjálfur, en ósigur hans væri mjög ósennilegur að öðr- um kosti. FLOKKSÞING demókrata gekk annars vonum betur en búizt hafði verið við. Sigur McGoverns var fyrirsjáan- legur frá upphafi og Humphrey og Muskie drógu sig þvi i hlé áður en til kosninganna kom. Fyrir þing- ið var sérstök undirbúnings- nefnd búin að koma sér saman um kosningastefnuskrá flokksins og hafði hún i megin- atriðum verið samþykkt af öllum forsetaefnum flokksins, nema Wallace. Á flokksþing- inu reyndu bæði fylgismenn Wallaces og róttækari vinstri menn að gera breytingar á uppkastinu og voru bornar fram ekki færri en 20 breytingatillögur. Aðeins tvær voru samþykktar, önnur um réttindi Indiána, en hin um ákveðnari stuðning við Israel. Allar aðrar breytingatillögur voru felldar. Einna tvisýnust var atkvæðagreiðslan um fóstureyðingar, en þar var leikstjarnan Shirley McLaine látin ganga fram fyrir skjöldu og mæla gegn tillögunni, en hún stvður McGovern mjög ötullega. Ráðunautar McGoverns töldu það mjög hættulegt, ef tillagan yrði samþykkt, og létu þvi suma eindregnustu stuðningsmenn hans greiða atkvæði gegn henni. Einnig urðu átök um tillögur frá vinstri mönnum um hækkun iágmarkslauna og róttækari skattatillögur en uppkastið gerði ráð fyrir. Þessar tillögur voru felldar fyrir atbeina McGoverns. Afgreiðslan á kosninga- stefnuskránni bendir mjög til þess, að McGovern leggi áherzlu á að ná sáttum við hægri arm demókrata og sam- eina flokkinn um framsækna umbótastefnu, en hinsvegar ekki svo róttæka, að hún fæli óháða kjósendur frá flokkn- um. Um margt er stefnu- skráin svipuð stefnuskrá um- bótasinnaðra miðflokka á Norðurlöndum, t.d. radikala flokksins i Danmörku og Mið- flokksins i Sviþjóð. ÁVARP það, sem McGovern flutti i þinglokin, þegar hann tók við útnefningunni, var mjög i þessum anda. Kjarni þess fólst i þremur orðum: Come home, America. (Kom heim, Amerika). Með þessum orðum vildi McGovern minna á, að hann vildi ekki aðeins kveðja herinn heim frá Viet- nam, heldur vildi hann leggja megináherzlu á umbótastarfið heima fyrir. Það væri örugg- asta leiðin til að gera Banda- rikin öflug og auka álit þeirra út á við, að þau hefðu mál sin i lagi heima fyrir. Jafnframt tók hann skýrt fram, að það væri ekki ætlun hans að gera Bandarikin að annars fiokks herveldi. Hann sagðist muna of vel eftir Pearl Harbour til þess, að hann vildi eiga á hættu, að slikur atburður endurtæki sig. Hann sagði, að Bandarikin myndu ekki segja skilið við gamla banda- menn og nefndi i þvi sambandi sérstaklega Evrópu og tsrael. Hinsvegar myndi ekki verða úthellt blóði ungra Banda- rikjamanna til að halda spillt- um einræðisstjórnum i sessi. t lok þingsins komu fram á sviðið með McGovern allir helztu keppinautar hans, eins og Humphrey, Muskie, Jack- son og Chisholm. Þetta álti að sýna einingu i flokknum og vakti mikla ánægju fundar- manna. En mesta hrifningu og lögnuð vakti þó, þegar Ed- ward Kennedy kom fram á sviðið og ávarpaði þingheim. Hann var hylltur af enn meiri hrifningu en sjálfur McGovern. Kennedy gætti þessaðkoma ekki l'yrr en búið var að kjósa bæði forsetaefnið og varaforsetaefnið. Annars þykir ekki óliklegt, að þing- heimur hefði kjörið hann til framboðs með einróma hyllingarlátum. Hann flutti snjallt ávarp, sem hlaut hinar beztu undirtektir. Þá var Humphrey mikið hylltur, en hann virðist aftur kominn i bardagaskap og vera fús til að vinna fyrir gamlan vin og lærisvein, þar sem McGovern er. EINS OG kemur fram i grein Stewart Alsops, sem minnzt er á hér að framan, getur það haft örlagarik áhrif á kosningaúrslitin, hvort sam- ið verður um vopnahlé i Viet- nam áður en kosningarnar fara fram. Það myndi verða mikill ávinningur fyrir Nixon, ef slikt samkomulag tækist fyrir kosningarnar. Margar ágizkanir eru á þá leið, að bæði Rússar og Kinverjar vilji semja fyrir þann tima, þvi að þeir telji Nixon sigurvænlegan og betra sé að semja við hann fyrir en eftir kosningar. Hins- vegar treysti stjórn Norður- Vietnam á, að það geti tryggt sigur McGoverns, ef ekki yrði samið fyrir kosningarnar. Það sýnir næsta glöggt hver fjar- stæða Vietnamstyrjöldin er, aö hún skapar kommúnista- rikjum aðstöðu til að ráða miklu um úrslit forseta- kosninga i Bandarikjunum. Þ.Þ. — TK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.