Tíminn - 18.07.1972, Síða 14

Tíminn - 18.07.1972, Síða 14
14 TÍMINN fyrir hópi manna, sem stóö á pallinum. Ég gerði mér far um að vera sem háttprúðust og stóð grafkyrr viö hliðina á Emmu. 1 leynum hugans var ég þvi fegin, að Hanna hafði þótt of ung til þess að fá að vera við- stödd. Ég leitaðist við aö vera eins teinrétt og Emma frænka. Ég var í blárri kápu með kraga úr íkornaskinni og stór handskjól. Hljómsveit meö fána, sem prýddir voru hinu gamalkunna merki Friöarpipuverksmiðjanna, mynd af fjaöurskreyttum Indlána, var byrjuð að leika göngulag. Bumburnar ómúðu með jöfnú hijómfaili og ég spuröi Wallace, hvenær kveikt yrði á jólatrénu. , ,Rétt bráðum. Langar þig til þess að kveikja á þvi? ” Ég kinkaöi ákaft kolli, og hann lyfti mér upp á stól og lagði kveikjarann, sem tengdur var við langan þráð, I lófa minn. Ég mátti ekki þrýsta á kveikjarann, sagði hann fyrr en hann gæfi mér merki. Þetta hefur varla verið meira en tlu minútna bið, en mér fannst ég standa þarna'meira en klukkustund, höfði hærri en mannfjöldinn og hugsa um það, að engin mistök yröu af minni hálfu við þetta hátíðlega tækifæri. Fyrst las kaþólskur prestur latneska bæn, og slðan þuldi presturinn okkar eitthvað um Betlehem og Friðarplpurnar og Blairs- fólkið. Slöan lék verksmiðjuhljómsveitin „Adesti Fideles”, og að þvi búnu var röðin komin að mér að tendra jólaljósin á grænu ilmrlku jóla- trénu. Þegar ég studdi á hnappinn, beindust allra augu að jólatrénu, og allir dáðust að þvi. Ljósið og skrautið og marglitir pokarnir, sem á þvi héngu, snertu hug alíra. Ég ýtti hattinum minum aftur á hnakkann til þess að ég gæti séö efstu stjörnuna, sem ljómaöi hátt yfir reykjar- mekkinum, er enn lá yfir garðinum og verksmiðjubyggingunum. ,,Ég verð að segja það”, heyrði ég Emmu frænku segja við Parker, fööur tvíburasystranna, sem var einn af framkvæmdastjórunum, ,,að ég verð fegin I þetta sinn, þegar búiö verður að úthluta jólagjöfunum. Vertu alveg róleg Emilia Blair”, svaraði hughreystandi. „Við höfum fengið meira en nóg, og allt er Igóðu lagi”. I þessum svifum kom stór jólasveinn I rauðum frakka. Hann kallaði til ósýnilegra hreindýra, sem ætla mátti, að skilin hefðu verið eftir við verksmiðjuhliðið, og ótal bjöllur klingdu. Hann bar stóran poka á bak- inu og hvltt skeggið á honum hristist I hvert skipti sem hann talaði. „Gleðileg jól, gleöileg jól.” hrópaði hann fyrst alls. — „Þetta jólatré er ekki nógu stórt til þess aö valda öllu þvl, sem ég kem með halda fólkinu hérna I verksmiðjunum, svo að þið veröiö bara að sækja gjaf- irnar til min. Ekki að troðast eða stimpast, börnin góð. Það er nóg halda öllum. Myndið bara eina röð. Viljið þiö leika eitthvert lag, piltar mlnir?” Og um leið og hann sagði þetta slðasta, veifaði hann til hljóm- sveitarstjórans. Hann tók sér stöðu við pallinn. Ég sá ekki framan í hann, en mér fannst rödd hans láta kunnuglega i eyrum. Það leið heldur ekki á löngu unz ég þekkti að þetta var Dolan, stóri írski næturvörðurinn. Hljómsveitin lék eitt lag, og siöan var byrjað að úthluta gjöfunum. A fjórhjóla vagn, sem notaður var til þess að aka baömull I verksmiðjunum, hafði verið hlaöið ókjörum af öskjum og mörg hundruð rauðum sokkum, sem hver um sig höfðu að geyma eina appelsinu og eitt epli, ofurlitinn súkkulaðibita, jólasvein úr sykri og nokkra piparmyntumola. 1 öskjunum var græn- meti og læri af kjúklingi. Allt var þetta i jafn snyrtilegum röðum og tltuprjónar i bréfi. Ég vatt mér undrandi að Emmu frænku. „En hvar eru jólagjafirnar?” spurði ég gegnum þysinn og hávaðann. „Nú þær eru þarna”, hvíslaði hún, og svo snéri hún sér við. Hún hneigði sig og brosti framan i börnin um leið og röðin silaðist fram hjá. Ég mændi rugluð á allan þann aragrúa handa, sem réttur var út eftir öskjum og sokkunum. Égfann tileinhverra vonbrigöa og ömurleika og mér var hrollkalt. öll hin töfrandi jóladýrð var rokin út I veður og vind. Þetta hefði getað verið markaðstorg, ef uppljóma‘ð tréð, sem allir virtust búnir að gleyma, nema ég, hefði ekki verið þarna. „Eru ekki einhverjar reglulegar jólagjafir?” spurði ég Emmu frænku og reyndi á allan hátt að vekja athygli hennar á mér. Parker heyrði spurningu mina, og þeim var litið hvort á annað ein- kennilegu augnaráði. „Finnst þér þetta ekki nóg, Emilia?” Hann laut niður að mér og strauk kaldan vanga minn. „Mér finnst nú hænsnasteik og nóg af piparmyntu vera boðlegt hverjum sem er. Hvað virðist þér? A ég að ná i einn sokk handa þér?” En ég hristi aðeins höfuðið. Fætur minir voru orðnir stirðir af kulda og augun þreytt og þrútin. Ég sá hendur á lofti með öskjur og sokka, þótt ég lokaði þeim. Hljómsveitin var hætt að leika, og aðeins bumban var barin. Ég færði mig nær Emmu frænku og seildist i kápuermi hennar. Hún leit við til þess að ávita mig, en I sama vetfangi varð eitt- hvert uppþot fyrir neðan pallinn. Bein og skipuleg rööin komst á ringulreið. Eitthvað skall á pallinn, þar sem viðstóðum. Aftur var einhverju hent upp á pallinn, og svo var eitthvað rifið í sundur. Einn rauði sokkurinn kom á fleygiferö og hafnaöi við fætur mér. Brjóstsykurinn hraut I allar áttir. Ég sá hand- legg á karlmanni standa upp úr þvögunni og heyrði hása og dimma rödd, sem yfirgnæföi bumbuslögin. „Gleðileg jól — heyr á endemi! Ég vil fá vinnu aftur, en ekki þessa.... Ég sá manninn, sem talaöi. Hann var þrekinn og dökkur ásýndum, og svart hárið lafði fram á ennið. Hjá honum stóö kona, sem reyndi að draga hann brott, og litii telpa og stálpaðurdrengur.Telpan fól andlit sitt í pilsum konunnar, en drengurinn leit ekki undan. Hann herpti saman þunnar varirnar og horfði beint upp á pallinn, þar sem ég stóð. Það var eitthvaö i einbeittu augnaráði hans sem skaut mér meiri skelk I bringu heldur en heiftþrungin hás rödd mannsins sem öskraði hvað ertir annað sundurlaus ókvæðisorð. .. Þiö gefið ölmusur um jólin. Ég kæri mig ekki um þær. Ég vil fá vinnu...” Maðurinn hafði snöggvast vald á röddinni, en svo öskraði hann aftur: „Enginn af minu fólki skal éta mat ykkar. Fyrr sveltum við. Kjúk- lingar og brjóstsykur — djöflarnir, sem eru nýbúnir að kasta mér út á klakann,,. Að lokum tóku þeir hann með valdi og höfðu hann á burt. „Hvaö varðar ykkur um aðra, meðan vélarnar ganga og djöfuls flauturnar hvina?” hrópaði hann til okkar, er hann var dreginn á brott. „Gleðileg jól...niðingar.. Það væri betra að vera i helviti en hér.” Og svo tók hljómsveitin að leika og yfirgnæfði hróp mannsins. Emma frænka hélt fast I höndina á mér og ég fann gegnum hanzka hennar, hve hörð og köld höndin var. Röðin fyrir neðan pallin var nú aftur orðin jafnskipuleg og áður, og allt gekk sinn gang, einsog., ekkert hefði i 1157 Lárétt 1) Próf.- 6) Vonarbæn,- 7) Fugl.-9) Matur,-11) Ell.- 12) Eins.- 13) Sigað.- 15) Nóa- sonur,- 16) Upphrópun.- 18) Almanak.- Lóðrétt 1) Land.- 2) Box.- 3) Röð.- 4) Ágóða,- 5) Kl. 9 að kvöldi,- 8) Gubbað. - 10) Borði. - 14) Hal,-15) Hreysi.-17) Hvað?.- Ráöning á átu No. 1156 Lárétt - 1) Danmörk.-6) All.- 7) Asa.- 9) Sjö,- 11) UT,- 12) 01.- 13) Gól - 15) Eld,- 16) Alt,- 18) Roskinn,- Lóðrétt 1) Draugur.-2) Náa.- 3) ML.- 4) Ols.- 5) Kvöldin,-8) Stó.- 10) JóL-14) Las.-15) Eti,- 17) LK,- Þriðjudagur. 18. júli. 1972 lill lifliftl ÞRIÐJUDAGUR 18. júlí 7.00 Morgunútvarp. Tilkynningar kl. 8.30 Létt lög milli liða. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Jóhann J. E. Kúld um með- ferð aflans. Sjómannalög. Hljómplöturabb (endurtekinn þáttur Þorsteins Hannes- sonar) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Síðdegissagan: „Eyrarvatns-Anna ” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (18). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Sagan af sólrúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur. Þórunn Magnúsdóttir leik- kona les. (2). 18.00 Kréttir á ensku. 18.10 Heimsmeistaraeinvigið i skák. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 islenzkt umhverfi. Steingrimur Hermannsson alþingismaður talar. 20.00 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynnir. 21.00 íþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20. Vettvangur.I þættinum er fjallað um utanlandsferðir unglinga. Umsjónarmaður: Sigmar B. Hauksson. 21.45 Sinfónist tilbrigði fyrir pianó og hljómsveit eftir César Franck Valentin Gheorghiu leikur með Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Búkarest ; Richard Schumacher stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Kvöldsagan „Sumarást” eftir Francoise Sagan. Þórunn Sigurðardóttir leikkona les (11). 22.35 Harmonikulög Poul Norback leikur finnsk harmonikulög. 22.50 A hljóðbergi „Ned med alting”. Ebbe Rode les nokkra valdar gamansögur eftir Storm P. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Humh PAPPÍRS handþurrkur Á.A.PÁLMASON Simi 3-46-48. CATERPILLAR Hentug i lóöir og bílastæði Landsins gróður - yðar hróðnr BtiNAÐARBANKI " ISLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.