Tíminn - 18.07.1972, Qupperneq 15
Þriöjudagur. 18. júli. 1972
TÍMINN
15
Hart er barizt i vitateigi Keflvikinga. Sigurbergur hefur stokkiö upp og skallar aö marki, en Marteinn
fylgist með. (TimamyndirGE).
2C0HI
voru Framarar mun slappari en i
fyrri hálfleik, en þeir urðu að sjá
að baki Elmari Geirssyni rétt fyr-
ir leikhlé og má hiklaust telja að
brottför hans af leikvelli hafi
veikt liðið. Elmar lék mjög
skemmtilega og áttu varnarmenn
Keflavikur i hinum mestu erfið-
leikum með hann.
Á 25. minútu siðari hálfleiks
færðist mikið fjör i leikinn, þegar
Grétar Magnússon skoraði gull-
fallegt mark. Og 8 mínútum siðar
jafnar Steinar Jóhannsson 2:2. A
þessum kafla leiksins sýndu Kefl-
vikingar hvað i þeim býr, en hins
vegar nægðu þessi tvö mörk ekki
til að hljóta stig, þvi að nokkrum
minútum siðar skoraði Gunnar
Guðmundsson sigurmark Fram,
beint úr aukaspyrnu, með svif-
bolta, sem Reynir i Keflavikur-
markinu hefði hiklaust átt að geta
varið.
Þegar litið er á leikinn i heild,
má segja, aðsigur Fram hafi ver-
ið sanngjarn, þótt hætt hafi verið
kominn. Liðið er sýnilega i góðri
Framhald á bls. 19
Skagamenn hafa ekki
sagt sitt síðasta orð
- unnu sannfærandi sigur gegn Val, 3:0
Þrátt fyrir, að ýmis-
legt hafi gengið á aftur-
fótunum hjá Skaga-
mönnum, tap fyrir
Keflavik og Fram, svo
og meiðsli góðra leik-
manna, eru þeir ekki á
þeim buxunum að gefast
upp. Og með glæsilegum
sigri gegn Valsmönnum
á sunnudag, :i:0, eru þeir
nú það liö 1. deildar, sem
helzt ógnar Fram.
M.ö.o. þeir eru enn þá
með i baráttunni og hafa
áreiðanlega ekki sagt
sitt siðasta orð.
iö gerði Skagamönnum auö-
wiuara fyrir á sunnudaginn, þeg-
ar þeir léku gegn Valsmönnum,
að Valur saknaði Hermanns
Gunnarssonar. Fyrir bragðið var
framlina Vals algerlega bitlaus.
Teitur Þórðarson skoraði fyrsta
mark leiksins strax á 11. minútu
eftir mistök i Valsvörninni. Og
rétt fyrir leikhlé bætti Eyleifur
Hafsteinsson öðru marki við eftir
að hafa leikið á bakvörð Vals.
Þriðja og siðasta mark leiksins
kom úr vitaspyrnu seint i siöari
hálfleik, og skoraöi Eyleifur úr
henni.
Eyleifur Hafsteinsson viröist i
mjög góöri æfingu um þessar
mundir. Hann var langbezti mað-
ur vallarins i leiknum á Akranesi
á sunnudaginn. Hann hefur mikla
og góða yfirferð, stjórnar spili
liðsins á miðjunni, og er stór-
hættulegur upp við mark mót-
herjanna.
Hjá Val var fátt um fina drætti.
Liðið er ákaflega mistækt. 1 þess- -
um leik virtist þaö gersamlega
áhugalaust.
Góöurdómari leiksins var Rafn
Hjaltalin frá Akureyri. — bfjfl
Sigurbergur hvílir sig
á knattspyrnunni
.
Alf-Reykjavik. — Margir
spurðu fyrir leik Fram og Kefla
vikurá Sunnudaginn, hvort Sigur
bergur Sigsteinsson myndi leika
með Fram. Astæðan er sú, aö
frétzt hafði, að landsliðsnefndin i
handknattleik hefði sett knatt-
spyrnubann á Sigurberg, en nú
liður óðum að Olympiuleiknum.
Sigurbergur lék með Fram á
sunnudaginn, en það var siðasti
knattspyrnuleikur hans i bili.
Mun hann sennilega ekkert leika
meira með Fram i Islandsmótinu
i sumar, en við stöðu Sigurbergs
tekur Ómar Arason.
Fáum Olympíu-
forsmekk í kvöld
FRAM
- sigraði Keflavík
með 3:2 í spennandi
leik, þar sem barizt
var af mikilli hörku
Það rikti sannkölluð úrslita-
stemning á áhorfendapöllunum i
Keflavik á sunnudaginn, þegar
Fram og Keflavik mættust i
„stórleik ársins”, eins og auglýst
var. Ilér var þó ekki um úrslita-
leik að ræða i orðsins fyllstu
merkingu, cn engu að siður er
Ijóst, að úrslit leiksins geta ráðið
verulega um gang mótsins. Fram
náði að sigra með eins marks
mun, 2:2, og skoraði Gunnar Guð-
mundsson úrslitamarkið nokkr-
um minútum fyrir leikslok, beint
úr aukaspyrnu. Með þessu marki
brustu vonir Keflvikinga um sig-
ur i mótinu að verulegu leyti, þvi
að nú licfur Fram möguleika á 5
stiga forskoti gagnvart þeim, sem
virðist heldur stórt bil til að brúa.
Leikurinn á sunnudaginn ein-
kenndist af hörku, sem Keflvik-
ingar áttu meginsök á. Varnar-
menn þeirra sýndu enga mis-
kunn, þegar sóknarmenn Fram
nálguðust markið. Hins vegar
högnuðust þeir ekkert á þessari
hörku, einfaldlega vegna þess, að
leikmenn Fram létu það ekki
henda sig að fara að leika á sama
„plani”, ef má orða það svo, held-
ur lögðu megináherzlu á samleik,
sem gaf þeim mörg hættuleg
tækifæri. Þeir skoruðu lika tvö
mörk i fyrri hálfleik. Fyrra
markið skoraði Sigurbergur Sig-
steinsson meðskalla á 15. minútu.
Fimm minútum fyrir leikhlé
bætti svo Erlendur Magnússon
öðru marki við. Eggert Stein-
grimsson, hinn leikni útherji
Fram, tók aukaspyrnu frá
vinstri. Marteinn kom aðvifandi
og skaut að markinu, en Erlendur
sagði siðasta orðið og skaut i
mark úr þvögu, sem myndazt
hafði við markið.
Satt að segja virtist fátt benda
til þess, að Keflvikingum myndi
takast að jafna metin i siðari
hálfleik, a.m.k., ef þeir ætluðu að
halda uppteknum hætti, að hugsa
eingöngu um likamleg einvigi i
stað þess að leika knettinum. Svo
fór, að þeir breyttu um taktik. Að
visu var talsverð harka ráðandi
áfram, en með innákomu
Magnúsar Torfasonar breyttist
heildarsvipur liðsins. Magnús
hefur næmt auga fyrir samleik,
og mest fyrir hans tilverknað, fór
Keflavikur-liðið að leika knatt-
spyrnu. Sóknarlotur liðsins urðu
tiðari og þyngri. Að sama skapi
Fyrra mark Fram veröur að veruleika. Reynir, markvörður, er heldur seinn niður.
Alf-Reykjavik. — Júlimánuður
er óvenjulegur mánuður til aö
leika handknattleik. Engu að sið-
ur er landsleikur i handknattleik
á dagskrá i kvöld.ísland leikur þá
fyrri leik sinn gegn Bandarikja-
mönnum, sem munu, eins og við,
taka þátt i lokakeppni OL i hand-
knattleik i Múnchen i næsta mán-
uði.
Leikurinn i kvöld hefst kl. 20.30
i tþróttahúsinu i Hafnarfirði.
fallhættu
- tapaði fyrir Breiðabliki
í gærkvöldi 0:1
Alf-Reykjavik. — Vikingar eru i
alvarlegri fallhættu eftir ósigur
gegn Breiðabliki i gærkvöldi, en
leiknum lauk 1:0 og skoraði
Þór Hreiðarsson mark Breiöa:
bliks á 7. minútu siðari hálfleiks.
Með þessum sigri sinum hafa
Breiðabliksmenn hlotið 6 stig og
eru komnir af mesta hættusvið-
inu, a.m.k. i bili, en Vikingar
verða að fara að taka á honum
stóra sinum, ef þeir ætla sér að
halda sæti sinu i deildinni. Þeir
hafa nú leikið sjö leiki, og aðeins
hlotið 1 stig, en hafa ekkert mark
skorað til þessa i þeim 630 minút-
um, sem þeir hafa leikið.
Staðan i deildinni er nú þessi:
Fram 6 5 1 0 13:4 11
Akranes 7 5 0 2 15:8 10
Keflavik 7 2 4 1 14:11 8
KR 5 3 0 2 8:6 6
Breiöabl. 7 2 2 3 7:13 6
Valur 6 2 1 3 11:11 5
Vestm. 5 1 1 3 9:11 3
Vik. 7 0 1 6 0:13 1
Umsjón Alfreð Þorsteinsson
HELDUR STRIKINU
Víkingur í
alvarlegri