Tíminn - 18.07.1972, Síða 16

Tíminn - 18.07.1972, Síða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur. 18. júli. 1972 Nú er meira en hálf millj. að baki Geysimikil þátttaka í norrænu sundkeppninni - Akureyringar hafa forustu í bæjarkeppninni Norðurlandamót 74 haldið á íslandi? Frá Kjartani L. Pálssyni í Rungsted: Nú þegar Norræna sundkeppn- in hefur’Staðið i þrjá mánuði hafa tæplega 43.000 landsmenn synt 200 metrana 516.153 sinnum. 1 keppni Akureyrar, Reykja- vikur og Hafnarfjarðar er staðan þannig, að Akureyringar leiða með 4,83 sund á ibúa, Reykjavik i öðru sæti með 3,14 sund á ibúa og Hafnfirðingar i þriðja sæti með 2,20 sund á ibúa. Einnig stendur yfir keppni á milli Vestmannaeyja og Kefla- vikur, en Sundsambandinu tókst ekki að afla sér upplýsinga um tölur frá þessum stöðum. Sundsamband tslands vill beina þeim tilmælum til allra sund- laugaumsjónarmanna og ann- arra er hafa umsjón með keppn- inni á hverjum stað að senda Sundsambandinu upplýsingar um Keppnin fyrst og fremst milli FH og Akur- eyrar Akureyri og FH héldu áfram sigurgöngu sinni i 2. deildar keppninni i knattspyrnu um helgina. Fer vart á milli mála að þessi tvö lið muni berjast um sætið, sem losnar i 1. deild. Staða Akureyringa er betri i bili, en FH- ingar hafa tekið stórstigum fram- förum undir handleiðslu Skotans Duncans McDowell. Akureyringar léku á heimavelli sínum gegn Haukum. Ekki var byrjunin gæfuleg, þvi að Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins. En Akureyringar áttuðu sig fljótlega á hlutunum. Magnús Jónatansson jafnaði og Sævar bróðir hans skoraði 2:1. Aðalsteinn innsiglaði svo sigurinn fyrir Akureyri, en ieiknum lauk 3:1. A Isafirði áttu FH-ingar ekki i neinum erfiðleikum og sigruðu heimamenn með 5:1. óttar — náöi þriöja bezta Þorvaldur landsliösþjálfari, er ekki ailt of ánægöur aö sjá. Vinstra „skorinu” megin viö hann stendur Einar Guönason. A Norðurlandamótinu i golfi, sem haldið er hér i Rungsted í Danmörku, hafa orðið umræður um það, hvar næsta Norður- landamót verði haldið, en það á að fara fram 1974. Var ísland oftlega nefnt i þvi sambandi og greinilega mikill áhugi meðal kylfinga frá hinum Norðurlöndunum á þvi að keppa á íslandi, en á íslandi hafa þeirekki keppt áður. En ákvörðun um þetta verður ekki tekin fyrr en siðar, þegar Skandinavisk Golfforbund kemur saman til fundar. Gæti það orðið innan fjögurra vikna. - reynsluleysi og erfiðar aðstæður háðu ísl. kylfingunum á Norðurlandamótinu, sem háð var í Danmörku um helgina. Urðu í neðsta sæti gang keppninnar a.m.k. um hver mánaðamót, svo að sem bezt yfir- lit fáist um gang keppninnar. Eins og komið hefur fram i fréttum hefur Island forystuna i norrænu sundkeppninni með nokkrum mun. Rétt þykir þó að taka fram að flestir hinna stærri útisundstaða á hinum Norður- löndunum hófu ekki starfsemi fyrr en 15. mai s.l. Eftir opnun þeirra má ætla að nokkur kippur komi i sundiðkanir fólks þar. islenzku kylfingarnir kynna sér aðstæöur. (Ljósm. KLP) P’rá Kjartani L. Pálssyni i Rung- sted. Reynsluleysi varð islenzka landsliðinu i golfi fjötur um fót i Norðurlandamótinu, sem lauk hér um helgina, en islenzka liðið rak lestina i keppninni og er óhætt að segja að flestir islenzku keppendurnir hafi leikið talsvert undir getu. Eini ljósi punkturinn var frammistaða Óttars Yngva- sonar, sem lék á pari (72) i högg- leik á hinum erfiða velli i Rungsted, og var það þriðja bezta „skor” i keppninni, en tveimur öðrum keppendum tókst að fara völlinn á 70 höggum. Kom þessi frammistaða Óttars á óvart, enda var sizt búizt við slikri frammi- stöðu af hálfu tslendings, en ts- lendingar eru ekki hátt skrifaðir i golfheiminum. Keppnisskilyrði voru öll hin verstu, ægilegur hiti, milli 28-30 stig, og enn meiri úti á miðjum velli. tslenzku keppendurnir eru mjög óvanir slikum skilyrðum. Sólin var vægðarlaus og kenndu sumir sólbruna. Og við þessi skilyrði léku menn eins og byrjendur, t.d Björgvin Hólm (94 -105) og Gunnlaugur Ragnarsson (97 - 91). Allt var gert til að reyna að verjast sólarhitanum, t.d. léku menn undir regnhlifum, en allt kom fyrir ekki. Lokaúrslit i Norðurlandamótinu uröu þessi: I.okaúrslit i Norðurlanda- mótinu uröu þessi: 1. Sviþjóð 1068 2. Danmörk 1076 3. Noregur 1093 4. Finnland 1141 5. tsland 1192. Árangur islenzku keppendanna var eins og hér segir. I „forsom” (árangur tveggja lagður saman): Þorbjörn Kærbo og Björgv.Þorsteinsson 79-86 165 Einar Guðnason og Óttar Yngvason 94-86 180 Gunnlaugur Ragnarsson og Björgvin Hólm 86-99 185 t höggleiknum var Óttar Yngasvon beztur Islendinganna, en árangurinn varð þessi: Óttar Yngvas 72-86 158 Þorbj. Kærbo 85-80 165 Einar Guðnas 87-83 170 Björgv. Þorst.ss 90-87 177 Gunnl. Ragnars 97-91 188 Björgv. Hólm 94-105 199 Almenn ánægja rikti með það, að íslendingar skyldu nú mæta til leiks i Norðurlandamótinu. Ánægðastir voru þó Finnar, sem hingað til hafa verið i neðsta sæti. Þeir afsöluðu sér þvi sæti með gleði til tslendinga. Björgvin Hólm — góöur viö islenzkar aöstæöur, en gekk miður á danskri grund. LÉKU UNDIR REGNHLÍFUM í SÓLSKINI 0G 28 STIGA HITA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.