Tíminn - 18.07.1972, Qupperneq 17

Tíminn - 18.07.1972, Qupperneq 17
A-Þjóðverjar unnn Norðmenn Austur-Þjóðverjar sigruðu Norðmenn i handknattleik á föstudag með 14 mörkum gegn 12, en leikurinn var háður i Schwerin. Á sunnudag sigruðu A- Þjóðverjar einnig, en með enn meiri yfirburðum 17:10. Úrslitin i leiknum á sunnudag þýða ekki að Norðmenn hafi leikið tiltakanlega illa, heldur var markvarzla Siegfried Voigt aldeilis frábær, hann varði næstum allt Þess skal getið, að Islendingar leika gegn A-Þjóðverjum i Munchen. Harðjaxl- ar sjndn í sér tennurnar Harðjaxlar KR, en svo nefnast old-boys KR, sýndu tennurnar i leik gegn old boys Fram á laugar- daginn, en leikurinn var háður á hinum nýja grasvelli Fram, Lauk honum sv.o, að KR-ingar- skoruðu sex möríc, en Fram tókst aldrei að koma knettinum i netið hjá KR, og höfðu þeir þó fengið Rikharð Jónsson til liðs við sig. Aftur á móti styrkti hinn gamal- kunni danski Íandsliðsmaður, Henning Enoksen lið KR og skoraði tvö markanna.Leikurinn var hinn skemmtilegasti, þrátt fyrir, að leikið væri i leiðinlegu veðri, og skemmtu áhorfendur sér vel. Jafnteíli Finna og Sovétmanna Finnland og Sovétrikin gerðu jafntefli i knattspyrnu á sunnu- daginn 1:1. Leikurinn fór fram i Vasa. Sovétmenn skoruðu i fyrri hálfleik, en markið gerði Blotsjin, en Rissanen jafnaði fyrir Finna i siðari hálfleik. Elías Gnðmnndsson Murlandameistari í lðð m bringnsnndi Elías Guðmundsson stóð sig með miklum ágætum á Norðurlandamóti unglinga i sundi, sem fram fór í Árósum um helgina. Hann varð Norðurlandameistari í 100 m bringusundi á 1:14,5 min. Næsti maður, Finninn Kerola, synti á sama tima, en þriðji varð Svíi, en bæði nafn hans og tími var ólæsilegt i fréttaskeytinu. I 200 m bringusundi varð Elias þriðji á 2:44,5 min. Kerola varð meistari í því sundi á 2:38,1 mín. Þetta eru langbeztu tim- ar, sem Elías hefur náð í þessum greinum. I)ave Bedford Nýtt Evrópnmet Bretinn Dave Bedford setti nýtt Evrópumet i 5 km hlaupi á brezka meistaramótinu um helgina. Hann hljóp á 13:17,2 min. Hann bætti metið um 5 sek. Heimsmet Clarkes er 13:16,6 min. t 10 km. hlaupi sigraði hann einnig en tim- inn var 27:52,8 min. Dave Hemer- y sigraði i 400 m. grindahlaupi á 49,7 sek. en Akiee Bua, Uganda varð annar á sama tima. RonClarke, heimsmethafinn i 5 og 10 km hlaupi var áhorfandi á mótinu og hann var þess fullviss að Bedford myndi sigra i 10 km. hlaupinu, en hann hafi meiri trú á Bandarikjamanninum Prefon- taine i 5 km. Peningagjafir streyma til Handknatt- leikssambandsins Stöðugt berast peningagjaf- ir vegna þátttöku islenzkra handknattleiksmanna á Olympiuleikunum i sumar. Það eru bæði fyrirtæki og starfsmannahópar, sem styrkt hafa Handknattleiks- sambandið vegna keppninnar, og þannig bárust til dæmis ný- lega gjafir frá starfsmönnum Trésmiðjunnar Viðis, frá Starfsmannafélagi Sima- manna og frá eigendum Tizkuverzlunarinnar FACO. — Þá má og geta þess, að Handknattleiksráð Reykja- vikur færði stjórn HSt 25 þús- und króna gjöf i tilefni af 15 ára afmæli sambandsins, sem var 11. júni. — Eftir hálfan mánuð heldur landsliðið utan til Noregs og Vestur-lJýzkalands, og verða háðir l'jórir landsleikir i þeirri ferð, sem verður þáttur i loka- undirbúningi landsliðsins, áð- ur en það heldur á Olympiu- leikana i ágúst. — Auk þess er von á Bandarikjamönnum hingað til lands nú um miðjan mánuðinn, svo alls verða háð- ir sex landsleikir i handknatt- leik, áður en liðið fer á Olympiuleikana i Múnchen. — Iþróttakennaraskóli íslands mnn staría eftir njjum lögnm næsta ár - 29 nemendur brautskráðir frá skólanum í ár, eða fleiri en nokkru sinni fyrr iþróttakennaraskóla islands Keykjavik og Magnúsar var slitið 30. júni siðastliðinn. Köðvarssonar hreppstjóra, i upphafi skólaslitaræðu Laugarvatni, er létust á starfs- minntist Arni Guðmundsson árinu. skólastjóri, frú Sigrúnar Eiðs- Við skólaslitin mættu, auk að dóttur iþróttakennara frá standenda nemenda, fjölmargir iþróttakennarar. Meðal þeirra voru iþróttakennarar, sem braut- skráðust fyrir fimm árum og þrjátiu og fimm árum og á fimm og tiu árum þar á milli, alls sjö árgangar. Fulltrúar afmælisár- Hér á myndinni eru iþróttakennararnir, sem útskrifuðust. Aftasta röðtalið frá vinstri: Ingvar Jónsson, Karl Lúðvíksson, Bragi Vagnsson, Marias Einarsson, Þórir Jónsson, Jón B. Stefánsson, Magnús Jónatansson, Guðmundur ölafsson, Sverrir Friðþjófsson, Georg V. Janusson, Birgir Jónasson og Unnar Þ. Böðvarsson. Miðröð fr. v: Friðbjörn ö.Steingrimsson, Emil Björnsson, Pálmi Jakobsson, Halldór Valdimarsson, Eggert V. Þorkelsson, Niels Á. Lund, Skarphéðinn ölafsson og Sigurður P. Hafsteinsson. Fremsta röð Margrét Gunnarsdóttir, Laufey Eirksdóttir, Jensína Valdimarsdóttir, Erna Kristjánsdóttir,Guðrún Gisladóttir. Auður Harðardóttir, Ester Hjartardóttir, Sunneva Filipusdóttir, Björg Kristófersdóttir og Agnes G. Bragadóttir. (Mynd Viðar Á) ganganna fluttu ávörp og færðu rausnarlegar gjafir. Skólastjóri ávarpaði afmælisárgangana og þakkaði þeim fyrir gjafirnar og góðan hug til skólans, en á þessum timamótum var nærvera svo margra iþróttakennara sér- staklega ánægjuleg. Að þessu sinni voru 29 iþrótta- kennarar brautskráðir frá skólanum eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Þetta var fertugasti árgangurinn, sem brautskráður hefur verið frá Laugarvatni. Hæstu meðaleinkunn hlaut Birgir Jónasson, Sólvangi, Fnjóskadal, 8,81. Skólastjóri gat þess, að næsta haust tæki skólinn til starfa sem tveggja ára skóli, þar sem samþykkt hafði verið á Alþingi ný löggjöf um skólann. Þakkaði skólastjóri mennta- málaráðherra og Alþingis- mönnum góðan skilning á mál- efnum skólans, loks er Alþingi fékk að fjalla um þau. Einnig þakkaöi skólastjóri öllum öðrum velunnurum skólans, er studdu að þvi að skólinn fengi ný lög til að starfa eftir. Þá gat skólastjóri þess, að hin nýja löggjöf kallaði á stóraukna fjárveitingu til skólans, þar sem byggja þyrfti ibúðir fyrir kennara, iþróttahús, sundlaug og kennslustofubyggingu. Slikar byggingar kæmu ekki aðeins að notum fyrir íþróttakennaraskóla tslands heldur einnig fyrir aðra skóla á Laugarvatni svo og sumarstarfsemina þar. Aðsókn að tþróttakennaraskóla tslands er mjög mikil og hefur ekki minnkað, þrátt fyrir lengingu námstimans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.