Tíminn - 18.07.1972, Qupperneq 19

Tíminn - 18.07.1972, Qupperneq 19
TÍMINN 19 Þriftjudagur. 1S. júli. I!»72 Hjá silkikaupmanninum — olíumálverk i Hallwylska safninu eftir A. Bloem Stórgjöf til Norræna hússins Hans Wachtmeister greifi afhenti i gær Norræna húsinu að gjöf mjög verömæta safnskrá Hallwylska safnsins i Stokkhólmi, er hann sjálfur veitir forstöðu. Safnskráin er i 79 bindum, bundin i skinn, og metin á sem næst sjö hundruð þúsund krónur islenzkar. Þetta verður eina ein- takið, sem tii er á islandi. Kom Hans Wachtmeister og kona hans gagngert hingað til lands til þess að afhenda gjöfina. Laugardaginn 25. marz voru gefin saman i Laugarneskirkju af séra Jóni Arna Sigurðssyni, ungfrú Maria Friðriksdóttir og jón Friðrik Sigurösson. Heimili verður að Tunguvegi 1, Rvk. Laugardaginn 1. april voru gefin saman i Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Maria Asmundsdóttir og Steindór Ingimundarson. Heimili verður að Kóngsbakka 9, Rvk. Þann 3/6 voru gefin saman i hjónaband i Frikirkjunni i Hafnarfirði, af séra Guðmundi ó. Ólafssyni, Aldis Gústafsdóttir og Jónas Guðmundsson Krosseyrarveg 3. Hafnarfiði Ljósmyndastofa Kristjáns Skerseyrarvegi, 7, Hafnarfi’rði Simi 50443. Laugardaginn 3. júni voru gefin saman i Dómkirkju af séra Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Margrét Hannesdóttir og Baldur Birgisson. Heimili verður að Jaðri, Stokkseyri, Myndastofa Þóris Laugardaginn 4. marz voru gefin saman i Hallgrimskirkju af séra Jakobi Jónss. ungfrú Inga Fanney Jónasdóttir og Gisli R. Marisson. Heimili verður að Gnoðarvogi 70, Rvk. Ljósmyndast. Þóris Hinn 2. april voru gefin saman af séra Tómasi Guðmundssyni þau Kristin R. Guðmundsdóttir og Snorri Baldursson. Athöfnin fór fram i Kotstrandarkirkju. Heimili ungu hjónanna er að Heiðmörk 60, Hveragerði. Myndastofa Þóris „Líklega verðum við að senda ■o vinnuflokkíland’: GJ-Grimsey. Grimseyingum finnst, að þeir ættu ekki siður en aðrir að l'á að sjá þá Spasski og Fischer, þegar sjónvarpið kemur til sögunnar á ný eftir sumarleylismánuð. Og þar hefði Williard Fiske verið þeim samdóma, ef hann væri ol'ar moldu. En eins og nú horfir eru litlar likur til þess. Fyrir löngu átti að vera risin endurvarps- stöð á Húsavikurfjalli, ætluð Grimseyingum og Tjör nesingum. Búið er að gera veg upp á fjallið. og þangað hefur verið lagður simi og leitt raf- magn. En ekki hafa verið steyptar undirstöður, svo að unnt sé að reisa stöðina. — Liklega verðum við bara að senda flokk úr eynni i land til þess að hjálpa þeim, sagði fréttaritarinn i simtali við blaðið i gær. Úrskurður í ágreiningsmáli Við uppgjör viö sjómenn i lok vetrarvertiðar reis ágreiningur milli Landssambands islenzkra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands tslands um skilning á 7. gr. hinna nýju orlofs- laga. Var ágreiningurinn i þvi fólginn að L.l.Ú. taldi, að ekki bæri að reikna orlof á tekjur, sem ekki eru tekjuskattsky Idar samkv. 14. gr. laga um tekju og eignarskatt, en þær eru. Kr. 800.- á mánuði vegna hlifðar- fata. Kr. 5.000 - á mánuði með sér- stökum skilyrðum, þ.e. að hafa verið lögskráður á skip lengur en 6 mánuði. 8% sérstakur frádráttur al' launum. Af þessu tilefni höfðaði F.F.S.Í. mál l'yrir lelagsdómi, þar sem gerð var sú krafa á hendur L.I.Ú. f.h. úlvegsmannafélaganna, að ó- heimilt væri að draga frá launum sjómanna áðurgreinda skattfrá- dráttarliði áður en 8 1/3 % orlol' er reiknað á laun þeirra. Félagsdómur kvað upp dóm i málinu 13. júli s.l. og er þar viður- kennd heimild útvegsmanna til þess að draga frá fyrrgreinda skattfrádráttarliði, áður en orlof er reiknað á laun sjómanna. Málið flutti fyrir L.l.Ú. Hafsteinn Baldvinsson, hrl. og fyrir F.F.S.f. Jón Þorsteinsson hdl. íþróttir Framhald af 15. siðu. þjanun og nýtur siyrks góðs markvarðar, þar sem Þorbergur Atlason er. Vörnin er góð — og miðjumenn Fram, Asgeir Elias- son og Gunnar Guðmundsson, mynda sterka heild. Veikustu hlekkir liðsins i þessum leik voru e.t.v. miðherjarnir, en báðir út- herjarnir, Eggert og Elmar léku vel og það sama má segja um Snorra, sem kom inn á fyrir El- mar. En kálið er ekki sopið, þó að i ausuna sé komið. Mólið er ekki nema hálfnað, og þótt slaða Fram sé sterk i augnablikinu, getur margt gerzt enn. Hörkuna, sem einkenndi Kefla- vikur-liðið, má einkum rekja til landsliðsmiðvarðanna, Einars og Guðna. Þegar menn láta hörkuna ráða, er það oft visbending um, að viðkomandi leikmenn séu að komast úr æfingu. Grétar Magnússon og Magnús Torfason áttu báðir góðan leik, svo og Steinar i framlinunni. Það er of snemmt að aískrifa Keflavikur- liðið, en það er alveg furðulegt, hve heimavöllurinn hefur reynzt liðinu illa. Dómari leiksins var Óli Ólsen. Sá, sem þetta ritar, var ekki fylli- lega ánægður með það, hve vægt hann tók á sumum brotum. Hitt er svo annað mál, að Óli var allan timann samkvæmur sjálfum sér. alf. 25444 er nýtt simanúmer i BÚNAÐARBANK- ANUM VID HLEMM. Samband frá skipti- borði við eftirtaldar deildir og stofnanir: Austurbæjarútibú Háaleitisútibú, Hótel Esju Endurskoðun bankans Stofnlánadeild landbúnaðarins, innheimtu Byggingastofnun landbúnaðarins Landnám ríkisins IBUNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.