Tíminn - 18.07.1972, Side 20

Tíminn - 18.07.1972, Side 20
Þúsundir kaþólskra yfirgefa heimilin — í mótmælaskyni við aðgerðir brezka hersins NTB-Belfast Þúsundir n-irskra kaþólikka létu fyrir berast undir berum himni og sátu i gær i hóp á iþrótta vclli f Belfast og höfðu i frammi mótmæli vegna þess aft Bretar höfðu lagt undir sig ibúftarhvcrfi þeirra, Lenadoon i útjaftri borgarinnar aft vestan. Þá flýftu þúsundir manna yfir landa- mærin til irska lýðveldisins. Talsm. brezka hersins sögðu aö þessi helgi hefði verið blóðug eins og þær siðustu og hefðu nú átta manns látið lifiö, fimm óbreyttir borgarar og þrir hermenn. Þar með hefur hið bitra strið milli mótmælenda og kaþólskra orðið 444 mönnum að bana á þremur árum. Tala látinna siðan IRA af- lýsti vopnahléi sinu fyrir viku er nú komin upp i 34. Að minnsta kosti 6000 kaþólikk- ar, karlmenn, konur og börn gengu á sunnudaginn út af heim- ilum sinum i Lenadoon, og fór ka- þólskur prestur fyrir göngunni Tryggvi (iislason Nýr skóla- meistari á Akureyri Tryggvi Gislason lektor hefur verið skipaður skólameistari i menntaskólanum á Akureyri. Hann verður fimmti skóla- meistarinn á Akureyri, en hinn fjórði eftir að skólinn var gerður að menntaskóla. Svart: Reykjavfk: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH A B C D E F-G H Hvítt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 35. leikur Reykjavikur: Ha3 — a2 niður á iþróttavöll þar sem fólkið lét fyrirberast um nóttina. Aðeins aldrað fólk og sjúkt varð eftir i hverfinu og gat ekki verið með i mótmælagöngu þessari. Tilgangurinn var að mótmæla þvi, að mörg hundruð brezkir hermenn komu inn i hverfið á fimmtudaginn og segja ibúarnir, að þar með hafi brezki herinn gert hverfið að vigvelli og að lif sitt sé i hættu. Fólkið hefur svarið að snúa ekki heim, fyrr en her- mennirnir séu farnir með allt sitt hafurtask. 1 Londonderry lýsti leiðtogi öfgafyllri arms IRA þar, yfir að ekki væri að tala um, að samtök hans samþykktu annað vopnahlé. Sprengingum og hryðjuverkum yrði haldið áfram. SPANDAU-VIST HESS ER 25 ÁRA í DAG NTB-Berlin i dag cru liftin 25 ár síftan Ru- dolf Hess, mafturinn, sem var staftgengill llitlers, var fluttur i Spandau-fangelsift i V-Berlin. 1 Spandau hefur liann siftan setift og verift eini fanginn þar siðustu sex árin. Spandau-fangeisið er rekið i sameiningu af Bandarikjamönn- um, Rússum, Bretum og Frökk- um og kostar um 20 (isl) milljónir á ári að halda þvi við. Er þar með óhætt að slá þvi föstu, að Hess sé dýrasti fangi heims. Nazistaforinginn fyrrverandi var handtekinn árið 1941, eftir að hann tók það upp hjá sjálfum sér að fljúga til Skotlands til friðar- viðræðna við Breta. Allir þeir, sem dæmdir voru til fangelsis- vistar við réttarhöldin i Núrn- berg, voru fluttir til Spandau, en 1966 voru tveir þeir siðustu látnir lausir. Vesturveldin hafa mörg- um sinnum reynt að fá Hess náðaðan, en Rússar visað öllum slikum uppástungum á bug. GADDAFI HEFUR ENN TÖGLIN 0G HALDIRNAR NTB-Kairó Ný stjórn i Libýu var i gær tekin i eið af formanni byltingarráðs- ins, Muammar Gaddafi ofursta. Tilkynningin um þetta batt endi á allar sögusagnirnar undanfarna daga um að Gaddafi, „sterki maðurinn” i Libýu, hefði verið settur af og stungið i stofufang- elsi. Siðustu fréttir benda eindregið til þess, að Gaddafi, sem stjórn- aði byltingunni 1969, hafi enn öll völd i sinum höndum, þvi tilkynnt hefur verið, að hann muni verða formaður sameiginlegs ráðs stjórnarinnar og byltingarráðs- ins. Skattskrá Norðurlandsumdæmis eystra: Læknar og lyfsalar raða sér í efstu sætin SB-Reykjavík Skattskrá Norftur landsum - dæmis eystra, sem nær frá Ólafs- firfti til Langaness, var lögft fram á Akureyri i gær. Heildarupphæð gjalda i umdæminu er 581.196.648.00 og er þetta rúmum 200 milljónum hærri tala en i fyrra. Hallur Sigurbjörnsson skattstjóri, sagfti Timanum i gær, aft nú væri kerfift dálitift öftruvisi, þannig aft nú litu menn á tekju- skattinn i staft útsvarsins, sem áftur var hæsta talan. Tekjuskattur lagður á i um- dæminu nemur 317.668.992.00 og eignaskattur 24.015.404.00. Útsvör Akureyringa einna eru 134.221.300.00 og eru gjaldendur þeirra 4028 og aðstöðugjöld á Akureyri eru 25.135.600.00 á 515 gjaldendur. Eftirtaldir einstaklingar greiða hæstan tekjuskatt á Akureyri: Sigurður Ólafsson læknir 597.093.00, Baldur Jónsson læknir 591.981.00 og Baldur Ingimarsson lyfjafræðingur 470.750.00. Hæst útsvör á Akureyri bera þessir ein- staklingar: Baldur Jónsson læknir 184.200.00, Sigurður Ólason læknir 180.700.00 og Eirikur Sveinsson lækr.ir 162.000:00. Hæstu aðstöðugjöld einstaklinga bera: Oddur C. Thorarensen lyf- sali 205.500.00, Frimann Gunnlaugsson kaupmaöur 143.900.00 og Valdimar Baldvinsson heildsali 134.700.00 Hæstan tekjuskatt fyrirtækja greiðir KEA, 3.472.816.00, og Út- gerðarfélag Akureyringa 2.114.595.00. KEA greiðir einnig hæst aðstöðugjald félaga, 5.393.300.00, SIS greiðir 3.577.700.00 Og Ú.A. 1.110.400.00 Hæsti gjaldandi tekjuskatts i umdæminu öllu er Johns Manville h.l'. á Húsavik með 10.068.672.00 og hæsti einstaklingurinn er einnigá Húsavik, Ólafur Ólafsson lyfsali en hann hefur 618.380.00 i tekjuskatt og 190.700 i útsvar. Kom með virkt tundurdufl til Eyja SK-Vestinannaeyjuni. Togbáturinn lleimaey frá Vestmannaeyjum fékk tund- urdnfl i vörpuna i gær. Tund urduflið var látift á dekkift og siglt meft þaft til Eyja. Svo vel vildi til aö varftskipift óftinn var þar i höfn, og eins og á öðrum varftskipum, er þar sprengisérfræftingur um borft. Var hann fenginn til aö lita á gripinn á dekkinu á Heima- ey og reyndist duflift virkt, en var þaft ekki lengur þegar sérfræftingurinn var búinn aft fara höndum um þaft. Tundurdufl þetta er frá striösárunu m. Okamoto í lífstíðar- fangelsi NTB-Tel Aviv. Kozo Okamoto, Japaninn, sem einn lifði af árásina á Lydda-flugvelli i Israel fyrir 7 vikum, var i gærkvöidi dæmdur i lifstiðar fangelsi. Fyrr um daginn hafði hann íátað sig sekan af öllum ákæruatriðum. Akærandi fór þess á Ieit við réttinn, að hann þyrmdi lifi Okamotos, en tæpiega mun það vera greiði við hann, þar sem hann hefur frá upphafi kraf- izt þess að fá að deyja sem fyrst. Þriftjudagur. 18, júli. 1972 j Hitabylgja í N-Svíþjóð NTB-Stokkhólmi. Undanfarnar þrjár vikur hefur gengið yfir Norður-Sviþjóð lengsta hitabylgja i manna minn- um. Frá 25. júni til 16. júli hefur meðaldagshitinn verið kring um 30 stig norðan við heimskauts- bauginn.og slær þetta öll met i sögu hitamælinga i Sviþjóð. Þessu góða veðri hafa þó fylgt þrumuveður og miklar regnskúr- ir, sem sums staðar hafa valdið flóðum. AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 29.1 bjóðum við MELKA skyrtur Því MELKA býður mesta úrvalið af litum, sniðum oq mvnstrum. Einnig fleiri en eina bolvídd, til þess að ein þeirra hæfi einmitt yður. Fallegur flibbi svarar einnig kröfum yðar og ekki sakar að hann haldi alltaf formi. MELKA skyrta er vel slétt eftir hvern þvott og frágangur alltaf fyrsta flokks. VI f) LÆKJARTORG Við bjóðum yður MELKA skyrtur vegna þess að þær eru klæðskerahönnuð qæða- vara á hóflequ verði.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.