Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVÉLAR RAFIÐJAN RAFTORG SIMI: 19294 SÍMI: 26660 160. tölublað —Miðvikudagur 19. júli 1972—56. árgangur. ] kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Skattskráin í dag: Sá hæsti með nær 4 milljónir Einar Agústsson, yzt til hægri.situr fyrir svörum á blaðamannafundi í gærmorgun. Með honum á mynd- inni eru Helgi Ágústsson fulltrúi og Hannes Jónsson blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar. ÚTLENDIR FRÉTTAMENN í FRÆÐSLUFERÐUM HÉR Klp-Reykjavik. i dag kemur skattskráin fyrir augu borgarbúa. Sumir hafa þeg- ar fcngið að vita, hvað þeir eigu ao borga i opinber gjöld á þessu ári, en i gær var farið að bera út álagningaseðlana. Þeir, sem ekki hafa taugar til að biða eftir þeim, geta eins og undanfarin ár, fengið að vita hvað þeir eiga að greiða i Iðnaðarmannahúsinu við Vonar- stræti og á skattstofunni i Tollhús inu við Tryggvagötu, vesturenda Vcröa báðir þessir staðir opnaðir árdegis i dag. 1 allt eru skattgreiðendur i Reykjavik i ár 42156, 802 færri en i fyrra. Samtals greiða þeir 3048.345.332 kr. i þá 14 gjaldliði sem þeim ber að greiða i. Hæstu skattgreiðendur i Reykjavik eru þessir: Þorvaldur Guðmundsson, verzlm. 3.819.647 kr. Rolf Johansen, heildsali, 2.974.180 kr. Friðrik A. Jónsson, iltvarps- virkjam., 2.718.758 kr. Arni Gfslason, bifreiðasmiður, 2.163.124 kr. Daniel Þórarinsson, verzlm. 2.004.158 kr. Björgvin Schram, heildsali, 2.002.423 kr. Snorri G. Guðmundsson, heild- sali, 1.999.820 kr. Páll H. Pálsson, forstjóri, 1.979.098 kr. Arni Jóhannsson, trésmiðjam. 1.869.073 kr. Sigurður Ólafsson, lyfsali, 1.822.300 kr. Þetta eru 10 hæstu skattgreið- endur borgarinnar i ár, en þeir einstaklingar, sem greiða 800 þúsund krónur eða meir i heildar- gjöld, eru 94. Bíll steyptist í Fjallsá: Rikisstjórnin hefur gripið tæki- færið, er hér er óvenjulega margt útlendra fréttamanna, að kynna þeim land og þjóð og þá ekki sizt málstað okkar i landhelgisdeil- unni. Hafa hinir útlendu frétta- menn farið ferðir i boði rikis- stjórnarinnar — á mánudaginn til Vestmannaeyja og i gær á Þing- völl. Báðar þessar ferðir hafa hafizt með blaðamannafundi i salar- kynnum Hótel Loftleiða, þar sem ráðherrar hafa svarað spurning- um — Lúðvik Jósefsson sjávariit- vegsráðherra fyrri morguninn, en Einar Agústsson utanrikisráð- herra i gærmorgun. GERVIHNETTI STYRT FRÁ GUFUNESI Maður fórst - 2 kom- ust naumlega af SJ-Reykjavfk Þýzkir og islenzkir verkfræð- ingar hafa að undanförnu uiuiio aðendurbótum og stækkun á mót- tökustöð í Gufunesi fyrir þýzka gervihnetti, sem eru á braut um jörðu. Þýzka geimvisindastofn- unin hefur fengið að hafa stöð þessa i fjarskiptastöðinni i Gufu- nesi, og breytingarnar nú eru vegna nýs gervihnattar, sem skotið verður á braut i kringum jörðu i nóvember i haust. Hann ferðast i 200-1000 km f jar- lægð frá jörðu og verður notaður til rannsókna á ytra borði veður- hjúpsins. Samið við rafvirkja Sættir tókust i rafvirkjadeilunni i gær. Sáttafundur hófst kl. 8,30 á mánudagskvöld og stóð yfir til kl. 7 i gærkvöldi. Fulltrúar deiluaðila voru þá loks búnir að komast að samkomulagi, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Boðaðir hafa verið fundir i Félagi isl. rafvirkja og Meistarafélagi löggiltra raf- virkjameistara i Reykjavik i dag, þar sem samkomulagið verður kynnt og borið undir atkvæði félagsmanna. Verkfallið hefur staðið i rúman mánuð og á mánudag fóru raf- virkjar hjá sex stórfyrirtækjum i samúðarverkfall. Hingað til hefur aðeins verið tekið á móti merkjum frá gervi- hnöttum i Gufunesi, en með þeim nýju tækjum, sem nú hafa verið sett upp þar, verður einnig hægt að senda merki héðan og stýra hnöttum frá stöðinni. Verið er að starfhæfa stöðina fyrir þennan nýja hnött og koma fyrir viðbótartækjum, sem verða prófuð á næstu mánuðum. 1 dag verða tækin reynd i fyrsta sinn. En i desember veröur byrjað af fullum krafti að vinna með nýja gérvihnettinum og tækjunum i Gufunesi. Stöð þessi er i beinu sambandi við aðalstjórnstöð gervihnattarins i Suður-Þýzka- landi. Helzti útbúnaður þýzku geim- visindastofnunarinnar i Gufu- nesi eru stórt, stýranlegt loftnet, skýli úti við með öðru loftneti á þaki og inni i fjarskiptastöðvar- húsinu er tækjasamstæða, m.a. litil tölva. Starfsmenn fjarskipta- stöðvarinnar i Gufunesi munu i framtiðinni annast tæki þessi, en merki frá hnettinum munu koma þrisvar sinnum á sólarhring. Telextæki skrifa út um ástandið um borð í gervihnettinum og koma boðum ef eitthvaö fer af- laga. Menn frá fyrirtækjunum, þar sem nýju tækin voru smiðuð hafa unnið að uppsetningu þeirra ásamt Islendingum. Móttökustöðin i Gufunesi hefur áður verið liður i rannsóknum þýzku geimvisindastofnunarinn- ar á geimgeislum, norðurljósum og segulsviði jarðar. Gervi- hnettirnir, sem þá sendu skilaboð til stöðvarinnar hér, hafa verið óvirkir siðan um 1970. Siðan hafa tækin verið notuð til að taka við merkjum frá bandariskum gervi- hnetti, en nú verður Gufunes á ný liður i rannsóknum þýzku geim- visindastofnunarinnar. ÓÓ-Reykjavík Jeppi, sem í voru þrir menn, fór út af brúnni yfir Fjallsá á Breiða- merkursandi s.l. laugardag. Einn mannanna fórst en tveir komust naumlega lifs af. Maðurinn sem lézt, var sextugur pólskur jarð- fræðingur, Stefan Jewtuchowicz, sem unnið hefur að rannsóknum hcr i sumar. Annar hinna mannanna er einnig pólskur jarð- fræðingur, 43 ára gamall" og Sigurður Björnsson, bóndi á Kvi- skerjum sem ók jeppanum. Þýzkur verkfræðingur og Haraldur Sigurösson verkfræðingur Land- simans við nýju geimvísindasendi- og stjórnstöðina i Gufunesi. Fyrir ofan þá má' greina útbúnað þýzku geimvísindastol'nunarinnar og áletrunina Satellite Statioh á ensku. TímamyndGE Brúin yfir Fjallsá er með tré- slitlag, sem lagt er i tveim ræmum eftir brúnni endilangri. Er þetta stórhættulegur út- búnaður, sérlega þegar tréö er blautt, eins og s.l. laugardag. Elias Jónsson, lögregluþjónn •Höfn sagði að tvær aðrar brýr fyrir austan væru með sams konar trégólf, en þær eru á Jökulsá i Lóni og Hólmsá. Hafa bílar margoft runnið til og fara þá þversum á brúnum, og hefur iðu- lega legið við slysum af þessum sökum. Handriðið yfir Fjallsá er meira til að sýnast.en að i því sé nokkurt öryggi. Tók billinn nær 13 metra af handriðinu með sér i ána. Nokkuð hátt er niður á vatns- borðið og stakkst jeppinn fram af brúnni, endastakkst heilan hring i loftinu og lenti á hjólunum i ánni, og snéri framendinn upp i strauminn. Stóð þakið up ur. Pólverjinn, sem komst lifs af, segist ekki hafa séð hreyfingu nema á einum manni eftir að bfllinn lenti i ánni, en það var Sigurður. Ekki var hægt að opna hurðir til að komast út fyrst i stað. Reyndu mennirnir að brjóta rúðurnar, en þeim tókst ekki að komast úr bilnum fyrr en Sigurði tókst að spyrna hliðarrúðu úr. Fór hann siðan upp á þak bilsins og aðstoðaði manninn við að komast út og upp A þakið. Ekki er fullljóst um afdrif hins Pólverj- ans, en hann fannst rekinn neðar með ánni um kvöldiö. Sigurður tók oliubrúsa með sér úr bflnum, tæmdi hann og batt við sig. Billinn stóð úti i miðri ánni og var ekki um annað að ræða en aö komast til lands. Steypti Sigurður sér til sunds i ána, sem var i miklum vexti og jakaruðningur i henni. Hann náði ekki landi á þeim stað, sem hann ætlaði sér fyrst, þvi straumkastið hrakti hann frá. Barst hann með straumnum innan um jakana niður með ánni, en náði landi á öðrum af tveim stöðum, sem mögulegt var að komast upp úr ánni, en rétt neðar þrengist hún Framhald á bls. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.