Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miövikudagur. 19. júli 1972 CATERPILLAR D-4 Hentug lóöir og bílastæði Æ Simar: , . 30352 Sveinn 38876 Bréf frá lesendum ll! 111 l"i, il.II.lt. VEUUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ (H> lljálmtýr og Snorri Heill og sæll Landfari. Hjálmtýr Pétursson skrifar i Landfara 7. júli um Borgarfjörð og getur þaðan nafnkenndra merkismanna. Honum verður að vonum fyrst fyrir að nefna Snorra Sturluson i Reykholti. Hjálmtýr segir: ,,Hann — Snorri — ritaði sögu Noröurlanda og að likindum Gjafavörur fyrir alla Æ handskorinn og mótaður — Einnig litaður kristall LÍTIÐ Á OKKAR FALLEGA gjafaúrval Verð fyrir alla Skólavörðustig 16 Sími 13111 Vandaðar vélar borga nýíu SÍQ HEumn bezt HEUMA-sláttuþyrlurnar hafa reimalausan og lokaðan drif- búnaö, sem lltils viðhalds þarfnast, tvær tromlur með breiö- um burðardiskum slá upp í 30 gráðu halla, fullkominn öryggisútbúnað, hæðarstillingu með sveif frá 20 mm. til 80 mm. — Allar stillingar handhægar og auðveldar. Sláttugæðin framúrskarandi, jafnt I kafgresi sem á snögg- sprottnum túnum. IIEUMA-gæði svfkja enga. — Pantið timanlega. HFHAMAR VÉLADEILD SIMI 2-21-23 TR.YGGVAGoTU REYKJAVIK Njálu og Eglu”. Þetta finnst mér kynlegur frásagnarmáti. bað má, held ég, telja alveg vafalaust, að Edda er merkilegasta verk, sem eftir Snorra liggur, svo vist sé. Nægir i þvi sambandi að visa til formála, sem Guðni Jónsson hef- ur ritað fyrir útgáfu sinni af Eddu 12. nóv. 1949. Það væri að visu freistandi aö taka hér upp kafla :ir þeim formála, en Landfari er nú ekki eins rúmgóður og örkin hans Nóa, svo þetta verður vist að fyrirfarast. Að nefna Njálu sem eitt af ritverkum Snorra er nátt- úrlega alveg út i hött. Virðist mér þá illa lesið, ef menn sjá ekki þann mikla stilsmun, sem er á Njálu og þeim verkum, sem með nokkrum likum og rétti má eigna Snorra. t Borgarfirði hefur vist löngum verið vel setinn bekkurinn af bú- höldum og merkismönnum. Þó koma nú upp i huga minum visu- orðin: ,,Við Sauðafell þeir borg- fir/.ku sviku hann i tryggðum”. Já. ,,Hver einn bær á sina spgu”. En af þeim nöfnum, sem nú eru tengd Borgarfirði verður efst i minum hug nafn Þorstcins Jóns- sonar á Úlfsstöðum i Hálssveit. Birni Gunnlaugssyni, hinum stjörnufróða, þótti Jón Bjarnason á Þórormstungu i Vatnsdal svo merkilegur, á sinni tið, að um- talsvert væri. Nú er ég náttúrlega enginn jafnoki Björns Gunnlaugs- sonar þótt ég sé Húnvetningur og lika Vatnsnesingur eins og hann en þó gæti ég fært nokkur rök fyrir þvi, að Þorsteinn á Úlfsstöð- um sé svo merkilegur maður, að umtalsvert sé, og náttúrlega án þess að rýra borgfirzka menn- ingu. Blönduósi 9. júli 1972 Þórarinn Þorleifsson frá Skúfi MÓTMÆLI Mér finnst það verði að mót- mæla sumu af þvi, sem komið hefur fram á opinberum vett- vangi, af islenzkri hálfu, vegna framferðis Fischers fyrir og eftir afsökunarbeiðnir hans. Eitt er það, að atferli hans og kröfur sýna , að maðurinn er stórkost- lega taugaveiklaður og óbilgjarn, en allt annað hitt.hvort slikt rétt- læti fordæmingar og fyrirlitning- arummæli um hann sem mann, er komið hafa fram jafnvel á þjóð- rænum ábyrgðarstöðum. Alveg gekk fram af mér þegar prestur i prédikunarstóli taldi sér og embætti sinu — sem i sömu svifum var verið að vfgja hann til — fært, að fara um þennan með- bróður fyrirlitningarfullum for- dæmingarorðum, (Það breytir engu, þó að presturinn nefndi ekki sjálft nafn mannsins, sem hann hellti sér út yfir). Prestur i predikunarstóli er ekki neinn privatmaður. Hann talar i Kirkj- unnar nafni, þótt út frá sinu per- sónulega viðhorfi eigi að flytja fagnaðarerindið. Það brýtur i bága við fagnaðarerindið að dæma nokkurn einstakan mann persónulega, Jesús sagði: „Dæmið ekki” og ,,Ég sakfelli þig ekki”. Við engu varar hann á- kveðnar en sliku. „Ekki dirfðist einu sinni höfuðengillinn Mikael að leggja lastmælisdóm á Djöful- inn”, segir i einu bréfa Nýja- testamentisins. Svo mikil helgi- spjöll voru það, sem hinn byrj- andi prestur lét sér sæma að við- hafa i fyrstu stólræðu sinni i prestsembætti. Ég vona að i presti þessum sannist hið forn- kveðna. „Fall er farar heill”. Enda hafði hann afsökun — þá hina sömu og Fischer (og t.d. þeir sem krossfestu Jesú): „Þeir vita ekki hvað þeir gera.” En Fischer getur haft miklu við tækari afsakanir en þetta — sem og allir aðrir, og mcðfrani þess vegna er það óleyfilegt að „dæma” nokkurn mann persónu- lega — og þó verst er sá heggur, er hlifa skyldi. Fischers afsakanir liggja að nokkru i augum uppi, en ekki verður hér eytt rúmi i að telja þær fram. En þvi að fremur sem þær liggja að nokkru i augum uppi, verður að mótmæla fyrir- litningar-ummælum i „Reykja- vikurbréfi” Morgunblaðsins, 9. júli um geniið Robert Fischer, sem virðast töluð út frá þeim skilningi, að blygðunarlaus fé- græðgi — og hún ein — hafi stjórnaö ótilhlýðilegu atferli hans, hins vegar skeyti hann hvorki um skömm né heiður. Um- mælin eru þessi: „Liklega er. . . rétt, að allt hafi gengið eftir eins og hann (Fischer) ætlaðist til a.m.k. tvinónaði hann ekkert við að biðja Spasski og rússnesku þjóðina afsökunar á framferöi sinu. (Það var honum skylt — auk þess bað hann fleiri aðila afsök- unar) Slikt skipti hann engu máli eftir að hann hafði náð þeim árangri (Hækkun verðlaunanna), sem hann keppti að!' Maður ætti að eiga kröfu til meiri almenns skilnings og meiri þjálfunar i al- mennum mannasiðum, en hér kemur fram i ritstjórnargrein forystublaðs íslendinga (ef svo mætti að orði kveða). bó að ekki væri annað en það, að umsagnir, sem hinar tilvitn- uðu, af hálfu þjóðrænna ábyrgð- araðilja, geta sem hægast spillt fyrir þvi, að nokkuð verði úr heimsmeistarakeppninni i skák hér i Reykjavik, þá væru þær réttlausar. Þvi að nærri má geta, að þegar viðkvæmt og jafnvægis- litið geni, sem Fischer,fær það á tilfinninguna að umhverfið sé honum fjandsamlegt, þá getur það hæglega orðið „kornið sem fyllir mælinn’. Reykjavik, 14. júli 1972. Björn O. Björnsson. BIFREIÐASTÆÐI „Það er svo margt, ef að er gáð, sem um er vert að ræða.” Á grunni gömlu Nýborgar er leiðinlegt moldarflag, sem engum kemur að notum. Borgina vantar bilastæði. Allt,sem þarna þarf að gera, er að aka nokkrum bilum af sandi á þessa lóð og slétta hana. Þetta er eins dags verk fyrir nokkra vörubila og ýtur. Hvernig væri ef vinur vor, borgarstjórinn hringdi i ráðherra og fengi leyfi til þess að nota blettinn þar til þarna ris hús? Gamla Landssmiðjan við hlið- ina er ekki bæjarprýði. Hjálmtýr Pétursson. Úrvals hjolbaröar Flestar gerbir ávallt fyrirliggjandi Fljót og góÖ þjónusta KAUPFELAG PATREKSFJARÐAR PATREKSFIRÐI jKT' Rafgeymir 6B11KA — 12 volta 317x133x178 m/m 52 ampertimar. Sérstaklega framleiddur fyrir Ford Cortina. SÖNNAK rafgeymar i úrvali F5"T ARMULA 7 - SIAAI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.