Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur. 19. júli 1972 TÍMINN 3 Friðrik Ólafsson skrifar um fjórðu skákina Hv: Fischer. Sv: Spasski. Sikileyjarvörn. 1. e4. Fischer leikur nær undan- tekningarlaust fram kóngs- peði i 1. leik og er viö þvi búizt, að i skákunum, þar sem hann stýrir hvitu mönnunum, verði helztuppá teningnum Spánski leikurinn og Sikileyjarvörn. Þetta merkir, aö Spasski svari annaðhvort með 1. -, e5, sem leiðir af sér Spánska leikinn, eða 1.-, c5, einsog i þessari skák. 1. -, c5. Upphafsleikur Sikileyjarvarnar. 2. Rf3, d(>. 3. d4, cxd4. 4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, Rc6. Báðir teflendur léku byrjun- arleikina mjög hratt og virtust vita, hvað þeir vildu. Spasski býður Fischer upp á eftir- lætisafbrigði hans i Sikileyjar- vörn (greinilega af ráðnum hug) og Fischer gripur tæki- færið fegins hendi. 6. Bc4, e6. Oruggasta varnarkerfi svarts. Onnur leið, sem til greina kemur, er 6. -, Bd7, ásamt 7. -, g6, og 8. -, Bg7, en hún hefur fallið i ónáð á sið- ustu árum. 7. Bb3, Be7. 8. Be3, 0-0. Þessi staða hefur komið upp i fjöldam. skáka Fischers og Spasski hefur haft úr nógu að moða við undirbúning sinn. Sú staðreynd, að hann teflir þetta afbrigði, sýnir ljóslega, að rannsóknir hans hafa leitt til jákvæðrar niðurstöðu. 9. 0-0. Framhaldið 9. De2, ásamt 10. 0-0-0 leiðir til skæðrar höggorustu og skemmtilegra sviptinga. T.d. skákin Fischer-Larsen i Mallorca 1970, þar sem Larsen kom andstæðingi sinum á óvart með skemmtilegri nýjung i byrjuninni (9. De2, a6, 10. 0-0- 0, Dc7. 11. g4, Rd7! o.s.frv.) og vann! Fischer hefndi sin grimmilega i einviginu við Larsen, en þar varð þessi byrjun tvisvar uppi á teningn- um. í 3 skákinni varð fram- haldið: 9. f4, Bd7. 10. 0-0, a6. 11. f5, Dc8? 12. fxe6, Bxe6. 13. Rxe6, fxe6. 14. Ra4! og Fischer vann. 1 5. skákinni tefldi Larsen betur, en varð að lúta i lægra haldi engu að siður. Hún tefldist sem hér segir: 9. 0-0, Bd7. 10. f4, Dc8. 11. f5, Rxd4. 12. Bxd4, exf5. 13. Dd3! En nóg um það, snúum okkur að skákinni. 9. -, a6. 10. f4, Rxd4. Spasski lék þessum leik og þeim næstu án umhugsunar og fer ekki á milli mála, að þessi leikjaröð er árangurinn af undirbúningi sovézku sveitar- innar. 11. Bxd4, b5. 12. a3, Bb7. 13. Dd3, a5!? Ekki veit ég, hvort þessi sið- asti leikur er liður i rannsókn- um sovézkra, en hann felur i sér peðsfórn, sem Fischer neyðist til að þiggja. Ljóst er, að hann má ekki leyfa b5-b4. 14. e5, dxe5. 15. fxe5, Rd7. 16. Rxb5, Rc5. 17. Bxc5, Bxc5.+ 18. Khl Fyrir peð sitt hefur Spasski fengið opna stöðu, fulla af möguleikum, en hann verður að sýna fram á, að möguleik- arnir, sem i stöðunni felast, séu peðsins virði. Næstu leikir hans einkennast af þeirri við- leitni. 18. -, Dg5. 19. De2. Fischer þurfti að verjast máti á g2, en 19. Dg3, sem býð- ur upp á drottningarkaup, virðist öruggara. Með nokkrum vel völdum leikjum tekst Spasski nú að mynda sér hættuleg færi á kóngsvængn- um. 19. -, Had8. 20. Hadl Nauðsynlegt til að verjast innrás svarta hróksins á d2. 20. HxH. 21. Hxll, h5! Meiningin er augljós: h5-h4- H3 o.s.frv. 22. Rd6, Ba8 19. leikur Spasski gerði þennan leik mögulegan. 23. Bc4. Þessi biskup tekur ekki þátt i átökunum, eins og sakir standa og Fischer reynir að gera hann virkan. Eftir atvik- um mætti nota hann til að stemma stigu við áhrifavaldi svarta biskupsins á a8, en til þess vinnst ekki timi eins og framvinda skákarinnar ber með sér. En Fischer á erfitt uppdráttar gagnvart sivax- andi sóknarmætti svarta tafls- ins og verður brátt að láta peðið af hendi aftur. 23. -, h4. 24. h3, Bc3. Nú eru örlög hvita e-peðsins ráðin. 24. - Dg3er ekki eins af- gerandi vegna 25. Re4, Dxe5 26. Rxc5, Dxc5 27. Bd3 og hv. hefur yfirstigiö mestu erfið- leikana. Hins vegar gengur ekki 25. Hd3, Bxg2 + 26. Dxg2, Del + 27. Kh2, Dxe5 + og sv. vinnur. 25. Dg4. Hvitur tekur það til bragðs að reka svörtu drottninguna af höndum sér, en hótunin var 25. - Bf4 ásamt 26. -, Dg3. 25. -, Dxe5. 25. - DxD 26. h3xD, h3 leiðir til litils fyrirsv. vegna 17. Bfl. Spasski er þeirrar skoðunar, að staðan hafi upp á meira að bjóða. 26. Dxh4, g5. Spasski átti eftir u.þ.b. hálf- tima af umhugsunartima sin- um hér og með hliðsjón af þvi virðist þessi leikur nokkuð glannalegur. En leikurinn set- ur Fischer i mikinn vanda. 27. Dg4, Bc5. 27. -, Hd8 gekk ekki vegna 28. Rxf7, HxH. 29. DxH, Kxf7. 30. Dd7 og hvitur nær jafntefli. 28. Rb5, Kg7. Hótar 29. -, Hh8, ásamt30. -, Hh4 o.s.frv. En Fischer finnur beztu vörnina. 29. Rd4!, Hh8 (?) Með hliðsjón af timaskorti Spasskis má álita þetta ör- uggustu leiðina, en sennilega stóð honum til boða afgerandi leikur. 29. -, Hd8 virðist leiða til vinnings i öllum afbrigöum. T.d. 30. Rxe6 + fxe6. 31. HxH, Del + og mátar i 3. leik. Eða 30. Rf5+, Kf6 og hvitur er glataöur. 30. c3 strandar ein- faldleaa á 30.-, Bd6. 30. Rf3, Bxf3. 31. I)xf3, Bd6. 32. I)e3. Þessi leikur bjargar Fischer og staðan leysist nú upp i jafn- tefli. Spasski stendur við betur eftir drottningarkaupin, en yfirburðirnir ná skammt. 32. -, DxD. 33. b2xD, Be5. 34. Hd7, Kf6. Hvitur hótaði 35. Bxe6. 35. Kgl, Bxc3. 36. Be2 Hótar eftir atvikum Be2 - h5. 36. -, Be5. 37. -. Kfl, Hc8. 38. Bh5 . Hc7. 39. Ilxc7, Bxc7. 40. a4, Ke7. 41. Ke2, f5. 42. Kd3, Be5. 42. - e5 gekk ekki vegna 43. g4, e4 + 44. Kd4, Bb6+ 45, Ke5 með jafntefli. 43. c4, Kd6. 44. Bf7, Bg3. 45. C5 +. Jafntefli samið. Skemmtileg skák. FÓ JAFNTEFLI Fjórða einvígisskákin: EFTIR HÖRÐ ÁTÖK Staðan nú 2xh- ET-Reykjavik Fjórða einvigisskákin hófst i gær á tilsettum tima. Klukkan byrjaði að ganga á Fischer, sem hafði hvitt. Spasski var seztur frammi fyrir svörtu mönnunum cn andspænis honum var auður stóll. Það varði þó aðeins sjö minútur, Fischer birtist, keppendurnir heilsuðust og sjálf skákin hófst i raun og veru með hinum dæmigerða leik áskorandans, c4. Fischcr var greinilega i bezta skapi eftir vinninginn i 3ju skákinni.þar sem hann hafði svart. Spasski virtist hins vegar áhyggjufullur, e.t.v. vegna fyrsta tapsins á móti Fischer, og það þrátt fyrir yfirburði hvita litarins. Skákin i gærkvöldi varð mjög spennandi, er á leið. Spasski fórnaði snemma peði, en náði um lcið frumkvæðinu i sinar hendur. Þetta leiddi til ans og að 40 leikjum loknum virtist skákin jafnteflisleg, þótt staða Spasskis væri lík- lega betri. Loks i 45. leik sömdu þeir Spasskí og Fischer um jafn- tefli. Staðn er þvi 2 1/2 — 1 1/2, Spasski i vil, að lokinni 4ðu einvigisskakinni. Fimmta skákin verður svo tefld á inorgun, fimmtuda + Klukkan er kortér yfir fjög- ur og fólk er byrjað að tinast inn i Laugardalshöllina. Ég rekst fljótlega á blaðamann frá Göteborgs-Posten, sem er nýkominn til landsins. Hann spyr ýmissa spurninga varð- andi einvigið — greinilega upptendraður af þeim áhuga á einviginu, sem rikir hvar- vetna, i Sviþjóð sem annars staðar. Liklega bezta land- kynning tslands um langan tima. Ég lit fram i anddyri og heyri Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóra St. segja: „Skáksambandsmenn eru bara ánægðir i dag, þótt engir miðar séu seldir”. Svo litur hann i kringum sig og grunar mig augsýnilega um græsku, þvi að hann laumast á brott. Freysteinn Jóhannsson blaða- fulltrúi, veit ekkert, svo að leiðin liggur út úr Höllinni. Við bakdyrnar biða örfáar hræður eftir hetjunum i súld gærdagsins. Þeim forvitnu fjölgar jafnt og þétt, en ekkert IV21, Spasskí í vil bólar enn á þejm tvimenning- um. Ég vik mér að Sæmundi Pálssyni, lögregluþjóni, og spyr hann frétta. (Sæmundur er einkavinur Fischers, færir áskorandanum m.a. drykk yf- ir taflinu og litur eftir öllu i Höllinni fyrir hans hönd). Sæ- mundur segist hafa dvalizt i ibúð Fischers á Loftleiða- hótelinu fram til klukkan tvö i fyrrinótt. Fischer hafi verið hinn hressasti eftir sigurinn og ákveðinn að tefla áfram. Klukkan er að verða fimm, en ennþá sést ekki til hetj- anna. Á minútunni fimm birt- ist Spasski, að þessu sinni með regnhlif.Ljósmyndarar hópast að honum og sjónvarpsmaður (franskur held ég) spyr hann einhvers. Heimsmeistarinn er, eins og fyrri daginn, þögull sem gröfin og gengur ákveðn- um skrefum inn um dyrnar. Cramer hinn bandariski birtist nú á tröppunum og fréttamenn ráðast á hann, eins og mannýg naut á rauða dulu. Ég heyri Cramer segja: „He’s on his way” og þar á hann auðvitað við Fischer.Og svo, fimm minútur yfir fimm. birtist Cougar-Ford Guðna i Kunnu, með áskorandann innanborðs. Erlendir frétta- menn og forvitnir islendingar umkringja bilinn. Fischer stigur út, hress i bragði og skýzt inn um bakdyrnar, með hjálp Sæmundar og annarra lögregluþjóna. Og þá er tekið til fótanna inn i sal. Spasski situr við skákborðið og biður eftir áskorandanum. Klukkan hefur gengið i sjö minútur á Fischer, þegar hann birtist. Hann sezt snögg- lega og leikur (að sjálfsögðu) e4. Fjórða einvigisskákin er hafin og menn varpa öndinni. Vart getur að lita ólikari menn við skákborð en þá tvi- menningana. Spasski stendur yfirleittá fætur milli leikja og bregður sér á bak við sviðið, þar sem keppendurnir hafa sitt hvort herbergið til um- ráöa. (þess má geta, að þeir hafa báðir kvartað yfir ónæði „að tjaldabaki”.)Fischer situr sem fastast á stólnum góða og rýnir á tafliö. Þaö er eins og hann lifi i heimi taflborðsins og skeyti ekki um annað. Framhald á bls. 4 Mikil sókn 1 grein, sem Björn Jónsson, forseti ASt, ritar i blaðið „Þjóðmál” segir hann m.a., að á tveim siðustu árum, þ.e.a.s. frá og með júnisamn- ingunum 1970, hafi verkalýðs- samtökin verið i mikilii sókn i kjarabaráttu sinni og náð fram stórfelldum kauphækk- unum og ýmsum öðrum kjara- bótum, svo að vafasamt er að meira hafi áður 'verið gert i þeim efnum á jafn skömmum tima. Björn segir: „Frá 1. ársfjórðungil970 og til þcssa dags, hefur útborgað kaup vekamanna á greiðslu- stund hækkað frá 72,2% og upp i 83,4%, en á viku frá 61% og upp i 66,7%. A sama tima hef- ur vísitala framfærslu- kostnaðar (til 1. mai sl.) hins vegar hækkað að miklum mun minna, eða um 26,2% og visi- tala vöru og þjónustu um 52,1%. Kaupmáttaraukning hefur þvf orðiö frá 40,4% til 45,3% ef miöað er viö tima- kaup, en 27,6% til 32,1% ef iniöaö er við vikukaup og framfærsluvisitölu i báðum tilvikum. Sé miðaö við visitöiu vöru og þjónustu er kaupmátt- ar- aukningin 34,8% tii 38,8% fyrir klst., en 21,9% til 26,2%, ef miöað er við vikukaup. Naumast þarf að taka fram, að mikill meirihluti framan- greindra kauphækkana hefur orðið siðari hluta þess tima- bils, scm hér ræðir um og þá cinknnlega i kjölfar kjara- samninganna 4. dcs. sl. þegar jafnframt var samið um stytt- ingu vinnuvikunnar. lengingu orlofs i 4 vikur og sérstakar láglaunahækkanir." Hvernig á við að bregðast Nokkru siðar i greininni segir Björn: „Þaðer augljós höfuöskylda verkalýðssa m takanna að verja og vernda hagsmuni umbjóðcnda sinna við hver þau ytri og innri skilyröi,sem fyrir lienili cru. I lok þess mikla sóknartimabils,sem nú er á undan gengið, lilýtur það þvi að vera meginatriði að halda fastum það,sem áunnizt hefur, vernda þann kaupmátt, scm náöst hefur og tryggja gildi þeirrar launahækkunar, sem um hefur verið samið að gangi I gildi I. marz nk. Eins og nú er komið hlýtur öllum að vera Ijósl, að þessir miklu hagsmunir verkafólks verða ekki varðir eða verndaöir ef sú fióöbylgja vixlhækkana verö- lags og krónutölu kaups með stöðugt minnkandi gildi, á óhindrað að ganga fyrir sig. Fari svo, hljóta allir eða flest- ir ávinningar siðustu 2ja ára að drukkna i veröhækkana- flóðinu eða veröa afmáöir i at- vinnuleysi og fyrirséðri gengisfellingu eins og raunin varð 1967 og 1968. Vandinn, sem nú er við að fást, er fremur öðru sá að stööva hækkun kostnaöar- verðlags innanlands (meöan ekki koma til auknar tekjur af útflutningi, annað hvort vegna magnaukningar framleiösl- unnar eða veröhækkana) án þess að raunlaun verkafólks verði skcrt. Ef frávik frá þvi verðiagsbótakerfi launa, sem við nú búum við er nauðsyn- iegt til að leysa þennan vanda, ber að gaumgæfa slik frávik af fuilu raunsæi. Þegar á silkt yrði litið, verður iika að hafa i huga.að takmarkanir gildandi kcrfis eru miklar<og launþeg- ar skaðast stórlega við hverja hækkun verðlags og vísitölu, þótt ekki sé tillit tekiö til þeirr- ar hættu, sem þær eru fyrir efnahagskerfið, atvinnulifið og þar með launþegana sjálfa. Afstaða verkalýðssamtak- Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.