Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 5
Miftvikudagui'. 1!). júli 1972 TÍMINN 5 ()g nú má boröa smurningsoliuna Jane nokkur Gillan fékk nýlega að smakka á smurningsolíu og i meðlæti fékk hún kaviar. Gillan sagði á eftir, að smurningsolian hefði bara bragðazt ágætlega, en hins vegar hefði sér þótt kaviarinn heldur saltur. Jane Giilan fékk þessar kræsingar i tilefni af þvi að verið var að sýna nýja brezka uppfinningu, smurningsoliu fyrir alls konar vélar, sem framleiða mat, og smurningsolian er sem sagt heldur ekki hættuleg til matar. Ungfrú Giilan lýsti þvi enn- fremur yfir, að smurningsolian væri mun bragðbetri heldur en smjörliki svo liklega er hún ekki sem verst. Frá Moskvu til Barcclona Fjórtán ára gömul, ljóshærð stúlka, Lida Egorovna konst alla leið frá Moskvu til Bareelóna áður en ferð hennar var stöðvuð. Uún hafði aðeins viljað sjá sig um i heiminum, en nú er hún komin um borð i sovézkt flutningaskip, sem er á leið til Odessa og þaðan mun hún verða send áfram heim á ieið. Vonandi hefur hún nú fengið svalað ævintýralöngun sinni, og heldur kyrru fyrir heima á næstunni. Orö i tima töluð Við verðum að koma i veg fyrir að fólk aki um undir áhrifum áfengis,sagði flutningamálaráð- herrann John Volpe.á fundi um akstur fólks undir áhrifum áfengis i Kansas City i Banda- rikjunum. Það verður að koma i veg fyrir að þetta fólk drepi sig og aðra i umferðinni, sagði hann ennfremur. Nokkrum minútum siðar, þegar Volpe var á leið til flugvallarins i limousine-bfl sin- um munaði aðeins hársbreidd, að annar biil rækist á bil hans og hefði þá orðið stórslys ef ekki banaslys, vegna þess, hve bilarnir óku hratt. Á eftir skýrði lögreglan frá þvi, að maðurinn, sem komið hafði akandi á öfugum vegarhelmingi hefði verið undir áhrifum áfengis. Hlær til að bæta skap annarra Jim Gilmour, sem á búð i Liverpool, i Englandi, þar sem seldir eru alls konar sprell- hlutir, svo sem ælur, pöddur og annað þvi um likt, hefur nú ákveðið að koma á fót nýju fyrirtæki, sem einnig er ætlað til þessað létta lund viðskiptavin - anna. Hann hefur fengið afnot af simanúmeri, og þegar fólk hringir i númerið heyrir það eintóm hlátrasköll og er greini legt, að það eru bæði kona og maður sem eru að hlægja há- stölum. Gilbert segir, að i ljós hafi komið, að karlmönnum falli betur i geð, að heyra kvenfólk hlægja, og öfugt. — Sumir láta sér fátt um finnast að hvort tveggja hlátrinum og þeir fá bara að heyra i mér, segir Gilmour. ★ Læknishjálp við dýrin ckki Irádráttarbær Læknishjálp er frádráttarbær frá tekjum við skattlagningu i Bandarikjunum. Hins vegar var lögð l'ram tillaga þess efnis ný- lega i Kaliforniu, að einnig mætti draga frá tekjum allan kostnað við læknishjálp húsdýra og gæludýra. Það var fuíltrúi demókrata Carlos Bee, sem lagði fram þessa tillögu, en það gerði hann eftir að hal'a sent bæði son sinn og hund til læknis sama daginn. Þá kom i ljós að læknishjálpin við hundinn kost- aði meira heldur en læknishjálp drengsins. En hvað sem þvi lið- ur, þá verður fólk framvegis sem hingað til að standa skil á lækniskostnaði dýra sinna óstutt i Kaliforniu. ★ Vildi komast i fangelsið Villiam Seals, 67 ára gamall, varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar lögreglan neitaði að setja hann aftur i fangelsi, en honum hafði nýlega verið sleppt út. Hann gerði sér þá litið fyrir og greip stein, og kastaði honum i lögreglustöðvarhúsið i Miami. Þetta var eina leiðin fyrir mig að komast i fangelsið á nýjan leik, sagði Seals og brosti breitt, þegar hann var settur inn fyrir að eyðileggja almenningseign, en það ku lögreglustöðin vera. Seals hafði áður setið inni i eitt ár fyrir að liafa brennt sitt eigið hús, en nú hafði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri erfiðara að sjá fyrir sér sjálfur, en sitja i íangelsi, þar sem hann ætti engan að og enga peninga. — Þvi vil ég bara fá að sitja inni, sagði hann að lokum. Zena er vinsæl Zena er ensk að uppruna, og hel'ur notið mikilla vinsælda sem ballettdansmær i heima- lanrii sinu. Hún er myndar- stúlka, og auk þess mjiig góð ballettdansmær, svogóð, að hún helur ekki haft eina einustu helgi fria alll frá þvi hún lauk námi i Ballettskólanum i Lon- don, þegar hún var 16 ára. Ekki vilum við, hvað hún er giimul i dag, og þar af leiðandi ekki heldur, hversu margar helgar eru liðnar frá þvi skólanáminu lauk. Þær geta þó ekki verið óhemju margar, svo ungleg er Zena. Málin skipta öllu máli I Ise frá Esbjerg er 22 ára gömul. Hún er hárgreiðslukona, en löngu orðin þreytt á þvi að þræla sér út við að greiða hár annarra kvenna. Hún hefur lengi notið mikilla vinsælda sem ljósmyndafyrirsæta, enda eru mál hennar hin ákjósanlegustu og útlitið allt henni i vil. Hún segir. að sér hafi oft verið boðnar 1000 krónur danskar (13000 krónur isl) á dag, en þá hafi stundum mátt heyra á þeim, sem atvinnuna hafa boðið, að ætlazt hafi verið til einhvers annars en fyrir- setunnar eintómrar. Ilse segist ekki hafa áhuga á neinni ,,auka- vinnu.” Hún segir, að hægt sé, að hafa nóg að gera þrátt fyrir það, og er það ekki ótrúlegt, að svo hugguleg stúlka, sem hún er, hafi nóg að gera. — Finnst þér i rauninni, að þetta - Nei, það er ekkert að mér likist konunni minni? læknir. Það er maðurinn minn hérna, sem heldur að hann sé strútur. DENNI DÆMALAUSI „Spurningin er ekki, hvort sonur MINN, eða sonur ÞINN gerði þetta, heldur er spurningin. ..”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.