Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.07.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur. !9. júli 1972 TÍMINN 15 Biblíusafn Framhald af bls. 9. gaman að skoða, þvi málið kemur þeim spánskt fyrir sjónir. Við litum á bibliuútgáfuna frá 1958 á máli Baska á Norður- Spáni, sem talað er af rúmlega 1 1/2 milljón manna. Mál Baska er óskylt öllum öðrum þekktum tungumálum, en sumir halda þvi fram, að það muni vera skylt máli þvi, sem talað hafi verið á Atlantis. Svo mikið er vist, að Baskamálið er ævafornt, liklega frá steinöld, og ráða menn það af þvi að öll orð á máli Baska, sem takna eggjárn hafa fólgið i sér orðið, sem þeir hafa um stein. Ragnar á i fórum sinum Indiánabibliu. En það vakti honum á sinum tima nokkurrar furðu, að prentuð biblia skyldi fyrirfinnast á máli Indiána, þar sem hann taldi, að þeir ættu ekki letur nema þá frumstætt mynd- letur. Hann bar þetta undir ameriska konu, sem ferðaðist um hér á landi, doktor i ameriskum bókmenntum, en hún var eins furðuslegin og hann sjálfur. En félagar Ragnars á enska bibliu- safninu kunnu skil á þessu eins og fleiru. Letur þetta hafði kristni- boði nokkur og bibliuþýðandi búið til snemma á 19.öld til þess að geta látið helga bók á þrykk út ganga fyrir Indiána i Kanada, en þar starfaði hann. I brezka bibliu- safninu er til frásögn af þessu. Þar er reyndar heilmikið af hand- ritum bibliuþýðenda. Þar má m.a. sjá handrit annars kristni- boða af bibliuþýðingu,. en spássiurnar hafði hann teiknað myndir af konum, enn og aftur, hverja konumyndina af annarri.” Annað þarfara við pappirinn að gera en prenta á hann bibliur Eina þjóðtungan i Evrópu, sem vantar i bibliusafn Ragnars i Reykjaskóla, er albanska. En biblian á albönsku virðist vand- fundin nú á dögum. ,,Ég skrifaðist éinu sinni a við albanskan læknastúdent, sem var ákafur frimerkjasafnari”, segir Ragnar. ,,Ég sendi honum heilmikið af frimerkjum, og hann bauð að senda mér eitthvað i staðinn. Þegar ég spurði hann, hvort hann gæti ekki látið mig hafa bibliuna á albönsku, svaraði hann mér hálfgerðum skætingi og sagði, að eftir byltinguna hefðu Albanir annað þarfara við pappirinn að gera en að prenta á hann bibliur. 1 sumar var ég ásamt konu minni i Júgóslaviu og reyndi ég einnig þar að hafa uppi á albanskri bibliu en árangurs- laust, en 400.000 manns, sem eiga albönsku að móðurmáli búa innan landmaéra Júgóslaviu. Rétt áður en ég fór heim fékk ég þó heimilisfang klausturs við landa- mærin og þangað skrifaði ég siðan, en hef ekki enn fengið svar. A hótelinu, þar sem við dvöld- umst i Júgóslaviu, kynntumst við enskum hjónum og barst talið einhverju sinni að bibliusöínun minni. Bróðir konunnar reyndist vera fornbóksali, sem verzlar einkum með trúarleg rit. Bauð hún mér að leita aðstoðar hans til að fá bibliuna á albönsku ef ég fengi neikvætt svar frá klaustrinu á landamærum Júgóslaviu og Albaniu. ítarleg spjaldskrá nauðsynleg Ragnar heldur spjaldskrá yfir bibliusafn sitt, þar sem hver biblia eða hluti úr bibliu er flokk- uð eftir málaflokki. Hann heldur einnig til haga öllum bréfum og reikningum, sem snerta þetta áhugamál hans, að öðrum kosti væri honum ókleift að botna nokkuð i, hvernig þessi mál hans standa hverju sinni. ,,Það er ekk- ert varið i að eiga þetta nema skipulagt”, segir Ragnar „það liggja ekki miklir peningar i safn- inu, þvi bibliuútgáfa er yfirleitt rekin með halla og leitast við að hafa bibliur ódýrar, hins vegar hef ég eytt griðarmikilli vinnu i bibliusöfnunina.” ,,Ég fletti mikið upp i alfræðis- afninu, Encyclopædia Britannica, i sambandi við flokkun safnsins, en þar er t.d. itarleg skrá yfir indiánamál Suður-Ameriku. Fræðist um lönd og þjóðir „Þetta hefur orðið nær ein- göngu söfnun” svarar Ragnar, þegar ég spyr hann um áhrif bibliusöfnunarinnar á tungu- málaáhuga hans. „Þó kemur oft út úr þessu talsvert grúsk i út- breiðslu og skyldleika tungu- mála, og ég hef töluvert fræðzt um lönd og þjóðir.” „Norðast i Japanseyjum býr t.d. hvitur þjóðflokkur, sem nefn- ist „ainu”. Menn af þessum þjóð- flokki hafa mikið hár og skegg. Ekki er vitað um uppruna þeirra og nú á dögum er varla til óblandaður ,,ainu”og mál þeirra, sem ber sama nafn, er að hverfa. Skemmtileg frásögn er um þjóð- flokk þennan i bók sem kom út i Bandarikjunum íyrir nokkrum árum og nefnist „Vanishing People”. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég japanska bibliufélaginu og spurði, hvort það gæti útvegað mér bibliuna á „ainu”. Stúlka, sem vinnur hjá félaginu svaraði bréfi minu og sagði að þvi miður væri að svo komnu máli ekki hægt að útvega mér bibliuna á „ainu”, þar sem eina eintakið, sem hún viti að til sé, tilheyri japanska bibliufélaginu. Bækistöðvar bibliufélagsins eru i smáborg fyrir utan Tókió, en stúlkan kvaðst oft eiga leið inn i borgina og bauðst til að leita fyrir mig hjá fornbókasölum þar. Þetta finnst mér fallega boðið. Yfirleitt er fólk raunar ákaflega hjálplegt mér við bibliusöfnunina. SJ Guðbjörn Guðjónsson HEILDVERZLUN Siðumúla 22 — Simar 85694 og 85295 * BÆNDUR Getum útvegað með stuttum fyrirvara hinar vinsælu haugsugur frá SKÓLASTJÓRA OG KENNARASTÖÐUR VIÐ MIÐSKÓLA PATREKSFJARÐAR Vegna árs fris er staða skólastjóra laus til umsóknar. Ennfremur stöður kennara við sama skóla, söngkennsla æskileg. Upplýsingar um stöðuna veitir formaður skólanefndar Ágúst H. Pétursson, simi 94- 1288 og skólanefnd Patreksskólahverfis. KSI - KRR ísiandsmót 1. deild Laugardalsvöllur KR - Fram leika i kvöld klukkan 20 Tekst KR að stöðva sigurgöngu Fram? KR V-;Ví-' Lokað vegna jarðarfarar VILHJÁLMS ÞÓR, fyrrverandi utanrikisráðherra fimmtudaginn 20. júli kl. 1-3,30. Samvinnubankinn TIL SÖLU Votheysturn úr stáli, tilbúinn til uppsetn- ingar, um 60 rúmm. að stærð. Upplýsingar i sima 82310. Aðstoða r I æk n isst a ða Staða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild Landspitalans er laus til umsóknar og veitist frá 1. september næstkomandi. Um er að ræða árs ráðningu, sem þó gæti framlengst til tveggja ára. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavikur og stjórnar- nefndar rikisspitalanna. Umsóknir, er greini frá aldri, námsferli og fyrri störfum sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna fyrir 15. ágúst n.k. Reykjavik 18. júli 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. Þessi bifreið er til sölu Bifreiðin er með þriggja ára gömlu húsi mjög vel byggðu, hurðir á báðum hliðum og vængjahurðir að aftan, Dieselvél Perk- ins 4-236, drif á öllum hjólum(framdrifslok- ur, dráttarspil vökvastýri og vaeum- bremsur, sæti fyrir 11 farþega fylgja og hæglega má bæta við sætum fyrir 4 i við- bót. Allar nánari upplýsingar i simum 2009 og 2240, Keflavik, i dag og næstu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.