Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur. 20. júli 1972 „Höfðum heyrt að íslendingar væru leiðinlegir áhorfendur” SB-Keykjavík. Medina, Maresco og Mugnos heita þrir Spánverjar, sem raun- ar telja Argentinu hcimaland sitt. Þeir munu dveljast hcr til (i. ágúst og sýna gcstum l.oftleiðahótels- ins l'imi sina i Flamenco-dansi. Kr þetta cini Flamenco-dans- llokkur heimsins, sem saman- stendur af karlinönnum ein- göngu. Áreiðanlegt er, að þessir dansarar eru ekki af verri endan- um, bæði sannfærðist blaðamað- ur Timans um það á æfingu hjá þeim i gær og einnig hefur mátt sjá i erlendum dagblöðum setn- ingar eins og: „Það bezta, sem þér munuð nokkurntima sjá” og „stórkostleg tónlist i hælum og höndum”. Um þá siðari er það að segja, að stundum nota þeir eng- an undirleik, heldur framleiða hann með íingrasmellum og hælastappi. Hingað komu þeir frá Banda- rikjunum, þar sem þeir hafa komið fram á ekki minni stöðum en Plaza, Waldorf Astoria, Las Vegas og hjá Ed Sullivan i sjón- varpinu. Héðan liggur leiðin til Hollands með viðkomu á Folies Bergére i Paris, þar sem þeir hafa raunar komið áður á þeim niu árum, sem þeir hafa ferðast saman og dansað. Einn þremenninganna, Mar- esco, sagði okkur, að þeir hefðu úti i heimi frétt, að fslendingar væri leiðinlegir áhorfendur, hefðu hátt og væru dónalegir, en ennþá hefðu þeir ekki orðið varir við þetta. Þeim fyndist Island stór- kostlegt land, loítið svo hreint og fólkið fallegt. Ef timi gefst til, munu þeir ef til vill skreppa norð- ur og skemmta Akureyringum. Þá vonast þeir til að fá að koma i sjónvarpið. Sigurður Hvernig halda menn að Reykjavik liti út i dag, ef Sigurður Jónasson fyrrverandi forstjóri hefði orðið borgarstjóri laust eftir 1930, þegar Eldeyjar- Hjalti brást viö borgarstjóra- kjörinu sem frægt er oröiö. Sú Reykjavik, sem hefði risið næstu áratugina væri óþekkjanleg frá þeirri, sem við nú búum i, þrátt fyrir góðan vilja margra manna. Sigurður var stórhuga, framsýnn skipuleggjari, enda hafði hann ferðazt um heimsbyggðina vitt og breitt. Sigurður Jónasson gaf þjóðinni hinn heimsfrægða Geysi og forsetasetið Bessastaði og ætti minning hans fyrir þetta tvennt að vera metin að verðleikum. II Jón ivarsson þarf ekki að kynna islenzku þjóðinni. Hann Jón. stýrði Kf,- Austur-Skaftfellinga yfir 2 áratugi, ekki þarf að kynna verk hans i þeim sveitum. Nú fyrir tveim árum, er honum var boðið til afmælisfagnaðar austur þar var honum tekið sem þjóð- höfðingja. Þetta var á fundi Samvinnutr.á Höfn i Hornaf., Jón starfaði lengi i Viðskiptaráði sem varamaður Hermanns Jónassonar og i Gjaldeyrisnefnd um árabil. Þeir mörgu gestir, sem þangaö komu, vildu allir tala við Jón, þar eð mál þeirra voru þá leyst með jái eða neii. Forstjóri Grænmetisverzlunar- innar og Aburðarsölu var hann lengi og þarf ekki að lýsa verkum hans þar. Þá þekktust engin „töp” eða vanskil. Hvað væri gengi isl. krónunnar, ef hann hefði verið fjárgæzlumaður þjóðarinnar sl. 40 ár? Pundið væri trúlega kr. 25.00 og dollarinn kr. 6-7. Gisli Gisli i Asier löngu þjóðkunnur og einnig viða erlendis. Stjórn hans á Elliheimilinu Grund,öll umgengni þar sannar borgarbúum hver á heldur. Afrek hans i Hveragerði er slikt með Ásana, að þangað ættu sem flestir að fara pilagrimsferðir, til þess aö sjá það, sem þar hefur verið gert fyrir aldraö fólk og vanheilt. Þar eru ýfir 20 hús i eign Elliheimilisins, auk gróðrar- stöðvar og tilraunastöðvar i þágu landbúnaöarins, t.d. heyþurrkun og m.fl. Það koma margir gestir daglega til þess að skoða Ásana, gróðurhúsin og tilraunastöðina. Ég vil hvetja alla þá, sem sjá um húsbyggingar og rekstur, að fá leyfi til þess að lita þarna inn. Þýzkir visindamenn hafa gefið út visindarit um isl. mold- og jarð- varma og hefur Gisli séð um prentun þess. Heimilispóstinn gefur Gisli út á eigin kostnað, kemur hann oftast út mánaðarlega og er um rekstur Elliheimilisins og skýrslur um starfsemina, og mun það mörgum kunnugt (91 tölubl. hafa komið út). Eittafhans stóru áhugamálum er Litla-Grund, sem hann hefur safnað fé i lengi með samskot um áhugamanna o.fl., en þvi miður fyrir daufum eyrum allt of margra,þvi að allir verða gamlir að lokum, jafnt barnið i vöggunni. Ég vil gera þaö aö tillögu minni, að menn heiti á Litlu-Grund, sem á sinum tima mun risa i Hvera- gerði, þar sem jarðvarmi og öll aðstaða er góð. Heföi Gisli Sigur- björnsson stjórnað þjóðarbúinu undanfarna áratugi, sem er ekki stærra en eitt snoturt fyrirtæki hjá stórþjóðunum, væri gaman aö lita yfir Island nú. Þá mætti leggja niður heilan hóp af ráöum og nefndum, a.m.k. þyrftum við enga náttúruverndarnefnd, á þvi sviði er Gisli framar öðrum. Til hamingju Gisli með ævistarfið og þá ósk á ég, og eflaust margir, að þú verðir um langa hrið sistarfandi að vanda. Hjálmtýr Pétursson. Iðnþróunarstofnun (slands óskar að ráða skrifstofustúlku til að annast almenn skrifstofustörf svo sem vélritun, simavörzlu o.fl. Laun skv. kjara- samningum opinberra starfsmanna. Um- sóknir sendist til Iðnþróunarstofnunar fslands, Skipholti 37, Reykjavik. Lausar stöður Við Bændaskólann á Hvanneyri eru lausar til umsóknar þrjár kennarastöður: 1. Staða kennara i grunnfögum með efna- fræði sem aðalgrein. 2. Staða kennara i véifræði, bóklegri og verklegri. 3. Staða kennara i hagfræðifögum sem aðalkennslugreinar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar landbúnaðar- ráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1972. Aðvörun til gjaldenda í Mosfellshrepp um innheimtu dráttarvaxta Frá og með 1. ágúst 1972 verður beitt ákvæðum laga no. 8/1972, um innheimtu dráttarvaxta af útsvörum, aðstöðugjöld- um og fasteignasköttum. Er þvi öllum þeim/ sem skulda Mosfellshreppi framan- greind gjöld frá árinu 1972 eða eldri, bent á að greiða skuldir sinar fyrir 1. ágúst n.k. og siðan reglulega á gjalddögum, ella verði þeir að greiða dráttarvexti lögum samkvæmt. Sveitarstjóri. LEIKLISTARÁHUGAFÓLK Stofnfundur samtaka áhugafólks um leiklistamám i verður haldinn i NORRÆNA HUSINU sunnudaginn 23. júli kl. 15,00. Á fundinum mæta fulltrúar Islands er sóttu þing norrænna leiklistar- nema sem haldið var i Danmörku 3. til 8. júli s.l.. Skorað er á allt áhugafólk um leiklistarnám á Islandi að mæta. Upplýsingar liggja frammi i Norræna Húsinu. Hjálmtýr Pétursson: AFBURÐAMENN iii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.