Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur. 20. júli 1972 TÍMINN 7 Vii Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: l»ór- : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.S: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiaðs Timans).|:::: : Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason,. Ritstjórnarskrif-;:: stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.|:|: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðsiusfmi 12323 — auglýs-:|:: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurisimi 18300. Áskriftargjald:::: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-i;:, takið. Blaðaprent h.f. Orkumálin nyrðra Nokkur ágreiningur hefur nú risið um þá ákvörðun að hefja nú þegar lagningu raflinu frá Skagafirði til Akureyrar og samtengja þannig rafveitukerfi vestur- og austurhluta Norðurlands. Ýmsir áhrifamenn á Norðurlandi vestra telja, að skynsamlegra hefði verið að tengja Skeiðfossvirkjun við veitukerfi Skaga- fjarðar og leggja i nokkra stækkun Skeiðfoss- virkjunar. Það er yfirlýst stefna rikisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar að tengja saman orkuveitukerfi landsins, m.a. með þvi að leggja linu frá orku- verunum á Suðurlandi til Norðurlands. Það á að tryggja betri nýtingu raforkunnar, jafna möguleikana til uppbyggingar iðnaðar um land allt og gefa svigrúm til að ráðast i hagkvæm- ustu stórvirkjanir, er myndu fullnægja þörfun- um landið um kring. Almennt munu menn sammála um, þegar horft er til framtiðar, að þessi hljóti að verða hagkvæmust lausn i raforkumálum þjóðarinn- ar, og skapa þegnunum mest jafnrétti i orku- málum. Virkjunarrannsóknir i heild eru enn of skammt á veg komnar til þess að unnt sé að setja upp skynsamlega framkvæmdaáætlun i orkumálum þjóðarinnar til langs tima. Rann- sóknum á virkjunaraðstöðu og hagkvæmni orkuvers i Jökulsá eystri er t.d. ekki nægj- anlega langt komið enn, hvað þá athuganir á öðrum möguleikum til stórvirkjana, sem til umræðu hafa verið. Linulagning frá orkuverunum á Suðurlandi til Norðurlands hlýtur að taka sinn tima, en orkuskortur er fyrirsjáanlegur á Norðurlandi. Úr honum þarf þvi að bæta með skammtima- lausn. Það er um þessa skammtimalausn, sem skoðanir manna skiptast. Linulögnin frá Skagafirði til Eyjafjarðar fellur vissulega að þeirri heildarstefnu i orku- málum landsins, sem rikisstjórnin hefur markað. En ekki er nema eðlilegt að menn deili um réttmæti þess, að ráðast i hana núna i stað þess að tengja orkuveitukerfi Skagafjarð- ar við Skeiðfossvirkjun, vegna óvissunnar um Laxá. Á ráðstefnu SUF á Sauðárkróki um siðustu helgi sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, að samtenging orkuveitukerfanna á Norðurlandi og milli Norður- og Suðurlands, væri það, sem koma skyldi. Lina að sunnan yrði margföld trygging og hún myndi skapa svo mikla möguleika fyrir Norðurland, að fá- vislegt. væri að hafna henni. Forsætisráðherra sagði, að höfuðatriði væri að ráðast i sem hag- kvæmastar stórvirkjanir, er gætu þjónað öllu landinu með samtengingu veitukerfisins. Það væri algert aukaatriði, hvar orkuverið væri, ef raforkuþörfinni væri fullnægt um land allt. En varðandi þá skammtimalausn, sem nú væri um rætt, hefði hann talið skynsamlegra að tengja Skagaf jörð við Skeiðfossvirkjun, en biða um nokkurt skeið með lagningu linu frá Skaga- firði til orkuveitusvæðis Laxár.Jafnframt lagði hann áherzlu á, að rannsóknum á virkjunar- möguleikum Jökulsár eystri yrði hraðað sem kostur væri. T.K. ERLENT YFIRLIT Eagleton nýtur fylgis verka- lýðsleiðtoga og katólskra Því er spáð, að hann muni duga McGovern vel HVER sem úrslit forseta- kosninganna i Bandarikjunum verða, er ekki óliklegt, að amerisk blöðeigi eftir að velja George McGovern mann ársins 1972. Enginn stjórnmálamaður hefur komið meira á óvart á árinu en hann, eða er liklegur til að gera það. Um siðustu áramót sýndu skoðanakannanir, að hann hafði einna minnst fylgi þeirra forsetaefna demókrata, sem talað var um i alvöru. Engum hinna Jsekktari blaðamanna Bandarikjanna kom þá til hugar, að hann ætti eftir að verða frambjóðandi demó- krata. McGovern hefur nú ómerkt allar skoðanakannanir og spádóma frá þeim tima og þessvegna sakar það hann nú miklu minna en ella, þótt skoðanakannanir séu andstæðar honum i sambandi við forsetakosningarnar i haust. Ráðunautar hans segja, að þeir geri ráð fyrir, að hann verði búinn að jafna metin um miðjan október og eftir það fari hann fram úr Nixon, en kosningarnar fara fram i byrjun nóvember. Vandinn sé ekki sizt sá, að fara ekki of fljótt fram úr Nixon. EN McGovern hefur komið á óvart á margan annan hátt en að vera sigursæll i sam- keppninni hjá demókrötum. Hann kom m.a. á óvart, þegar hann valdi varaforsetaefni demókrata, en venjulega ræður sá, sem hefur hlotið útnefningu sem forsetaefni flokks, hvert varaforsetaefnið verður. Þennan rétt notaði McGovern sér. Margir höfðu verið tilnefndir sem varafor- setaefni, en val McGoverns féll að lokum á mann, sem ekki hafði verið neitt nefndur i þessu sambandi fyrr en á allra siðustu stundu. Blaöadómar benda til, að þetta val McGoverns hafi tekizt furðu vel. Val McGoverns féll á Thomas Francis Eagleton, öldungadeildarþingmann frá Missouri. Árið 1944 völdu demókratar einnig öldunga- deildarþingmann frá Missouri, Harry S. Truman, sem varaforsetaefni þeirra. Hann varð siðar einn af þekktustu forsetum Banda- rikjanna. THOMAS Francis Eagleton er meðal yngstu þingmanna i öldungadeild Bandarikjanna, fæddur 4. september 1929. Faðir hans var þekktur lögfræðingur i St. Louis. Segja má, að uppeldi Eagletons hafi snemma beinzt að þvi að undirbúa hann undir þátttöku i stjórnmálum. Ef til vill rekur það að einhverju leyti rætur til þess, að faðir hans var tals- vert pólitiskur og reyndi einu sinni að ná kosningu sem borgarstjóri i St. Louis. Þegar Eagleton var á ellefta ári, fór hann með föður sinum á flokksþing republikana, en þeir urðu báðir vonsviknir þar og gengu eftir það i flokk demókrata. Þegar Eagleton var 16 ára fór faðir hans með hann til Fulton til að hlusta á Winston Churchill, en þar flutti hann hina frægu ræðu, þegar hann likti landamærum milli austurs og vesturs i Evropu við járntjald, en það orð hefur verið notað fram á þennan dag. Eftir að hafa lokið menntaskólanámi, settist Eagleton i lagadeild Harvardháskóla og lauk þaöan prófi 1953. A námsárum sinum fylgdist hannn vel með stjórnmálum og gerði sér m.a. sérstakt far um að fylgjast með baráttu Adlai Stevensons i forsetakosningunum 1952. Það er sammerkt um þá McGovern og Eagleton, að þeir voru báðir á þessum tima miklir aðdáendur Stevensons. EFTIR að hafa lokið prófinu við lagadeild Harvardháskóla, hélt Eagleton heimleiðis og hóf lögfræðistörf i St. Louis. Jafnframt hóf hann þátttöku i stjórnmálum af verulegu kappi. Hann var kjörinn sak- sóknari i St. Louis 1956 og fjórum árum siðar var hann kjörinn rikissaksóknari eða dómsmálaráðherra i Missouri. Hann er yngsti maðurinn, sem hefur gegnt þvi embætti. Arið 1964 var hann svo kosinn vararikis- stjóri i Missouri og 1968 setti hann markið ekki lægra en að feta i fótspor Trumans og verða annar af öldunga- deildarþingmönnum Missouris. Þrir menn kepptu i prófkjörinu. Eagleton fékk 37% atkvæðanna og nægði það honum til að sigra Long, sem var fráfarandi öldunga- deildarþingmaður. Hann sigraði svo frambjóðanda repúblikana i sjálfum kosningunum með 37 þús. atkvæðamun. ÞÓTT Eagleton hafi ekki setið nema fjögur ár i öldungadeildinni, hefur hann vakið þar verulega athygli, en ungir menn eiga þar oft erfitt uppdráttar. Hann hefur verið harður andstæðingur Vietnamstyrjaldarinnar, enda lagði hann mikla áherzlu á andstöðu sina viö hana, er hann keppti um öldunga- deildarþingsætið. Hann hefur þótt mjög umbótasinnaður i innanlandsmálum og jafnvel talinn róttæk ari en McGovern á mörgum sviðum. Þetta hefur þó ekki aflað honum verulegrar mótspyrnu, þvi að Eagleton hefur lag á að halda svo á málum, að hann egnir menn ekki til harðrar mótspyrnu. Hann er sagður sérlega þægilegurog glaðvær i umgengni og kann vel að haga orðum eftir umhverfi sinu. Ræðumaður þykir hann góður og er það spá þeirra, sem þekkja hann, að hann muni reynast McGovern vel i kosningabaráltunni. Ástæðan til þess, að McGovern valdi hann sem meðframbjóðanda sinn er sögð einkum sú, að hann er vel látinn af leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar, en það er McGovern ekki. Þá er Eagleton kalólskur og þykir það liklegt til að afla McGove'rn fylgi katólskra kjósenda. Þegar Eagleton tók við útnefningunni á flokksþinginu, sagðist hann gera sér vel grein fyrir þvi, hve mikilvægt embætti varaforsetans væri og hann myndi þvi ekki nota það, ef það félli i hans hlut, til að vekja auknar deilur og varpa auri á andstæöinga. Eagleton átti hér við Agnew varaforseta, sem er þekktur fyrir ósanngjarnan og óvægi- legan málflutning. Standi Eagleton sig vel i kosningabaráttunni, á hann vafalaust eftir að koma meira við sögu, þótt honum heppnist ekki aö veröa varaforseti i þetta sinn. Þ.Þ. Eagleton og McGovern á flokksþinginu eftir að Eagleton hefur veriö kjörinn varaforseti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.