Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur. 20. júli 1972 Fimmtudagur. 20. júli 1972 Rætt við Botvinnik um skák • • ER ONNUM KAFINN AÐ BUA TIL TOLVU SEM GETUR TEFLT Hlaðamaöurinn M. Fein- berg átti eftirfarandi viðtal við fyrrverandi heimsmeist- ara i skák, Mikhail Botvinnik, að loknu skákmóti i Odessa fyrir skömmu. ,,Á skákferli minum hef ég 'oft átt þess kost að tefla við skákmenn frá Odessa", sagði Mikhail Botvinnik. A skák- mótum á yngri árum minum fékk ég tækifæri til aö tefla viö Jakov Vilner. er margsinnis var Ukrainumeistari i skák, og við Boris Verlinsky skák- meistara Sovétrikjanna árið 1929. Eftir styrjöldina kom fram i Odessa frábær skák- maður. Efim Geller. framúr- skarandi sóknarskákmaður.” ..Af ungum skákmönnum i Odessa vil ég fyrst og fremst nefna Vladimir Tukmakov stórmeistara. sem náð hefur framúrskarandi árangri bæði innanlands og á alþjóðamót- um. Er hann tvimælalaust fremstur skákmeistara i Odessa." Ileimsmeistarinn fyrrver- andi hrósaöi mjög skákklúbb verklýðssambandsins i Odessa. ..Þaö er vel farið. að klúbb- urinn er á vegum verklýðs- sambandsins. þvi að verklýðs- c sambandið er viðtækasti vett •2 vangur vinnandi fólks i land- % . inu." sagði hann. „Sjálfur er 35 ég félagi i ,,Trud” verklýðs- sambandsklúbbnum, og ég tefldi fyrst er ég var 14 ára i skáksveit verklýðssambands- ins, þá tefldi ég i sveit málm- smiða i Leningrad. Klúbbur- inn i Odessa hefur unnið mikið og nytsamt starf.” Mikhail Botvinnik var spurður um framtiðarhorfur ungra skákmanna i landinu, er taka munu við af þeim, er nú standa fremstir i skáklist- inni. Hann sagði: ,,Það eru margir gáfaðir ungir skákmenn i landi okkar. Nægir þar að benda á, að stú- dentaskáksveitin, sem valin hefur verið, er að mestu skip- uð stórmeisturum. Slik sveit gæti jafnvel tekið þátt i Olym- piuskákmóti með góðum árangri. Hún er skipuð Karp- ov, Balasjov, Tukmakof og Vaganjan, þetta eru nöfn sem hafa unnið sér frægð langt út fyrirSovétrikin. En Karpov er sá þeirra, sem sýnt hefur i reynd frábærasta tafl- mennsku.” ,,Enn er of snemmt að tala um liklegustu arftaka, þvi að einvalalið okkar i skákinni hefur enn ekki dregið sig i hlé. En ég held, að þess verði ekki langt að biða, að Karpov verði orðinn yfirburða skákmeistari og kominn i hóp þeirra, sem berjast um æðsta titil skák- listarinnar. Við skulum vona, að það verði ekkert bil milli kynslóðanna, sérstaklega, ef klúbbar eins og Odessaklúbb- urinn, risa upp i landinu.” Komið hefur verið upp skák- kennslu i sjónvarpinu. Mun það stuðla að aukinni út- breiðslu skáklistarinnar? „Sjónvarp er voldugur fjöl- miðill. Þessi starfsemi mun stuðla að þvi að skáklistin vinni sér jafnvel enn auknar vinsældir. Ég tel, að sjón- varpsskákklúbbur ætti að koma upp i öllum borgum þar sem sjónvarpsstöðvar eru, þvi að þeir stuðla betur en nokkuð annað að þvi að gera þessa dá- samlegu iþrótt að almenn- ingseign. Nú á timum nær sjónvarpiö til allra sviða mannlegrar starfsemi svo að það er mjög mikilvægt að skákin nýti þau tækifæri, sem það hefur upp á að bjóða.” Hvaða aðferð er bezt til þess að velja heimsmeistara? „Núverandi kerfi er að minu áliti hið hentugasta til þess að velja heimsmeistara, þ.e. i einvigi. Sé einhver skákmaður talinn hinn sterkasti i heimi, verður hann að færa sönnur á það i innbyrðiskeppni við þann, sem vinnur sér rétt til að keppa um titilinn. Með ein- vigisfyrirkomulaginu eru úti- lokuð ýms aukaatriði svo sem aðrir keppendur, sem haft gætu áhrif á val sterkasta keppandans.” „Núverandi kerfi hefuri þann ágalla, að afnuminn hefur ‘ verið rétturinn til endurtekins einvigis, þess vegna hefur heimsmeistarinn ekki tækifæri til, ef hann hefur tapað af slysni, að endur- heimta titilinn eftir að hafa undirbúið sig rækilega undir að mæta ákveðnum andstæð- ingi.” Hvers vegna hættirðu keppni um heimsmeistara- titilinn? „Ég eyddi 25 árum æfi minnar i baráttu um heims- meistaratitilinn i skák. Allan þann tima taldi ég, að ég kynni að vera fremstur jafningja. En aldurinn hefur sin áhrif. Um það leyti, sem ég tapaði fyrir Petrosjan, var ég ekki lengur sá sterkasti. Það voru a.m.k. nokkrir skákmeistar- ar, sem tefldu eins vel og ég. Og þeir voru yngri en ég. Það var mjög eðlilegt, að láta titil- inn af höndum við skákmeist- ara, sem var jafnsterkur en yngri en ég. Auk þess ákvað ég að helga meiri tima þvi við- fangsefni að fullkomna skák- vél.” Að hverju vinnurðu núna? „Nú er ég önnum kafinn við að búa til vél (tölvu), er getur teflt skák. Og innan skamms mun koma út eftir mig ný bók um skák.” (APN). FISCHER VERÐUR HEIMS- MEISTARI í MÖRG ÁR - segir F. Brady, einn helzti skáksérfræðingur Bandaríkjanna l>Ó—Reykjavik. Kinn hinna mörgu útiendinga, sem hér eru staddir vegna cinvig- is aldarinnar, er Frank Brady frá Berkely i Kaliforniu. Brady er góður vinur Bobhy Fischers, og liefur m.a. skrifað eina bók um Fischer, og um þcssar mundir Frank Brady Timamynd GK vinnur hann að annarri bók um hann. Við hittum Brady nú i vikunni úti á Hótel Loftleiðum og tókum hann tali, en Brady þekkir Fisch- er mæta vei. Brady segir, að at- vinna sin sé nú eingöngu að fylgj- asl með skákeinviginu, og sendir hann fréttir til ýmissa sjónvarps- stöðva og blaða i Bandarikjunum. Þegar einviginu er lokið á milli þeirra Eischers og Spasski fer Brady lil Skopje i Júgóslaviu, en þar ætlar hann að fylgjast með Olympiumótinu i skák. Þegar þvi lýkur segist Brady fara ásamt konu sinni, sem hann hefur meö á iillum lerðalögum, til Moskvu, þar sem hann mun hitta fyrrver- andi heimsmeistara i skák. Mikael Botvinnik, en hann vinnur einnig að samningu bókar um þennan lyrrverandi rússneska hcimsmeistara. Við spurðum Ifrady fyrst að þvi, hvar og hvenær hann hefði kynn/.l Fischer fyrst. Ég kynntist honum árið 1956, það var á skákmóti i New York, sem ég tók þátt i. Reyndar hafði ég séð Fischer tefla, þegar hann var 11-12 ára, en þá kynntist ég honum ekkert, rétt aðeins man el'tir honum. — A þessu móti i Ncw York varð Fischer i fimmta sæti, og varð strax þekktur meðal skákmanna i Bandarikjunum, enda varð þess þá ekki langt að biða, að hann hlyti stórmeistara- tilil. Eftir þetta mót i New York fór ég að hafa meiri áhuga á Fischer, og kynni okkar urðu 'nánari, en samt er það svo, að eftiröll þessi ár þekki ég Fischer ekki vel, og það gerir vist enginn. — Hver telur þú, að sé ástæðan til alls umstangsins umhverfis Fischer siðustu vikur. Er hann eða var hann i rauninni óánægður með keppnisstaðinn? — Ég get þvi miður ekki svarað þessari spurningu nákvæmlega. Það vita allir, að Fischer hefur ailtaf hatað kvikmyndavélar, enda er maðurinn ekki kvik- myndastjarna, heldur skákmað- ur. Góður skákmaður er kröfu- harður listamaöur, eins og t.d. hljómlistamaður. Góður pianó- leikari myndi aldrei sætta sig viö lélegt pianó, þar af leiðandi má segja þaö sama um góðan skák- mann. Hann krefst beztu aðstööu, og það gerir Fischer afdráttarlaust. — Telur þú, að Fischer sé hræddur við að tefla við Spasski? — Nei, það tel ég af og frá. Fischer hefur búið sig undir að sigra Spasski i 12 ár, og það hefur hann þegar gert. Fischer hefur búið sig undir að verða heims meistari i skák siðan hann var 12- 13 ára. Hann hefur margsinnis lýst þvi yfir, að hann sé bezti skákmaður heimsins, og nú loks- ins hefur hann fengið tækifærið, sem han hefur beðið eftir svo lengi. — Telur þú, að Fischer vinni þetta einvigi? Fischer að hefja sinn frægðarferil aöeins 11 ára gamaii. — Já.þaö tel ég tvimælalaust, en þetta verður spennandi ein- vigi, þvi Spasski leggst ekki dauð- ur niður, þó á móti blási, jafnmik- ill iþróttamaður og skákmaður og hann er. Ég tel, að Fischer sé ein- hver bezti skákmaður, sem uppi hefur verið, og ég held, að hann haldi heimsmeistaratitlinum i fjölda ára. Hann er svipaður Lasker. — Hvernig heídur þú, að Fisch- er verði, þegar hann er orðinn heimsmeistari. Er ekki sá mögu- leiki fyrir hendi að erfitt verði að koma upp einvigum við hann? — Þaö held ég alls ekki. Hann mun frekar opna dyrnar fyrir fjöldanum, en fram til þessa hafa Rússar einir setið að heimsmeist- aratitlinum. Fischer er ekki neitt afsprengi skákvélar Bandarikj- anna, en hins vegar eru rúss- nesku skákmeistararnir af- sprengi skákvélar fööurlands sins. Vegna þessa held ég, að Rússar sætti sig miklu betur við Fischer sem heimsmeistara, heldur en einhvern annan Banda- rikjamann, sem hefði verið i sér- þjálfun um langan tima. Fischer gæti, ef svo má segja, allsstaðar hafa skotið upp kollinum, þar sem hann hefur séð um sina þjálfun sjálfur. — Að lokum Brady. Hvað finnst þér um aðstæðurnar hér á landi? — Ég verð að segja, að þær eru frábærar. Sjálfur hef ég verið dómari á fjöldanum öllum af skákmótum i Bandarikjunum, þannig að ég tala af reynslu. Ég held, að það sé vart hægt að hafa aðstöðuna betri. TÍMINN Galii á gjöf Njarðar,á frum- málinu Catch 22 Mike Nichols leikstjórinn, handrit: Buck Henry byggt á sögu eftir Joseph Heiler. Kvikmyndari: David Watkin, Klippari:Sam O’Steen Bandarisk frá 1970, sýningarstaður: Háskólabió. islenzkur texti. Það er greinilegt, aö óvin- sældir Viet-Nam6triðsinseiga sinn þátt i, að nú loksins geta Bandarikjamenn gert myndir um strið eins og það raunveru- lega er. Fyrir svo sem tuttugu árum hefði sá maður verið álitinn geðveikur sem hefði reynt að búa til mynd eins og Catch 22. Einhvers staðar á Mið- jarðarhafssvæðinu er banda- risk flugstöð, þar ræður lögum og lofum Cachart (Martin Balsam) heimskara kvikindi er vart hægt að finna. Hann þrautpinir flugmennina að fljúga hverja ferðina eftir aðra og varpa sprengjum á borgir, sem ekki hafa minnstu hernaðarlega þýðingu. Birgðastjórinn Miló (Jon Voight) gerist umfangsmikill svartamarkaðsbraskari og gengur svo langt að stela fall- hlifum flugmannanna og út- búnaði úr sjúkrakössunum. Gegn öllu þessu berst Yossari- an (Alan Arkin) hetjulegri baráttu, án nokkurs árangurs að séð verði. Nichols notar stundum ærsl af svipuðu tagi og sást i myndum Marx- bræðranna. Þó að myndin sé ákaflega hvöss og bitur striðs- ádeila er hún fyndin og fjörug allt til enda. Arkin leikur skin- andi vel Yossarian og Voight og Balsam frábærir i sinum hlutverkum. Ekkert er of ótrúlegt til að geta skeð, jafn- vel samvinna við Þjóðverja um kaupskap verður til þess að flugstöðin veröur fyrir loft- árás skipulagðri af Miló. Brjálæði, er allt heila klabbið ekki brjálæði? Er brask Milós og Catcharts nokkuð verra en þeirra sem sitja öruggir heima i Bandarikjunum og moka saman peningum á þjáningum annarra? Nichols fellir réttilega engan dóm, heldur lætur áhorfendur sjálfa um að dæma. Sérstaklega minnisstætt atriði er næturrölt Yossarians um götur Neapolis þar sem honum finnst öll spill- ing og grimmd heimsins samankomin og hann algjör- lega magnvana gegn ofurefl- inu, hann kemur þar sem fé- lagi hans er valdur að morði og gengur svo yfir hann að hann hrópar „þetta kemst þú ekki upp með”. Um leið kem- ur lögreglan og handtekur Yossarian fyrir brot á úti- vistarleyfi. Þaö úir og grúir af hártogunum sem enda i blind- götu i handritinu, sem annars er gott. Kvikmyndunin er vel gerð og þessi sparlega tónlist mjög vel valin. „Galli á gjöf Njarðar” er ekkert lik MASH nema báðar myndirnar eru ásamt Yojimbo eftir Kurosawa og Nobi eftir Ichikawa mögnuðu- stu striðsádeilur sem ég hef séð, þó að tvær fyrrnefndu hreyki sér af ærslum og gálga- fyndni en tvær siðarnefndu sýni viðbjóö striðsins á e.t.v. miskunnarlausari hátt. Það er kannske öfugmæli að segja að engum gæti leiðzt á striðsádeilumynd, en það er rétt um þessa mynd, hún er bæði sérkennileg og áhrifa- mikil, likicga einmitt vegna formsins sem Nichols hefur valið. Úrvalsmynd. A iiiviidiiiiii eru Martin Bals- am og Joii Voiglit i „Galli á gjöf Njarftar” scm sýnd er i lláskólabiói. auðvitað þarf málningin á þaki hdss yðar ekki að þnla eins míkiú og gðð skipamálning en betra þó, að hún geri það Rex-skipamálning er framleidd sérstaklega með tilliti til siglinga í norðurhöfum og umhverfis ísland í misjöfnum veðrum: Vefrarstormum, stórhríðum, ísingu, rigningu og í sumarsól. í þessum veðrum hefur Rex-skipamálningin ótvírætt sannað hið mikla slitþol sitt, og þetta getið þér með góðum árangri hagnýtt yður á þaki húss yðar. Notið Rex-skipamálningu og þakið verður fallegra og endingin betri. Skoðið nýja Rex-litakortið með 30 glæsilegum litum, - þér fáið hvergi meira litaúrval. REX SKIPAMÁLNING á skipin - á þökin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.