Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.07.1972, Blaðsíða 11
Kimmtudagur. 20. júli 1972 TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Þegar Jón stillti „fallbyssuna” rétt, byrjuðu mörkin að streyma „Fallbyssan” i lagi — og þá er ekki sökum aö spyrja —Jón Hjaltalin skorar örugglega. (Timamynd GunnarK - taugaóstyrks gætti með ísl. leikmanna í fyrri leiknum gegn Bandaríkjamönnum íslenzku handknatt- leiksmennirnir voru mjög taugaóstyrkir i leik sinum við Banda- rikin i fyrrakvöld, og var það einkum í fyrri hálfleik, sem mikið bar á taugaóstyrknum. Það var einkennandi fyrir leik íslendinganna, að allir hugsuðu um að komast til Munchen, þannig að enga vitleysu mátti gera, ef menn eiga þá ekki að sitja heima, er farið verður til Míinchen. — Þessi taugaóstyrkur leik- manna leiddi til þess, að hver mistökin á fætur öðrum áttu sér stað, og var það einkum I hraða- upphlaupum, sem allt fór i handaskolum, þannig að Bandarikja- menn náðu knettinum, og skoruðu jafnvel i staðinn. Reyndar sigraði islenzka liöið með 24:15, en sá sigur vannst ekki fyrr en á siðustu minútunum, þvi að lengi vel var það svo, að is- lenzka liðið hafði ekki nema þetta 3-6 mörk yfir það bandariska. — Þvi er ekki að neita að banda- riska liðinu hefur farið mikið fram, siðan það var hér á ferðinni i vetur, bæði hvaö tækni og hörku snertir. Úr þessu liöur varla lang- ur timi, þangað til Bandarikja- menn verða farnir að blanda sér i baráttu toppþjóðanna i hand- knattleik. Enda stefna þeir að þvi og hafa veitt ógrynni fjár til handknattleiksins á undanförnum misserum. Ekki er hægt að dæma islenzka liðið eftir leiknum i fyrrakvöld, bæði voru andstæðingarnir of veikir og Miinchen-spennan of mikil. Samt sem áður er ekki hægt að neita þvi, að leikmenn sem telja áttust öruggir með Miinchen-sæti, sýndu ekki þann leik, sem búizt hafði verið viö. Leikurinn i fyrrakvöld byrjaði með þvi, að íslendingar ná fall- egu upphlaupi, og endaði það með marki, sem Björgvin skoraði, eft- ir fallega sendingu frá Geir. Stuttu seinna skoruðu Banda- rikjamenn sitt fyrsta mark og jöfnuðu metin. Hægðist nú leikur- inn um stund og þau tækifæri, sem fslendingar fengu runnu út i sandinn, öll nema eitt, sem Geir skoraði úr. Var svo alveg þar til Jón Hjaltalin kom inn á með „fallbyssuna stillta”, þá fyrst fór að ganga betur hjá fslendingun- um, og komust tslendingar i 9-5, og voru menn farnir að halda að gott forskot yröi i hálfleik. En Bandarikjamenn voru ekki á þvi, að gefa sig og komust i 9-7, en Björgvin rak svo endahnútinn á hálfleikinn með þvi aö skora 10. mark tslands á siðustu sekúndu hálfleiksins. Seinni hálfleikur byrjaði með þvi, að Gisli Blöndal, sem litiö hafði borið á i leiknum skoraði sitt fyrsta mark, og var staöan þá orðin 11-7. Eftir það skiptast liðin á að skora og er svo alveg fram á 10. min, að fslendingar fara aö ná betri tökum á leiknum, og i lokin kom góður sprettur og leikurinn endaði 24-15 tslandi i vil. Beztir i islenzka liðinu voru Geir og Jón báðir með 7 mörk. Þeir Einar Magnússon og Björg- vin Björgvinsson voru og báðir góðir, en aðrir léku ekki eins og þeir bezt geta. Þess má geta, að þetta var 25. landsleikur Einars og fékk hann að launum gullúr frá HSf. t bandariska liðinu voru beztir þeir Serapade markvörður og Abrahamson. Mörk fslands skoruðu: Geir 7 (1 viti), Jón 7, Björgvin 3, Einar 2, Gisli 2, Ólafur 1, Agúst 1 og Sigurður 1. Flest mörk Bandarikjanna skoruðu Rogers, Abrahams og Abrahamsonallirmeðþrjú mörk. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánsson og Karl Jóhannsson, og dæmdu þeir illa, en þaö er ekki oft, sem þaö kemur fyrir þá, að dæma jafn illa og i fyrrakvöld. —Þó Landsleikurinn island vann Bandaríkin i landsleik i handknattleik i gærkveldi, með 20 mörkum gegn 15. i háifieik var staðan 10-6. Nánar um leikinn á inorgun. Fram-KR 2:2 i gærkvöldi fór fram leikur i I. deild milli Fram og KR, og lauk honum með jafntefli 2-2. óll mörkin voru skoruð i siðari háifleik. Nánar i blaðinu á morgun. Bikarkeppni FRÍ 12.-13. ágúst Bikarkeppni FRt fer fram á Laugardalsvellinum i Reykja- vik dagana 12. og 13. ágúst. Þeir aðilar, sem hug hafa á þátttöku, sendi tilkynningu til skrifstofu FRt iþróttamiðstöö- inni Laugardal eða i pósthólf 1099 l'yrir 27. júli. B-mót FRÍ háð á Hornarfirði B-mót FRÍ verður haldið á Hornafirði dagana 29.-30. júli. Ungmennasambandið Úlfljót- ur sér um mótið. Rétt til þátt- töku hafa allir þeir, sem ekki hafa náð árangri samkvæmt stigatöflu yfir 650 stig, siðast- liðin tvö ár. Einungis er keppt i karla- greinum Keppnisgreinar: Fyrri dagur: 100 m, 400 m, 1500 m, 4x100 m boðhlaup. Langstökk, stangarstökk. Kúluvarp, sleggjukast. Seinni dagur: 200 m, 800 m, 5000 m, 1000 m boðhlaup. Hástökk, þristökk. Kringlukast, spjótkast. Þátttökutilkynningar berist Sigvalda Ingimundarsyni Hornafiröi eða til skrifstofu FRt iþróttamiðstöðinni Laugardal, fyrir 26. júli. öll 1. deildarliðin í handknattleik, nema Valur, búin að ráða þjálfara Nú hafa öll 1. deildariiðin i handknattieik nema Valur ráðið til sin þjálfara, og eru flest liðin Karl Benediktsson, verður hann næsti landsliðsþjálfari i hand- knattíeik? farin að æfa af fullum krafti. Framarar eru farnir að undirbúa sig fyrir þátttökuna I Evrópu- keppni meistaraiiða og eru þjálfari og liðstjóri Fram nú erlendis til að kynna sér nýjungar i handknattleik og finna út kerfi, sem hentar Framliðinu. Reynir Ólafsson, hefur ákveðið að hvíla sig frá þjáifun i vetur, en hann hefur eins og flestir vita, þjálfað Vai með mjög góðum árangri, siðastliðin tvö ár. Valsmenn eru nú á höttunum eftir þjálfara, og getur verið aö erlendur þjálfari þjálfi meistaraflokk félagsins i vetur. Veröur Valsliðið þá annaö is- lenzka handknattleiksliðið sem fær erlendan þjálfara. En nú er ákveðið að tékkneski handknatt- leikssnillingurinn Mares, komi hingað til landsins og þjálfi Viking. Er hann væntanlegur hingað i lok júli og byrjar að þjálfa Vikingsliðið 1. ágúst. Karl Benediktsson þjálfari Framliðsins og liðstjóri liösins Páll Jónsson (bróðir Sigurðar Jónssonar, Viking,) fóru til Júgóslaviu, þar sem þeir verða á þjálfaranámskeiöi fram yfir helgi. Fóru þeir utan s.l. mánu- dagskvöld i boði Fram, sem bauö þeim þessa ferö i verölaunaskyni fyrir þann árangur sem þeir náöu með liðið s.l. vetur. En eins og menn muna, þá gerðu þeir Fram að Islandsmeisturum. Karl og Páll eru ekki einu Is- lenzku þjálfararnir sem fóru til Júgóslaviu. Með þeim I feröinni er dr. Ingimar Jónsson, þjálfari tR, en hann tók við liðint I sumar og er búinn aö stjórna æfingum hjá félaginu i tvo mánuði. Tók dr. Ingimar við af Gunnlaugi Hjálmarssyni, sem þjálfaði fR- liðiö s.l. tvö ár og lék einnig með þvi s.l. vetur með góðura árangri. Þótt Gunnlaugur sé hættur aö þjálfa IR, er hann ekki hættur aö leika meö liðinu. KR-ingar hafa ráöið nýjan þjálfara til að þjálfa hiö unga 1. deildarlið félagsins. Stefán Sand- holt, hinn gamalkunni landsliös- maður úr Val, sem hefur þjálfab kvennaflokka Vals meö góöum árangri byrjaöi að þjálfa hjá KR í siðustu viku. KR-ingar búast við miklu af Stefáni, sem fær erFitt hlutverk að vinna hjá KR. Hann þarf að byggja upp nýtt meistaraflokksliö hjá KR, þvi að tveir beztu leikmenn liösins I handknattleik, HÚmar Björnsson og Karl Jóhannsson hafa nú ákveöið aö leggja keppnisskóna á hilluna. En KR þarf ekki að kviöa, þvi aö hjá félaginu eru margir ungir og efnilegir hand- knattleiksmenn. FH hefur ráðið til sin tvo þjálfara, fyrir næsta keppnis- timabil, það eru þeir Birgir Björnsson og Orn Hallsteinsson, báöir gamlir landsliðsmenn, og rótgrónir handknatUeiksmenn. Þaö má búast viö að Birgir leiki einnig með FH i vetur, en hann hefur verið einn bezU leikmaöur FH-liösins undanfarin ár. Nýliöarnir i 1. deild Armanns, hafa ráöið Gunnar Kjartansson, sem þjálfara i vetur. Gunnar var einnig þjálfari Armanns s.l. vetur og þjálfaði hann þá einnig kvennaflokk félagsins. Gunnar er talinn einn af efnilegustu hand- knattleiksþjálfurum okkar og náði hann mjög góðum árangri meö karla og kvennalið Ármanns s.l. vetur. Gunnar, sem er aðeins 24ra ára, er nýkominn frá Dan- mörku, þar sem hann var á fram- llilmar Björnsson, hættir sem landsliösþjálfari. haldsnámskeiði fyrir handknatt- leiksþjálfara. Þá má geta þess að Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari, verður ekki með landsliðiö i vetur. Hann verður ekki á landinu i vetur, þvi aö hann fer til Sviþjóöar aö sérmennta sig sem iþróttakennari. Ekki hefur hann enn ákveöið hver taki við landsliðinu, en tveir menn hafa veriö orðaöir við landsliðsþjálfun i vetur. Þaö eru þeir Karl Bene- diktsson sem þjálfabi landsliöiö fyrir nokkrum árum og náði góðum árangri með þaö og Mares hefur einnig veriö orðaöur viö liöið, en það geta alveg eins oröið einhverjir aðrir, t.d Reynir Ólafs- son. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.