Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 1
kæli- skápar ■D/txx HctJxAAcJLajx, A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Forsætisráðherra skipar nefnd, sem gera á Tillögur um leiðir og val- kosti í efna- hagsmálunum EJ-Reykjavik. 1 frétt frá ríkisstjórninni i gær sagði, að forsætisráðherra hefði skipað nefnd „til þess að gera til- lögur um leiöir og valkosti i efna- hagsmálum með það fyrir augum að halda verðbólgu i svipuðum skoröum og i nágrannalöndunum, treysta grundvöll atvinnuveg- anna og tryggja atvinnuöryggi og kaupmátt launa”. Formaöur nefndarinnar er Jón Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri og með honum i nefndinni eru Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri, Jóhannes Eliasson, bankastjóri, Ólafur Björnsson, prófessor, Guölaugur Þorvaldsson, prófess^ or, Þröstur Ólafsson, hagfræðing- ur og Halldór S. Magnússon, við- skiptafræðingur. Lagt var fyrir nefndina að hafa samráð við Alþýðusamband Is- lands og Vinnuveitendasam- band Islands. Þessi mynd var tekin af Skaftá i gærkvöldi, ogsýnir hvernig áin flæddi framhjá annarri brúnni og yfir veginn hjá Skaftárdai. (Timamynd-Gunnar) STÓRHLAUP I SKAFTÁ! Nýja Eldvatnsbrúin hjá Ásum í hættu, verði það aftakamikið Mikið hlaup er i Skaftá, og er enn á huldu, hvað það kann að hafa í för meö sér. Taldi Böðvar Kristjánsson, bóndi i Skaftárdal, að yfirborð árinnar hefði hækkað talsvert á þriðja metra, er blaðiö ' hafði tal af honum f gærkvöldi. Hækkaði það afar ört framan af Tilraun til að skdka votviðrunum: HITABLÁSARI REYNDUR í LUNDARREYKJADAL J H.-Reykjavik Það er kannski ekki vænlegast til framfara, að lifið leiki við menn. Atorkumenn leita einmitt nýrra úrræða, þegar öndvert gengur. Þess vegna er það ekki nein tilviljun, að nú þegar hey- skapartið hefur veriö næsta örð- ug, verður tilraun gerð á einu af stórbýlum Borgarfjaröar til þess að þurrka hey meö nýjum hætti. Forsaga þessa máls er sú, að árið 1963 smiðaði Benedikt Ólafs- son, forstjóri blikksmiðjunnar Glófaxa, hitablásara, sem gerður var eftir teikningum frá belgiskri verksmiðju. Hafa hitablásarar af þessari gerð verið notaðir við heyþurrkun erlendis, og þótt hey þar sé sennilega stórgerðara en venjuleg taða hérlendis, má ótrú- legt heita, ef þeir geta ekki einnig komið að gagni hér, sé rétt að far- ið. Tilraunir voru að visu gerðar á Hvanneyri meö þennan hitablás- ara i tvö sumur, en þeim var hag- aö þannig, að þær sögðu litið um gagnsemi þessara tækja. Tilraun að Skálpastöð- um í Lundarreykjadal. Benedikt ólafsson hafði hug á þvi að reyna hitablásarann sjálf- ur hér i Reykjavik. En nú hefur svo skipazt, að bændurnir á Skálpastöðum i Lundarreykjadal, bræðurnir Þorsteinn og Guð- mundur Þorsteinssynir, munu reyna hann á afmörkuðum stað, þar sem grindur hafa verið smið- aðar undir grasið á þann veg, sem til er ætlazt. Kom Ólafur Guð- mundsson á Hvanneyri, sem mun hafa umsjón með tilrauninni, á kynnum með þeim Benedikt og Skálpastaðabræðrum. Benedikt lánar þeim bræðrum blásarann, en að öðru leyti kosta þeir tilraunina. Einfasa rafmagn olli að skipta varð um mótor — Benedikt hefur veitt okkur alla þá fyrirgreiðslu, sem i hans valdi stendur, sagði Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum viö Timann i gær. Aftur á móti hefur nokkuð dregizt, að tilraunin væri gerð, þar sem orðið hefur að skipta um mótor, þvi að alls staðar er þriggja fasa rafmagn, nema i sveitum á Islandi — einnig i sveitum erlendis. Vonir stóðu þó til, að hita- blásarinn kæmist upp að Skálpa- stöðum i gærkvöldi, og verður þess þá ekki langt að biða, að ein- hver reynsla fáist af þessari nýj- ung. Vonandi hægt að skipta um hey daglega — Það er þrjátiu til fjörutiu metra gólfflötur, sem við höfum til umráöa I þessu skyni, sagði Þorsteinn enn fremur, og á grindurnar, sem undir eru, verð- ur sett eins til hálfs annars metra þykkt lag af blautu heyi. Reynsl- an verður að skera úr um þaö, hve þykkt lagið má vera. Þegar fúlgan hefur þornað svo, að heyið er vel tækt i venjulega, kalda súgþurrkun, verður þvi rutt inn i hlööuna. Við gerum okkur vonir um að geta skipt um hey á grindunum einu sinni á sólar- hring. Svo verður timinn og reynslan að skera úr um það, hvað það kostar að þurrka heyið meö þessum hætti. degi, svo að það hlýtur að hafa verið ógurlegur vatnsfiaumur, sem spýttist undan jöklinum i grennd viö Langasjó, þar sem þessi hlaup fá framrás, þvi að« það dreifist fljótt og hraun drekka ' mikið f sig. Venjulegt er i þessum hlaup um, aö yfirborö vatnsins fari hækkandi i þrjá til fjóra daga, en vel má vera, að það nái nú fyrr hámarki, þar sem það bar svo fljótt að, jafnvel þegar á morgun. Fram um byggö fer hlaupið i tveim meginflaumum — annar austur farveg Skaftá, en hinn fram hrauniö i farveg Eldvatna. — Vatn er hér að sjálfsögðu afarmikið framan við bæinn, sagði Böðvar, grugg mikið i þvi og jökulfýla, þegar að þvi er kom- iö. Hér eru brýr á tveim kvislum Skaftár, og er orðið ófært á bil við vestri brúna, en sennilega slark- andi á hesti ennþá. Ekki er ósennilegt, aö vegurinn aö Búlandi hafi einnig lokazt. Brýr i hættu? Siðast varð stórhlaup I Skaftá seint i janúarmánuði 1970, en smáhlaup kom um þetta leyti i fyrra. t hlaupinu 1970 var önnur brúin hjá Skaftárdal hætt komin, þvi að vatnið gusaðist yfir hana, og mun það hafa bjargað henni, Heyþurrkunartæki Glófaxa, sem nú verður reynt að Skálpastöðum. að vatniö gróf sig niður fyrir noröan hana. Verði þetta aftakahlaup getur brúm á þessu svæöi orðið hætt, ekki sizt nýju brúnni á þjóðvegin- um yfir Eldvatnið austan viö Asa i Skaftártungu. Hún nær aö visu mun lengra austur á hraunið en gamla brúin, og þarna hagar svo til, að jarðvegur er undir hraun- inu, sem rann i Siðueldum, og vatnið nagar þetta jarövegslag sifellt, og hefur þegar æöimikið saxast á hraunbrúnina að austan. Svo virðist þó, sagþi Böðvar i Skaftárdal, að vatnið sé stórum mikilvirkara viö að nhga hraun- brúnina i hlaupum heldur en i venjulegum vatnavöxtum, og veldur þvi sjálfsagt sandurinn i vatninu. Upptök hlaupanna á fjallskolli. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður var i gær farinn að búast til austurferöar, og mun hann hafa ætlað að leggja af stað meö morgninum með talsverðan mannafla til rannsókna og athug- ana. — Þessi hlaup eiga upptök sin norðvestur af Grlmsvötnum, sagði hann, og þar er kvos, sem gerist æ viðáttumeiri með hverju hlaupi. Lengi vel héldu menn, að þessi ketill væri I lægð eða skoru, en haustið 1970 vitnaðist, aö þarna er fjall undir jöklinum, en ekki dal- ur, og getur það skotiö upp kollin- um, hvað úr hverju, ef kvosin heldur áfram að vikka og dýpka við hvert hlaup. Að viku liðinni veröur farið á Bárðarbungu, og veröur þá sjálfsagt litið á verks- ummerki þar sem sigdældin er, þvi að það er einmitt i leiðinni á Bárðarbungu. Sigurjón sagði ekki fjarri lagi að gizka á, aö tvö þúsund tenings- metrar vatns streymdu á sekúndu hverri fram hjá Skaftár- dal i svona hlaupi. Venjulegt vatnsmagn Skaftár að sumarlagi væri eitt til tvö hundruð tenings- metrar, en fjörutiu til fimmtiu að vetrarlagi. Skaftá væri æðimikið vatnsfall, þótt ekki færi hún ham- förum eins og nú, enda væri vatnasvið hennar um þrettán hundruð ferkilómetrar — við lika stórt svæði og allar Færeyjar. ö FISCHER VANN 5. SKÁkÍnÁ \ EINVÍGINU EFTIR 27 LEIK/i — SJÁ BLADSÍDU 3 <1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.