Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur. 21. júli 1972 TÍMINN 3 Friðrik Ólafsson skrifar um fimmtu skákina 8. —, e5 9. d5 Hv: Spasski. Sv: Fischer. Nimzoindversk vörn. 1. d4. Þetta var einnig upphafs- leikurinn i 1. og 3. skákinni. Spasski vill greinilega láta reyna á drottningarpeðs- byrjunina, þrátt fyrir tapiö i 3. skákinni. 1. —, Rf6 2. c4, e6 3. Rc3, 1 fyrsta skipti býöur Spasski upp á nimzo-indverska vörn. I hinum skákunum báöum lék hann að bragði 3. Rf3. 3. —, Bb4 Þessi leikur markar upphaf nimzo-indverskrar varnar. 4. Rf3 Þeir sem gjörþekkja nimzo- indverska vörn, telja varleg- ast fyrir hvit að leika hér 4.e3 sem gefur möguleika á sveigjanlegri taflmennsku. 4. —, c5 5. e3, Rc6 6. Bd3, Bxc3 + Fischer velur hér afbrigði, sem þýzki stórmeistarinn, Hubner hefur gert vinsælt á siðustu árum. Hugmyndin er að fresta hrókeringu, þar til séð verður hvar aðalátökin eiga sér stað. Svartur getur þá eftir atvikum hrókerað langt ef kóngurinn er öruggari þeim megin en á þann hátt hafa einmitt margar skákir teflzt þar sem þessu afbrigði er beitt. Fyrst efnir svartur til átaka af miðborðinu, en reynir siðan að hindra kóngssóknar- áform hvits. 7. bxBc3 d6 8. e4 8. Rd2 kemur einnig sterk- lega til greina, en á þann hátt tefldust m.a. skákirnar Taimanov—Hubner i Mallorca 1970 og Friðrik-Anderson i Reykjavikurmótinu 1972. Hlutverk leiksins er að við- halda spennunni á miðborð- inu. ET-Reykjavik Fimmta einvigisskákin var tefld i gærkvöldi. Fischer hélt uppteknum hætti og mætti of seint að taflborðinu, en það virtist þó ekki há honum. Skákin varð fljótlega nokkuð flókin og var erfitt að meta skákstöðuna. Spasski eyddi miklum tima framan af og lenti þvi i tima- hraki, er á leið. Að loknum 20 leikjum fór að siga á ógæfuhliðina fyrir heims- meistarann. Taflstaða hans varð þröng og Fischer notfærði sér það með þvi að styrkja stöðu sina. i 23. leik bauð áskorandinn upp á uppskipti á hrókum, scm heims- meistarinn þáði. Við það skýrðist staðan og i ljós kom, að Fischer stóð mun betur. i 27. leik geröust þó ósköpin. Heimsmeistaranum sjálfum yfir- sást og lék illilega af sér: Dc2. Fischer var að sjálfsögðu ekki lengi að notfæra sér þetta og lék: Bxa4. Við það var staða Spasskis gjörsamlega hrunin og skákin þvi gjörtöpuð. Stuttu seinna birtist á Úr þvi aö hvitur var búinn að leika 33^e4 i 8. leik, er naumast uní annan leik að ræða. Miðborðsstaðan er nú algjörlega föst og óhreyfanleg og átökin berast út á kóngs- vænginn. 9. —, Re7 Áður fyrr var jafnan leikið 9. —, Ra5, sem þótti ekki svara kröfum stöðunnar. Hilbner endurlifgaði afbrigðið með þvi að leika 9. —, Re7, og riddar- inn finnur sér vettvang á kóngsvængnum, þar sem átökin munu standa. 10. Rh4 Skarpari leik er ekki að finna i þessari stöðu. 10. g3 hefur ekki gefið góða raun, eins og nokkrar skákir i Beverwijk-mótinu 1971 gefa til kynna og má þar taka sem dæmi skákina Najdorf- Hvíbner, sem tefldist á eftir- farandi hátt: 10. g3, h6 11. Rh4, g5. 12. Rg2, Da5. 13. Db3, Bh3. 14. 0-0, 0-0-0 og svartur náði undirtökunum smám saman. 10. —, h6 11. f4! ? Fram að þessu hafa báðir teflendur haldið sig innan ramma „teoriunnar” en Spasski bryddar hér upp á nýjum leik i stöðunni. Hann hugsaði sig mjög lengi um þennan leik og tel ég varla vafa leika á þvi, að hann er árangurinn af hugarstarfi Spasski’s yfir borðinu. Leikur- inn felur i sér mannsfórn, sem Fischer afræður að hafna. 11. —, Rg6 ! Fischer ákvað eftir nokkra umhugsun að visa mannsfórn- inni á bug, enda mundi hún reynast mjög hættuleg. Lik- legt framhald gæti orðið: 11. —, exf4 12. Bxf4, g5 13. e5, Rg4 14. e6!, Rf6 15. Bg3! og staða svarts er iskyggileg. Aðrar leiðir koma að sjálfsögðu til sjónvarpsskerminum: „Hvitur gefst upp.”. Eftir þennan (e.t.v. ódýra) sigur Fischer, er staðan jöfn i heimsmeistaraeinviginu: 2 1/2 vinningur gegn 2 1/2. Gangur skákarinnar Spasski lék í byrjun drottningarpeðinu fram um tvo reiti — sami leikur og i hinum tveimur skákunum, þar sem hann stýrði hvitu mönnunum. Upp kom Nimzó-indversk vörn, eins og i lstu einvigisskákinni. Fyrstu 10 leikirnir voru skv. „teoriu” — Spasski fékk þó tvipeð á drottningarvæng, sem óneitan- lega virkaði sem veikleiki. t 11. leik tefldi Spasski f-peðinu fram um tvo reiti — vissulega djarfur leikur — en hann gaf heimsmeistaranum nokkuð rýmri stöðu. Miðtaflstaðan varð nokkuð flókin og erfitt fyrir „leikmenri" að vega hana og meta. Báðir aðilar gáfu þó höggstað á sér og greina en þær viröast einnig hagstæðar hviti. 12. Rxg6, fxg6 13. fxe5 Hinn möguleikinn var 13. 0- 0, sem breytir ekki miklu um gang skákarinnar. Hvitur kemst ekki hjá þvi til lengdar að stofna til uppskipta á e5. 13. —, dxe5 14. Be3, b(í 15. 0-0, 0-0 Það var vist kominn timi til að huga að öryggi biessaðra kónganna. 16. a4 Við skulum doka við um stund og virða fyrir okkur stöðuna. Hvitur ræður yfir biskupa- parinu, sem undir flestum kringumstæðum er talið hag- ræði en sá er gallinn á gjöf Njarðar að staðan er full lokuð til að það fái notið sin. Hviti biskupinn á d3 er fangi sinna eigin peða og kollega hans á e3 er ekki miklu betur settur, þvi að hann steytir alls staðar á varnargarði svörtu peðanna. Af þessum sökum er hvitur dæmdur til aðgerðarleysis og talar það sinu máli um næstu leiki hans. Svarta taflið er á hinn bóginn miklu liðlegra og athafnafrelsi svörtu mann- anna að mestu óhindrað. Biskupinn er t.d. með hvita peðið á a4 i skotmáli en getur auk þess tekið þátt i átökum á hinum vængnum. Svarti ridd- arinn er einnig frjáls og óbundinn og er raunverulega lykilmaður svarts i stöðunni, eins og framvinda skákarinn- ar ber með sér. Það fer þvi varla á milli mála, að svartur hefur undirtökin i stöðunni og ræður atburðarásinni. Spurningin er aðeins sú, hvort þessir stöðuyfirburðir hans séu afgerandi, en það leiðir framhald skákarinnar i ljós. 16. —, a5 Hindrar allar frekari að- gerðir hvits á drottningar- vængnum. 17. Hbl, Bd7 18. Hb2, IIb8 höfðu jafnframt sóknarmögu- leika. (Timinn var Fischer mjög i hag á þessu timabili, i fyrstu 18 leikina notaði hann aðeins 35 min. á móti tæpum 90 min Spasskis) Þegar á skákina leiö lokaðist skákstaða Spasskis —en að sama skapi varð rýmra um stöðu Fischers. Uppskipti á hrókum ein földuðu stöðuna nokkuð, þótt linurnar væru hvergi nærri skýrar. Eftir 25 leiki hafði Fischer nokkru betur að sögn Friðriks Ólafssonar. Tveim leikjum seinna kom þó i ijós að yfirburðir Fischers voru algjörir. 1 26. leik sótti hann fram með riddara til f4 og setti á drottningu Spasskis. Heims- mcistarinn varð þvi að forða henni og gerði það vissu- lega! Lék hann drottningunni til c2, en kvað um leið upp dauða- dóminn yfir sér i þessari viður- cign. Askorandinn var ekki seinn á sér og drap a-peð and- stæðingsins með biskup sinum. Kom þaðsýnilega sem reiðarslag yfir Spasski og gaf hann honum 19. Hbf2, Þessi tvöföldun hvitu hrók anna á f-línunni leiðir einungis til uppskipta á hrókum, sem opinberar enn betur veikleika hvitu stöðunnar. Til greina kom að stefna sameinuðum mætti hvitu hrókanna að veik- leikanum á b6. 19. —, De7 20. Bc2, g5 Liður i áætlun, sem miðar að þvi að koma svörtu drottn- ingunni i ógnandi aðstöðu á g6. 21. Bd2, DeS 22. Bel, Siðustu 3 leikir hvits leiða það i ljós hversu litið hann get- ur aðhafst. Hann hlýtur að biða átekta og sjá hvað svart- ur ætlast fyrir. 22. —. Dg6 23. Dd3, Rh5 Riddarinn fer nú að láta að sér kveða. Það er hann sem fullkomnar verkið. 24. HxH + , HxH 25. HxH + , KxH 26. Bdl, Rf t 27. I)c2 ?? Hroðalegur afleikur i erfiðri stöðu. Nauðsynlegt var 27. Dbl. Næsti leikur svarts kom heimsmeistaranum algjör- lega i opna skjöidu. ABCDEFGH 27. —, Bxal ! Heimsmeistarinn gafst upp enda staðan algjörlega von- laus. Eftir 28. Dxa4, Dxe4 get- ur hann ekki varizt öllum þeim hótunum sem að steðja. F.Ó. skákina eftir stuttan umhugsunartima, enda staðan i moium (sjá skýringar F.Ó.) Drottningarleikurinn var hreinn afleikur, þvi að ýmsir aðrir heppilegri leikir komu til grcina (I)e3,Df3 eða Dbl.) Tima- hrak hefur cflaust ráðið nokkru um afleikinn (28 min á 13 leiki) en aldrie fást fullnægjandi skýr- ingar á þessum mistökum heimsmeistarans, nema að honum Hitt skiptir máli i þessu sam- bandi, að Fischer tefldi mjög vel og stóð i raun mun betur að vigi, þólt fyrrnefndur afleikur hefði ekki komið til. Snúum okkur þá að hinni „veraldlegu” hlið einvigisins: Meö sex bréf í vasanum! Rétt eftir hádegið i gær rakst ég á Guðmund G. Þórarinsson og Guðmund Einarsson, verk- fræðing, i anddyri Loftleiða- hótelsins. Guðmundur (forseti) er Framhald á bls. 19 Enn um sameiningarmál Theódór Norðkvist skrifar forsíðugrein i siðasta tölublað isfirðings, blað Framsóknar- manna i Vestfjarðakjördæmi, um „sameiningarmálið" og starfsemi Samtaka frjáls- lyndra og vinstri marina á isa- firði. Grein Theódórs er svo- hljóðandi: „Að frumkvæði Samtaka frjálslyndra og vinstri manna standa nú yfir samningavið- ræður um myndun meirihluta i bæjarstjórn isafjarðar milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðufl. og SFV. Út af fyrir sig er ekki nema gott eitt um það að segja, ef takast má að mynda ábyrgan meirihluta innan bæjarstjórnarinnar, og þvi er ekki að neita,að vöntun sam- stæðs meirihluta og skortur á nægjanlcgum undirbúningi hcfur um of rikt við nicðferð og afgreiðslu margra mikil- vægra niála það sem af er kjörtimahilsins. Hitt kann að vcfjast fyrir mörgum, að flokkur, scm hefur það að yfir- lýstu lakmarki að sameina alla vinstri inenn i einum flokki, skuli ganga fram fyrir skjöldu i að afhenda Sjálf- starilisflokknuin meirihluta- vald i isfirzkum bæjarmálum. i siðustu bæjarstjórnar- kosningum buðu Samtökin fram i fyrsta sinn og unnu um- talsverðan sigur. Kosninga- barátta þcirra bar keim af al- þekktu auglýsingabragði bis- nessfy rirtækis i Reykjavik: „Viltu breyta, þarftu að bæta." Það átti að brcyta is- len/.ku flokkakerfi og bæta is- len/.ka pólitik. Ekki skal lagður dómur á það,hvcrnig siðbótin i pólitikinni hefur tek- i/.t hjá þeim, en hætt er við.að mörgum kjósendum flokksins þyki .citthvað hafa farið út skeiðis i „sameiningarmálun- um” og að núv. vinnuhrögð flokksins séu ekki alveg i sam- ræmi við það^sem þeir kusu hann til. Þvi skal ckki ncitað að Sam- tökin gerðu, að loknum kosn- ingum, eina tiiraun til að koma á meirihlutasamstarfi vinstri flokkanna i bæjar- stjórn, cnda ekki ócölilegt, að þau liefðu forgöngu um slikt sem sigurvegarar kosning- anna og stærsti vinstri flokk- urinn i bænum. Sú tilraun mis- tókst, aðallega vcgna ósam- komulags milli Alþýðuflokks- ins og SFV. Fyrir lágu drög að málcfnasamningi, sem gátu orðið grundvöllur að nieiri- hlutasamstarfi milli vinstri flokkanna fjögurra. Það var m.a.kveðið á um að gera þyrfti umhætur á fjármálastjóru bæjarins, auka hagræðingu og áætlanagcrð stærri verkefna og endurskoða starfsmanna- hald og stjórnkerfi bæjarins og stofnana hans. Um þetta voru allir fiokkarnir sam- mála. Þaðsem fyrst ogfremst strandaði á var innhyrðis ósamkomulag milli Al.fl. og SFV. um það, hversu langt skyldi ganga i endurskoðun starfsmannahaldsins og neit- un SVF á þeirri kröfu Al.fl. að Samtökin, scm stærsti flokk- urinn innan væntanlegs meiri- hluta, skyldu tilnefna úr sin- um röðum forseta bæjar- stjórnar. Afleiðingin af þessari sundurþykkju Alþ.fl. og Sant- takanna varð sú, að Alþ.fl. slcit viðræðunum i fússi og tók að ræða við Sjálfstæðisflokk- inn um myndun meirihluta, sem hann siöan heyktist á þegará hólminn kom. Frams- flokkurinn og Alþ.bandalag höfðu siðan samvinnu við SFV. um kosningu i bæjarráð og ncfndir og tryggðu þar með öðrum fulltrúa SF'V sæti i Framhald á bls. 19 Staðan í einvíginu er nú jöfn: Heimsmeistarinn lék af sér og tapaði þar með skákinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.