Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur. 21. júli 1972 TÍMINN 7 Breyttur svipur franskra Mla Frá 1. júli siðast liðnum hefur útlit bila i Frakklandi breytzt töluvert, þvi gengið hefur i gildi reglugerð, sem kveður á um það, að bílar skuli vera búnir speglum, sem hægt er að sjá i hvað er að gerast fyrír aftan og aftur með bilunum. Framvegis verða þvi ekki seldir þar i landi nýir bilar, sem ekki hafa hliðar- spegla á báðum hliðum, og allir bileigendur verða að kaupa slika spegla á eldri gerðir bila, sem ekki hafa þá nú þegar. ★ Vilja fegra Paris Komið hafa fram hugmyndir um það i Paris, að hægt sé að fegra borgina og veita um leið ungum listamönnum tækifæri til þess að sýna, hvað i þeim býr. I borginni er mjög mikið af bekkjum á við og dreif, bæði i skemmti- og almennings- görðum og meðfram götum. Þessa bekki mætti fá unga lista- menn til þess að mála að vild sinni á hverju ári, enda þurfa bekkirnir málningar við, segja borgaryfirvöldin. Kæmi þá einna helzt til greina að yfirvöld ákvæðu hverju sinni, hvert skyldi vera ,,móttó” skreyting- anna það árið. Siðan fengju listamennirnir að taka til við skreytingarnar og þegar þær væru fullfrágengnar yrðu veitt verðlaun fyrir þá bekki, sem þættu fallegastir. Málið er nú i athugun, og vonir standa til, að af þessari nýbreytni geti orðið. ★ Rifið sumarbústaðina eða flytjið þá! Yfirvöld i Boulogne-Sur-Mer i Frakklandi hafa gefið út skipun um, að eigendur 16 sumarbú- staða á strönd Frakklands verði að rifa bústaði sina eða flytja þá til annarra staða. Astæðan er sú, að árið 1970 voru þessir bú- staðir reistir án þess að eigendur öfluðu sér áður til- skilinna leyfa. Fjöldi sumarbú- staða er meðfram allri strönd Frakklands við Ermar- sundir, og eru eigendur að minnsta kosti 1000 bústaða, sem byggðir hafa verið frá siðari heimsstyrjöld skipað að hafa sig á brott. Verði ekki búið að flytja bústaðina 16 innan 90 daga verður beitt dagsektum að upphæð 900 krónur á dag. Allir þurfa i skóla Flestir hefja skólagöngu á unga aldri, og þar eru konungar eða keisarar ekki undanskildir. Hér er einn slikur á leið i skóla i fyrsta sinn. Hann heitir Aya prins og er barnabarn Japans- keisara, sem sé sonur Akihito krónprins og Michiko prinsessu. Hann byrjaði skólagöngu sina með jafnöldrum sinum i Gakus- huin-skólanum i Tokio, og frá fyrsta degi var hann klæddur eins og skólafélagar hans, i skólaeinkennisbúninginn. Pabbi hansog mamma fylgdu honum i skólann fyrsta daginn, og Aya var mjög eftirvæntingarfullur, þegar hann kom i skóiann. Æfir næsta leikritiö Bandariska kvikmyndaleikkon- an, Mia Farrow. hefur æft af miklu kappi hlutverk sitt i leikn- um Mary Rose, sem sýndur verður i Shaw Theatre, Euston Road i London á næstunni. Leik- flokkurinn 69 Theatre Company, hefur sett leikinn á svið. Mikið um piparsveina Um 40% ungra bænda eru ógiftir, að þvi er fram kemur i skýrslu, sem gerð hefur verið um þjóðfélagsstöðu bændanna. Ástæðan er talin sú, að bænda- dætur flytjast mjög til borganna i von um, að eiga þar von á betri lifsafkomu. Aðeins 21% bænda- dætra sem giftust árið 1969 gift- ust bændum. A aldrinum 30 til 34 eru 38% landbúnaðarverka- manna piparsveinar og 30% bændanna sjálfra. Ef þetta er borið saman við iðnverkamenn, þá er 21% þeirra ógiftir i Frakk- landi á sama aldursskeiði. DENNI DÆMALAUSI ,,Pabbi hefurðu rekizt á sápuna mina, hvers vegna liggurðu annars þarna?”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.