Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur. 21. júli 1972 „Þú vildir aðeins óska að ég hefði verið kyrr i einkaskólanum ”, greip ég fram i. „Og þú vildir óska þess, að þú ættir ekki heima hérna megin við ána, sama megin og við. Er það ekki rétt?” „Ef til vill, ef til vill ekki. En ég býst við.að sú stund komi, að þú verð- ur lika að gera þér grein fyrir þvi, hvoru megin þú ætlar að skipa þér”. Hann tók bækur sinar og ætlaði að fara. „Biddu Jóí”, sagði ég. „Ef þú heldur að Angelettu sé þetta svona mi'kiö kappsmál get ég látizt hafa fengið kvef og gefið henni hlutverkið eftir”. Hann vatt sér hvatskeytlega að mér. „Hún kærir sig ekkert umf að þú gefir henni neitt”. „Hvernig vissi hún um það?” ,Þú vefur henni ekki um fingur þér. Nei, þú getur ekki flúið frá þvi, sem þú hefur einu sinni byrjað á”. Ég sal lengi yfir opnum bókunum eftir að fótatak hans i ódúklögðum bakstiganum var hljóðnað. En ég gat ekki hamið hugann við lesturinn. Hanna var byrjuð að leika á pianóið niðri, og ómarnir bárust til min Ur fjarska, strjálir og dapurlegir. Ég var særð djúpu sári. Jói hafði aðeins gert mér það ljósl, sem ég hafði lengi orðið vör við. Ég gat stundað nám i menntaskólanum, en jafnskjótt og komið var út úr skóladyrunum, stóð ég ein mins liðs, en allir aðrir flykktust ylir brýrnar inn i veröld, sem var mér jafnharðlokuð og umhverfi mitt var þeim. SJÖTTI KAPÍTULI Ég varð ástfangin vorið 1928, fáum mánuðum áður en ég varð tutt- ugu og eins árs. Ég hafði dvalizt vetrarlangt i Boston hjá Eniku Blair og stundað nám i listaskóla á daginn og sótt dansleiki og skemmtistaði á kvöldin. Ég vissi að Eniku voru það mikil vonbrigði, að enginn sér- slakur skyldi vinna hylli mina. „Ekki geturðu verið svona”, var hú vönað segja við mig. „Ég var gil t Jóhanni Blair áður en ég komst á þinn aldur”. „Mér liggur ekkert á”, svaraði ég þá . „Ég hef ekki fundið neinn sér- stakan ennþá”. „En þú átt að gera það", sagði hún i umvöndunartón. „Þetta stafar allt af þvi að þú ert alin upp hjá gamalli konu eins og Emmu. Ekki þar fyrir — Emma er atkvæðakona, en er það nú það, sem konum er fyrir beztu? Hún er strax búin að gera þig gamla. En það getur hún aldrei gert Ilönnu. Mér kæmi ekki á óvart, þótt Hanna giftist og eignaðist heimili á undan þér. Hún á orðið hóp af aðdáendum þótt ung sé. En i æsku minni var það nú orðtak, að betri væri einn fugl i hendi en tveir i skógi”. Hanna var kát og fjörug og mjúk eins og kettlingur, þegar hún var átján ára. Þvi fór Ijarri, að hún færi frábitin karlmönnum, og hún reyndi alls ekki að dylja það. Léttúð hennar vakti oft gremju Emmu Irænku og Möngu, en það var erfitt að erfa syndirnar við Hönnu. Ég hafði snemma borið mikla virðingu fyrir eignarréttinum, og þá tilfinn- ingu hafði Emma giætt með ströngu uppeldi. En i augum Hönnu var ekkert Iriðheilagl. Hún var Irábærlega lagin á að týna öllu sem hún fékk lánað og hún þurlti ævinlega að fá allt, sem ég átti að láni. A þess um árum var það daglegur viðburður, að ég fyndi ekki nema annan eyrnalokkinn minn eða beltin vantaði á kjólana mina eða stakir sokkar og hanzkar af mér lægju á við og dreif. Ég hlakkaði þvi að vissu leyti til sumarsins, þvi að þá átti hún að fara til Evrópu með Parkerssystrun- um. Það var skemmtileg tilhugsun aðgeta næstu sex mánuði komið inn i herbergiðsitt i þeirri öruggu vissu, aðallt væri þar i sömu skorðum og ég hafði skilið við þaö. Þar mundi ég geta gengið að þeim fötum visum, sem ég ætlaði að fara i, i stað þess aðfinna þau utan á systur minni. „Ég vona, að þér finnist ekki allt of dauflegt hér eftir vistina i Bost- on", sagði Emma frænka kvöldið sem ég kom heim. Allt var enn á ringulreið eltir brottför Hönnu. „Þú getur fengið litlu bifreiðina. Það er búið að gera við hana og má af henni fingraíörin hennar Hönnu”, hélt Emma áfram. „Þú ættir að geta unað þér við hana og málverkin þin.” „Meðal annarra orða”, sagði Wallace frændi, „mér er sagt, að það sé verið að koma á stofn kvöldskóla i Æskulýðshöllinni nýju. Kannske Emilia vilji fara þangað yfir og viðhalda einhverju af þvi, sem hún hef- ur verið að læra?” Emma frænka varð undir eins hrifin af þessari tillögu. Þessi menn- ingarstöð, þar sem unga fólkið gat lært vefnað, leirkerasmið, hannyrð- ir, teikningu og handiðnir og dansað og skemmt sér viss kvöld, var eitt af hugðarmálum hennar. Hún hafði staðið fyrir þvi að koma henni á fót og sætt harðri andstöðu ýmissa forstjóra og borgarbúa, sem þótti málið varhugavert. Fólkið, höfðu þeir sagt, er ekki eins og það var fyrir styrj- öldina, og það var ekki svo litið af verksmiðjugróðanum, sem nú roðið fór i launahækkanir og styttingu vinnutimans. Að visu var mikil pen- ingavelta. Snögg og iskyggileg útþensla var i viðskiptum og iðju og vörukaupin urðu enn stórkostlegri. — Hinir rosknu menn, Wallace og Parker, hristu höfuðið, og vissu ekki hvar annað eins og þetta myndi lenda, en þeir, sem yngri voru, keyptu stórkostlegar vörubirgðir, hvar sem þeir fengu þvi við komið. Þeim datt ekki i hug, að gróðatima- bilinu væri að verða lokið. Og ef hagnaðurinn af Friðarpipuverk- smiðjunúm varð heldur minni einhvern mánuðinn en vonazt hafði verið til, var næsta auðvelt að bæta það upp með þvi að selja meira af birgð- unum. Samhliða bollaleggingum manna um gróða og iðnrekstur og kaupsýslu var einnig mjög rætt um forsetakjörið, sem i vændum var. Allt valt á þvi, að Hoover yrði kosinn forseti, svo að kaupsýsla og stór- iðja héldi áfram að blómgast. En þvi fór fjarri, að slik mál væru mér efst i huga þetta vorkvöld, er ég lagði af stað til Æskulýðshallarinnar að loknum kvöldverði. Emma sat á ráðstefnu með flokki nefndarkvenna i gestastofunni, og Wallace var i miklum önnum i skrifstofu sinni. Það var tekið að rökkva, og þegar ég kom út, setti að mér einhvern ömurlegan óróleika. Við bjarmann frá götuljósunum sá ég, að brum- knapparnir á beykitrjánum voru teknir að þrútna, og sæta angan lagði af blómum, sem Jói gamli Kellý hafði ræktað i vermireitum bak við húsið. Úti við laufskálann sá ég ljósker á hreyfingu. Þar halut gamli maðurinn að vera á kvöldgöngu sinni um garðinn. Mér fannst hann vera enn lotnari og skrjúpari en hann átti að sér, þarna i flöktandi luktarbirtunni. Þegar hann nálgaðist, sá ég, að hann var stirður eins og gömul moldvarpa, sem mér hafði raunar alltaf fundizt hann bera keim af. „Gott kvöld, ungfrú Emilia”, sagði hann, þegar ég heilsaði honum. „Stúlka á þinu reki ætti nú ekki að vera ein á labbi úti.” „Þvi ekki það? Þetta ert þú einn á ferli”, svaraði ég. „Ég, já. Ég hef nú verið það svo lengi, að ég fer ekki að breyta til, en það er ekki gott ungum til eftirbreytni. Tvennt og tvennt á að vera sam an, og þannig hefur það verið siðan á timum syndaflóðsins, að Nói tók 1160 Lárétt 1) Land - 6) Afar.-7) 1051.-9) Beita - 11) Býli.-12) Röð.- 13) Mjólkurmat - 15) Fúsk.- 16) Eins,- 18) Itússneskur,- Lóðrétt 1) Gjóstur - 2) Lóa.- 3) Dó.- 4) Rós.- 5) Rúmenia - 8) Sái - 10) Eta - 14) Fas,- 15) MII.- 17) ST - Lóðrétt 1) Borg - 2) Álasi.- 3) Trall - 4) Fugl - 5) Frá Danmörku - 8) Óþrif,- 10) Þungbúin - 14) Dropi- 15) Klambur- 17) Spil,- Itáðning á gátu No. 1159. Lárétt 1) Galdrar,- 6) ÓÓÓ.- 7) ósa,- 9) Sem.- 11) Sá,- 12) Te,- 13) Tif.- 15) Man,- 16) Asi,- 18) Restina.- V | r-5 ■ i • ■ m 'o K ja/í h rs rl HVELL G E I R I D R E K I I 1 FÖSTUDAGUR 21. júli 7.00 M o r g u n ú t v a r p 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 1225 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 S iðd e g i s s a g a n : Eyrarvatns-Anna” eftir Sigurð Helgason, Ingólfur Kristjánsson les (21). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 M iðdegistónleikar: Sönglög.Janet Baker syngur 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur* „Frekjan" eftir Gísla Jónsson,. Hrafn Gunnlaugs- son les (6) 18.00 Fréttir á ensku.18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 F’réttaspegill 19.45 Við bókaskápinn. Kristján Jóhann Jónsson talar. 20.00 Samleikur I útvarpssal. Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson leika á selló og pianó. a. Serenötu fyrir einleiks-sello eftir Hans Werner Henze. b. Sónötu fyrir selló og pianó op. 65 eftir Benjamin Britten. 20.30 Mál til meðferðar. Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Frá hollen/.ka útvarpinu: Tónverk cftir Mozart. Flytjendur: Hermann Salomon og Kammersveit hollenzka útvarpsins. R. Krol stjórnar. a. Sinfónia nr. 3 i Es- dúr ( K18) b. Fiðlukonsert nr. 1 i B-dúr (K207) 21.30 Útvarpssagan: „Dalalif" eftir Guðrúnu frá Lundi. Valdimar Lárusson byrjar lestur þriðja bindis sögunnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Hún”, smásaga eftir Unni Eiriks- dóttur Unni Eiriksdóttur. Guðrún Ásmundsdóttir leik- kona les. 22.30 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.00 Á tólfta timanum.Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Ham PflPPIRS handþurrkur A.A.PÁLMASON Sími J-46-48.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.