Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 21. júli 1972 TÍMINN 17 Síðari landsleikurinn í handknattleik: Taugaspennt íslenzkt lið vann það bandaríska með aðeins fimm marka mun - það má skrifa það á reikning landsliðsnefndar og stjórnar HSÍ, að sigurinn var ekki stærri Einar Magnússon skorar i iandsleiknum. (Timamynd Gunnar). Einhver allra ömurlegasti landsleikur i handknattleik, sem hefur fariö fram hér á landi, var leikinn s.l. miövikudagskvöld i Hafnarfiröi. Liöin, sem mættust i þessum ömurlega leik, voru OL- lið tslands og Bandarikjanna. Ahorfendur voru fáir i iþróttahús- inu i Hafnarfirði og leikurinn likt ist frekar lélegum 1. deildarleik, en landsleik i handknattleik. Þaö byrjaði allt á því að þjóösöngur landanna var ekki leikinn, þaö eina, sem var gert fyrir leikinn, var aö íeikmenn Íiðanna voru Kyiiniir í einnvers Konar talara- kerfi, sem virkaði svo á áhorfend- ur, sem búktalari, væri aö tala við sjálfan sig inn i tómri öskutunnu. Sumir leikmennirnir i Banda- riska liðinu, skildu ekki, þegar nöfn þeirra voru kölluö upp. Leikurinn sjálfur var mjög léleg- ur — islenzka liðið var ekki sem bezt farið á taugum leikmennirn- ir vissu, að hver mistök, sem henti þá i leiknum, gátu kostað þá landsliðssætið. Liðið lék ekki nógu sannfærandi handknattleik. Leikmenn liðsins misstu knöttinn, voru ragir við að skjóta á markið i opnu færi og gerðu mikið af þvi að senda knöttinn til mótherja. Þessa sundrung i islenzka liðinu, not færðu Bandarikjamenn sér, fóru að leika harðan handknattleik og brutu óspart á islenzku leikmönnunum, sem veittu ekkert viðnám, heldur létu þeir lemja sig i gólfið. Undir lok leiksins léku Bandarikjamennirnir svo harðan handknattleik, að þeir gáfu þýzku slagsmálaliðunum, sem komu hingað i vetur, ekkert eftir. En litum þá á gang leiksins: Bandariska liðið leiddi leikinn fyrstu 10 min., eða þar til Jón Hjaltalin jafnaði 3:3 úr vitakasti og kom svo islenzka liðinu yfir á öðru vitakasti á 12. min. Banda- rikjamenn jafna 4:4, áöur en Ein- ar Magnússon, skorar tvö mörk i röð og Axel Axelsson, bætir þvi þriðja við og staðan var þá orðin 7:4. Siðustu 10 min. fyrri hálf- leiks, skorar svo isl: liðiö þrjú mörk gegn tveimur hjá Banda- rikjamönnum og var þá staðan orðin 10:6 þegar flautað var til leikhlés. 1 siðari hálfleik lék islenzka lið- ið mjög lélegan handknattleik. Liðið lét brjóta sig niður með hörku. Um miðjan hálfleikinn var staðan 17:11 fyrir islenzka liðið og hafði liðið einnig yfir sex mörk þegar 10 min. voru til leiksloka, eða 19:13. Breyta þá Bandarikja- mennirnir stöðunni i 19:15, meö mörkum á 21. og 24. min. Hvor- ugu liðinu tókst svo að skora næstu mín. Það var ekki fyrr en nokkrar sek. voru eftir af leikn- um, þegar Agúst ögmundsson skorar siðasta mark íslands. Lauk þvi leiknum meö aðeins 5 marka mun og er það minnsti munurinn á liðunum, siðan þjóðirnar fóru að leika hand- knattleik sin á milli. Islenzka liðið lék langt undir getu i þessum leiöinlega lands- leik. Eini maðuririn i liöinu, sem sýndi sitt rétta andlit, var Hjalti Einarsson, en hann varði oft vel þann tima, sem hann var inn á. Getuleysi islenzka liðsins er hægt að skrifa á reikning landsliös- nefndarHSI og stjórnar HSI, fyrir að bera litla virðingu fyrir lands- leikjum i handknattleik. Þessir aðilar notuðu báða landsleikina gegn Bandarikjamönnum, sem úrtökuleiki fyrir islenzku leik- mennina, sem voru látnir eiga i miklu taugastriði. Þar sem sá leikmaöur, sem stóð sig ekki vel, má búast við að vera látinn sitja heima þegar liðið fer i keppnisferðalag i næstu viku til Noregs og V-Þýzkalands. viku til Noregs og V-Þýzkalands. Er þessi aðferö m jög vafasöm hjá landsliðsnefnd og stjórn HSl, þvi að flestir, sem hafa fylgzt með handknattleik á íslandi, vita og sjá hvaða leikmenn, sem léku með liðinu gegn Bandarikja- mönnum, skara fram úr og eiga heima i liöinu, sem fer á OL-leik- ana. Þó að sumir þeirra hafi ekki sýnt sitt bezta i þessum tveimur leikjum, þá er vafasamt að skilja þá eftir heima, þegar landsliðið i handknattleik fer að verja heiður islenzku þjóðarinnar i Miinchen. Við skulum ekki vera aö tala meira um islenzka landsliðið, heldur biða spennt eftir mati landsliðsnefndar á leikmönnum. Bandariska landsliðið i hand- knattleik, sem lék hér að sinni, leikur miklu harðari handknatt- leik, heldur en i vetur, þegar það lék hér. Má segja að það leiki af eins mikilli hörku og dómararnir leyfa og er það að visu rétt hjá lið- inu, þvi að lið sem sýnir linkind, kemst aldrei langt i íþróttum. Nokkrir leikmenn liðsins eru i mikilli framför, má þar helzt nefna, þá: Mathews, Abraham- son og Serrapepe, en þessir leik- menn eru stórhættulegir og ógna mikið með langskotum. Þá er Berkholtz, alltaf drjúgur leik- maður. Mörk Islands, skoruðu: Jón Hjaltalin, 5 (3 viti), Axel 5 (1 víti) Einar 3 (1 viti) Sigurbergur 2, Viðar, Gunnsteinn, Stefán G, Stefán J. og Agúst eitt hver. SOS. Friðrik var ná- lægt 0L- lágmarki Litlu munaði, að Friðrik Guðmundssyni, KR, tækist að synda undir OL-lágmarki i 1500 m skriðsundi i fyrrakvöld á fyrsta degi tslandsmeistara- mótsins í sundi. Hann synti á 17:56,4 min., sem er 1,6 sek. lakara en OL-lágmarkið i þessari grein. Hins vegar er árangur Friðriks nýtt Islands- met — 19,5 sek. betra en fyrra metið, sem hann átti sjálfur. Óvist er nema Friðrik hefði náð OL-lágmarkinu i fyrra- kvöld, ef hann hefði ekki gert tæknileg mistök. Hann hætti nefnilega eftir 1400 metra — i þeirri góöu trú, að 1500 metrar væru að baki — en var um- svifalaustrekinn af stað aftur, en samt töpuðust dýrmætar sekúndur, nægilega margar til þess að hann missti af OL-far- seðlinum — i bili. Auk keppninnar i 1500 m skriðsundi, fór fram keppni i 400 m skriðsundi karla, þar sem Guðjón Guðmundsson varð sigurvegari á 5:34,9 min. og i 800 m skriðsundi kvenna, þar sem Vilborg Sverrisdóttir, Ægi, sigraði á 10:51,4 nninút- um. Islandsmeistaramótinu i sundi verður fram haldið um helgina i sundlaugunum i Laugardal. Fram mátti þakka fyrir að hljóta annað stigið — Það var litill meistarabragur yfir leik Fram gegn hinu unga KR-liði á miðvikudaginn, og satt bezt að segja máttu Framarar þakka fyrirað hljóta annaö stigið út úr þessari viðureign. Er óhætt að segja, að þetta hafi verið slak- asti leikur Fram-Iiðsins á sumr- inu, og má e.t.v. rekja ástæðuna til þess, að Sigurberg Sigsteins- son vantaði I vörnina. En það á þó ekki að vera nein afsökun fyrir lið eins og Fram. KR-ingar voru fljótir að átta sig á slappleika Fram — og öll feimni við efsta lið deildarinnar rauk út i veður og vind á fyrstu minútum leiksins. Hvað eftir annað gerði hinn marksækni Atli Héöinsson usla i vitateig Fram dyggilega studdur af tengiliðum KR, en Framarar áttu færri tækifæri, en eitt hættulegt þó i byrjun leiksins, þegar Kristinn Jörundsson komst i dauðafæri, en Magnús Guð- mundsson, markvöröur KR, bjargaði með úthlaupi. Ekkert mark var skorað i fyrri hálfleik, en i byrjun siðari hálf- leiks skoraði Kristinn Jörundsson mark fyrir Fram. Bjuggust þá margir við, að Fram-vélin færi i gang fyrir alvöru, en það var öðru nær. Kr-ingar héldu áfram að ógna Fram-markinu — og skömmu siðar tókst þeim að jafna, 1:1, og var Gunnar Gunnarsson þar að verki. En ekki héldu KR-ingar lengi jöfnu. Um miðjan hálfleikinn fékk Erlendur Magnússon knöttinn rétt utan við vitateig KR — lék út til hægri og sendi fyrir markið til Kristins, sem skoraði örugglega 2:1, enda var Magnús markvörður viðs- fjarri eftir misheppnað úthlaup. Það sýnir bezt, hve miklu bar- áttuþreki KR-liðið er búið, aö það lét ekki bugast, þótt það væri nú i annað sinn i leiknum marki undir. Þegar rúmur hálftimi var liöinn af siðari hálfleik jafnaði Atli Héð- insson með skalla eftir að hafa fengið góða fyrirsendingu frá hægri. öll Fram-vörnin var bein- frosin — og hafði Atli litið fyrir að skora. Fleiri urðu mörkin i leiknum ekki, en allra siðustu minútur leiksins pressuðu Framarar að marki KR, en tókst ekki að skora, þrátt fyrir ágætar tilraunir. Þegar litið er á leikinn i heild, voru KR-ingar sá aðilinn, sem lék betri knattspyrnu — og sýndi bar- áttuvilja, en það var nokkuð, sem Fram skorti alveg. Erfitt er að spá um það, hvort þetta KR-lið eigi eftir að verða topp-lið. I liðinu eru nokkrir einstaklingar, sem lofa góðu, en það háir liðinu, að það hefur engan stjórnanda, sem kveður að. En hvað um það. Gaman veröur að fylgjast með liðinu. Auk Sigurbergs, saknaði Fram Elmars Geirssonar, sem meidd- ist i siðasta leik. Greinilegt var, að fráhvarf Sigurbergs skapaöi ringulreið i vörn Fram. Jafnvel traustur leikmaður eins og Mart- einn Geirsson var miður sin. Staðgengill Sigurbergs i þessum leik, Ómar Arason, fyllti skarð hans ekki, en hann hefur margt til brunns að bera — og með fleiri leikjum og meiri reynslu á hann eftir að veröa styrk stoð varnar- innar. Leikinn dæmdi Baldur Þórðar- son og fórst það ágætlega úr hendi, en einhvern veginn hefur maður það þó á tilfinningunni, að hann sé ekki i nægilega góðri þjálfun. Alf OL-liðið í handknattleik valið: Landsliðsnefndin verðlaunar Spánarfarana - hún er eins og prinsessa, sem neitar biðlum, því að þeir gátu ekki leyst kraftaverk af hendi Landsliðsnefndin i handknatt- leik, tilkynnti i gær þá leikmenn, sem hún hefur til að leika fyrir Is- lands hönd á OL-leikunum. Það kom nokkuð á óvart þegar nefnd- in tilkynnti liðið, að hún valdi ekki Einar Magnússon, Viking. Einar Magnússon, erekki sá leikmaður, sem verst kom út úr landsleikjun- um við Bandarikin og hann er i mjög góðri æfingu. Kom það þvi mjög á óvart, að hann skuli ekki hafa hlotið náð landsliðsnefndar- innar. Þá var Þorsteinn Björns- son ekki valinn i liðið og kom það einnig á óvart. Það er greinilegt, að landsliðsnefndin hafi ekki vilj- að breyta mikið landsliðinu, sem lék á Spáni. Heldur viljað verð- launa leikmennina, sem léku þar og unnu stórafrek, með þvi að vinna Belgiumenn, Austurrikis- menn og gera jafntefli gegn Finn- um. Eina breytingin, sem var gerð á liðinu sem lék á Spáni, er sú að Siguröur Einarsson, kom inn i liöiö i staðinn fyrir Sigfús Guðmundsson. Aðrir leikmenn i liðinu eru þessir: Hjalti Einarsson, Birgir Finnbogason, FH, Ólafur Bene- diktsson, Val. Gunnsteinn Skúla- son, Val, Gisli Blöndal, Val, Ólaf- ur Jónsson, Val, Stefán Gunnars- son, Val, Agúst Ogmundsson, Val, Jón Hjaltalin, Lugi, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, Björgvin Björgvinsson, Fram, Sigurður Einarsson, Fram, Axel Axelsson, Fram, Viðar Simonarson, FH, Geir Hallsteinsson, FH og Stefán Gunnarsson, Haukum. Þessir leikmenn fara i keppnis- og æfingaferöalag fyrir OL-leik- ana n.k. þriöjudag. Heldur þá lið- ið til Noregs -og leikur þar tvo landsleiki, siðan veröur feröinni haldið áfram til Vestur-Þýzka- lands, þar sem liðið leikur einnig tvo landsleiki. Verða þeir leiknir á þeim stöðum, sem islenzka landsliðið leikur á OL-leikunum. Eftir að hafa séð liöið gegn Bandarikjamönnum má ekki bú- ast við, að þessi keppnisferð verði nein frægðarför. Eins og sagt var i upphafi, að Einar Magnússon, hefði ekki komizt i landsliðið. Kannski spyrja margir: Fyrir hvaða leik- mann, Einar heföi átt að komast i landsliðiö? Þvi er fljótsvarað: Eftir að hafa séð nokkra leik- menn, sem eru i liðinu, leika gegn Bandariska landsliðinu, þá á Ein- ar miklu frekar að eiga sæti I lið- inu, heldur en Stefán Jónsson, Agúst ögmundsson, Viöar Simonarson og GIsli Blöndal. Það er ekki að efa, að Einar Magnús- son, er betri handknattleiksmað- ur, en þessir fjórir leikmenn. Að lokum má segja þetta: Einar Magnússon, er greinilega ekki sá handknattleiksmaöur, sem hin „frábæra” landsliðsnefnd okkar kann að meta. Landsliðsnefndin er eins og prinsessa, sem neitar biðlum, þvi að þeir hafa ekki get- að leyst ómannleg kraftaverk af hendi. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.