Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 21. júli 1972 TÍMINN 19 Vesturgatan i Hafnarfiröi um aidamótin og i dag. Á myndunum sést glöggt, aö húsin þrjú sem ennstanda eru litiöbreyttá þeim 70árum, sem liöu á milli þess, sem myndirnar voru teknar. Timamyndir GE. / • v»í. Riddarahúsið Framhald af bls. 3. vongóður um framhald ein- vigisins. „Fischer og félagar skoðuðu Laugardalshöllina i nótt og fundu ýmislegt athugavert. Ég er með sex kvörtunarbréf frá þeim i vasanum og reyni auövitað að bæta úr aðfinnslunum eftir beztu betu. Þótt furðulegt megi virðast kvartar Fischer ekki um hávaða i Höllinni, sem var þó all- nokkur á þriðjudagskvöldið. Þetta eru hrein smáatriði, sem auðvelt veröur að kippa i liðinn.” Þá lét Guðmundur að þvi liggja, að hið óleysta myndatökuvanda- mál yrði leyst siðar um daginn. 1 forsal hótelsins sá ég einnig þá Lombardy og Cramer, en áskorandinn var ekki sjáanlegur — eflaust i sætum svefni i ibúð sinni. íþróttir Framhald af bls. 16. 100 m hlaup telpur sek. Þórdis Rúnarsd. HSK 14,0 Valdis Leifsd. HSK 14,2 Maria Guðjohnsen 1R 14,2 Þristökk sveina m Magnús Einarss. IR 11,18 Asgr. Kristóferss. HSK 10,82 Þorvaldur Þórss. UMSS 10,82 Þristökk drengja m Vilm Vilhjálmss. KR 12,56 Aðalsteinn Benediktss. UMSE 12,22 Asgeir Arngrimss. KR 12,18 800 m hlaup sveina m Magnús Einarss. IR 2:08,9 Þórólfur Jóhanness . KA 2 : 11,0 Vignir Hjaltason UMSE 2 : 18,0 400 m hlaup meyja sek. Björg Kristjánsd. UMSK 65,8 Asta Gunnlaugsd. 1R 70,5 Eygló Einarsd. UMSB 73,4 400 m hlaup drengja sek. Vilm. Vilhjálmss. KR 54,0 Július Hjörleifss. UMSB 55,1 Markús Einarss. UMSK 55,6 Á víðavangi Framhald af bls. 3. bæjarráöi. Lengra náöi sú samvinna ekki enda tókst fljótlega náin samvinna milli fulltrúa SFV og Sjálfstæðis- flokksins og litill áhugi „sam- einingarpostulanna” virtist rikja á nánari samvinnu vinstri flokkanna. Þessi nána samvinna SFV og Sjálfstæðis- flokksins virðist nú vera að ná hámarki með væntanlegu hjónabandi einhvern næstu daga, þar sem Alþýðuflokkur- inn mun sennilega fá þaö hlut- verk aö vera svaramaður og siðar einskonar vikadrengur á kærleiksheimilinu. Nú virðist sem sé allt innbyrðis ósam- komulag milli SFV og Alþýðu- flokksins, sem myndun vinstri meirihluta strandaöi fyrst og fremst á, ætli að hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar i- haldssængin biður þeirra upp- búin, enda ekki amaleg til- hugsun fyrir Alþ. flokkinn að fá að hvila til fóta i þeirri sæng. IVIenn velta þvi hinsvegar fyrir sér hvers vegna Samtök- in, með Jón Baldvin i broddi fylkingar, leggja slikt ofur- kapp á aö fá Alþýöuflokkinn i púkkið. Samanlagt hafa SFV og Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta innan bæjarstjórnarinnar og vel það. Afstaöa Alþýöufl. mundi ekki hafa nein áhrif á fram- kvæmd einstakra mála innan bæjarstjórnarinnar. Sá grun- ur læöist aö mönnum,aö ein- hvern hroll hafi sett að Sam- tökunum viö tilhugsunina um viöbrögð kjósenda sinna viö þessari ihaldsþjónustu, sem kannske yrðu ekki á þann veg að vegsama þessa nýju fram- kvæmd „sameiningarmáls- ins". En óneitanlega hlýtur mönnum að finnast það ömur- legt hlutskipti Alþýðuflokks- ins, sem einu sinni var leið- andi flokkur i bæjarmálum, aö láta nú nota sig sem einskonar sjóveikismeðal fyrir fulltrúa SFV svo þeim verði ekki flök- urt um borð i ihaldsskútunni það sem eftir er kjörtimabils ins.” — TK Sundur liðaöa r kröfur áskorandans Eg svif á Freystein, blaðafull- trúa og spyr hann frétta. Eitthvað er augsýnilega á seyði. Frey- steinn sýnir mér sundurliðaðar kröfur Fischers og aðst.manna hans, sem bárust Skáksam- bandinu i gærmorgun. Lesendum til gamans skal ég nefna nokkra liðina: Askorandinn krefst m.a., — aö reitirnir á taflborðinu veröi minnkaöir um 1/8 úr tommu, — að hann fái nýjan, þ.e. ónotaðan bil til umráöa, — aö hann megi velja um þaö, hvort teflt veröi i aðalsalnum eöa borö- tennissalnum, — borötennisaö- stöðu (sem reyndar er til I KR- húsinu), — nýtt herbergi I Loft- leiðahótelinu, — aö almenningi veröi meinaöur aðgangur aö sundlaug Loftleiöahótelsins (slikt kemur alls ekki til greina, aö sögn forráöamanna hótelsins) — og þannig mætti áfram telja. 13-1400 áhorfendur Skv. upplýsingum Guðjóns Stefánssonar seldust uþb 1000 miðar á 4|u skákina. Kl.hálf sjö i gærkvöldi voru 700 miðar seldir og útlit fyrir svipaða aðsókn og á ■ þriðjudagskvöld. — Blaðamenn þeir, sem nálægt einviginu koma, eru rétt um 200 talsins og starfs- menn helmingur þess fjölda. Þaö voru þvi um 13-1400 manns innan dyra i Höllinni þetta 5ta einvigis- kvöld. Nýr blll handa heims- meistaranum Spasski hefur nú fengið nýja bifreiö til umráða, i stað Broncosins, gulan Range-Rover. Þá hefur frétzt, að heims- meistarinn hafi hug á að kaupa sér torfærubifreið hér á landi og flytja hana með sér til Rússiá. Sem kunnugt er, á hann þar fyrir Volvo, sem hann fékk um það leyti, sem hann varð heims- meistari. Minnir á Derby-veö- reiðarnar Andrúmsloftið hér i Laugar- dalshöllinni minnir óneitanlega á þann anda, sem sagður er svifa yfir vötnum Derby-veðreiðanna ensku. Hér getur að lita margan þekktan manninn og ýmis konar sölustarfsemi fer hér fram i and- dyrinu. Hér eru seldir minja- girpir, dæmigerður islenzkur varningur, að ógleymdum fri- merkjurii Og sérstökum um- slögum. A annarri hæð teygja sig óendanlegar raðir alls kyns göð- gæta, allt frá girnilegum rjómakökum til minna áberandi sælgætis, svo sem súkkulaðis, brjóstsykurs oþ.þh. Menn troða sig svo út og spjalla við náungann á meðan. Asetningur þeirra, sem hingað leggja leið sina, er eflaust af ýmsum toga spunninn. Fyrsta ber að telja skákspekingana, sem hanga i sifellu yfir skákstöðunni og láta i ljós athugasemdir um einstaka leiki. í annarri röð koma svo venjulegir áhorfendur, sem fylgjast með skákinni af og til, en lita i kringum sig þess á milli. Þriðja flokkinn fylla svo forvitnir góðborgarar, sem komnir eru i Höllina fyrir forvitnis sakir, annaðhvort til þess aö fylgjast með kempunum (virða þá gjarnan fyrir sér i öflugum sjón- aukum) eöa til þess eins að vera viðstaddir þennan heimsviðburð. Eflaust blandast þessar mann- gerðir saman og má eflaust finna ótal millistig þessara flokka. Það er einkum tvennt, sem skilur þessar samkundur að. t fyrsta lagi, beinast augu manna i Laugardalshöllinni aö örlitlum ferningi og hreyfingum fagurlega útskorinna trékarla á honum — i stað eilifs hringhlaups kappreiða- hesta. 1 öðru lagi sitja hér hverjir innan um aðra, háleitir mennta- menn og verkamenn, senn ekki hafa haft tima til að skipta um föt. Slikt þætti eflaust klént hjá enskum. Bommerta! En allt i einu er sem eldingu slái niður hér i Höllina. Spasski leikur drottningu sinni á c2 sem svar við riddaraleikFischerstil f4. Út undan mér sé ég, að stærri spámenn taka andköf og trúa varla sinum eigin augum. Svo birtist mótleikur Fischer- á skerminum og stuttu seinna. „Hvitur gefst upp.” Fagnaðaróp heyrast, en von- brigðisstundur blandast þeim. cru aö vfirgefa Höllina — Fischer skælbrosandi en Spasski viröist utan við sig, auðvitað von- svikinn Ys og þys er i anddyri Hallar- innar. Menn skeggræða hin snöggu endalok skákarinnar og leggja ýmislegt til mála. „Bommerta!” segir einhver og það orð hæfir svo sannarlega I mark. Framhald af bis. 20. hafa þar móttökur fyrir gesti sina þegar tilefni gefst til. Mun þvi verða sett upp snyrti- herbergi og litið eldhús i gamla húsið, en þannig frá gengiö að það raski sem minnst minjagildi þess. Rönnow sagði, að hús þetta væri byggt i Kaupmannahöfn og flutt tilbúið til Hafnar- fjarðar. Þetta var ekki óvenjulegt á þeim tima, þvi flutningskostnaður var mikill og þótt óþarfi að flytja meira timbur um langan veg en hægt var að komast af með. Var þvi miklu hagkvæmara að smiða og reisa hús i Danmörku, rifa það niður aftur og flytja ekki nema nauðsynlegasta bygg- ingarefni alla leið til íslands. Sami háttur var hafður á við þau hús, sem reist voru á Grænlandi á sama timabili. Sagðist arkitektinn hafa unnið þar töluvert að sams konar verkefnum og þau vinna að i Hafnarfirði. öðru máli gegnir um gömul hús i Færeyjum. Þangað þótti ekki lengra að fara en svo, að öll hús þar á eyjunum eru byggð á staðn- um, en Rönnow sagöist hafa dálæti á gömlu byggingunum þar. — Yfirleitt finnst mér nauö- synlegt að varðveita eitthvað af gömlum húsum i ört vax- andi byggð eins og hér i Hafn- arfirði. Þurfa byggingarnar ekki endilega að vera mjög gamlar, þær geta haft bygg- ingasögulegt gildi þótt húsin séu ekki nema 100 ára. örar breytingar hafa orðið á Hafn- arfiröi og einna mestar á sið- ustu árum. En það hlýtur að vekja ánægju ibúanna og þeirra, sem hingað koma, að sjá hvernig fólkið bjó hér áöur fyrr. Rönnow benti á aö tvö nyrztu húsin á Bernhöftstorf- unni, væru byggð i Kaup- mannahöfn, á sama hátt og hús Bjarna riddara .i Hafnar- firði, en aftur á móti væri gamalt hús á svipuðum slóð- um, eða Smjörhúsið, þar sem nú er Bókabúð Braga Brynjólfssonar, byggt á staðn- um. Annars kvaðst hann ekki hafa athugað Bernhöftstorf- una sérstaklega, en hefur nokkurn áhuga á þeim deilum, sem nú standa um hvort varð- veita eigi húsin þar eða ekki. Sitt hvoru megin við hús Bjarna Sivertsen, standa gömul hús sem einnig er vert að varðveita og er i ráði að gera þaö við að og er i raöi aö gera það viö að minnsta kosti annað þeirra. Er það gamalt pakkhús, mun stærra en húsið sem nú er unn- ið við. Stendur þaö enn i upp- runalegri mynd, en framhlið þess og annar gaflinn hafa veriö járnvarin. Sögöust báðir dönsku arkitektarnir vel getað hugsa sér að vinna að þvi húsi einnig, eins og reyndar að svo mörgum gömlum húsum á tslandi. Dönsku arkitektarnir reka i sameiningu teiknistofu i Kaupmannahöfn, sem aöal- lega vinnur aö endurskipulagi og varðveizlu gamalla bygginga, en taka einnig að sér teikningar aö nýbygg- ingum. Þegar Timamaður var að taka myndir af elzta húsinu i bænum, vék gróinn Hafnfirð- ingur sér að honum og sagði, að vert væri að taka myndir af þessu húsi. Það væri merki- legt fyrir margra hluta sakir, Bjarni riddari byggði það, Knud Zimsen, siðar borgar- stjóri i Reykjavik fæddist þar, og þetta er eina húsið i Hafn- arfirði sem kóngurinn hefur sofið i, en það var Friðrik 8. sem var á ferð hér á landi 1907. RÁÐSK0NA - STARFSSTÚLKUR Heimavistarskólinn að Húnavöllum, A- Húnavatnssýslu, óskar að ráða ráðskonu og nokkrar starfsstúlkur fyrir næsta vet- ur. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Umsóknir sendist til Torfa Jónssonar, Torfalæk, (um Blönduós) sem gefur allar nánari upplýsingar i sima 95-4286. Skólanefnd. Auglýsing um gjaídfallinn þungaskatt samkvæmt ökumælum Fjármálaráðuneytið minnir hér með þá bifreiðaeigendur, sem hlut eiga að máli á, að eindagi þungaskatts skv. ökumælum fyrir 2. ársfjórðung 1972 er 21. þessa mánaðar. Þeir aðiljar, sem ekki hafa greitt skattinn á eindaga mega búast við að bifreiðar þeirra verði teknar úr umferð og númer þeirra tekin til geymslu, verði full skil ekki gerð nú þegar. Fjármálaráðuneytið, 20. júli 1972. Tilkynning frá Póst- og símamálastjórninni Ákveðið hefur verið, að almennur bréfaút- burður skuli framvegis felldur niður á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum. Reykjavik, 20. júli 1972. Póst og simamálastjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.