Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.07.1972, Blaðsíða 20
Hátíðin að Húsafelli ÓV-Reykjavík Sumarhátiðin i Húsafeili verður haldin um verzlunarmannahelg- ina eins og venjulega i ár dagana 4.-7. ágúst, sömu helgi og Vest- manneyingar halda Þjóðhátið sina, þannig að líkast tii skemmta islendingar sér rækilega þá helgi. En i Húsafelli er fólki gert skylt að skemmta sér án áfengis, öðru- visi er ekki hægt að halda slika hátið, sögðu forráðamenn hátiðarinnar og Ungmennasam- bands Borgarfjarðar (UMSB) á fundi með fréttamönnum i gær. Þetta er i 6. skipti, sem UMSB sér algjörlega um þessa hátið og hef- ur áfengisneyzla fariðhraðminnk- andi i gegnum árin, til dæmis var ákaflega litið um hana i fyrra og þvi ekki ástæða til að búast við sliku nú. Talsmenn sambandsins, þeir Vilhjálmur Einarson, form. UMSB, og Hjörtur Þórarinsson, skólastjóri á Kleppjárnsreykjum, sem hefur verið mótsstjóri á undanförnum mótum og verður það einnig i sumar, sögöust fullt eins geta búist við 20.000 manns á Sumarhátiðina en þó vildu þeir engu spá. t'tför Vilhjálms Þór, fyrrum utanrikisráðherra, var gerð frá Dómkirkjunni i gær. Hér sjást félagar úr Frimúrarareglunni bera kistuna úrkirkju. Fremst t.h. er Magnús Thorlacius, þá Vilhjálmur Jónsson, siðan Svanbjörn Frimannsson og aftast Asgeir Magnússon. Fremst t.v. er Viglundur Möller, þá sr. Þor- steinn Jóhannesson, síðan Elias Halldórsson og aftast Þórður Gunnarsson. (Timamynd GVA) FERÐAGETRAUNIN RÚNG ÓV-Reykjavfk I einu dagblaðanna i gær birtist getraunaauglýsing. Ferðaskrifstofa nokkur bauð 20 daga dvöl i einkaibúð við ströndina á Majorku, gæti ein- hver lesandi leyst getraunina, sem var i þvi fólgin, aö finna 19oröútúrramma,sem i voru 256 bókstafir. Mátti lesa úr þeim á ýmsa vegu og þegar við á Timanum höfum eytt dágóðum tima i þessa get- raun, komumst við að þeirri niðurstöðu, að tvö orðanna væri ekki hægt að lesa úr rammanum. Viö höfðum samband við auglýsingastofuna, sem um auglýsinguna sá, og fengum þar staöfestingu á grun okkar. Verður þvi ný auglýsing birt. ÞJÖNflR STRÖNDUÐU FRAMHALD AF RAF- VIRKJADEILUNNI Klp-Reykjavik, fimmtudag. 1 gær var haldin sáttafundur með framreiöslumönnum og veit- ingamönnum, en eins og kunnugt er hafa framreiðslumenn boðað vinnustöðvun frá og með sunnu- dagsnótt. Sáttafundurinn hófst kl. 17,00 og stóð i 11 tima, en ekkert sam- komulag náðist. Strandaði allt á kröfu framreiðslumanna um 50 þúsund króna kauptryggingu á mánuði, en það er megin krafa þeirra i þessari deilu. Aftur á móti náðist samkomulag um nokkur smáatriði. Annar fundur hefur verið boðaður hjá sáttar- semjara kl. 16,00 á morgun. Rafvirkjadeilan virðist ekki enn með öllu úr sögunni. 1 gær- kvöldi barst blaðinu svolátandi fréttatilkynning frá Vinnuveit- endasambandi Islands: Vinnuveitendasamband Islands hefir i dag f.h. félagsmanna sinna, Félags löggiltra rafverk- taka og Landssambands isl. raf- verktaka mótmælt samþykkt Fé- lags islenzkra rafvirkja um að vinna ekki að nýlögnum eöa meiriháttar breytingum á lögn- um, nema i ákvæðisvinnu sem broti á nýgerðum samningum. Bréf Vinnuveitendasambands Islands til Félags islenzkra raf- virkja er svohljóðandi: ,,Vér höfum I dag móttekið heiðrað bréf yðar til vor dags. 19. júli s.l. þar sem þér tilkynnið oss, að á fundi i félagi yðar höldnum sama dag hafi verið samþykkt ,,að félagsmönnum F.Í.R. sé óheimilt að vinna að nýlögnum eöa meiriháttar breytingum á lögnum, nema skv. ákvæðisverð- skrá, þar sem þvi verður tækni- lega viö komið”. Með skirskotun til þessarar samþykktar svo og yfirlýsingar FLRR. og LIR. i tilefni af hótun- um samninganefndar yðar á sáttafundi 18. þ.m. um samþykkt tillögu, er að efni til gengið i sömu átt og fundarsamþykkt sú, er þér tilkynntuð oss um i áður ivitnuðu bréfi yðar, viljum vér taka fram að vér, f.h. allra félagsmanna vorra mótmælum margumræddri fundarsamþykkt yöar sem broti á nýgerðum kjarasamningi og þvi ólöglegri og að engu hafandi. Skorum vér eindregið á yður að draga framangreinda yfirlýsingu til baka fyrir kl. 17.00 þriðjudag- inn 25. júli n.k., svo að komist verði hjá málaferlum og frekari óþægindum”. Refabú aftur á íslandi? Klp-Reykjavik. MikiII áhugi mun vera meðal nokkurra manna, sem eru meðeigendur i minkabú- um hér á landi, að setja á stofn refabú samhliða þeim. A hinum Norðurlöndunum, eins og t.d. i Danmörku, eru nokkur slik bú, sem rekin eru með minkabúunum, og hafa þegar nokkrir islenzkir minkabændur haldið utan til að kynna sér rekstur þeirra. Talið er ódýrara að ala upp yrðlinga en minkahvolpa og þeir fyrrnefndu gefa meir af sér i dag en hinir. Gott verð fæst fyrir skinnin og þeir eru ódýrir i fæði. Er t.d. mikið gertað þvi á búunum erlendis, að gefa þeim afganga frá minkunum. Taka þeir vel við þeirri fæðu og dafna vel. Langt er liðið siða'n refabú hafa verið starfrækt hér á landi, en nú er allt útlit fyrir að sá búskapur verði tekinn upp aftur, enda arðvænlegur sé hann rekinn jafnhliða minkaræktinni. Landhelgismálið dómtekið 1. ág. Útvarpiö skýrði svo fra þvi i gærkvöldi, að samkvæmt upplýsingum Haag-dómstólsins yröi landhelgismálið dómtekið 1. ágút næstkomandi. Húsi Bjarna riddara breytt í upprunalegt horf OÓ-Reykjavík. Tveir danskir arkitektar, sem eru sérfræðingar I endur- byggingu og varðveizlu gamalla húsa vinna þessa dag- ana að tcikningum og undir- búningi frekari framkvæmda til að koma elzta húsi i Hafn- arfiröi í upprunalegt horf. Er hér um að ræða húsið, sem Bjarni Sivertsen, kaupmaður, lét reisa upp úr aldamótunum 1800, sennilega 1803. Smiðir munu brátt taka til starfa og er reiknaö með aö endurbygg- ingunni verði lokið þjóð- hátiöaráriö 1974. Hafnar- fjarðarbær og Þjóðminjasafn- ið taka að jöfnu þátt i kostnaði við breytingar og varðveizlu hússins. Arkitektarnir, sem vinna undirbúningsstarfið heita Karsten Rönnow og Gunilla Moodysson. Rönnow kom hingað til lands 1965 og kynnti sér ásigkomulag nokkurra gamalla og sögufrægra húsa og möguleika á varðveizlu þeirra. Kom hann hingað i boði þáverandi þjóðminja- varðar, dr. Kristjáns Eld- járns. Timinn hafði tal af arkitekt- unum i gær. Sögðu þeir að engum vandkvæðum væri bundið, að gera þetta gamla hús upp og koma þvi i það horf, sem það var þegar það var byggt. Sem betur fer hefur húsiðekki verið umbyggt, þótt smávægilegar breytingar hafi verið gerðar á þvi, meðal annars hefur verið skipt um ytri klæðningu, en litið verið átt við það að innanverðu. Húsið er illa leikið af timans tönn, en ekki svo, að til stór- baga sé og ekki megi gera við það. Frumteikningar eru ekki til af húsinu, en við vitum nákvæmlega, hvernig svona hús voru byggð. Þar sem húsið er úr timbri er hægt að sjá nákvæmlega hverju hefur verið breytt. Dyr hafa verið færðar til og fleiri smávægi- legar breytingar gerðar, en þær er auðvelt að laga. Þá eru til gamlar teikningar og ljósmyndir af húsinu svo að þegar allt kemur til alls er þetta ekki sérlega erfitt verkefni. Meiningin er að húsið verði nokkurs konar byggðasafn, en þó ekki þannig, að i það verði safnað gömlum munum af öllu tagi, heldur að hafa það eins likt og þegar Bjarni Sivertsen bjó i þvi og kostur er. Verið er að safna gömlum húsgögnum og munum, sem settir verða i húsið. Munu bæjaryfirvöld ■ Framhald á bls. 19 Hús Bjarna SIvertsen,sem byggt var um aldamótin 1800, Arkitektarnir Gunilla Moodysson og Karsten Rönnow vinna að teikningum að frumgerð húss Bjarna riddara i Hafnarfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.