Tíminn - 22.07.1972, Page 3

Tíminn - 22.07.1972, Page 3
Laugardagur 22. júli 1972 TÍMINN 3 Sigurgeír Sveínbergsson meö seölana. HÚNVETNSKIR PÖNTUNAR- SEÐLARFRÁ1886 Það er sitthvað, sem menn eiga i fórum sinum. Fyrir tiu árum voru fáeinir drengir á Blönduósi að leika sér i skúr, og þar fundu þeir i rusli slangur af bréfum, sem þeir fóru að glugga i. Þau voru dagsett i aprilmánuði 1886, og drengjunum fannst, að þau væru aftan úr fornöld. Þeir tóku bréfin til handar- gagns og skiptu þeim á milli sin. Einn þeirra að minnsta kosti Sigurgeir Sveinbergsson, var mjög hirðusamur piltur, og hann bjó vandlega um þann hluta bréfanna, sem hann hreppti, og hefur varðveitt i tiu ár. Hann kom með þau til okkar núna i vikunni, þegar hinar gömlu bækur Höpfnersverzl. komust á hvers manns varir, hvert og eitt i sér- stöku plasthylki, er hann hefur heft saman i pappaspjöld. Þetta eru pöntunarseðlar frá bændum i Húnaþingi, stilaðir til Péturs Sæmundsens, sem árið 1886 var verzlunarstjóri á Blönduósi, þegar Höpfnersverzl- un nam þar land, og er ýmist ver- ið að biðja vöru ýmiss konar eða fyrirgreiðslu af öðru tagi. Bréf, sem Kristján Gislason á Eyvindarstöðum skrifar 18. april 1886, hefst til dæmis á þessum orðum: „Þar eð mér bráðliggur á fimmtán krónum i peningum nú þegar, leita ég til yðar i góðri von, að þér hjálpið mér og lánið mér fyrráminnztar fimmtán krónur þangað til i sumarkauptið.' —JH Skálholtshátíðin hefst á morqun Hjón útskrifast frá háskólanum f Leeds Arið 1968 sóttu tveir ungir Is- lendingar um vist i lffefna- og næringarfræðideild Leedshá- skóla. Það voru þau Stefán Vil- hjálmsson, sonur Vilhjálms Hjálmarssonar alþingismanns og unnusta hans, Alda Bryndis Möller, dóttir Jóhanns G. Möller. Umsóknir beggja nutu góðs stuðnings Friðriks Þorvaldssonar menntaskólakennara á Akureyri. Siðar það ár gengu þau i hjóna- band, komu til Leeds, fóru að búa og hófu nám sitt i Englandi. Nú, fjórum árum siðar, hafa þau bæði lokið B.Sc. prófi, Stefán með Third Class Honours og Alda með First Class Honours. Bæði hafa þau lagt hart að sér i Leeds i starfi og leik. Þau eru vel þekkt innan Háskólans fyrir glað- legt viðmót sitt og hafa verið frá- bærir óopinberir sendiherrar lands sins. Þau fóru til íslands þann 14. júli. OV-Reykjavik Skálholtshátiðin verður á morgun og hefst með klukkna- hringingu kl. 13.30. Tiu minútum siðar leikur Martin Hunger á org- el Skálholtskirkju og áður en messa hefst, klukkan 14.00, mun gjalla lúðraþytur úr Þorlákstið- um. Við messuna munu biskup Is- lands, herra Sigurbjörn Einars- son, séra Sigurður Pálsson, vigslubiskup, og séra Guðmundur Óli Ólafsson, prestur i Skálholti, þjóna fyrir altari, en séra Heimir Steinsson, skólastjóri lýðháskól- ans i Skálholti, prédikar. Skál- holtskórinn syngur, forsöngvarar verða þeir Ingvar Þórðarson og Sigurður Erlendsson. Trompet- leikarar verða Lárus Sveinsson og Sæbjörn Jónsson, organleikari Martin Hunger, en söngstjóri dr. Róbert Abraham Ottósson, söng- málastjóri þjóðkirkjunnar. Klukkan 16.30 verður samkoma i Skálholtskirkju. Þar verður kór- söngur undir stjórn Martins Hunger, prófessor dr. Björn Sig- fússon flytur ræðu, Ingvar Jónas- son leikur einleik á viólu við organleik Martins Hunger og séra Tómas Guðmundsson leiðir i ritn- ingarlestur og bæn. Þá verður og almennur söngur. Eins og sjá má verður mikið um mjög góða tónlist á Skálholts- hátið i ár og er ekki að efa, að fjöl- mennt mjög verður á þessu forna biskupssetri á morgun. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 11 fh. og lagt verður af stað heim klukkan 18 eh. Farið kostar kr. 225hvora leið og verður matur seldur i tjöldum fyrir aust- an, fyrir þá, sem ekki vilja hafa hann með sér og njóta hans i þvi stórfenglega umhverfi, sem i Skálholti er. „Fegurðarsamkeppni” minka Klp-Reykjavik Landssamband loðdýraræktar- búa á islandi hefur nú á prjónunum, að halda sýningu á minkum á komandi hausti. Viiða erlenis cru slikar sýningar haldnar á hverju hausti, enda eru þær taldar auka samkeppni milli búanna á aðhafa sem fallegust og bczt dýr, auk þess sem þær hafa mikil áhrif á matsatriði á dýrunum meðal þeirra manna, sem vinna við búin. „Við látum okkur dreyna um að halda svona sýningu vor”, sagði Páll Pálsson, einn af stjórnar- mönnum landssambandsins, er við ræddum við hann i gær. — Það er mikill áhugi fyrir þessu meðal þeirra, sem starfa við minkarækt hér á landi. En það verður varla fyrr en i nóv-des. sem þessi sýning getur farið fram. Við erum búnir að fá loforð frá fyrirtækinu í haust? Hudson Bay i London, um að senda hingað mann sem mun að- stoða við uppsetningu á sýningunni og dæma i henni, en h"ér á landi er slikur dómari ekki fyrir hendi. Sumir vilja sjálfsagt segja, að minkurinn sé ekki fallegur. En þeir sem vinna við þetta segja annað. Þeir sjá margt fallegt við minkinn, engu siður en þeir sem hafa með önnur dýr að gera, sjá fallegt við þau. Það eru lika mörg dýr á minkabúunum hér og getur þetta þvi orðið skemmti- leg keppni auk þess, sem svona sýning hlýtur að hafa góð áhrif á minkarækt i landinu, en hún er nú i miklum uppgangi. íslenzkar smásögur þýddar á ensku Smásögur eftir tólf islenzka rit- höfunda i enskri þýðingu komu út i vikunni. Það er ekki á hverjum degi að þýðingar á islenzkum verkum eru gefinútá ensku — og útkoma bókar af þessu tagi er þvi jafnan viðburður. SHORT STORIES OF TODAY, Twelve Modern Icelandic Authors, er titill bókarinnar, sem er i bókaflokknum ICELAND REVIEW LIBRARY. Sögurnar valdi og þýddi Alan Boucher og eru þær eftir þessa höfunda: Halldór Stefánsson, Guðmund Danielsson, Jón Dan, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Jakobinu Sigurðar- dóttur, Jón Óskar, Geir Kristjánsson, Jóhannes Helga, Indriða G. Þorsteinsson Svövu Jakobsdóttur, Hannes Pétursson og Jökul Jakobsson. Aður hefur komið út i flokki ICELAND REVIEW LIBRARY safn ljóðaþýðinga islenzkra skálda, einnig valin og þýdd af Alan Boucher. Eins og nafnið bendir til, er það útgáfa timaritsins Iceland Review, sem stendur að þessum nýja flokki islenzkra verka i enskri þýðingu. Viðunandi samningur I forystugrein Visis i gær er fjailað um viðskipta- samninginn við Efnahags- bandalagið, sem Einar Agústsson, utanrikisráðherra, mun undirrita i dag, og viðhorfin í landhelgisdeilunni við Breta. Visir segir: „Eftir erfiða byrjun og töluvert samninga- þóf hefur islendingum tekizt að ná viðunandi viðskipta- santningi við Efnahagsbanda- lag Evrópu. i fyrstunni setti bandalagið fram mjög óhagstætt lilboð, líklega að tilhlutan Breta og vegna Iand- helgisdeilunnar. Siðan kom bandalagið smámsaman til móts við kröfur islendinga, þannig að nú hefur að mestu leyti tekizt að varðveita þau viðskiptafrfðindi, sem island hafðii Fríverzlunarsamtökum Evrópu og færa þau yfir á iniklu stærra markaðssvæði.” Fyrirvari EBE í landheigisdeilunni Um fyrirvara EBE varðandi landhelgisdeiluna við Breta segir Vísir: „Helzti galli viðskipta- samningsins við Efnahags- bandalagið er fyrrivari bandalgsins um, að tollfrfðindi sjávaafurða þurfi ekki að koma til framkvæmda, ef viðunandi lausn fáist ekki á landhclgisdeilu islcndinga við Breta og Vestur-Þjóðverja. Gegn þessu ákvæði hafa tslendingar áskilið sér rétt til að fullgilda ekki samniuginn, ef þessum fyrirvara banda- lagsins verður beitt. Þessi fyrirvari islendinga var nauð- synlegur, eu getur auðvitað leitt til þess, að samningurinn taki ekki gildi um næstu áramót, þótl stefnt sé að þvi, að svo verði. Flestar islenzkar sjávar- afurðir falla undir samninginn, svo og allar iðnaðarvörur. Efnahags- bandalagið niun afnema tolla sina i fimm jöfnuin áfönguin frá 1. april á næsta ári til I. júli 1977. island mun afnema verndartolla sina í áföngum frá sama tima og fram til 1. janúar 1980. Tollar á isfiski og niðurlagðri sild munu ekki hverfa alveg, en lækka þó verulega. Með þessum samningi hefur friverzlun sú, sem við höfum við Bretland, Norður- lönd og nokkur fleiri lönd, færzt yfir nærri alla Vestur- Evrópu. Að sliku er mikill hagur fyrir smáþjóð, sem er verulega háð utanrikisvið- skiptum. Við höfum tollfrjálsan aðgang að gifur- lega stórum markaði, þrefalt stærri markaði en gömlu Friverzlunarsam tökin voru. Við getum þvi verið ánægðir, þótt illa horfi i landhelgisdeilunni og töf geti orðið á þvi, að viðskipta- samningurinn laki gildi. Bretar eru mjög stifir i land- helgismálinu og kunna að verða stifir fram eftir vetri. En þeir ráða ekki við timans straum og þá 200 milna land- helgisreglu, sein er i uppsiglingu um allan heim. Vissan um þetta veldur þvi, að við látuni þá ekki kúga okkur i landhelgismálinu, þrátt fyrir ákvæði viðskiptasamningsins við Efnahagsbandalagið. Við biðum lieldur átekta. Við horfum björtum augum til framtiöarinnar á þessum sviöuni. úr landhelgisdeilunni mun greiðast i fyllingu timans. Og með samningnum við Efnahagsbandalagið liöfum við hindrað viðskipta- lega einangrun okkar og tengzt fastari böndum við þær þjóðir, sem mestan vaxtar- brodd hafa í efnahagsmalum um þessar mundir”. —TK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.