Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 22. jtílí 1972 ÍÍ"*Í:S':íí-?!-:';-K*: OFVEIÐI ER OLL- UM TIL TJÓNS — sagði Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja, í ávarpi í hádegisverði fyrir erlenda blaðamenn í Eyjum 17. júlí s.l. Heiðruðu tilheyrendur, JVJér er það heiður og ánægja, að bjóða ykkur vel- komna hingað til Vestmanna- eyja. Mér skilst, að þið séuð komnir um langan veg hingað til tslands, i fyrsta lagi, til þess að fylgjast með þeim sögulega atburði, sem nú er farið að kalla skákeinvigi aldarinnar, atburði sem i upp- hafi hefur tekið á sig sérstak- an blæ, og minnir á kalt strið milli heimsvelda. Jafnframt hygg ég, að þið séuð hér til þess aö kynna ykkur landhelg- ismálið, og viljið kynnast lifi, starfi og lifsskilyrðum okkar litlu þjóðar, sem hlaut þau ör- lög að hafa búsetu hér norður við heimskautsbauginn. Ferð ykkar hingað til Vestmanna- eyja mun vera einn þáttur þeirrar kynningar. Vestmannaeyjar komu við sögu i heimsfréttum fyrir um það bil áratug, þegar yngsta eyjan okkar, Surtsey, skaut upp kollinum og byggðist upp i miklu eldgosi. Hinar Eyjarn- ar eru byggðar upp með svip- uðum hætti, þó lengra sé um- liðið. En þótt verulegur gróður hafi i aldanna rás, sest hér að, eru landsgæði til lifsbjargar mjög takmörkuö. Það er staðreynd, að búseta hér i Vestmannaeyjum bygg- ist nær eingöngu á fiskveiðum og fiskvinnslu. Fiskimiðin hér i nánd við Eyjar var sú undir- staða, sem hefur dregið fólk hingaö, svo þvi hefur fjölgað frá siðustu aldamótum úr 300 i rúmlega 5000 manns. Vestmannaeyjar eru staður mikilla storma og mikilla sæva. bvi er sjósókn, sérstak- lega á vetrum, oft erfið og harðsótt, enda hefur byggðin hér oft orðið fyrir miklu manntjóni i glimunni við Ægi, jafnvel svo að minnt hefur á það, sem gerist á vigvöllum. Nokkuð hefur þó breytzt til batnaðar i þvi efni siðari árin, vegna betri búnaðar. Hitt er nú meira áhyggju- efni okkar Vestmannaeyinga, að fiskigengd á miðin fer minnkandi. Aflamagn, sem hér berst á land, fer nú minnk- andi ár frá ári, þegar frá er talin loðnuveiði á s.l. vetri. Ljóster.aðsfld við Island er uppurin. Þar af leiðandi eru sildveiðar hér við land að kalla úr sögunni. 1 þvi efni má benda á, að af hálfu Islendinga hafa verið gerðar róttækar ráðstafanir til að bjarga þvi, sem bjargað verður. Þróunin gengur i sömu átt varðandi okkar beztu nytja- fiska, þótt umskiptin verði ekki eins snögg og um sildar- Sigurgeir Kristjánsson. stofninn. Haldi svo sem horfir i þvi efni er örlagadómur okk- ar Vestmannaeyinga skráður á vegginn. A hverju eigum við að lifa hér I Vestmannaeyjum, eftir að siðasti þorskurinn hef- ur verið dreginn úr djúpinu? Til hvers er þá að eiga áttatiu fiskibáta og mikil mannvirki i fiskiðjuverum? Og hvert eig- um við þá að flýja? Islenzka hagkerfið allt mun finna fyrir þvi, ef Vestmannaeyjar, með sin 12% af útflutningsfram- leiðslu þjóðarinnar, eru lir sögunni sem útgerðarbær. Ofveiði er sama og rán- yrkja, öllum til tjóns, og hér eigum við ekki annara kosta völ, en að snúast til varnar okkar lifhagsmunum, eftir þvi sem kostur er. Útfærsla fisk- veiðilögsögunnar i fimmtiu milur er stórt spor i þá átt að ná valdi á málinu. Að þvi marki náðu getum við gert ráðstafanir til að græða sárin, verndað fiskistofna á land- grunni Islands gegn ofveiði, svo eðlilegt jafnvægi komist á. Það verður gert og i þvi sam- bandi má benda á, að Vest- mannaeyingar hafa lagt fram tillögur um friðun hrygningar- svæða. Góðir gestir: Það, sem ég hefi hér sagt um þverrandi fiskigengd við Vestmannaeyjar er hægt að rökstyðja með tölum sem liggja opinberlega fyrir. Auk þess i samræmi við niðurstöð- ur visindamanna, sem fást við rannsóknir á fiskistofnum i Norður-Atlantshafi. Slikar upplýsingar eru ykkur hand- bærar, svo þið vitið, að það eru lifshagsmunir og tilvera okkar hér á þessari Eyju, sem er að veði. Þess vegna styðj- um við, eins og aðrir tslend- ingar, einhuga ákvörðun Al- þingis um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar i 50 milur. Við getum ekki annað. Leyfið mér að lokum að láta i ljós þá ósk og von, að heim- sókn ykkar til Vestmannaeyja verði ykkur bæði til fróðleiks og ánægju og að þið megið taka með ykkur ánægjulegar endurminningar héðan og skrifa af skilningi fyrir les- endur ykkar um það sem þið sjáið og heyrið hér. Ingólfur Davíðsson: i Litið á blóm og litunargrös í Reykjavik standa disa- rúnnarnir eða sirenurnar (Syringa) með stórum blá- leitum eða ljósrauðum blóm- klösum fyrri hluta júli og raunar sumsstaðar enn. Disarunnar blómgast nú ár- lega siðan farið var að rækta hentugar tegundir (Sjá Garðagróður 2. útg.) Gull- regnshrislur standa viða i blóma 20. júli, sú fyrsta bar gula skúfana á þjóðhátiðinni — og skartar enn og siðan hafa margar bætzt i hópinn. Næturfjólan lýsir og ilmar dásamlega, einkum er kvölda tekur. Við vegi og á auðum svæðum skarta baldursbrá, sóley og fiflar. Njólinn þekur stór höfuð- borgarsvæði likt og runnar væru á að lita. Margir fyrir- lita njólann og bölva honum en ung njólablöð eru gott salat og fyrrum var hann notaður til litunar: þótti njólalitur skirast, ef keyta var einnig notuð. Fólk streymir út úr borginni um helgar, út i guðs græna nátt- úruna. Sunnudaginn 16. júli naut fjöldi fólks veðursældar og grózku i friðlandi Reyk- vikinga Hciðmörk. Þar er reginmunur á orðinn, siðan landið var girt og farið að gróðursetja þar hrislur. Við gengum þar um nokkrir saman þegar landið var valið, en það var æði hrjóstrugt og lá við alvar- legum uppblæstri sums staðar. Litið bar á blómum, birkið skreið að mestu við jörð eftir langvarandi ofbeit. Hæstu runnarnir náðu okkur i hné. Nú skarta blágresi, brönugrös o.fl. fagrar blóm- jurtir: birkirunnarnir hækka óðum og breiða úr sér. Barr- trén dafna misjafnt að vonum, enda er jarðvegur viða gamalþrautpindur og magur, sums staðar er heldur purrt, þvi að regnvatn hripar fljótt niður i hraunið. En á betri stöðum i Heiðmörk gefur að lita margar vöxtulegar greni-, furu- og birkihrislur og sums staðar heila lundi, t.d. i Vifilsstaðahliðum og viðar. Það er sannarlega ánægju- legt. Flestir sjá þetta og meta, og ganga vel um Heiðmörk. Ferðafólk gengur yfirleitt betur um landið en áður, bæði um skóglendi og uppi á hálendi, en þar eru leiðir viða að opnast ferða- mönnum, ruddir bilfærir vegir. Munið að birkikjarrið þo smávaxið sé viða, bindur jarðveginn og heftir upp- blástur. Og viða er undur- fagurt i blómriku birkikjarri og birkiskógum. Holt, melar og öræfi eru mjög viðkvæmt land, einkum til fjalla, þar sem lifskjör jurtanna eru hörð. Þar verður að sýna fyllstu varúð, svo gróður skemmist ekki og land blási ekki upp. Sums staðar má sjá bilaslóðir út um allt til skemmda. Þar hafa ein- hverjir hirðuleysingjar verið að þjösnast áfram. Anægja hinna, sem ekki bara æða áfram, heldur fara með gát, ganga vel um, stanza og skoða landið er áreiðanlega miklu meiri. Og hvarvetna er eitthvað fagurt að sjá á ferðalagi, blóm, fagurt landslag, fuglar, sér- kennilegir steinar o.s. frv. Þegar menn fara að þekkja þetta eða eitthvað af þvi, er eins og maður ferðist milli vina — og leiðist aldrei. Gömlu leitarmannakofarnir láta ekki mikið yfir sér, en hafa gert og gera enn sitt gagn. Þar hefur mörgum hröktum gangna- og ferða- manni þótt gott að leita skjóls. Ég man, þegar við allmargir náttúruskoðunar- menn notuðum kofa i Eyja- bökkum og undir Snæfelli i mikilli rigningartið sumarið 1935. Viðhöfðumað visu tvö tjöld, „Himnariki og Helviti", en aðeins hið siðar- nefnda var pottþétt. II. Nú eru jurtalitunarkonur á stjái að tina litgrös sin — og önnum kafnar hima við litunar- pottinn á eftir. Þær tina elftingu, gulmöðru, litunar- mosa, kerfil, lyng, smára o.fl. o.fl. og lita band til vefnaðar, prjóns og heklunar. Jurtalitir eru furðu fjólbreyttir og endingargóðir. Þeir eru sér- lega hlýlegir litir. Litbrigðin eru óendanleg, einkum gul, grænleit og brún litbrigði, en sterka liti, bláa og rauða er einnig hægt af fá fram, með þvi að blanda öðrum litar- efnum saman við jurtalitinn. Nýlega sá ég t.d. litað úr elftingu, sem hvarvetna er algeng og auðvelt að ná i. Það fengust úr henni ýmsir gulir og grænleitir litir, eftir þvi hve lengi bandið var soðið með jurtunum og eftir þvi.hve sterkur lögurinn var. Gljáandi gulir litir komu úr gulmöðrunni. Hægt var með iblöndun að fá brúna liti úr báðum. Sortulyng var mjög mikið notað til litunar á tið afa okkar og ömmu. Þá gekk fólkiði móbrúnum eða dökk- leitum sortulyngslituðum fötum. Beitilyng er einnig gott til litunar, og birki- börkur, sem gefur brúna og rauðbrúna liti. Jurtalitunar- konur hér á landi eru farnar að lita á ný úr öllum fyrr- nefndum tegundum o.fl. Það er sótzt eftir jurtalitaða bandinu i vefnað og prjón- les. Áður kunnu menn að lita blátt úr blágresi, en sú list virðist nú týnd, talin hafa haldiztlengst á Vestfjörðum, en einhver konan hefur tekið leyndardóminn með sér i gröfina. Kannski ræður ein- hver gátuna og tekst að finna aðferð til að lita fagurblátt úr blágresi á ný. Jurtalitun er i rauninni mjög heillandi tilraunastarfsemi, mögu- leikarnir eru ótæmandi, en það er erfitt að fá fram sömu litbrigðin — nákvæmlega eins aftur og aftur. Blekvar gert úr jurtum hér áður, aðallega dr sortulyngi og viðilaufi — og isíenzku spariskórnir formæðra okkar vour sortulyngslitaðir. I Finnbogasögu ramma er getið um söfnun brúngrasa til litunar. 1 Svarfdælu er sagt frá illdeilum út af lit- unarjafnabelg. Jurtalitun er að komast til vegs og virðingar á ný. Það er mörg ,,Matthildur i Garði" á Islandi núna. Magnús, Finnur og Gröntved við Hálsakofa undir Snæfelli 27. júll 1935. ! J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.