Tíminn - 22.07.1972, Síða 7

Tíminn - 22.07.1972, Síða 7
Laugardagur 22. júli 1972 TÍMINN 7 N Útgefandi: Frálnsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Tfmans). SS:;: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldl 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-: takið. Blaðaprent h.f. : „Lögbannsúrskurður" Bretar hafa nú krafizt þess af alþjóðadóm- stólnum i Haag, að hann felli úrskurð um að út- færsla fiskveiðiiögsögu íslands i 50 sjómilur 1. sept. n.k. sé óheimil og að 12 milna fiskveiði- lögsaga íslands skuli haldast óbreytt unz dóm- urinn hafi felltendanleganúrskurð um lögmæti 50 mílna fiskveiðilögsögunnar skv. málskoti Breta. Kröfu sina byggja Bretar að sjálfsögðu á þvi, að landhelgissamningurinn frá 1961 sé enn i fullu gildi, en skv. honum eiga þeir rétt á að leggja það undir úrskurð alþjóðadómsins, ef íslendingar færa fiskveiðilögsöguna út fyrir 12 milur. Skv. lögum alþjóðadómsins getur hann fyrir- skipað i þeim málum, sem hann á lögsögu i,að nýjar reglur taki ekki gildi meðan rétturinn er að fjalla um lögmæti þeirra. Slikan lögbanns- úrskurð getur rétturinn fellt, án þess að nokkur teljandi málflutningur fari fram i málinu. Það er sliks úrskurðar, sem Bretar nú krefjast og hefur verið tilkynnt að málið verði dómtekið 1. ágúst. Bretar viðurkenna ekki uppsögn Islendinga á samningunum frá 1961. Landhelgissamningur- inn var illu heilli þannig úr garði gerður, að ekki er að finna i honum nein uppsagnar- ákvæði. Á þeim smiðisgalla virðast Bretar ætla að byggja það, að samningurinn sé óuppsegj- anlegur um aldur og ævi. íslendingar telja slikt fjarstæðu. Fjölmörg dæmi eru þess, að slikum samningum hafi verið sagt upp eða þvi lýst yfir, að þeir hefðu ekki lengur gildi og væru ekki lengur bindandi fyrir viðkomandi aðila. Þar sem Island hefur sagt landhelgissamn- ingunum frá 1961 upp, hefur alþjóðadómstóll- inn i Haag ekki lengur lögsögu varðandi út- færslu á fiskveiðilögsögu íslands. Þetta hefur islenzka rikisstjórnin þegar tilkynnt réttinum mjög greinilega og ákveðið og að hún sé jafn- framt andvig þvi, að rétturinn fjalli um þetta mál. Það verður þvi að teljast meira en ótrú- legt, að dómurinn fallist á þá kröfu Breta að kveða upp lögbannsúrskurð eða fjalla um það á annan hátt. En þó svo færi, að rétturinn kvæði upp slikan úrskurð, sem telja verður mjög hæpið, eins og hér hefur verið rakið, er þar alls ekki um að ræða málalok. Það er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem sjá á um framkvæmd á úr- skurðum alþjóðadómsins og ákveður endan- lega skv. lögum S.Þ. hvort þeir koma til fram- kvæmda, ef viðkomendur vilja ekki hlita þeim. öryggisráðið hefur yfirleitt ekki látið þá úr- skurði, sem vefengdir hafa verið, koma til framkvæmda. 1 þessu tilfelli myndi úrskurður, sem gengi gegn íslendingum, að sjálfsögðu vera vefengdur og íslendingar myndu ekki telja sér skylt að fara eftir honum, þar sem al- þjóðadómurinn hefði ekki lögsögu i málinu. Það kæmi þvi til kasta öryggisráðsins að ákveða, hvort úrskurðurinn ætti að koma til framkvæmda. Það má telja nær öruggt, að öryggisráðið samþykkir aldrei ályktun, sem gengi gegn íslendingum i þessu máli. Sennilega eru Bretar að gera sér grein fyrir þessu nú og trúa varla eins mikið og áður á lög- bannsúrskurði alþjóðadómsins. Uppsögn á vandræðasamningunum frá 1961 veitir íslandi réttarstöðu til að neita að fara eftir lögbanns- úrskurði. — TK Maynard Parker: Stjórn Kína hefir breytt um stefnu innanlands Slakað hefur verið á hugsjónakröfum og stefnt er að rýmkun lífskjara .Skylmint'aæfint' Vera má, að hin nýja bófsemd og gát valdhafanna i Peking i utanrikismálum hafi hvergi komið jafn berlega i Ijós og i þvi, hve furðu litið veður þeir hafa gert út af aukuuin árásum Bandarikja- manna á Norður-Vietnam. Þessi breyting kinverskra valdhafa i utanrikismálum hefir vakið meiri athvgli um- heimsins en flest annað i fari þeirra. Ilinu virðast fáir hafa tekið efíir, að önnur og engu minni breyting hefur orðið á stefnu og viðhorfum Kinverja heima fyrir. Maynard Parker yfirmaður skrifstofu Newsweek i Ilong Kong fór i könnunarferð til mcginlands- ins og segir frá þvi i grcininni hér á eftir. AÐUR en ég lagði af stað til meginlandsins þóttist ég hafa orðið þess var, bæði i viðtölum við flóttamenn og ferða menn frá Kina og i opinberum til- kynningum yfirvaldanna i Peking , að nokkuð hefði dreg- ið úr spennu i daglegu lifi Kin- verja. Ég gerði mér þó hvergi nærri ljóst, hve þessi breyting var mikil, fyrri en ég heim- sótti verksmiðjur, búgarða og skóla i Kina sunnanverðu og talaði við tugi starfsmanna og nemenda. Verstu öfgar menningar- byltingarinnar virðast hafa hjaðnað ótrúlega skjótt. Siðan voru gerðar ýmsar róttækar og hyggilegar ráðstafanir, sem ætlað var að bæta hlut- skipti almennings, enda virð- ist hinn óbreytti Kinverji sannfærður um, að þjóðinni hafi aldrei vegnað jafn vel og nú. ÉG dvaldi i viku i Kina og för min var furðulega hindr- unarlaus. Hvarvetna þótti mestum tiðindum sæta ný- samþykkt launahækkun um sem næst tiu af hundraði. Og vist voru þetta fróðleg tiðindi i augum þeirra, sem með mál- efnum Kina fylgjast. Þetta gaf til kynna þá ákvörðun vald- hafanna i Peking að bæta hlut alþýðumannsins með þvi að gefa honum kost á auknum neyzluvörum og fé til að kaupa þær. Ég sá fólk hópast inn i al- þýðuverzlanirnar i Canton og öðrum smærri borgum til þess að telja fram umframféð sitt fyrir stöðutákn eins og lit- skrúðug klæði og armbandsúr. Vissulega sá ég ekki nema horn af Kina á leið minni til Canton og um Kvantung-hér- aðið umhverfis hana. En þetta ér eigi að siður drjúgur skiki af Kina og mikilvægur. Yfir- völd flokksins i héraðinu hafa höfuðstöðvar sinar i Canton, sem er stærsta borgin i sunn- anverðu Kina, og þaðan stjórna þau 40 milljón manna byggð, eða mannfleiri byggð en New York og Kaliforniu til samans. Ekki má heldur gleyma þvi, að þessi byggð hefir verið gróðrarstia upp- reisna allt siðan i Opium- styrjöldinni og fram i menn- ingarbyltingu. Þegar breyt- ingin nær til Canton má þvi gera ráð fyrir, að hin skyn- samlega stefna hafi orðiö ofaná um gervallt alþýðulýð- veldið. HVERT sem ég leit á göngu minni um trjáskyggðar götur Canton sá ég þess greinileg merki, að andrúmsloftið var annað og mildara en áður. A leið minni um Frelsisstræti sá ég tvo skeggjaða menn sitja á svölum og leika á canton-fiðl- urnar sinar, en þær ganga undir nafninu chin chin. Skammt frá voru nokkrir menn að æfa skylmingar með trésverðum og hópur fólks horfði á, en skýlmingar hafa lengi verið iðkaðar i Kina. Þetta var hvort tveggja litið merkilegt á yfirborðinu, en hins er að gæta, að fiðluleikur ogskylmingarhefði verið taliö óviðeigandi fyrir örfáum mánuðum. Ekki fer á milli mála, að þeir Mao formaður og Chou En-lai forsætisráðherra eru horfnir frá hugsjónaákefð menningarbyltingarinnar og þeirri áherzlu, sem þá var lögð á að koma ,,gömlu fernd- inni” fyrir kattarnef, eða gömlum venjum, gömlum sið- um, gömlum hefðum og gam- alli menningu. Almenningur virðist una þessari breytingu mjög vel. Safnið i Canton er orðið þrjú þúsund ára gamalt. Þvi var lokað meðan menn- ingarbyltingin stóð yfir, en nú er búið að opna það að nýju og ég sá marga Kinverja leggja þangaö leið sina til að skoöa ómetanlegar minjar liðinna konunga. Sumar nýjungar safnsins voru einmitt dýrgrip- ir, sem búið er að grafa upp vegna hins nýja áhuga ’vald- hafanna i Peking á byggingar- list og gildi hennar sem menn- ingararfs. ,,Menning okkar er bæði mikil og forn og viö erum stoltir af henni”, sagöi einn embættismaðurinn við mig. STÆRSTA bókabúðin i Canton bar einnig vott um menningar- og sögusvengd al- mennings. Þar sá ég stúdenta flykkjast um gamlar, kin- verskar skáldsögur og gripa fegins hendi nýjar útgáfur af verkum Platos og Thucydides. Þegar ég spurði um nýja bók um tvö af virtustu skáldum Kinverja, Li Po og Tu Fu, benti verzlunarstjórinn mér á eintak i sýningarkassa og sagði: ,,Við seldum hana upp undir eins og hún kom frá Peking. Þetta er eina eintakið, sem eftir er”. Enginn getur enn sagt fyrir um, hve langt þessi nýja menningarendurreisn kann að ganga. Kvikmyndir og leikhús eru enn i hinum strengda hug- sjónastakki og fjarri fer, að öllum róttækum breytingum menningarbyltingarinnar hafi verið varpað fyrir róða. Hitt kemur þó fram, nálega i öllu dagfari, að valdhafarnir i Peking eru að þreifa fyrir sér um leiðir til að milda þessar breytingar svo, að þær svari kröfum nútima þjóðar. ÉG kom til Framleiðslu- sveitarinnar við Sandlæk i hinum Irjóu óshólmum Perlu- ár. Þar hitti ég að máli mörg menntuð ungmenni, sem höfðu verið ,,knúin” til að fara til ,,endurmennlunar” á land- búnaðarsvæðum fyrir þremur árum. Flest þeirra viður- kenndu, að breytingin hefði verið dálitið erfið i fyrstu. ,,Við áttum i ýmiskonar erfið- leikum fyrst eftir komuna hingað", sagði Yang Yuen- ling frá Canton, 23 ára stúlka. ,,l hreinskilni sagt fannst okk- ur að við standa ofar öðru fólki af þvi að við vorum menntuö. En bændurnir kenndu okkur að elda mat og sá hrisgrjónum og smátt og smátt tók að rofa til i kollinum á okkur”. Senni- lega eru hugsjónirnar rótfast- ari i þessum ungmennum en áður, enda hefir þeim nú verið leylt að koma sér sjálfum fyr- ir. Þau eru flest um kyrrt i landbúnaðarhéruðunum, en mörg þeirra eru hætt vinnu á ökrunum og tekin til við tækni- störf, sem eru i samræmi við menntun þeirra. Kinverjar viröast einnig farnir að hagræða róttæku breytingunum, sem gerðar voru i háskólunum um 1965—66. Sun Yat-sen háskól- anum i Canton var lokað þeg- ar barátta Rauðu varðliðanna stóð sem hæst i menningar- byltingunni og hann var ekki opnaður aftur fyrr en 1969. Þá voru stúdentar teknir i skól- ann eftir stéttum en ekki menntun og gengu bændur og hermenn fyrir. 1 haust verður aftur farið að eins og áður og allir stúdentar ganga undir próf i stjórnmálum og náms- greinum og hafa lokið menntun, sem svarar til mið- skóla. Nemendur geta þó ekki hafið nám i hinum æðri skolum nema hafa unnið eitt ár i verk- smiðju og er það i samræmi við breytingu menningarbylt- ingarinnar. Kinverskum stúdentum hefði fyrirskömmu þótt minnkun að sliku hátta- lagi. STJÓRNENDUR háskól- anna viröast eiga dálitið erfitt með að tileinka sér hina nýju breytingu. Iðnaðarstofnunum virðist hafa tekizt þetta vel. Ég kom i nokkrar verksmiðjur og stjórnendurnir virtust ánægðir og færir i sinu starfi. Þeir verða allir að starfa með byltingarnefnd verkamanna, en ekki er reynt að láta lita út fyrir, að verkamennirnir ráði. Ég veitti þvi einnig athygli, að stjórnmálamenntunin er nú miklu skammvinnari og annars eðlis en áður. Fram- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.