Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. júli 1972 arð Guðs almáttugs í jardvöl í Flatey á Breiðafirði okkar og við vorkenndum Palla hálft i hvoru, þvi hans var draumurinn, okkar veruleikinn. Við gamla vertshúsið hittum við fyrir mann á stuttbrókum einum fata.Hannsat þarundir veggnum og fitlaði við veiðistöng. Við settumst að spjalli og hann bauð okkur te úr islenzkum leirkatli. Maður þessi reyndist heita Kjartan Kjartansson („gamall iárnsmiður", sagði hann) og hann þekkti töluvert til i Flatey. — Þaðerekki nóg að vera bara tvoeða þrjá daga hér, sagði hann. — Maður þarf svona eina eða tvær vikur til að komast i takt við rólegheitin hér. Kjartan Kjartansson vildi engu breyta i Flatey. Honum var alveg Eftir Omar Valdimarsson sama, þótt húsin rigndu niður og rotnuðu. — Þetta er bara svona, sagði hann og hann hryllti við þeirri hugmynd, að i Flatey yrði sett upp sjoppa eða hótel. Þær umræður spunnust út af þvi, að gamla prestshúsið var málað i fyrrahaust og til stóð að setja þar upp greiðasölu fyrir ferðamenn, sem koma til eyjar- innar i sivaxandi mæli. Það var Lárus Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Flóabátsins Baldurs h/f, sem var aðal hvata- maðurinn að þvi fyrirtæki, en Lárus lézt skyndilega i fyrra- sumar og nú stendur húsið autt og er neglt fyrir alla glugga. En sonur Lárusar, Guðmundur Lárusson, mun hafa hug á að halda áfram að vinna að verki föður sins og stefnir hann nú að þvi að prestshúsið verði komið i gagnið næsta*vor. Og vist er rétt hjá Kjartani Kjartanssyni, að fátt væri ömur- legra en að sjá i Flatey pylsu- sjoppu. En það er lika ömurlegt að vera ferðamaður i Flatey, sérstaklega ef maður staldrar aðeins við á meðan Baldur fer yfir að Brjánslæk, og geta hvergi leitað skjóls fyrir veðri og vindum nema i frystihúsinu eða glugga- og hurðalausu samkomu- húsinu. Takist Guðmundi Lárussyni að setja upp skemmti- lega í'erðamannaaðstöðu i gamla prestshúsinu verður það áreiðanlega vel þegið af mörgum, ekki sizt bændunum, sem þar með myndu losna við ferðamenn, sem traðka á túnum þeirra og brjóta upp hús, hversu rammlega sem þau hafa verið negld aftur. Hefur meira að segja kveðið svo rammt að þessu, að ferðamenn hafa gengið inn i hús þar sem heima- fólk hefur setið að snæðingi og öðru privat, i þeirri trú, að enginn væri þar frekar en annars staðar. En ekki er búið að staðaldri nema ifimm húsum.Þaðeru bændurnir tveir, með fjölskyldur sinar, sim- stöðin, gömul hjón (með hænur) og eldri kona með fósturson sinn, alls 16 manns. Til dýrðar Frey En þetta var útúrdúr, ef nokkuð er útúrdúr i Flatey. Kjartan ætlaði með dóttur sinni og syni austast á eyjuna til að renna fyrir þarabútunga i soðið. Við gengum með þeim i gegnum kriu- byggðina, sem er töluverð en hefur farið illa i rigningunni og slagveðrinu i sumar. Krian i Flatey hefur þverbrotið allar reglur ættar sinnar og verpt i mýrarflagi þar austarlega. Og þar sem krian er ekki heimsins mesta móðir drepast ungar hennar i kuldanum unnvörpum og töldum við áreiðanlega ekki færri en 50 dauða kriuunga. Sumir höfðu drepizt beint úr eggjunum og aðrir i þann mund, sem þeir voru að komast á legg. En krian verpir aftur ef hlýnar og þá verður mjög tæplega nokkuð færra i suðurlöndum en venjulega. Þegar við komum á áfangastað var þar fyrir Jón Gunnar Arna- son, sem með mikilli sveðju hjó guðamynd i rekinn trjádrumb. Jón Gunnar sagði það eiga að verða Frey og hafði hann þegar grafið holu i hvammi, sjö skref frá efsta fjöruborði og þrjú og hálft frá næsta jarðfasta kletti, til að stilla guðamyridinni i fullbúinni. Flisarnar flugu i allar áttir og við horfðum á. Jón lofaði þvi, að allir gætu tengiö aðgang að tákninu og sagðist ætla að hengja á Frey að minnsta kosti þrjú mismunandi trúartákn, svo allirgætublótað þar. — Eitthvað lifandi verð ég að fá til að vigja kauða, sagði Jón Gunnar, — Bezt væri náttúrlega að fá konu en tæplega megum við missa þær hér, þar sem ekki er of mikið af þeim. Við buðum honum sosum 50 dauða kriuunga, en við þvi fussaði Jón Gunnar. Kjartan fékk ekki bein og við héldum af stað til að vaða i sjónum. Kviða aðeins brottför Jóhannes Guðjónsson, annar bóndinn i Flatey, er að byggja sér nýtt hús. Hann og Hafsteinn Guð- mundsson eru á rikisjörðum og rikið þarf á húsi Jóhannesar að halda. Upphaflega fékk hann það til eins vetrar, en þeir eru orðnir nokkuð margir. Nú ætiar hann að flytja inn i haust, rikið heimtar sitt. Hafsteinn sagðist ekki vera i byggingarhugleiðingum enda gerir rikið ekki sömu kröfur til hans. Þegar við komum i Flatey i fyrrasumar þótti okkur það undarlegt uppátæki i Jóhannesi að veraaðbyggja.en hann glotti i gegnum skeggið og sagði: — Einhver þarf að vera hér. Og þeir voru sammála um, að gott væri að vera i Flatey, enda báðir fæddir og uppaldir þar i eyjunum. Þeir eru þar með kindur, um það bil 300 i allt og svo nytja þeir — eða Hafsteinn — selinn, þeir taka fugl, dún og fleira. Fiskur er nægur i soðið en ekki eins og áður var, þvi búa nú undir 20 manns i Flatey á móti þeim 400,sem voru þar áður. Og nú vilja ung hjón með litið barn flytjast i Flatey og setjast þar að. Það eru Jón Yngvi Yngvason og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir ásamt dótturinni Sigrúnu. Jón Yngvi var einhvern- tima i Faltey um 5 mánaða skeið og fékkst þá við skriftir. Þvi vissi hann að hverju hann gekk, þegar hann féllst á að leysa af yfir sumarið á simstöðinni. Að visu er það Ingibjörg, sem hefur titilinn „Póstmeistari og simstjóri", þar sem Jón Yngvi gat ekki losnað úr vinnu fyrr en um miðjan júli, en þær mægður hafa verið i eynni siðan i byrjun júnimánaðar. Og nú segjast þau gjarnan vilja setjast að i Flatey. Þar þarf ekki að vera stöðugt með áhyggjur af timanum og þegar ég hitti Ingi- björgu þar fyrir utan á mánu- deginum á'tti hiin ekki orð til að lýsa hamingju sinni yfir verunni. Hvorugt þeirra sagðist kviða vetrinum, i Reykjavík væri einskis að sakna: — Það eina sem við kviðum, sagði Jón Yngvi, — er að fara héðan, ef af verður. Fleirieru að setjast að i Flatey. Guðmundur Ólafsson, haf- fræðingur, verður þar næstu þrjú árin við rannsóknir á grunn- sævinu i kring en hann var ekki i eynni um helgina og tekst okkur vonandi að ná tali af honum við tækifæri og frétta af rannsóknum hans. hins almátiuga Loforð blífur Það er gott að vera pilagrimur i Flatey. Eins og áður er vikið að, safnast þangað gjarnan lista- menn til vinnu i rólegheitunum. Ýmsir þeirra eiga þar hús og aðrir fá inni. Jóhannes bóndi fagnaði þeirri hugmynd að þar yrði kannski með timanum lista- mannanýlenda og sagði, að þeir bændur, svo og aðrir eyja- skeggjar, hefðu gaman af öllum heimsóknum, svo fnmarlega sem það væri sómakært fólk, sem ekki Framhald á bls. 10 ... í <" * *'. y. *!*^*-**- ' m' t. ¦ '• '.: ¦¦¦¦'¦" -.'....' " ' "' -' ¦' PESí. Ilafstt'inii bóndi Guðmundsson gerir aft nctiim sinum og segir gotl aft búa i Klatey. .lóhanncs bóndi Guðjónsson íyrir frainan nýja hiisið. —Ætlarftu aft nota þetta sem dæmi um þá firru,eE vift búum i hér? spurfti liann. —Hverjum skyldi óvitlaiisum detta i hug að l'ara að byggja hér? En hér vcrð cg n ú samt. »^..^4.. • Þau sýndu okkur Klatcyjarkirkju, þar sem vcrk Baltasars cru lieldur larin aft láta á sjá. Krá vinstri cru Hrönn, dóttir Hafsleins liónda. Þórdis, dóttir .lóhanncsar og TrvKKvi, sonur hans. Þcir smá- vöxnu fæddust i Klatey og heita Birkir og Stcfán. ramanembættisbústaðinn. Krá vinstri: Ingibjörg, Jón Yngviog ietjast aðiKlatey. Guftbcrgur Bergsson og Jón Gunnar Arnason sækja nauösyniar í flóabátinn Baldur. Ólikir eru þeir um toppstykkið. (Ljósm. ó.vald.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.