Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Laugardagur 22. júli 1972 TÍMINN 9 Laugardagur 22. júli 19/2 Pílagrímsfór í þjóðgarð Guðs almáttugs Nokkrar svipmyndir frá helgardvöl í Flatey á Breiðafirði Guftbcrgur Bergsson og Jón Gunnar Árnason sækja nauösynjar i flóabátinn Baldur. ólikireru þeir um toppstykkið. (Ljósm. ó.vald.) ■ ■»- iiw np^i rikir. bar var fólk að heimsækja æskustöðvar sinar og þar voru annars konar pilagrimar, sem Jökull talar um á öðrum stað i bók sinni, listamenn, sem leita næðis til að þroska sig i list sinni og anda. f svokölluðu Hölluhúsi situr Guðbergur Bergsson, krúnu- rakaður, og vinnur að nýju skáld- verki. Nina Björk Árnadóttir situr i húsi sinu ásamt móður sinni og tveimur börnum og yrkir i takt við skvaldur fuglanna og Uiidiröldunnar og Jón Gunnar Arnason, járnlistarmaður, er i gamla vertshúsinu og lagfærir það þegar honum býður svo við að horfa og gerir sitthvað annað þegar ástæða er til þess. Að vonum eru það aðeins Jón og Nina Björk.sem halda sambandi við Guðberg, enda er hann ekki partimaður að eðlisfari. f simstöðinni er Jón Yngvi Yngva- son ásamt konu sinni og barni og fæst við ýmislegt: skriftir, mynd- list og fleira. Grátur guðanna Það var úrhellisrigning, þegar við komum i Flatey á laugar- dagseftirmiðdegi, eftir rúmlega þriggja klukkustunda siglingu með Baldri, flóabátnum. Nokkuð margir fóru i land þar en aðrir héldu áfram upp á Brjánslæk. Við vorum með tjald og þar sem við áttum engan stað visan himdum við undir frystihússveggnum á meðan aðrir gestir tindust af stað upp eyjuna i fylgd þeirra, sem fyrir voru. Brotnar gluggarúður störðu á okkur og guðirnir grétu alveg óskaplega. Þegar við komum i Flatey i fyrrasumar voru flestar rúður i frystihúsinu heilar en i fyrrahaust kom hópur skólakrakka af Vesturlandi i heimsókn ásamt skólastjóra sinum og presti og á meðan beðið var eftir Baldri, styttu börnin sér stundir við að brjóta rúðurnar á efri hæð hússins, sem fyrir löngu iðaði af fjöri — og fiski. En engan var hægt að gera ábyrgan og þvi fær flóavindurinn að leika sér i þessu stóra húsi, sem nú gegnir þvi hlutverki einu að hýsa ljósa- vél eyjarskeggja. Tuggu-tuggu-tugg... Vélar- skellir heyrðust austan við eyjuna og innan tiðar kom i ljós opinn bátur, i mesta lagi tonn, og voru i honum fjórar manneskjur: Kona, barn og tveir karlmenn. Lágs- jávap var og þegar þau komu að landi klöngruðust þau upp klettana i fjörunni og hand- lönguðu pinkla og pakka upp á bryggjuna. Annar maðurinn, með ótrúlega skarpa andlits- drætti, horfði rannsakandi á okkur og spurði siðan,hvort við værum að biða eftir einhverju sérstöku. Við sögðum honum eins og var, að við ætluðum að dvelja um skeið og ætluðum að freista þess að upp stytti, svo hægt væri að tjalda. Hann strauk rigninguna af veðurbörðu and- litinu með úlpuerminni og sagði: — Það er ekkert vit. Ekki er gott að tjalda i svona veöri. Og á endanum gengum við með honum upp á eyjuna, þar sem knúö var dyra hjá Jóhannesi bónda Guðjónssyni, sem góð- fúslega veitti okkur leyfi til að halda til i einu yfirgefnu húsanna. furöulegum arkitektúr, sem gengur undir nafninu „Strýta”. Það er sama húsið og við fengum til afnota i fyrra- sumar svo við vorum ekki allsendis ókunnug. Einföld miðstöðvar- lagning! Og það er engu logið, þegar sagt er að Strýta sé furðulegur arkitektúr. Hús þetta er þrjár Loforð hins almáttuga blifur Það er gott að vera pilagrimur i Flatey. Eins og áður er vikið að, safnast þangað gjarnan lista- menn til vinnu i rólegheitunum. Ýmsir þeirra eiga þar hús og aðrir fá inni. Jóhannes bóndi fagnaði þeirri hugmynd að þar yrði kannski með timanum lista- mannanýlenda og sagði, að þeir bændur, svo og aðrir eyja- skeggjar, hefðu gaman af öllum heimsóknum, svo fnmarlega sem það væri sómakært fólk, sem ekki Framhald á bls. 10 Embættisfólk Pósts & sima fyrirframan embættisbústaðinn. Frá vinstri: Ingibjörg, Jón Yngviog heldur hann á Sigrúnu. Þau vilja setjast aö i Flatey. Séð yfir þorpið. Siifurgarðurinn frægi er fremst á myndinni, presthúsið gamla, hvíta húsið til hægri. okkar og við vorkenndum Palla hálft i hvoru, þvi hans var draumurinn, okkar veruleikinn. Við gamla vertshúsið hittum við fyrir mann á stuttbrókum einum fata. Hann sat þar undir veggnum og fitlaði við veiðistöng. Við settumst að spjalli og hann bauð okkur te úr islenzkum leirkatli. Maður þessi reyndist heita Kjartan Kjartansson („gamall íárnsmiður”, sagði hann) og hann þekkti töluvert til i Flatey. — Þaðerekki nóg að vera bara tvoeða þrjá daga hér, sagði hann. — Maður þarf svona eina eða tvær vikur til að komast i takt við rólegheitin hér. Kjartan Kjartansson vildi engu breyta i Flatey. Honum var alveg Eftir Ómar Valdimarsson sama, þótt húsin rigndu niður og rotnuðu. — Þetta er bara svona, sagði hann og hann hryllti við þeirri hugmynd, að i Flatey yrði sett upp sjoppa eða hótel. Þær umræður spunnust út af þvi, að gamla prestshúsið var málað i fyrrahaust og til stóð að setja þar upp greiðasölu fyrir ferðamenn, sem koma til eyjar- innar i sivaxandi mæli. Það var Lárus Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Flóabátsins Baldurs h/f, sem var aðal hvata- maðurinn að þvi fyrirtæki, en Lárus lézt skyndilega i fyrra- sumar og nú stendur húsið autt og er neglt fyrir alla glugga. En sonur Lárusar, Guðmundur Lárusson, mun hafa hug á að halda áfram að vinna að verki föður sins og stefnir hann nú að þvi að prestshúsið verði komið i gagnið næsta*vor. Og vist er rétt hjá Kjartani Kjartanssyni, að fátt væri ömur- legra en að sjá i Flatey pylsu- sjoppu. En það er lika ömurlegt að vera ferðamaður i Flatey, sérstaklega ef maður staldrar aðeins við á meðan Baldur fer yfir að Brjánslæk, og geta hvergi leitað skjóls fyrir veðri og vindum nema i frystihúsinu eða glugga- og hurðalausu samkomu- húsinu. Takist Guðmundi Lárussyni að setja upp skemmti- lega f'erðamannaaðstöðu i gamla prestshúsinu verður það áreiðanlega vel þegið af mörgum, ekki siztbændunum,sem þar með myndu losna við ferðamenn, sem traðka á túnum þeirra og brjóta upp hús, hversu rammlega sem þau hafa verið negld aftur. Hefur meira að segja kveðið svo rammt að þessu, að ferðamenn hafa gengið inn i hús þar sem heima- fólk hefur setið að snæðingi og öðru privat, i þeirri trú, að enginn væri þar frekar en annars staðar. En ekki er búiö að staðaldri nema i fimm húsum. Það eru bændurnir tveir, með fjölskyldur sinar, sim- stöðin. gömul hjón (með hænur) og eldri kona með fósturson sinn, alls 16 manns. Til dýrðar Frey En þetta var útúrdúr, ef nokkuð er útúrdúr i Flatey. Kjartan ætlaði með dóttur sinni og syni austastá eyjuna til að renna fyrir þarabútunga i soðið. Við gengum með þeim i gegnum kriu- byggðina, sem er töluverð en hefur farið illa i rigningunni og slagveðrinu i sumar. Krian i Flatey hefur þverbrotið allar reglur ættar sinnar og verpt i mýrarflagi þar austarlega. Og þar sem krian er ekki heimsins mesta móðir drepast ungar hennar i kuldanum unnvörpum og töldum við áreiðanlega ekki færri en 50 dauða kriuunga. Sumir höfðu drepizt beint úr eggjunum og aðrir i þann mund, sem þeir voru að komast á legg. En krian verpir aftur ef hlýnar og þá verður mjög tæplega nokkuð færra i suðurlöndum en venjulega. Þegar við komum á áfangastað var þar fyrir Jón Gunnar Árna- son, sem með mikilli sveðju hjó guðamynd i rekinn trjádrumb. Jón Gunnar sagði það eiga að verða Frey og hafði hann þegar grafið holu i hvammi, sjö skref frá efsta fjöruborði og þrjú og hálft frá næsta jarðfasta kletti, til að stilla guðamyndinni i fullbúinni. Flisarnar flugu i allar áttir og við horfðum á. Jón lofaði þvi, að allir gætu tengiö aðgang að tákninu og sagðist ætla að hengja á Frey að minnsta kosti þrjú mismunandi trúartákn, svo allirgætu blótað þar. — Eitthvað lifandi verð ég að fá til að vigja kauða, sagði Jón Gunnar, — Bezt væri náttúrlega að fá konu en tæplega megum við missa þær hér, þar sem ekki er of mikið af þeim. Við buðum honum sosum 50 dauða kriuunga, en við þvi fussaði Jón Gunnar. Kjartan fékk ekki bein og við héldum af stað til að vaða i sjónum. Kviða aðeins brottför Jóhannes Guðjónsson, annar bóndinn i Flatey, er að byggja sér nýtt hús. Hann og Hafsteinn Guð- mundsson eru á rikisjörðum og rikið þarf á húsi Jóhannesar að halda. Upphaflega fékk hann það til eins vetrar, en þeir eru orðnir nokkuð margir. Nú ætlar hann að flytja inn i haust, rikið heimtar sitt. Hafsteinn sagðist ekki vera i byggingarhugleiðingum enda gerir rikið ekki sömu kröfur til hans. Þegar við komum i Flatey i fyrrasumar þólti okkur það undarlegt uppátæki i Jóhannesi að vera að byggja, en hann glotti i gegnum skeggið og sagði: — Einhver þarf að vera hér. Og þeir voru sammála um, að gott væri að vera i Flatey, enda báðir fæddir og uppaldir þar i eyjunum. Þeir eru þar með kindur, um það bil 300 i allt og svo nytja þeir — eða Hafsteinn — selinn, þeir taka fugl, dún og fleira. Fiskur er nægur i soðið en ekki eins og áður var, þvi búa nú undir 20 manns i Flatey á móti þeim 400,sem voru þar áður. Og nú vilja ung hjón með litið barn flytjast i Flatey og setjast þar að. Það eru Jón Yngvi Yngvason og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir ásamt dótturinni Sigrúnu. Jón Yngvi var einhvern- tima i Faltey um 5 mánaða skeið og fékkst þá við skriftir. Þvi vissi hann að hverju hann gekk, þegar hann féllst á að leysa af yfir sumarið á simstöðinni. Að visu er það Ingibjörg, sem hefur titilinn „Póstmeistari og simstjóri”, þar sem Jón Yngvi gat ekki losnað úr vinnu fyrr en um miðjan júli, en þær mægður hafa verið i eynni siðan i byrjun júnimánaðar. Og nú segjast þau gjarnan vilja setjast að i F’latey. Þar þarf ekki að vera stöðugt með áhyggjur af timanum og þegar ég hitti Ingi- björgu þar fyrir utan á mánu- deginum átti hún ekki orð til að lýsa hamingju sinni yfir verunni. Hvorugt þeirra sagðist kviða vetrinum, i Reykjavik væri einskis að sakna: — Það eina sem við kviðum, sagði Jón Yngvi, — er að l'ara héðan, ef af verður. Fleiri eru að setjast að i Flatey. Guðmundur Ölafsson, haf- fræðingur, verður þar næstu þrjú árin við rannsóknir á grunn- sævinu i kring en hann var ekki i eynni um helgina og tekst okkur vonandi að ná tali af honum við tækifæri og frétta af rannsóknum hans. hæðir og jafnmörg herbergi, eitt á hverri hæð. Á jarðhæð er eldhús og gömul geymsla, sem maður forðast helzt að rannsaka mikið, á miðhæð er „stofa”, um það bil 2x4 metrar og þar innaf er litil kompa, meter sinnum einn og hálfur eða svo. Á efstu hæð er svo herbergi, töluvert minna en „stofan”. Og ekki eru nema fjögur ár siðan þarna bjó kona með tvö eða þrjú börn — og mann sinn, þegar hann var ekki á sjó. Þarna bjó einnig fyrir nokkrum árum Steinar Sigurjónsson, i efsta herberginu, og skrifaði hann töluvert að sögn. Kómedian mikla i Strýtu er þó miðstöðin. Það mun hafa verið Ungverji nokkur, sem lagði hana i upphafi: oliumaskina er i eldhúsi og ofnar á „hæðunum”. En blessaður maðurinn var ekki meiri pipulagningamaður en svo, að hann setti aðeins eitt rör úr eldamaskinuninni og upp og Jóhannes bóndi sagði okkur, þegar hann kom i heimáókn, að undrunarsvipur mikill hefði komið á pipulagningameistar- ann, þegar kveikt var upp i fyrsta skipti. — Tómir hvellir og spreng- ingar, sagði Jóhannes og brosti breitt. En svo var bætt við röri til að fá hringrásina i fúnksjón og nú er mikill og góður hiti i Strýtu. Við röltum um i rigningunni þetta kvöld og horfðum i brotna glugga, sem störðu á móti með angurværð i svipnum. Or einstaka húsi rauk og i öðrum mátti sjá ljós i glugga, en ef undanskilið er fótatak okkar og upphrópanir yfir nýjum uppgötvunum, heyrðist ekkert nema fuglinn og aldan. Palli var einn i heiminum Sunnudagurinn var eins og blóm i eyðimörk, Allt frá þvi i byrjun júni hefur verið leiðinda- veður i Flatey en þennan dag var sólskin og bliða, hvergi sá ský á himni og hægur andvari að vestan. Um morguninn gengum við niður i þorp og nutum þess að vera til. Sagan um Palla, sem var einn i heiminum, kom upp i huga llafstciiin liondí Giiðiniiiidssoii gerir að iietuin simim og segir gott að biia i Klaloy. Jóliannes bóndi Guðjónsson fvrir frainan nýja lnisið. —Ætlarðu að nola þetta sem dæini uin þá firru,er við búum i liér? spurði hann. —Hverjum skvldi óvitlausiim detta i hug að lara að byggja liér? En bér vcrð ég nú saml. |>au sýndu okkur Klateyjarkirkju, þar sem verk Baltasars eru lieldur farin að láta á sjá. Krá vinstri eru Hrönn, dóttir llafsleins bónda, Þórdis, dóltir Jóhannesar og Tryggvi, sonur lians. Þeir smá- vöxnu fæddust i Klatey og heita Birkir og Stefán. Jón Gumiar Árnason lieggur Krey i tré og fúlsar við 50dauðum kriu- ungiiin. „Það er engu likara en Guð almáttugur hafi viljað marka sér i Breiðafjarðareyjum dálitinn reit handa sjálfum sér i ellinni, þar sem hann getur unað sem p'róventukall innan um fólk eins og það var forðum, i þann tið sem hann átti i fullu tré við þessa upp- réttu tegund. Breiðafjarðareyjar verða um ókominn aldur einskonar þjóðgarður Drottins og þangað munu leita pilagrimar úr skarkala heimsins, undan gný túrbinunnar, ofbirtu- Ijósaskilt- anna, æranda auglýsinga- skrums, urgi girkassans og ysi þjóðfélagsins. t þessum þjóðgarði gefsl mönnum kostur á að horfast i augu við selinn i sjónum i stað þess að láta sjónvarpið glápa á sig i stofunni sinni kvöld eftir kvöld, i þessum garði verður fuglinn i loftinu vinur mannsins þegar hann er hættur að trúa á kosningaloforð heimsins”. Svo segir Jökull Jakobsson, rithöfundur, i bók þeirri, sem hann gerði i samvinnu við Baltasar, „Siðasta skip suður”. Jökull var sjálfur einn þessara pilagrima, sem hann talaði um i tilvitnuninni hér að framan og vist er, að Jökull talaði þessar linur fyrir munn þeirra allra, bæði þeirra, sem þegar hafa komið i Flaley á Breiðafirði og þeirra, sem eiga eftir að koma. Þeir, sem ekki hafa komið i Flatey eða aðrar Breiðafjarðar- eyjar, fá likast til á tilfinninguna, að verið sé að lýsa einhverri útópiu eða paradis og það er satt. Listamannanýlenda Blaðamaður Timans dvaldi i Flatey i annað sinn um siðustu helgi og eftir heimkomuna er allt i einu bara laglegt að horfa út um gluggana á Eddu-húsinu, yfir ljóta og ryðbrunna kumbaldana á svæðinu frá Laugavegi niður á Skúlagötu. Gallinn, stóri gallinn, er hinsvegar sá, að i þeim húsum flestum býr fólk, sem fer eftir klukku. I ryðguðu og niðurniddu húsunum i Flatey býr ekkert fólk og þar er timinn fyrirbæri, sem hvað minnst möguleg athygli er veitt. Timinn skiptir þar engu máli, allavega ekki fyrir pila- grimana og sjófuglana, um bændur og búalið gegnir kannski öðru máli, ákveðin störf þurfa að vinnast á ákveðnum tima. Það var töluvert um pilagrima i Flatey um siðustu helgi. Þar var fólk eins og við, sem áður hefur fundið smjörþefinn af þvi stór- kostlega andrúmslofti, sem þar Strýta citl liið merkasta hús og ber vitni uin sérstæðan arkitektúr i Klatey — en er þó uiidaiitckniiig, þvi þar eru falleg liiis og vcl byggö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.