Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. júli 1972 TÍMINN 11 Umsjón:Alfreð Þorsteinsson Synirnir feta í fótspor foreldranna Erfiðir leikir hjá Fram og Akranesi - í 1. deildarkeppninni í dag Það skortir ekki íþróttaáhuga. i fjölskyldu Þórhalls Einarssonar, lögfræðings. Sjálfur er Þórhallur gamalkunnur knattspyrnumaður, varð tslandsmeistari með Fram 1939, 1946 og 1947, og tók auk þess þátt i fyrsta landsleik íslendinga gegn Dönum 1946. Kona hans, Hulda Pétursdóttir, var með snjöllustu handknattleikskonum landsins og varð islandsmeistari með Fram í handknattleik, en áður lék lnin með Völsungum á Húsavfk og Akureyri. Og nú feta synir þeirra hjóna i fótspor foreldranna. Tveir elztu synirnir, Einar og Hinrik, eru báðir fastir liðsmenn i 1. deildar liði Breiðabliks, og yngsti sonurinn Þórarinn, sem er 12 ára gamall, leikur með 5. flokki Breiðabliks. Myndin var tekin eftir sigurleik Breiðabliks gegn Víking á dögunum. Frá vinstri: Hulda, Einar, Hinrik, Þórarinn og Þórhallur. Alf-Reykjavík. Toppliö 1. deildar um þessar mundir, Fram, sem er i efsta sæti, og Akranes, sem er í ööru sæti með tveimur stigum færra, leika bæði um helgina. Framarar halda til Vest- mannaeyja og leika gegn heimamönnum kl. 16, og á sama tima leika Akurnes- ingar og KR-ingar á Akranesi. Báðir leikirnir geta orðið jafnir og spennandi. Yfirleitt hefur Fram gengið vel i leikjum sinum i Vestmannaeyjum, en mæta trú- lega mjög harðri mótspyrnu nú, þar sem Vestmannaeyingar eru enn á fallhættusvæði og reyna með óllum ráðum að bæta við hinn fátæklega stigafjölda sinn. KR-ingar léku vel gegn Fram fyrr i vikunni og fróðlegt verður að vita, hvernig þeim vegnar gegn Akurnesingum, sem sótt hafa i sig veðrið. Staðan i deildinni ( fyrir leik Vals og Breiðabliks i gærkvöldi ) er nú þessi: Fram IA IBK KR Breiðabl. Valur IBV Vikingur 7 5 11 7 5 0 2 7 2 4 1 6 3 12 7 2 2 3 6 2 13 5 113 7 0 16 15:6 15:8 14:11 10:8 7:13 11:11 9:11 0:13 12 10 8 7 6 5 3 1 Nást 0L- lágmörk um helgina? Alf-Reykjavik. Sundmeistaramót íslands, sem hófst fyrr i vikunni, verður haldið áfram um helgina. Hefst keppnin i dag i Laugardalslauginni kl. 16, en á morgun, sunnudag, hefst hún kl. 15. Búast má við mjög skemmtilegri og spennandi keppni. Má segja, áð þetta mót sé aðalúrtökumót sund- manna fyrir Olympiuleikana — og fróðlegt að vita, hvort einhverjum þeirra tekst að ná lámarkstima. Úrtökukeppni í 10 greinum ÖE-Reykjavik. A meistaramóti Islands i frjálsum iþróttum, sem hefst klukkan 2 i dag verður Ur- tökukeppni i nokkrumgrein- um vegna landskeppninnar i MO i Raha i Noregi um. næstu helgi. Þar keppa lið frá öllum Norðurlöndunum, nema Danmörku. Úrtökukeppni verður i eft- irtöldum greinum karla: 1500 m, 5000 m, hástökki, þri- stökki, kringlukasti, sleggju- kasti og spjótkasti. Konun 100 m grindahlaupi, lang- stökki, kringlukasti og spjót- kasti. Ml í frjálsum íþróttum kl. 14 í dag: A annað hundrað kepp- endur frá 14 félögum ÖE-Reykjavik. Meistaramót íslands i frjálsum iþróttum hefst á Laugardalsleik- vanginum i dag kl. 2 og heldur áfram á morgun.á sama tima. I gær birtum við spá um úrslit fyrri dags mótsins, en i dag koma spá- dómar um keppni sunnudagsins og einnig um greinarnar annað- kvöld, en þá hefst keppni kl. 7. 110 m grindahlaup: Keppendur eru fjórir og spurn- ingin er, hvor sigrar Valbjörn Þorláksson, A, eða Borgþór Magnússon, KR? Við spáum Val- birni sigri, en mjótt verður á mununum. 100 m hlaup: Þrettán keppendur eru skráðir og Bjarni Stefánsson, KR er öruggur um sigur, en baráttan verður hörð um næstu sæti. 1500 m hlaup: Þessi grein er fjölmennust allra karlagreinanna, 17 keppendur skráðir og verður hlaupiö i tveim- ur riðlum. Timinn spáir Agústi Asgeirssyni, IR sigri, en keppni verður skemmtileg. lxioo m boðhlaup: KR sigrar, en aðeins 3 sveitir eru skráðar. Þristökk: í fjarveru Friðriks Þórs Oskarssonar, 1R verður keppni hörð. Baráttan stendur milli Karls Stefánssonar, UMSK og félaga hans Helga Haukssonar. Okkar spá er: Karl Stefánsson. Stangarstökk: Þetta verður ein af þessum spennandi greinum. Baráttan stendur milli Guðmundar Jóhannessonar, lRog Valbjarnar Þorlákssonar, A. Guðmundur sigraði i fyrra og við spáum Val- Frh. á bls. 15 Selfyssingar sigruðu Færeyjameistarana HB 4:2 - HB lék þrjá leiki á viku og sigraði í tveimur. í liðinu er uppistaðan í landsliði Færeyja. Færeyjameistararnir HB i knattspyrnu, hafa leikið hér á landi þrjá knattspyrnuleiki að undanförnu, tvo leiki austur á fjörðum og einn á Selfossi. HG vann báða leikina á Austfjörðum, fyrst Þrótt frá Neskaupstað 4:2 ogsvoAustrafrá Eskifirði 7:2. Sl. miövikudagskvöld léku svo HB gegn 2. deildarliði Selfossogniátti þola tap 2:4. Leikurinn á Selfossi var hinn fjörugasti og sköpuðust oft skemmtileg tækifæri hjá báð- um liðum. 1 byrjun fyrri hálfleiks átti Ósk- ar Marelsson, hörkuskot, sem small i stöng. Eftir það ná Færey- ingarnir tökum á leiknum og skora sitt fyrsta mark á 25. min. og var það Heri Nolsöe, sem skor- aði það. Selfyssingar jafna svo úr vitaspyrnu á 37. min. Sumarliði Guðbjartsson, komst inn fyrir vörn HB, en var skellt við mark- teig. Á brotið var ekki hægt ann- að, en að dæma viti sem Sumar- liði skoraði úr. Á hinni sigildu 43. min. skora svo Selfyssingar sitt annað mark — Sigurður Reynir, einlék i gegn- um vörn HB og renndi knettinum örugglega fram hjá markverði og var staðan þá 2:1 fyrir Selfoss. Tryggvi Gunnarsson, skoraði svo þriðja mark Selfyssinga á 18. min. siðari hálfleiks, með glæsi- legu skoti. Hann fékk sendingu fyrir markið frá Kristni, sem hafði leikið upp kantinn að enda- mörkum. Stuttu siðar bæta Sel- fyssingar, sem voru búnir að ná tökum á leiknum, sitt fjórða mark. Markið skoraði Sumarliði, með þrumuskoti — óverjandi — knötturinn lenti neðst i mark- horninu. Eiriki Rasmussen, lik- aði ekki svona ógestrisni hjá heimamönnum, sem voru að vinna leikinn og senda gestina (HG) með tapleik i bakpokanum heim, heldur skoraði hann stór- glæsilegt mark á 30. min. svona til að minna Selfyssinga á að hann hafi leikið á Selfossi. Endaði leik- urinn þvi 4:2 fyrir heimamenn, sem hafa ekki tapað á heimavelli i ár. Beztu mennirnir i Selfossliðinu, voru Einar Sigfússson og marka- kóngurinn i 2. deild, Sumarliði Guðbjartsson. Annars átti liðið i heild, ágætis leik. Bezti leikmaðurinn i færeyska meistaraliðinu, var miðherji liðs- ins Heri Nolsöe sem er mjög leik- inn leikmaður og fljótur. BB/SOS. Lára Sveinsdóttir verður meðal keppenda i langstökki siðari dag keppn- innar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.