Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 22. júli 1972 dýrin með sér i örkina. Einu sinni átti ég lika konu og börn, þótt ég standi nú einn uppi." „Jói er þó hjá þér", sagði ég. „Hvað hefur hann fyrir stafni þessa dagana?" „Fátt þarfKgt, Emilia. Það eitt er vist." Ég hafði spurt alveg út i bláinn, og þetta hvatskeytlega svar kom mér á óvænt-. Gamli maðurinn tók aftur til máls, áður en mér fannst timi til að spyrja meira. „Ég varð að reka hann frá mér, og enginn rekur dótturson sinn frá sér að nauðsynjalausu. En ég gat ekki vitað hann rægja þá, sem hafa alið önn fyrirokkur öll þessi ár. Hann er þarna niður frá núna". Og um leið og hann sagði þetta, sneri hann sér við og benti i áttina til svartra verksmiðjureykháfanna, sem bar yfir ána. „Hann er að koma af stað VerkXalli. Hann er einn af þeim, sem fengið hafa þessar grillur i höfuð- ið, þessar bölvaðar uppreisnargrillur". „Jæja,"sagðiég og reyndi aðhuglireysta hann, „það geturvel verið, að Jói liti talsvert öðrum augum á lifið en þú, en óþokki eða uppreinar- seggur verður hann aldrei." „Nei, Jói er góður piltur, og það er einmitt sárast af öllu. Ég vildi heldur vita hann undir grænni torfu eins og Mollý og þau öll hin en á þessari óheillabraut. Ég get sagt þér það, Emilia, að það eru ill tiðindi i vændum þarna niður frá, og það er hann Jói, sem rær undir. Svona blindur er drengurinn orðinn". „Hvers konar tiðindi eru það?" „Æ, öll þessi ræðuhöld, þau kunna ekki góðu að stýra. Samtök og skipulag, annað geta hann og kunningjar hans ekki talað um, og verka- lýðssambönd og laun og verkföll og lokun verksmiðjanna. Hvað held- urðu að gerist, ungfrú, þegar þeir eru búnir að æsa sig upp með þessum ræðuhöldum og fara að beita handaflinu og hnefaréttinum?" Ég vildi ekki fallast á spádóma gamla mannsins. „Hvað ætli það saki, þótt þeir haldi umræðufundi? Og svo hafa aldrei átt sér stað nein- ar deilur hérna i verksmiðjunum." „Ég vildi, að þú hefðir rétt að mæla, ungfrú. Ég er orðinn of gamall til þess að botna í vona löguðu, en Jói er gæddur mikilli mælsku eins og faðir minn, sem drepinn var i róstunum i Dyflinni hérá árunum. Það er hættuleg vöggugjöf. Hann gæti sannfært þig um, að svart sé hvitt, ef hann vildi það viðhafa. Ég get ekkisofið um nætur yfir útnhugsuninni um það, að hann Jói minn skuli vera þarna yfir i Friðarpipuverk- smiðjunum, óbetranlegur og glataður með öllu." „Vertuekkihryggur." Ég var orðin óþblinmóð aðhlusta á kraf karls- ins og harmatólur. Þetta var of fagurt kvöld til þess að sóá þvi við að hlusta á hást þrugl i gamalmenni. „Skoðanir Jóa munu breytast, þegar ;hannerbúinnað vera um tima i verksmiðjunum". „Þaðþarf engar getgátur eða spár," sagði hann um leið og ég opnaði hliðið. „Heimurinn er eins og hann hefur alltaf verið, og i honum er að- eins tvenns konar fólk: yfirmenn og undirgefnir. Þótt öllu sé snúið öf- ugt um stund, kemst allt i sama horf áður en lýkur, og hver og einn verður þar, sem hann á heima." Ég var fegin að komast svo langt i burt, að ég heyrði ekki lengur ráma raust Jóa gamla. Þó höfðu orð hans vakið forvitni mina. Það hlaut að hafa verið meira en litið, sem þeim bar á milli, Jóa litla Kellý og afa hans, úr þvi að það varð orsök þess, að þeir brugðu ævilangri tryggð. Weeks læknir var að koma út úr húsi sinu, er ég fór þar fram hjá. Ég kastaði á hann kveðju um leið og hann opnaði hurð bifreiðarinnar og fleygði inn áhaldatösku sinni. Sérhver bifreið, sem læknirinn eignaðist, varö Undir éins sóðaleg og slitleg, hversu gljáandi og falleg sem hún var, er hún kom i eigu hans. Ég gat ekki varizt brosi, þegar mér varð litið á útötuð hjólin og hlifarnarog dældirnarog skellurnar, sem hann hafði vanrækt að láta gera við. Úti i sveitUnum kringum Blairsborg staðhæfði fólkið, að það þekkti hljóðið i bifreið Weeks, þegar hann brunaði.fram hjá á kvöldin i sjúkravitjun. Ég get vel trúaö, aö þetta hafi verið satt, þvi að það var einhver dularfullur skyldleiki með hinum umsvifamikla, snarlega lækni og bifreið hans. „Já, " sagði hann, þegar við höfðum skipzt á kveðjum, „ég hef haft mikið að gera i verksmiðjuhverfinu i kvöld. Illkynjuð lungnabólga hef- ur stungið sér þar niður, og kona er i barnsnauð." „Það verður vökunótt hjá þér. Þú hefur allt of mikið að gera". „Já," svaraði hann. „Löngum nóg að gera þarna fyrir handan. 0- jæja.Einnkemur ogannarfer. Þaðer gangurlifsins." „Emma frænka hefur oft verið að tala um, að þú þyrftir að fá að- stoðarlækni, nú þegar starf þitt er orðið svona umsvifamikið." „Ég er ekki ungur lengur", sagði hann eins og hann væri að leiðrétta mismæli. „Það á hún við. O-jæja. Getur verið, að ég geri það, ef ég rek- stá mann,sem mérhentar. Éghef einmitt augastað á tveim. — Gaman annars að sjá þig aftur, Emilia. Vona, að þú látir þér Jiða vel i sumar. ÞU ert helzt til mögur. Þig myndi ekki saka þótt þú þyngdist um fáein pund. Ekki vildir þú vist þiggja þetta ráð af mér? " Ég hristi höfuðið og hló. Hann horfði á mig rannsóknaraugum. ÞU likist föður þinum æ meir og Emmu frænku þinni", hélt hann áfram. ,*Þú ert bókstaflega orðin eins og Emma var. Hún var ekki miklu eldri en þú ert núna,.árið sem ég kom hingað i Blairsbbrg og ég held... O-jæja. Það er sama hvað ég held." Hann hló afsakandi, og um leið og hann snaraði sér inn i bifreiðina og laut framá til þess að setja vélina i gang,, drukknaði hláturinn skyndi- lega i þungu andvarpi. Þetta samtal rifj^ði upp fyrir mér orðróm um það, að Weeks læknir hefði fyrr1 á árum lagt talsverðan hug á Emmu frænku. Ég velti þvi fyrir mér, hvort þessi orðrómur myndi hafa verið sannur og hvað hefði getað verið þvi til fyrirstöðu, að þessi ráðahagur tækist. Þarna ók hann brott i sjúkravitjun, einmana og roskinn, og þarna sat Emma i hópi einhverr/á nefndarkvenna og bollalagði um góð- gerðastarfsemi. Aldrei ýirðast hin glötuðu tækifæri mannanna til þess að unnast og njótast jafnátakanlega sár og á rökkvuðum vorkvöldum. Eða sóttu slikar hugsanir kannski aðeins á mig af þvi, að ég var ný- komin heim i litla bæinn minn, þar sem mannleg örlög orkuðu meira á hugann en i stórborginni? „Litil borg er eins og lófi manns," var Manga Flynn vön að segja, „þar fer ekkert framhjá manni." Þetta kvöld hefur verið gætt einhverjum töfrum eða hugur minn hef- ur verið óvenjulega móttækilegur fyrir áhrif þess, sem var umhverfis mig. Eg gaf nánar gætur að hverju húsi og hverjum garði, sem ég fór fram hjá, og það var eins og ég sæi tre'n og girðingarnar og póstkass- ana, sem voru við leið mina, i fyrsta og siðasta sinn, og heill min ylti á þvi, að ég gaumgæfði allt nógu vel. Ef til vill hefur eimurinn yfir ánni orkað á mig, ef til vill hafa heimastöðvarnar heillað mig svona. Ég veit það eitt, að þetta aprilkvöld hefur valdið kaflaskilum i bók lifs mins. ;"i.,ir'O'jii, .....i| ii,.iii lilllll lllllll :!!í.iIlll!l':.flllll!l!!ll 1161 Lárétt 1) tslenzk.- 6) Miði.- 7) Box.- 9) Mann.- 11) 51.- 12) Sagð- ur.- 13) Skel.- 15) Svig.- 16) Kona.- 18) Embættismenn,- Lóðrétt 1) Land.- 2) Op.- 3) Ell.- 4) Stök,- 5) Afturganga.- 8) Veinið.- 10) Keyrðu.- 14) Veik.- 15) Hélt á.- 17) Efni,- Ráðning á gátu No. 1160. Lárétt 1) Holland.-6) Aar.-7) MLI.- 9) Agn.- 11) Bú.- 12) RS.- 13) Ost.- 15) Kák.- 16) AAt- 18) Gerskur.- iiíliiiliííi'linlliiiillliilliilllii Lóðrétt 1) Hamborg.- 2) Lái.- 3) La. 4) Ara.- 5) Danskur.- 8) LUs. 10) Grá.- 14) Tár,- 15) Kák. 17) Ás.- '-h t 3 ¥ p ' m ? 8 W <° /5 " W?: b » m 13 ¦ LAUGARDAGUR 22. júlí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13. 00 Óskalög sjúklinga.Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 I hágir. Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Steingrims- son og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 Ferðabókarlestur: „Frekjan" eftir Gisla Jóns- son. Hrafn Gunnlaugsson les (7) 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Deanna Durbin syngur lög úr kvikmyndum. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Þjóðþrif. Gunnlaugur Ástgeirsson sér um þáttinn. 19.55 Hljómplöturabb.Þorsteins Hannessonar. 20.40 Framhaldsleikrit „Nóttin langa" eftir Alistair McLean., Sven Lange bjó til flutnings i- útvarp. Þýðandi: Sigrún Sigurðardóttir. Leikstjóri: Jónas Jónsson. 21.35 Lúðrasveit Húsavikur og Karlakórinn Þrymur^leika og syngja islenzk og erlend lög. Einsöngvarar: Eysteinn Sigurjónsson og Guðmundur Gunnlaugssón. Stjórnandi: Ladislav Vojta. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. CATERPILLAR Hentug lóöir og | bílastæói _S2 SAIJMII) SJÁLFAR Þér fáið sniöin hjá okkur ásamt fjöl- breyttu úrvali efna J ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.