Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.07.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. júli 1972 TÍMINN 15 íþróttir Framhald af bls.'ll. birni sigri að þessu sinni. Kepp- endur eru 5. Kringlukast: Erlendur Valdimarsson, IR er nú aftur með eftir rúmlega mán- aðarmeiðsli. Hann sigrar með yfirburðum, en alls eru keppend- ur 11. Hörð barátta verður milli Hreins Halldórssonar, HSS, og Páls Dagbjartssonar, HSÞ um annað sæti. Sleggjukast: Keppendur eru aðeins tveir, Erlendur Valdimarsson og Jón H. Magnússon. ÍR og við spáum Er- lendi sigri. KONUR: 100 m hiaup: Keppni verður geysihörð i þess- ari grein og viðbragðið getur ráð- iðúrslitum. Viö veðjum á Sigrúnu Sveinsdóttur, A. Keppendur eru 17 talsins. 400 m hlaup: Niu keppendur eru skráðir og okkar spá eru: Ingunn Einars- dóttir, 1R, en Unnur Stefánsdott- ir, HSK veitir henni harða keppni. 1500 m hlaup: Þessi grein er nú i fyrsta sinn keppnisgrein á tslandsmeistara- móti. Keppendur eru skráðir 3 og við spáum Ragnhildi Pálsdóttur, UMSK sigri. I.angstökk: Fjölmennasta grein mótsins, 22 skráðir keppendur. Keppni verð- ur hörð og óvæntir hlutir geta gerzt. Viö spáum Hafdisi Ingi- marsdóttur, UMSK sigri, en Lára Sveinsdóttur, Á, getur komið á óvarl. Undankeppni verður i þessari grein á morgun kl. 10,30 fyrir hádegi. Kringlukast: Óviss grein, en keppendur eru 6 talsins. Við spáum Kristjönu Guðmundsdóttur, 1R sigri. Spjótkast: Arndis Björnsdóttir, UMSK sigrar, en keppendur eru 7. Mánudagur 24/7: Fimmtarþraut: Aðalkeppnin verður milli Val- bjarnar Þorlákssonar, Á og Stefáns Rallgrimssonar, KR. Við spáum Stefáni sigri. 3000 m hindrunarhlaup: Það er ótrúlegt en satt, að keppendur eru skráðir 8 i þessa grein. Okkar spá er: Halldór Guðbjörnsson, KR. 4x400 m boöhlaup kvenna: Sveitir frá 1R og UMSK keppa og við spáum þeim siðarnefnu sigri. Framhald af bls. 7. kvæmdastjóri vefnaðarvöru- verksmiðju i Fu Shan sagði mér til dæmis, að verkafólkið væri við stjórnmálanám hálfa fimmtu stund á viku. Þegar ég spurði hann, hvernig náminu væri hagað, sagði hann: ,,Við lesum i Peking-blöðunum greinar, sem fjalla um, hvern- ig eigi að auka framleiðsl- una”. AUÐVLET er að gera þá skyssu að imynda sér, að allt snúist um hina breyttu utan- rikisstefnu Kina. Þegar ég var búinn að dvelja viku á megin- landinu virtist mér einsýnt, að Kinverjar væru um allt annað að hugsa. Breyting utanrikis- stefnunnar virðist einna helzt fylgifiskur breyttrar stefnu heima fyrir. Kinverjar eru greinilega að draga úr árásar- hættunni með þvi að vingast við aðrar þjóðir. Þeir hafa einnig horfið frá hugsjóna- og fórnarkröfunum, sem mest bar á i menningarbyltingunni, og einbeita sér i þess stað að þvi að auðga hið daglega lif. Þessi breyting felur i sér margar hættur, til dæmis þá, að eins konar bylting verði i vonum og kröfum. Valdhaf- arnir i Peking virðast treysta sér til að ráða við þessar hætt- ur. ,,Þegar lifskjör þjóðar- innarbatna krefsthún auðvitai meiri og betri neyzluvara en áður', sagði einn verksmiöju- stjórinn. Og hann bætti við, hvergi smeykur: ,,Við verðum að koma á byltingarkenndum breytingum til þess að auka framleiðsluna”. SKAFTA Framhald af bls. 1. fýlu, en þó var brennisteins- eimurinn ekki svo megn, að félli á málma. Okkur var tjáð á Klaustri að Skaftárhlaupin væru óútreiknan- leg. Vatnið gæti enn átt eftir að vaxa til muna. en gætu hlaup lika dottið niður jafnsnögglega og þau koma. A Kirkjubæjarklaustri voru menn áhyggjulitlir, enda ekki sérlega hætt við.að Skaftá valdi usla þar austur frá. Það var Snorri Hallgrimsson prófessor aftur á móti ekki, en hann leggur stund á laxrækt þarna austur i Landbroti, ásamt Kristni Guð- brandssyni. Við hittum Snorra heima i sumarbústað Kristins, og spurðum hann, hvaða áhrif Skaftárhlaupið gæti haft á laxinn og silunginn á vatnasvæðinu þarna austur frá. Snorri sagði að hann hefði verið farinn að gera sér góðar vonir um árangur af fiskræktinni, áöur en hlaupið hófst, þvi að fiskur hefði verið farinn að ganga i vötnin. Kemur hann upp i þau um Veiði- ós, og þaðan fer hann i Tungulæk og Hæðarlæk, en við þessa læki hafi þeir Snorri og Kristinn eldis- stöð sina. — Nú þegar hlaup er komið i vötnin, getur nýtt orðið upp á teningnum, sagði Snorri. Ég er smeykur við að brennisteins- vetnið i vatninu geti haft alvarleg áhrif á fiskinn, jafnvél orðið að grandi. Þó vitum við þetta ekki, sagði Snorri. Snorri sagði.að þegar hlaupið kom i fyrra, hefði allur fiskur horfið úr ánni og sézt ekki aftur fyrr en um mánaðamótin ágúst- september. Við vitum, að seiðin þola brennisteinsvetnið mjög illa, og drepast yfirleitt eftir nokkra daga. Hins vegar vitum við ekki, hvað kynþroska fiskur þolir mikið brennisteinsvetni.Sagði Snorri.að þó svo að nú liti ekki vel út, þá hefði ekki mikil brennisteinsfýla fylgt hlaupinu, og það gæti vakið þær vonir, að ekki væri mikið brennisteinsvetni i vatninu að þessu sinni. Hækkaði um 150 sm á 10 timum Enn hafði hlaupið færzt í aukana i gærmorgun, og tuttugu ferðalangar, sem lokazt höfðu inni i Skaftárdal i fyrradag, gátu ekkert annað gert en horft á ána vaxa. Engin von var til þess að komazt vestur yfir. Þegar við fórum veginn frá Kirkjubæjarklaustri vestur að Ásum, var áin búin að grafa sig undir veginn og á tveimur stöðum var hann dottinn niður, svo að betra var að fara varlega. Vegurinn upp að Búlandi var greiðfær, nema fyrir neðan bæinn Hvamm var áin byrjuð að fljóta yfir veginn og það var rétt með naumindum, að hægt var að komazt yfir. — Ekki var komist lengra en að Búlandshöfða. Fyrir framan höfðann var vegurinn al- gjörlega umflotinn jökulvatninu og brýrnar sem liggja þar yfir, voru umflotnar vatni, og vantaði ekki nema 70-80 sm, að áin flæddi yfir brýrnar. 1 bakaleiðinni komum við að brúnni við Litla-Hvamm. Þar hittum viö fyrir verkfræðing frá vegagerðinni, sem var að mæla, hversu mikið áin hefði hækkað s.l. 10 tima og kom i ljós, að hækkunin var talsvert yfir einn metra, miðaö við brúarstöplana. Fyrir ofan brýrnar hafði myndazt lón og var það mun hærra en vatnið fyrir neðan brúna. Vatnið hafði ekki nægt rúm til framrásar og hafði þvi sennilega hækkað i ánni um 1.5 metra á 10 timum. Þarna Kiaftiii'iiin ri' gífurlegur. var áin byrjuð að grafa úr veginum, sem liggur á milli brúnna, og benti til þess, að vegurinn yrði kominn i sundur eftirnokkra tima. En i gærkvöldi var ekki vitað, hvort hann hefði farið i sundur. BÆJARSTJORNARMEIRI- HLUTI Á ÍSAFIRÐI Þjónaverk- fall í nótt? Klp-Reykjavik. Sáttasemjari liefur hoðið tii fiindar með framreiðslumönnum og vcitingamönnum kl. Ki.OO i dag. Kf ekki næst samkomulag á þeim fundi, kemur til boðaðrar vinnustöðvunar framreiðslu- manna kl. 3 næslu nátt, cða að lokinni laugardagsvakt þjónanna. GS-ísafirði. Á fundi bæjarstjórnar isafjarð- ar i fyrrakvöld kom i ljós, að þar hefur vcrið myndaður bæjar- stjórnarmeirihluti, sem enginn hefur verið til áður. Það eru Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. sem hafa tekið höndum saman. Fulltrúi Framsóknarmanna, Theódór Norðkvist, bar fram fyr- irspurn um myndun þessa bæjar- stjórnarmeirihluta, og fékk hann þau svör, að gerður hefði verið málefnasamningur, sem ekki yrði birtur, og væri enginn mál- efnaágreiningur milli þeirra flokka þriggja, sem meirihlutann mynda. 1 samræmi við þetta voru siðan kosnir forsetar bæjarstjórnar og menn i bæjarráð og nefndir. Bæjarstjórnarforseti var kosinn Sjálfstæðismaðurinn Högni Þórðarson, en varaforsetar Jón Baldvin Hannibalsson og Sigurð- ur Jóhannesson. Allt fram að siðustu stundu átti Jón Baldvin i samningum við Framsóknarmenn og Alþýðu- bandalagsmenn um myndun bæjarstjórnarmeirihluti sömu aöila og standa nú að rikisstjórn. Truflanir á utanlandsflugi önnur þota Flugfélags Islands varð fyrir þvi óhappi, er hún lenti á flugvelli i Malaga, að einn af fjórum aðalhjólbörðum hennar bilaði, og hlutust af þessu skemmdir á vængbörðum og leiðslum i hjólhúsi. Nú er búið að gera við skemmdirnar og milli- landaflug komið i eðlilegt horf. Nokkrar tafir hafa einnig orðið á Grænlandsflugi félagsins vegna veðurs i Narssarssúak i Eiriks- firði, og eins hafa orðið nokkrar truflanir á Færeyjaflugi undan- farna daga, þar eð veðurguðirnir voru ýrðir i skapi eins og á Vest- ur-Grænlandi. Innanlandsflug hefur aftur á móti gengið mætavel, og hafa far- þegar bæði verið fleiri og flutn- ingur meiri en undanfarin sumur. JH Þefuðu en fundu ekkert Klp-Reykjavik. Hótelgestir á Loftleiðum fundu i gær einhvern reykjarþef á göngum hótelsins og var slökkviliðinu i Reykjavik þegar gert við- vart. Það kom á staðinn með allan sinn flota og mannskap, auk þess sem Flugvallarslökkviliðið var tilbúið i næsta húsi með allt sitt hafurtask. Þrátt fyrir mikiö ,,þef” slökkviliðs- manna og annara aðstoðar- manna i allar áttir og um allt hótel, fannst enginn reykjar- lykt og þvi siöur eldur i húsinu. ss Fjölþættar veitingar. Vörur fyrir ferðafólk i úrvali. Benzin og oliur. — Þvottaplan. Leggjum áherzlu á fljóta og góöa afgreiðslu i nýju og fallegu húsi. Verið velkomin. VKITINGASKALINN BRÚ, Hrútafirði. YÞYRU fyrirliggjandi Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.