Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS UPPÞVOTTAVtLAR RAFIflJAN RAFTORG SIMI: 19294 SÍMI: 26660 164. tölublað — Sunnudagur23. júli 1972 — 56. árgangur kæli- skápar" RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 El Grillo á dagskrá á nýjan leik: Röddin sagði: „Skipinu má lyfta með frauðplasti" El Grillo liggur á sinum stað á botni Seyðisfjarðar á þrjátiu til fjörutiu metra dýpi, og Seyðfirðingum stendur vaxandiógn af þvi, sem innan ryðgaðs byrðings, þess er. Enn á ný eru kafarar að búast til starfa þar eystra. — Þeir komu hingað austur i gær, sagði fréttaritari Timans á Seyðisfirði, Ingi- mundur Hjálmarsson, er hann átti tal við blaðið i gær og i morgun var komið hingað varð skip og er hér enn. Einfalt úrræði, sagði röddin En hverju, sem köfurum tekst að ná upp, munu þeir ekki koma f veg fyrir, að olian úr skipinu flæði um allan sjó og valdi stórspellum, ömur- legum fugladauða og miklum óþrifnaði, þegar oliugeymar þess gefa sig til fulls. Þess vegna lögðum við eyrun við, þegar hringt var til okkar snemma á laugárdags- morguninn og heyrðum rödd, sem sagði: Ég hef i tiu tíl fimmtán ár verið að velta þvi fyrir mér hvernig lyfta má sokknum skipum af hafsbotni og færa þau til að vild, og ég get ekki betur séð en það megi oft gera á afareinfaldan og tiltölulega kostnaðarlitinn hátt. Við eigum völ á þeirri tækni, að þetta ætti að vera okkur i lófa lagið. Eða svo sýnist mér. Reikningsdæmi, hve mikið þarf af frauð- plasti Maðurinn sem talaði, heitir Varðskipið Albert, sem á morgun heldur til rannsókna á Breiöafirði. Vakað eftir skákúrslit- um í AAoskvu Milljónir skákáhugamanna i Sovétrikjunum þreyta nú and- vökur þá daga, sem þeir tefla hér uppi á Islandi.Spasski og Fischer. Úrslitin i skákunum berast venju- lega þangað um kl. 2 á næturnar, en timamismunurinn hér o'g þar er þrjár klukkustundir. Geysi- mikill áhugi er á heimsmeistara- keppninni i landi Spasskis og fjöldi fólks gengur ekki til náða fyrr en úrslit hafa borizt. Spasski á hugi og hjörtu allra i Sovétrikjunum, en Fischer á einnig sina aðdáendur þar. Frá þessu er m.a. skýrt i Moscow News, blaði, sem gefið er út á ensku i Moskvu. Þar segir ennfremur að hinir mörgu stór- meistarar í Moskvu og aðrir séu ánægðir með að keppnin um heimsmeistaratitilinn sé loks byrjuð og voni að ekkert verði til þess að koma i veg fyrir að skákunnendur um allan heim fái að njóta þess að fylgjast með viðureign þessara tveggja frábæru skákmeistara. Engu er spáð um úrslit einvigisins, þau eru of langt undan. Menn búast við hörðum átökum þeirra Spasskis og Fischers en eingöngu yfir tafli, segir i blaðinu. Vonandi verða lok keppninnar með meiri frið og spekt en upphafið, segir greinar- höfundur að lokum. Ásgeir Einarsson, áður sölu- stjóri hjá Cudogleri og lengi starfsmaður hjá G. Þorsteins- son & Johnson og Rönning. Hann segir, að hugmynd hans hafi farið að mótast þegar stórskipið Andrea Dorea sökk hér á árunum. — Hugmynd min er sú, i fám orðum sagt, að dæla frauðplasti niður i lestar og geyma birgðaskipsins, sem nú veldur Seyðfirðingum og mörgum fleiri mestum áhyggjum unz, það lyftist, sagði Asgeir. Hver tenings- metri af frauðplasti vegur á móti tuttugu lestum af sjó, og það er reikningsdæmi, hve mikinn hluta af rúmtaki skipsins þarf að fylla af frauði til þess að það komi upp úr sjó. Björninn unninn, ef skipið flýtur — Sjálfsagt verða kafarar að loka ventlum, hélt Asgeir áfram, og búa El Grillo undir það, að frauðinu sé dælt niður i það úr skipi, þar sem plastið yrði hitað og blásið upp, svo að það verður að kúlum eins og tiðkast um svokallaða perlu- einangrun. Ég get ekki imyndað mér, að þessu fylgdi meiri kostnaður en öllu þvi stimabraki sem að öðrum kosti er fyrirsjaanlegt, auk þess að draga má skipið út i hafsauga, ef það næst upp úr sjónum og sprengja það þar i loft upp, eða koma þvi inn á einhverja vik, þar sem með viðeigandi viðbúnaði ætti að takast að hafa heimil á oliunni sem úr þvi kæmi, og eyða henni. . „ J .H. ASGKIK KINARSSON — I'rauðplasl lausnin? Geysilega umfangmiklar rannsóknir á grunninu - hafa mikla þýðingu fyrir fiskveiðar í framtíðinni ÓV—Reykjavík Mjög umfangsmiklar rann sóknir á landgrunninu standa nú yfir. Eru þær geröar á vegum sjö aðila: Orkustofnunar, veður stofunnar, hafrannsóknar stofnunarinnar, raunvísinda deildar 111, sjómælinga lslands landhelgisgæz lunnar og rannsóknarráðs ríkisins, sem er eins konar samræmingaraðili. Vilhjálmur Lúðviksson efna- fræðingur, sem er formaður land- grunnsnefndar rannsóknarráðs, sagði í viðtali við fréttamann Timans, að rannsóknir þessar væru nú gerðar á grundvelli til- lagna, sem landgrunnsnefnd hefði gert árið 1970. — Það gafst sérstakt tilefni til að fara af stað með þetta nú, sagði Vilhjálmur, vegna tilboðs, sem barst frá landmælingadeild bandariska hersins um lán A þyngdarmælingatækjum en slikar mælingar voru einmitt einn liðurinn i þessum samfelldu rann- sóknum, sem gerðar voru tillögur um. Þegar framkvæmdar eru jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á skipi, sem i þessu tilfelli er varð- skipið Albert, þá er hægt aðfram- kvæma samtímis ýmis konar mælingar, sem sé bæði sam- felldar dýptarmælingar, sem okkur er kannski mest hags- munamál, þyngdarmælingar, segulmælingar og jarðlaga- þyktarmælingar. Vilhjálmur sagði rannsóknir þessar eiga að ná yfir allt islenzka landgrunnið — svona eins og hægt er að skilgreina það. Hagnýta þýðingu af þessum rannsóknum sagði Vilhjálmur i fyrsta lagi vera þá, að dýptar- mælingar eru geysimikilvægur álangi i aímennri þekkihgu á land grunninu. —Þessar rannsóknir eru mjög nákvæmar, en kannski ekki eins itarlegar og þær þyrftu að vera með timanum, sagði Vilhjálmur. Þetta er kannski hluti af miklu stærra verki, sem miðar að þvi að fá nákvæmari vitneskju um dýpt og gerð land- grunnsins og lögun. Og það hefur áreiðanlega mikla þýðingu með tilliti til fiskveiða i framtiðinni. Nú þegar hefur þetta mikla þýðingu varðandi siglingar — og jafnvel fiskveiðar, en það verður sennilega enn mikilvægara I framtiðinni. Auk þess veit maður aldrei hvað kann að finnast á hafsbotni hér á landgrunninu. Um borð i Albert eru nú hópar bandariskra og islenzkra vis- indamanna, og i sambandi við þessar rannsóknir eru einnig á landi tvær staðsetningarstöðvar, sem miða út skipið og fá nákvæma staðsetningu á þvi. Mælingum er nú lokið I Faxaflóa og fyrir Reykjanesi, en á morgun heldur Albert með visinda- mennina á Breiðafjörð. Rannsóknirnar eru kostaðar að nokkru leyti af landmælingum Bandarikjahers, sem lánar þyngdarmælinn og borar einnig starfrækslu staðsetningar- stöðvanna, sem fluttar eru á til. Rekstur þeirra er hinsvegar framkvæmdur af Orkustofnunni — fyrir fé bandariska hersins. Útgerð skipsins og sjómælingar, segulmælingar og aðrir þættir eru borgaðar með sérstakri fjárveit- ingu rikissjóðs. Vilhjálmur sagðis álita, að rannsóknir þessar tækju 2-4 ár. Teffir Spasskí ekki? t»ær fréttir bárust út i gær, skömmu áður en blaðið fór i prentun, að Spasskí myndi fara fram á að tefla ekki 6. ein vigisskákina i Laugardalshöllinni i dag. Þrátt fyrir itrekað- ar tilraunir náði blaðið ekki sambandi við yfir- dómara keppninnar, og gat þvi ekki fengið þessa frétt staðfesta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.