Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. júli 1972 TÍMINN 3 Ræða Einars Ágúsissonar utanrikisráðherra við undirritun viðskiptasamnings Islands og EBE Island er tengt ríkjum hins stækk- aða bandalags sterkum böndum og vill ekki að þau bönd bresti Við undirritun viðskipta- samnings íslands og Efna- hagsbandalags Evrópu i Bruxelles laugardaginn 22. júli hélt Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, eftir- farandi ræðu: ,,Með þessari athöfn lýkur flóknum en árangursrikum samningaviðræðum og nýtt timabil hefst i samskiptum Efnahagsbandalagsins við þau EFTA-riki, sem ekki sóttu um aðild að bandalaginu. Við erum samankomnir hér i dag á þeim stað, þar sem þrjú EFTA-riki og trland undir- rituðu aðildarsamninga fyrir nákvæmlega hálfu ári. Samningar okkar eru gerðir i beinu framhaldi aðildarsamn- inganna, enda þótt þeir séu allt annars eðlis og umfangs- minni. Engu að siður hefur með þeim náðst merkur árangur, þar sem friverzlun með iðnaðarvörur hefur verið tryggð milli hins stækkaða bandalags og EFTA-rikjanna, sem að samningunum standa. Við Islendingar, vildum ekki standa utan við þessa þýðingarmiklu þróun. fsland er hluti af Evrópu, tengt rikjum hins stækkaða banda- lags sterkum efnahags-, stjórnmála-, menningar- og sögulegum böndum. Ef samningar hefðu ekki tekizt, þá gat verið hætta á þvi, að losað hefði smám saman um þessi tengsl, en við óskum ekki, að svo verði. Sem aðili að EFTA gat tsland frá upphafi tekið þátt i samningaviðræðum við Efna- hagsbandalagið. Sé litið á samningsniðurstöðurnar, sem fyrir liggja, er ljóst að banda- lagið hefur haft raunhæfa og sveiganlega afstoðu til sér- stæðna íslands. Enda þótt markmið samn- ingaviðræðnanna væri fri- Einar Ágústsson verzlun með iðnaðarvörur, gerði bandalagiö sér ljóst, að slikur samningur myndi vera algjörlega ófullnægjandi fyrir lsland og féllst þvi á , að samningurinn nægði einnig til sjávarafurða, sem eru aðalút- flutningsvörur tslendinga. Með þessu hefur bandalagið gefið gott fordæmi um það hvernig leysa beri sérstök vandamál smárikis. Fyrir þennan skilning flyt ég þakkir islenzku rikisstjórnarinnar. Við tækifæri sem þessi er eðlilegt að hugsa til þess, sem vel hefur tekizt og að lita björtum augum til framtiðar- innar. Engu að siður get ég ekki látiö hjá liða að minnast á, að skuggi hvilir yfir samningsgerðinni. Efnahags- bandalagið hefur gert þann fyrirvara, að umsamdar við- skiptavilnanir fyrir sjávaraf urðir komi eigi til fram- kvæmda nema viðunandi lausn finnist á efnahagslegum vandamálum er leiða af út- færslu islenzku fiskveiðilög- sögunnar. Komi sá fyrirvari til framkvæmda er framtið samningsins i hættu. Það er einlæg von min, að til sliks komi ekki. Enda þótt samningaumleitanir við Bret- land liggi niðri eins og er, hafa báðir aðilar margsinnis lýst þvi yfir, að dyrum hafi ekki verið lokað og ég er vongóður að vegna þess áhuga, sem fyrir hendi er á báðar hliðar finnist viðunandi bráða- birgðalausn. Fari svo er ég þess fullviss, að samningurinn muni þegar til lengdar lætur vera mikils virði fyrir efna- hagsþróun tslands og tengsl þess við Evrópu. Að lokum leyfi ég mér að láta i ljós þá von og trú, að samningar þeir, er hér hafa verið undirritaðir megi hafa mikil og varanleg áhrif á samstarf Evrópuþjóða og muni á þann hátt stuðla að friði og farsæld i heiminum. Utanrikisráðuneytið, Keykjavik, 22. júli 1972. BYÐUR ÞAÐ BEZTA SEM T/L ER Á MALLORCA Wrrt frá kr. 12.500.— tíeint þotuflug bafiar leiðir, eða með viðkomu i tíondon. Brottför hálfsmánaðarléga til 15. júli og I hverri viku eftir það. Frjálst val um dvöl í ibúðum í Palma og i bað- strandabæjunum (Trianon ok Granada) eða hinum vinsadu hótelum Antillas Barbados, Playa de I*alma, Melia Majía- luf o.fl. Kigin skrifstofa. Sunnu i i’alma með islen/.ku starfsfólki veitir öryKKi ok þjónustu. Mallorka er fjölsótt- asta sólskinsparadis Evrópu. FJölskylduafsláttur. COSTA DEL SOL Vfrft frá kr. 12500 I.okftiii* — I .oksiim — l.oksiiiN kemst fólk til C'osta del Sol ok Ketur fen«ið að stan/a á heimleiðinni, til þess að fara i leikhús ok skoða útsölurnar í Oxfordstradi. EIOKið á hverjum sunnudeííi. til MalaKa, dvalið á Cosla tlel Sol i tvair vikur og siðan þrjá daga i London á heimleið- inni. — l»ér veljið um dvöl á eftirsóttum hötelum á Costa del Sol, svo sem Alay. eöa Las l'erlas eða lúxusibúöun- um i'layamar. KAUPMANNAHOFN Vi*rft frá kr. 14.120.— (V’enjul. flugfargjald eitt kr. 21.100. ) t»ér fl.iúgið með þotu. sem Sunna leigir beint til Kaup- mannahafnar. tíúið þar á fyr- irfram völdu hótcli. Tva*r mál tiðir á dag. Njótið þjónustu Islenzks starfsfólks á skril- skrifstofu I Kaupmannahöfn. Getið valið um skemmtiferðir um borgina, Sjáland og yfir til Svíþjóðar. Eða bókað fram- haldsferðir með dönskum ferðaskrifstofum, áður en far- ið er að heiman. FERflASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI7 SIMAR1640012070 Handi PAPPIRS handþurrkur Á.A.PÁLMASON Sími 3-46-48. Ekið yfir fyrsta minkinn, sem sést í Skutulsfirði GS-tsafirði. Minks hefur hingað til ekki orðið vart i Skutulsfirði. En nú hefur fundum manns og minks borið þar saman. Það gerðist með nokkuð sögulegum hætti: Rafveitubillinn ók yfir fyrsta minkinn, sem hér hefur sézt, við rafstöðina i Engidal. Það er að visu ekki neitt óvænt, að mink skjóti upp á þessum slóðum. Hann hefur verið um allt i Djúpi, sums staðar i Jökulfjörðum og oft mikið af honum i F’urufirði á Ströndum. Sunnan Breiða- dalsheiðar hefur einnig verið að færast i aukana og talsvert um hann i Súgandafirði, helzt i Vatnadal. Jón Grétar Sigurðsson | héraðsdómslögmaður Skólavörðustig 12 Simi 18783

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.