Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 23. júli 1972 TÍMINN 5 Hvað Þegar maöurinn tók sin fyrstu spor á hafsbotni, fannst honum hann einmana og hjálparvana. Linan, sem tengdi hann við yfir- borðið, og loftslangan voru lif- taugar hans og fjötrar um leið, er heftu frelsi hans i riki Neptúnus- ar. Fyrstu kafklefarnir („batis- ferur”) voru verkfræðilega séð eftiröpun á kafarabúningnum. Stál kúla, sem hékk á langri linu, gaf mönnum ekki mikið svigrúm heldur. Siðan kom froskbúningurinn, og maðurinn var frjáls ferða sinna i djúpunum. Þar með var isinn brotinn, og farið var að smiða tæki, er stýra mætti i kafi eins og flugvélar svifa um loftin. Timabil litilla rannsóknarkafbáta var hafið. I mörgum löndum heims eru nú byggðir heilir flotar af litlum, lið- ugum kafbátum til rannsókna. Geta þeir kafað niður á mikið dýpi og „svifið” þar, svo að vis- indamönnum gefist tóm til að gera athuganir á lifnaðarháttum ibúa i heimi þagnarinnar. t Sovétrikjunum voru það tveir meðlimir Akademiunnar, þeir Simanski og Krylov, sem fyrst hófust handa um smiði litils, sjálfstæðs neðansjávarskips til rannsókna, en striðið batt enda á tilraunir þeirra. En þráðurinn var tekinn upp að nýju, og i rannsóknarstofu Haf- rannsóknarstofnunarinnar hefur verið smíðað neðansjávartæki af nýrri gerð, er hlotið hefur nafnið „Gvidon”. Þegar Gvidon liggur á þurru, minnir hann einna helzt á örlitla geimstöð, tunnulaga skrokkur gyrtur loftkútum. Yzt eru svo stálbogar, nokkurs konar „stuð- arar” til að verja skrokkinn áföll- um. Það er alveg sama, á hvaða hátt Gvidoni er steypt i sjóinn: hann réttir sig alltaf af sjálfkrafa, og hann heldur sér uppréttum, þótt staðnæmzt sé á ójöfnum botni eða i halla. Ahöfnin er þrir menn: stjórnandi og tveir könn- uðir. Á tækinu eru 10 skjáir. Ot um þá er auðvelt að taka ljós- myndir og kvikmyndir. Ennfrem- ur er það búið bergmálstækjum til að leita uppi fiskitorfur. erGvidon? Helztu kostir tækisins eru þeir, að það er litið og létt (4 tonn) og auðvelt og liðugt i stórn. Gvidon er búinn tveim rafhreyflum, er fá orku frá rafhlöðum. Hann getur snarhemlað, skotizt upp á yfir- borðið með miklum hraða og snú- izt um öxul sinn eins og skoppara- kringla. Helzta verkefni Gvidons og áþekkra tækja er að fylgjast með þvi, hvernig net og önnur veiðar- færi starfa. Hvaða togari sem er getur flutt hann og skotið honum út, ef þurfa þykir. Getur slikt komið sér afar vel, einkum á löngum veiðiferðum til fjarlægra staða, auk þess sem tækið er einkar hentugt til visindalegra rannsókna. L. Repin (APN). Gvidon fer i kaf. Svefnsófar með hlifðardúk og rúmfatageymslu. Þessi glæsi- legi einsmanns svefnssófi (teak) kostar aðeins kr. 12.000.oo Úrval áklæða. Sófinn fæst einnig úr eini ( kr. 12.990.00 ) og pallisander ( kr. 14.730.00 ) Sendum gegn póstkröfu. VERZLUNIN ÓÐINSTORG HF. Bankastræti 9, Reykjavik, simi 14275 HEYÞYRLA OSKAST Vil kaupa strax notaða 2ja stjörnu hey- þyrlu. Tilboð og lýsing sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 28. júli merkt „Heyþyrla 2.” ÞM Meira svigrúm... jgjggjg! f2§| % m jjjj f Rekord II er rúmgóöur bíll - Okumaöur og farþegar hafa nóg svigrúm og geta rétt úr sér aö vild. Breið sæti, sem hægt er aö halla aftur, tryggja þægilegan akstur án hinnar illræmdu ökuþreytu. Hönnuðir REKORD II hafa þaulhugsaö hvert smáatriði: til dæmis eru öll stjórn- tæki staösett beint fyrir framan þig — stórar kringlóttar skífur og veltirofar meö sjálflýsandi merkjum. - Gjöröu svo vel og seztu inn. Rekord II SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA 0 Véladeild Ániii'n a rt nrui/ iaiiíi/ cím oonnn ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.