Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 23. júli 1972 Kyrir harnileikinn voru Kcnnedy-og Williamshjónin nánir vinir. Andy studdi Robert stjórnmálalega og nú þegar liann er horfinn, finnur hann til ábyrgðar gagnvart Ethel og börnunum. Hagsýnir bændur velja sér hagkvæmar vélar, þeir velja | dráttarvélar við sitt hæfi HF HAMAR VELADEÍLD SlMI 2-21-23 TRYGGVAGOTU REYKJAVlK VERÐUR BRÚÐKAUP Á NÆSTA ÁRI? Ilann er ávallt reiðubúinn þcgar citthvað amar að börnum hennar. haltur eftir uppskurð á fæti og Ethel var komin 7 mánuði á leið. Auk tennis hafa bæði Andy og Ethel gaman af að skreppa á skiði og sigla. Bæði elska þau hesta og stunda útreiðar. Margt fleira eiga þau sameiginlegt, en það sem sennilega er þyngst á metunum, erhvað þau hfa bæði mikið dálæti á börnum. Flekklaus fortíð Andy Williams er sú manngerð, sem Bandarikjamenn eru hvað hrifnastir af. Síðan 1959 hefur hann verið meðal vinsælustu sjónvarpsstjarna þar vestra. Hann er vel menntaður og aldrei hefur hann verið orðaður við nokkurt hneyksli. Hann er alvarlegur, án þess þó að sýnast merkilegur með sig og hann er fyndinn og skemmtilegur á bandariska vísu. Börn dýrka hann og kalla hann gjarnan Andy frænda. öllum likar vel við hann, þvi hann þekkir leyndardóm þess að láta engum mislika. Sagt er, að hann sé svo vingjarnlegur að enginn geti neitað honum um greiða. Eitt sinn kom hann þvi til leiðar i Las Vegas,erhann kom þar fram, að Krank Sinatra og Bing Crosby, erkióvinirnir sjálfir, spjölluðu saman eins og aldavinir. Andy Williams fæddist i Iowa og söng i mörg ár með foreldrum sinum og fjórum bræðrum. Nú, eftir sjö gullplötur og alheimsfrægð, er hann einn af auðugustu og dáðustu stjörnum Bandaríkjanna. Skildi i fyrravor Andy var kvæntur i tiu ár, frönsku söngkonunni Claudine Longet og eiga þau saman þrjú börn, átta, sex og tveggja ára. t fyrravor skildu þau og kom það engum á óvart. Vinir þeirra segja, að þau séu gjörólik á flestum sviðum. Claudine er of frönsk og Andy getur aðeins orðið hamingjusamur með bandarískri stúlku, var álit vinanna. Nú hefur hann fundið hana. Gerter ráð fyric að brúðkaupið verði haldið á næsta ári. Þangað til fær enginn neitt að vita, nema það sem Salinger álitur heppilegt að fræða fjölmiðla um. Fólk þarf tima til að venjast þeirri tilhugsun, að ekkja Bobs ætli að gifta sig. Þetta á að lita svo út, að Ethel færi fórn til að fá föður handa börnum sinum og alls ekki má lita svo út, að Andy hafi skilið vegna Ethelar. Þess vegna verður hljótt um málið að sinni. — SB Fyrst var það Jacqueline, nú er þaö Ethei Kennedy, sem hefur fcngiö leyfi til aö skapa sér nýtt lif. Talið er að innan árs gangi söngvarinn Andy Willams hinum ellel'u börnum hennar og Roberts Kcnncdy i fööur staö. Það er Pierre Salinger, yfirmaður fréttadeildar Hvita hússins, sem kom með fréttina eigi fyrir alllöngu eftir að hafa gert skoðanakannanir i þvi skyni að kynna sér, hvort það mundi kasta skugga á nafn fjölskyld- unnar, að ekkja Roberts Kennedy gengi i annað hjónaband. Liklega hefur reyndin ekki oröiö sú af þessum könnunum. Engar hindranir Sagt, er aö þegar gamli Kennedy lá fyrir dauöanum, hafi hann beðið Ted að halda uppi merki ættarinnar.Ef Ted hefði farið að vilja hans, mundi Ethel nú ekki hafa neina mögu- leika á að gifta sig að nýju. Mynd hinnar óhuggandi ekkju heföi sem sé haft ómetanleg áhrif á kosningabaráttu Kennedys. En nú verður Kennedy ekki með i kosningabaráttunni og þvi eru engar hindranir i veginum fyrir Ethel. Hún hefur rætt málið við Hose, tengdamóöur sina, Ted og mágkonu sina. Sjálf studdi hún Jacqueline heils hugar, við að brjótast úr ekkjustandinu, hún skildi hana. Greinilegt, er aö Ethel þarfnast stuðnings karlmanns við uppeldi barnanna. Elzti sonurinn, Robert, hefur tvisvar komist i kast við lögregluna. Vinátta Ethelar og Andys er ekki ný af nálinni. Maöurinn.sem vill reyna að koma i stað Roberts er gamall vinur fjölskyldunnar. Andy Williams starfaði fyrir John F. Kennedy i kosningabaráttunni og einnig Robert. En það voru ekkí aöeins stjórnmálin, sem veittu honum aðgang að Hickory Híll, heimíli Roberts og Ethelar. í fyrsta skipti var honum boðið þangaö sem mótleikara Roberts i tennís. Þaö var áhugi Andys og Ethclar á ýmsum iþróttum, sem varö fyrst og fremst til að þau fundu hvort annaö. Ekkert fjas um smámuni Eitt sinn sagði Andy svo frá: — Ted bauð mér heim sem fjórða manni i tennis, en ég afsakaði mig meö aö vera með fótinn i gipsi, þvi ég hafði brotið slórutána. Þó fór ég og það fyrsta, sem Ethel sagði var, að þau vorkcnndu mér ekkert og ég skyldi bara spila. Ég komst að raun um, að engin ástæða var til vorkunnsemi, Ted var i jarnlifstykki, Jim Whittaker var Ákvörðun Edwards Kennedy um að vera ekki i framboði i haust, hefur orðið til þess, að Ethel Kennedy getur nú gifzt Andy Williams Vandaðar vélar borga LOFT KÆLDU Slg bezt dráttarvélamar fulinægja ströngustu kröfum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.