Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 23. júli 1972 Menn 09 málelni Þcssi mynd er tekin vift Skaftá á fimmtudagskvöld, en þá haföi hlaupið ekki náð hámarki. (Tímamynd Gun nar) Það var vel til fundið hjá rikis- stjórninni að nota tækifærið og hafa kynningardagskrá fyrir þann mikla fjölda erlendra blaða- manna, sem hér á, landi hafa dvalizt að undanförnu, vegna heimsmeistaraeinvigisins. 40-50 erlendir blaðamenn þekktust boð rikisstjórnarinnar og fóru i kynn- isferðir til Vestmannaeyja og til Þingvalla og um Suðurland og haldnir voru þrir blaðamanna- fundir með Lúðvik Jósefssyni, Einari Ágústssyni og Ólafi Jó- hannessyni. Á blaðamannafundi Lúðviks Jósefssonar sagði ráðherrann m.a. að hvergi væri að finna staf um það i alþjóðalögum, að út- færsla fiskveiðilögsögu i 50 milur væri ólögleg, eins og Bretar héldu fram. Hann benti á, að Bretar hefðu árið 1958 haldið þvi fram að þriggja milna landhelgi væri al- þjóðaregla. Þeir hefðu haft rangt fyrir sér þá og þeir hefðu enn rangt fyrir sér. Bretar hefðu nú skotið málinu til alþjóðadómsins i Haag skv. samkomulaginu, sem gert var 1961. Þetta samkomulag hefur ekki lengur neitt gildi, þar sem þvi hefur verið sagt upp af tslands hálfu. Kyrst með tilkynn- ingu með 12 mánaða fyrirvara og siðar með formlegri uppsögn með 6 mánaða fyrirvara. Þetta sam- komulag hafði timabundið gildi og það hefur náð tilgangi sinum. Engri þjóð er skylt að hlita úr- skurði alþjóðadómsins, ef um sjálfan tilverurétt þjóðar er að ræða. islendingar telja að i land- helgismálinu sé um sjálfan lifrétt islenzku þjóðarinnar að ræða. Gamlar lummur Bretar halda þvi fram, að viö séum að leggja i rúst brezka tog- araútgerð og fiskiðnað með út- færslu landhelginnar við island. Þeir héldu þessu einnig fram 1952 og 1958. Þessi staðhæfing hefur reynzt laránleg og hún er það enn. Þeir svara ekki þessari spurningu: Hvar ætla brezkir togarar að veiða, þegar hinir stóru verksmiðjutogarar Rússa, Pólverja og Japana hafa eyðilagt fiskimiðin við island? Þeir segja aðeins: islendingar verða að semja við Rússa. Sannleikurinn i málinu, sem litt er haldið að brezkum almenningi af helztu andstæðingum okkar i landhelgisdeilunni er sá, að helm- ingurinn af þeim fiski, sem seldur er á brezkum markaði kemur af fiskimiðum við strendur Bret- landseyja. Það er aðeins fjórð- ungur heildarfiskaflans, sem seldur er i Bretlandi, sem komið hefur af íslandsmiðum og sum árin að segja enn minni hluti. Bretar segja, að við eigum að leita alþjóðlegra samninga um verndun fiskistofnana i Norður - Atlantshafi. Við höfum slæma reynslu af þeim fjölþjóðlegu svæðastofnunum, sem um þessi mál fjalla. Bitur reynsla Við höfum hvað eftir annað reynt að ná samkomulagi um ráðstafanir til verndunar smá- fisks á fiskimiðunum við tsland en án árangurs. Þjóðirnar, sem ferðinni hafa ráðið hafa ekki vilj- að á það fallast. Og hefur ekki reynslan kennt okkur, að þessar fjölþjóðlegu svæðastofnanir hafa aldrei viljað fallast á verndarað- gerðir fyrr en fiskimið hafa verið nær eydd með ofveiði. Hver er reynslan á St. Georges banka? Hvað er að gerast i Barentshafi? Að meðaltali hafa verið við veiðar hér við Island 80-100 er- lendir togarar. Stundum hefur tala þeirra farið upp i 130-160 skip. Þetta eru stór skip og i þeim flokki eru einnig frystitogarar, sem geta verið stanzlaust að veið- um i 2 mánuði samfleytt. ís- lendingar eiga nú aðeins 18 tog- ara. Allir kunnustu fiskifræðingar i Evrópu og Norður-Ameriku hafa staðfest, að stóru togararnir, sem hafa eyðilagt miðin i Norðvestur- Atlantshafi leiti nú nýrra miða og leiti austur á bóginn. Þeir munu koma til tsiandsmiða, þegar þeir hafa eytt öðrum fiskimiöum. Þessir sömu sérfræöingar halda þvi fram að allir þorskstofnarnir i Norður-Atlantshafi séu nú þegar full nýttir eða of nýttir og þeir þoli ekki meira álag. Okkar eigin reynsla fellur að þessum skoðun- um fiskifræöinganna. Togarar okkar hafa t.d. veitt um 20% minni afla á togstund en á sl. ári og bátafiotinn um 10-15% minna miðað við úthaldstima en i fyrra. Þeir, sem gera sér fulla grein fyrir þvi, að tilvera islenzku þjóðarinnar byggist á þvi, aö fiskimiðin verði ekki eyðilögð og íslendingum verði skapaður eðlilegur forgangsrétt- ur til að nýta þau og vernda, eiga auðvelt með aö skilja þær áhyggj- ur, sem íslendingar bera nú i brjósti vegna þróunar mála á fiskimiðunum. Þeir skilja, að is- lendingar eru að gera lifsnauð- synlegar ráðstafanir i nauðvörn. Bretar hafa reynt að nýta að- stööu sina hjá Efnahagsbanda- laginu, til að knýja tslendinga til undanhalds i landhelgismálinu. Það er alger eining um það á ts- landi, að láta ekki undan neins konar þvingunum eða bolabrögð- um i þessu lifshagsmunamáli þjóðarinnar. Við munum hvorki hopa né bogna fyrir hótunum, herskipum eða viðskiptastriði. Á blaðamannafundunum með hinum erlendu blaðamönnum lögðu allir ráðherrarnir hins veg- ar áherzlu á það, að tslendingar skildu þá erfiðleika, sem útfærsla islenzku fiskveiðilögsögunnar ylli i útgerðarbæjum i Bretlandi og islenzka stjórnin hefði reynt að ná samkomulagi við brezku rikis- stjórnina um timabundnar und- anþágur fyrir brezka togara inn- an hinnar nýju fiskveiðilögsögu. Slikt samkomulag hefur ekki tek- izt vegna þess aö Bretar hafa ekki viljað fallast á það, að tslending- ar hefðu i einu eða neinu meiri rétt á eigin fiskimiðum en Bretar. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á það, að islenzka stjórnin væru reiðubúin að taka upp samn- ingaviðræður að nýju, hvenær sem menn eygðu einhverja von um að bráðabirgðasamkomulag gæti tekizt og komizt yrði hjá stórvandræðum i skiptum ís- lendinga og Breta. Vonandi sér brezka stjórnin að sér i tima og tekur upp viðræður að nýju með eðlilegum tilslökunum frá fyrri afstöðu, sem vægast sagt hefur verið óbilgjörn. Á blaöamannafundi á Þingvöll- um skýrði Ölafur Jóhannesson, forsætisráðherra, bað vel fyrir hinum erlendu blaðamönnum, hver þróunin hefur verið á al- þjóðavettvangi á undanförnum áratugum að þvi, er varðar lög- sögu rikja yfir fiskimiðunum við strendur rikjanna. Útfærslan er fullkomlega lögleg Frá þeirri ákvörðun, sem Alþingi og rikisstjórn hefur nú tekið um útfærslu islenzku fisk- veiðilögsögunnar 1. september verður ekki hvikað. íslendingar munu ekki beygja sig fyrir nein- um þvingunum né hótunum. Útfærslan brýtur ekki gegn neinum viðurkenndum alþjóða- lögum. Það er staöreynd, að það eru ekki til neinar almennt viður- kenndar þjóðréttarreglur um við- áttu fiskveiðilögsögu eða land- helgi. Hins vegar hafa Sameinuðu þjóðirnar gert itrekaðar tilraunir til að fá slikar reglur samþykkt- ar. Fyrst var það raunar á vegum gamla Þjóðabandalagsins á Haagráðstefnu 1930, en siðar af hálfu Sameinuðu þjóðanna á Gen- far-ráðstefnunum 1958 og 1960. Allar þessar tilraunir hafa reynzt árangurslausar. Og enn er fyrir- huguð hafréttarráðstefna á árinu 1973, sem m.a. er ætlað aö glima við þetta viðfangsefni. Ekkert sýnir okkur betur, að al- þjóðareglur eru ekki fyrir hendi um þessi efni. Hin fyrirhugaða ráðstefna og viðfangsefni hennar eru skýrasti vitnisburðurinn og raunar alþjóðleg viðurkenning á þvi að þjóðirnar telji, að alþjóð- legar reglur vanti um viðáttu fiskveiðilögsögu og landhelgi. Engin alþjóðleg venja heldur Ekki er heldur hægt að halda þvi fram með neinum rökum að aiþjóðleg venja hafi fest tiltekin mörk fyrir landhelgi eða fisk- veiðilögsögu almennt. Riki hafa jafnan helgað sér misjafnlega stóra landhelgi. Þannig stóðu mál einnig á þeim tima, þegar ýmsar siglingaþjóðir, þar á meðal Bret- ar. héldu þvi fram, að 3ja sjó- milna landhelgi væri alþjóðalög samkvæmt venju. Þeirri kenn- ingu var algjörlega hnekkt með dómi alþjóðadómstólsins i Haag i landhelgismáli Breta og Norð- manna árið 1951. Ennfremur var þessari kenningu hnekkt með áliti þjóðréttar nefndar Sameinuðu þjóðanna árið 1956. Þróunin hefur siðan orðið sú, að fjölmörg riki hafa fært landhelgi sina út, sum i 12 milur, en önnur mun meira og gildir það einnig um þau riki, sem áður héldu fram 3 milna reglunni, eins og t.d. Bretar. Engum dettur i hug nú að halda þvi fram, að 3ja sjómilna regla sé helguð af alþjóðavenju, og það væri einnig fjarri lagi að staðhæfa, að 12 sjómilur séu al- þjóðavenja. Það er ekki hægt vegna þess, að það er staðreynd að minnsta kosti 20 riki telja sér viðáttumeiri landhelgi en 12 sjó- milur, og sum allt upp i 200 sjó- milur, eins og t.d. riki Suður- Ameriku. Ekki er okkur kunnugt um,að gripið hafi verið til neinna sérstakra aðgerða gegn þessum rikjum. Við þessar aðstæður er vitaskuld vonlaust að ætla að halda þvi fram, að alþjóðavenja sé til um viðáttulandhelgi. Al- þjóðleg regla um viðáttu land- helgi verður heldur ekki leidd af grundvallarreglum þjóðarréttar, enda mun naumast nokkur halda þvi fram. Þegar tekið er tillit til þeirra reglna, sem ýmis riki hafa sett um viðáttu landhelgi, ætti öllum að vera ljóst, að ákvörðun ís- lendinga um að færa fiskveiðilög- söguna við tsland út i 50 sjómilur, er innan hæfilegra marka, og má þar skirskota til efnahagslegra, liffræðilegra og sögulegra raka. Fyrir þessum sjónarmiðum Is- lendinga gerði forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, rækilega grein, er hann mælti fyrir tillögu rikisstjórnarinnar til þingsálykt- unar um útfærslu landhelginnar i 50 sjómilur. Baráttan gegn kenningum forréttindaþjóðanna tslendingar hafa barizt gegn kenningum forréttindaþjóða varðandi alþjóðalög um réttindi á hafinu, allt frá árinu 1949. Island átti frumkvæði að þvi hjá Sam- einuðu þjóðunum, að málið var þar upp tekið, og árangur þess varm.a ráðstefnurnar i Genf 1958 og 1960. tslendingar munu að sjálfsögðu halda þessari baráttu áfram, meðal annars i Hafsbotnsnefnd, sem nú vinnur aö undirbúningi ráðstefnunnar 1973 og ráðstefn- unni sjálfri — og hvarvetna á alþjóðavettvangi, sem færi gefst á næstu árum. tslendingar stefna að þvi, að i stað þeirra kenninga, sem stórveldin og fiskveiðiþjóðir, sem æskja inn á landgrunn ann- arra þjóða, halda fram um rétt- indi á hafinu, komi sanngjörn al- þjóðalög, sem grundvölluð verði á tveim meginstoðum: 1 fyrsta lagi — á hagsmunum allra þjóða heims til frjálsra ferða um heimshöfin og sameig- inlegs réttar til nýtingar sjávar- ins, sem er utan lögsögu strand- rikja, enda eru þau auðæfi sam- eiginlegur arfur alls mannkyns, og þessi auðæfi ber að vernda gegn eyðileggingu með sameigin- legum ráðstöfunum allra þjóða. En,i öðru lagi eiga alþjóðleg hafréttarlög að grundvallast á þvi, að auðæfi hafsbotns, land- grunns og sjávarins yfir hafsbotni séu hlutir náttúruauðlinda strandrikja út til sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum. Það er fyrir þeirri stefnu, sem Island, og nú vaxandi fjöldi ann- arra rikja, berst. Rétturinn til hafsbotnsins I Genfarsamþykktinni frá 1958 var strandriki veittur einkaréttur til nýtingar auðæfa á og undir hafsbotninum á landgrunni strandrikisins allt út á það dýpi, sem hagnýting slikra auðæfa leyfði, en þau hagnýtingarmörk hafa sifellt verið að færast dýpra og dýpra með hraðvaxandi tækni, og munu nú vera talin komin á 1000 m dýpi. Það er ljóst að framkvæmd ým- issa rikja á réttinum til rannsókn- ar og nýtingar auðæfa á hafsbotn- inum bendir til þess, að hið al- þjóðlega og sameiginlega haf- svæði og hafsbotn hafi þar af leið- andi mörk sin langt fyrir utan 12 milna lögsögu. Eins og þessi mál standa nú, virðist mega álita, að meiri hluti þjóða heims liti svo á, að nauðsyn beri til að ákveða eina, tiltölulega þrönga, allsherj- arlögsögu, t.d. 12 milur, en jafn- framt aðra miklu viðari lögsögu, er veiti strandriki einkarétt til efnahagslegrar nýtingar hafs- svæða úti fyrir ströndum þess, þar með talinn hafsbotninn og landgrunnið, fiskveiðar og fisk- vernd, mengunarvarnir, visinda- rannsóknir og hvers konar aðra efnahagslega nýtingu allt upp i 200 milna fjarlægð frá ströndum. Þessi efnahagslegu lögsögu- mörk myndu auðvitað ekki skerða i neinu hið almenna sigl- ingafrelsi. Áróður brezkra blaða um, að Islendingar vilji hefta frjálsar siglingar um hafið með útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur, á sér enga stoð i raunveru- leikanum. Vaxandi fylgi Sem betur fer bendir margt til þess, að þeirri stefnu i hafréttar- málum, sem tslendingar, og margar aðrar þjóðir, berjast nú fyrir, muni enn vaxa fylgi, eink- um og sér i lagi meðal hinna svo- nefndu vanþróuðu þjóða, sem flestar lutu nýlendustjórn stór- velda áður en jiær fengu sjálf- stæði sitt.Sú alþjóðaregla sem Is lendingar berjastfyrir, mun veita hinum nýsjálfstæðu þjóðum rétt til að verja og vernda mikilvæga hagsmuni gegn tilhneigingu rikra og háþróaðra þjóða til að ofnýta ogeyðileggja auðæfi sjávarins úti fyrir ströndum hinna vanþróuðu* strandrikja áður en hinar vanþró- uðu þjóðir hafa búið sig svo i stakk, að þær geti sjálfar hagnýtt þau verðmæti til hags eigin þegna, en þessi auðæfi heyra með réttu til náttúruauðæfa þessara rikja. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.