Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 9
Sumuidagur 23. júli 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).; : ::::: :::: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasonu Ritstjórnarskrif-: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — auglýs-: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald;: 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-: takið. Blaðaprent h.f. Mývatnssvæðið Átök um virkjanir i Laxá og mannvirkjagerð við Mývatn hafa veriö i brennipunkti siðustu misseri og leitt af sér hatrammari Og illvigari deilur, en þekkzt hafa áður um þau mál. Vonir standa til, að einhvers konar sættir takist fyrir milligöngu rikisvaldsins um virkjanadeiluna sjálfa, en jafnframt verður ljósara, að þetta mál er miklu stærra og viðtækara. Menn virðast sammála um það, að Mývatns- og Laxársvæðið sé alveg einstætt lífriki hér á landi og eigi sér vart hliðstæðu á sömu breiddargráðu á norðurhveli iarðar. Þessi náttúruauðæfi geta tortimzt, ef ekki eru gerðar sérstakar ráðstafanir varðandi sambúð manna og tækja við svæðið. Með vaxandi fólksfjölda við Mývatn og með tilkomu nýrra mengunar- efna i fylgd mannsins, bætast miklar hættur i hópinn. Oliunotkun til kyndingar húsa á svæð- inu og til iðnaðar er þessu sérstæða lifriki si- felld og yfirvofandi hætta. Það verður að gera sérstakar ráðstafanir til hreinsunar frá- rennslisefna. Heitt jarðvatn til að mynda úr hitaveitu eða frá rafmagnsstöð stofnar Mý- vatni og lifkeðju þess i bráða hættu. Verndun Mývatns- og Laxársvæðisins er ekki aðeins fólgin i þvi að bægja frá stór- virkjunum eða fullvirkjun með vatnaflutning- um og stiflum, heldur i alhliða og viðtækum ráðstöfunum, byggðum á visindalegum rann- sóknum. Þegar Laxárdeilan er leyst, sem vonandi verður á þessu ári, er næst að setja lög eða reglur um þetta sérstæða náttúrusvæði. Þær reglur verður að sjálfsögðu að samræma eðli- legri búsetu fólks i Mývatnssveit og hafa það með i öllum ráðum, enda mun fólkið við Laxá hafa fullan vilja og skilning á þessu. Siðan verður að koma á rannsóknarstöð og eftirliti á svæðinu, þar sem visindamenn geta fylgzt með þvi, sem þar er að gerast i náttúrunni, komið i veg fyrir mistök og uppgötvað hættur á frum- stigi, svo að ráðrúm gefist til þess að girða fyr- ir illar afleiðingar. Þetta er ekki aðeins mál fólksins, sem býr á þessum slóðum, heldur þjóðarinnar allrar, og þess vegna verður hún i heild að bera eðlilegan hlut kostnaðar við þessa varðstöðu, og ibúum svæðisins þarf að bæta þau upp, ef á þá leggst kostnaður vegna varnarráðstafana og er um- fram það, sem fólk annars staðar verður að þola. Orð í tíma töluð Tillaga Kristjáns Friðrikssonar um að veita Ásmundi Sveinssyni, myndhöggvara, vinnu- hjálp og fjárframlag til þess að halda við lista- verkum hans og byggingum og gera honum fært að hafa listaverk sin til sýnis almenningi á ákveðnum timum, eru vissulega orð i tima töl- uð. Ásmundur Sveinsson hefur gefið þjóðinni ómetanleg listaverðmæti. Það er beinlinis hagsmunamál og metnaðarmál þjóðarinnar, að listaverkin séu jafnan til sýnis. Þessi tillaga var samþykkt með atkvæðum allra borgarfull- trúa. En hún lýsir flutningsmanni hennar vel, listrænum hugsjónamanni, sem oft sér vel það sem samferðamönnum yfirsést. TK. NIELS LEVINSEN: Kona Frakklandsforseta er fögur og glæsileg En hún er ekki vinsæl í heimalandi sínu og mjög umdeild Frú (,'laude Poinpidou George Pompidou Frakklandsfoi'seti keniur ærift oft viö sögu. enda virkui' og atorkusamur stjóriimálamaöur. Konu lians im: eölilega miklu sjaldníir getif) i lieims- ITéttiiiuiii. en lieima i Frakklandi ber nafn liemiar ol't á góma i S.t jórii m á la ba rá ttun ni. KinhverSiíiiia <>íí ein- livers staóar var kuíian köllui) „betri helmiiigur maniisiiis" og vonaiidi lvrirgefst þvi af) lielga Irú Pompidou einn suiiiiu- dagspistil. GEORGE Pompidou Frakk- landsforseti er sextugur aö aldri. Kona hans, Claude, er sög 0 umlalaðri og meira gagnrýnd en nokkur frönsk forsetafrú hefir veriö þau hundrað ár, sem liðin eru sið- an að Frakkland var gert að lýðveldi. Vinstrisinnaðir menn telja frú Pompidou eins konar nú- tima Mariu Antoinette. Þeir finna henni það til foráttu meðal annars, að hún gangi i kheðum.sem kosti offjár og sé miðpunktur i samkvæmislifi hinnar áhyggjulausu yfirstétt- ar. Þetta eígí hún ekkí að gera sem forustukona i landinu, jafn mikil og sár fátækt og lát- in sé viðgangast. Andróðurinn gegn forseta- frúnni hefir verið svo magnað- ur. að margir óbreyttir Frakkar eru henni beinlinis andsnúnir. Sumir fréttamenn og hnýsendur i stjórnmál telja hana manni sinum fjötur um fót. Kunningjar forsetafrúar- innar lita hana allt öðrum augum. Þeir segja hana siður en svo sækjast eftir völdum, eftirtekt eða aðdáun. Hún sé feimin, alls ekki framagjörn en hafi rika samúðarkennd. 1 sviðsljósinu sé hún einungis til þess að gera skyldu sina sem forsetafrú. CLAUDE Pompidou er há, grönn og ljóshærð. Hún er ungleg að sjá, enda þótt hún sé um það bil háifsextug. (Annars er nákvæmur aldur hennareitt af þeim rikisleynd- armálum Frakklands, sem hvað bezt eru varðveitt.) Forsetafrúin er dóttir efn- aðs yfirlæknis á Bretange- skaga, Cahour að nafni. Hún tók gott stúdentspróf og lagði að þvi loknu leið sina til Paris- ar til þess að leggja stund á laganám. Þetta eitt bar þess vott, að hún kynni að ætla sér meiri hlut en öðrum konum, þar sem fátitt var á þeim ár- um að franskar stúlkur stund- uðu háskólanám. HLÝJAN haustdagáriö 1934 hitti Claude Cahour ungan mann, sem ætlaði að verða menntaskólakennari og stund- aði nám við Ecole de Normali- en eina kunnustu mennta- stofnun landsins. Þau hittust i Luxemborgargarðinum — garði elskendanna — á vinstri bakka Signu. Ungi maðurinn bar nafnið George Pompidou, en sá, sem kynnti þau Claude og hann, var negrastúdent Senghour að nafni, en hann var afar ástfanginn af Claude. Senghour er nú forseti Sene- gal. (Senghour er kunnur og virtur sem skáld viða um lönd. Hefir hann meðal annars þýtt töluvert eftir T. S. Eliot og er byrjaður að fást við þá W. B. Yeats og Dylan Thomas. Senghour er mikill hugsjóna- maður. dreymir stóra drauma um einingu Afriku, en vill að Afrikurikin hafi sem nánast samband við Evrópu. Til da'mis vill hann, að allir for- ustumenn Afrikurikja tali bæði ensku og frönsku.þýð). ÞAU Claude Cahour og George Pompidou voru fljót að kynnast og hafði sitt að segja i þvi sambandi, að bæði höfðu áhuga á Ijóðlist og yndi af henni. Að ári liðnu gengu þau i hjónaband. Cahour yfirlækni, föður brúðarinnar, þótti dóttirin ekki koma ár sinni vel fyrir borð með þvi að giftast Pompidou. „Þessi tengdasonur minn er allt of rómantiskur og fjar- rænn til þess að geta brotið sér braul til leiðandi hlutverks i samfélaginu", sagði hann. Móðir brúðgumans var and- vig hjónabandinu á þeirri for- sendu, að tengdadóttirin kynni ekki að búa til almennilegan mat. Brúðguminn sjálfur stóð hins vegar á þvi fastar en fót- unum, að hann vildi eignast konu en ekki eldabusku. JÁTA ber, að frú Pompidou hefur komizt upp á lag með að búa til aíbragðsgóðan mat. En hún hefir aldrei haft áhuga á stjórnmálum og kann miklu betur við sig i félagsskap mennta- og listamanna en meðal stjórnmálamanna, ráð- herra og erlendra sendi- manna. Meðal beztu vina frúarinnar má nefna Francoise Sagan rit- höfund, söng- og leikkonurnar Juliette Greco og Brigitte Bardot, kvikmyndastjórann Roger Vadim og listmálarann Bernhard Buffet. Frú Pompi- dou var tiður gestur i félags- skap þessa fólks i litlu veit- ingahúsunum i latinuhverfinu á vinstri bakka Signu þar til að maður hennar var kjörinn for- seli Frakklands i júni árið 1969. FIiÚ POMPIDOU helir ávallt lagt sig fram um að sluðla að velliðan og velferð manns sins. Hún var mjög sparsöm fyrstu hjónabands árinu, enda mætavel Ijóst, að tiltölulega lágar tekjur eigin- mannsins gerðu þeim ekki kleift að lifa i vellystingum. Frúin helir aldrei verið Iramagjiirn lyrir hönd manns sins. llún var til dæmis and- snúin þvi, að hann yrði forseti, enda þóttisl hún sjá i hendi sér, að einkalif þeirra væri þar með úr sogunni. Aldrei hel'ur heldur komið fyrir, að hún hafi reynt að hafa áhrif á störf eða athafnir manns sins i eigin- hagsmunaskyni. ÞAD angrar mjög borgara- lega þenkjandi Frakka, að forsetafrúin hefir iðulega gengið i stuttum kjólum eða nærskornum buxnadrögtum. Fullyrt er og, að hún hafi — eftir að eiginmaður hennar varð lorsætisráðherra áriö 1962 — verið tekin föst fyrir að ganga nakin á baðströndinni i St. Tropez. Orðdómurinn um „Pompidouflokkinn” i St. Tro- pez varð svo magnaður, að de Gaulle forseti fékk þau hjón til að dveljast á Bretange-skaga i leyfum sinum. Nú eyöa þau fridögum sinum i fæðingar- borg Pompidou i Mið-Frakk- landi. Frú Pompidou er mjög önn- um kafin við félagslega hjálp- arstarfsemi og nýtur einkum virðingar fyrir aðstoð við munaöarlaus börn. Annars er tómstundagaman hennar einkum að lesa, horfa á leik- sýningar, listaverkasýningar og tizkusýningar. Hún er sanntrúaður kaþólikki og læt ur blaðamenn aldrei taka við- tal við sig. Þau hjón eiga einn son, Alain, sem er 29 ára og læknir að mennt. Hann er kvæntur og á tvo sonu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.