Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.07.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 23. júli 1972 TÍMINN 19 Skaftárhlaupið senni- lega f hámarki Skaftárhlaupið hefur enn aukizttil mikilla muna, og er vatnsmagnið orðið svo mikið i Eldvatninu, að flaumurinn nálgast það nú að skella á bitum nýju brúarinnar hjá Eystri-Ásum. Getur illa farið, ef vatnsmagnið eykst enn til einhverra muna. Sennilega hefur þó hlaupið náð hámarki, þvi vatnsmagn hefur ekki aukizt uppi hjá Skaftárdal siðan i fyrrinótt, þótt enn hafi verið vöxtur i Skaftá austur hjá Kirkju- bæjarklaustri. Viða i Eldhrauninu hefur vatnið grafið göt á veginn, svo að uppi hangir aðeins efsta lagið, og er mikil hætta á, að það falli niður, ef þung- ir bilar fara um veginn. Talið var þó i gærmorgun, að veg- urinn ætti að heita fær, en þó má vera, að sums staðar hafi verið komin i hann skörð. Stolið úr Kotstrand- arkirkju Oó—Reykjavik. Brotizt var inn i Kotstranda- kirkju i siðustu viku og stolið þar hluta af minningargrip. Er það silfursúla, um 20 cm á hæð og of- an á henni stjarna, einnig úr silfri og skreytir hana eðalsteinn. Annað var látið óhreyft i kirkj- unni, meira að segja messuvinið. Gunnar Gestsson, bóndi á Kotsströnd, tók eftir þvi á föstu- dag, að rúða var brotin i kirkj- unni. Grunaði hann hvers kyns var og þegar hann fór að lita eftir kirkjugripunum, sá hann strax Hinar árlegu sumarferðir Heyrnarhjálpar um landið eru nú að hefjast, og verður þar leiðbeint um notkun heyrnartækja að venju. Hallgrimur Sæmundsson fer til Akureyrar i dag, föstudag og dvelst þar tvo daga. Siðan fer hann ásamt leiðbeinanda félags- ins á Akureyri til Dalvikur og Ólafsfjarðar á sunnudag og til Úr einu f annað Framhald af 17. siðu. erum að reyna að rækta. Þeir naga sundur ungar jurtir, til dæmis kálplöntur, sem hafa alla tilburði til þess að vaxa og dafna, og verða þeim að grandi, og þeir smjúga inn i fullþroskaða hvitkálshausa, þar sem þeir lifa munaðarlifi igóðu matbúri. Hvit- kálið verður aftur á móti ekki lystugra, þegar kemur á borð hjá mannskepnunni, ef sniglarnir hafa haft bólfestu i þvi. Og nú er ár hjá sniglinum. Það sá ég, þegar ég fór að huga að kartöflum, sem ég setti niður 1. mai — á hátiðisdegi verka- lýðsins: Það var ótrúleg mergð snigla, sem þakti moldina undir kartöflugrösunum. Gluggað i gamlar kerlingarbækur f furðu minni yfir sniglamergð- inni varð mér hugsað til manns, sem heitir Niels Busk. Hann er garðy rkjustjóri Náttúru- lækningaheimilisins i Hvera- gerði, og við ræktunina má hann hvorki nota tilbúinn áburð né neins konar eitur til þess að verjast sniglum og öðrum plágum, er herja á garðyrkju- menn. Náttúrulækningamenn leggja áherzlu á þá ræktunar- aðferð, sem farið mun að kalla lifseflingarræktun á islenzku. Hvernig skyldi hann fara að? Jú — honum fórust orð eitthvað á þessa leið: Kynþroski snigla virðist i tengslum við göngu tungls i gegnum stjörnumerki, og timgunarmáttur þeirra vera mestur, þegar tunglið fer i krabbamerkið. Liklega ganga þessar timgunaröldur yfir sex sinnum á sumri. Ef nú sniglunum er safnað á þessu skeiði, sem kynþroski þeirra stendur sem hæst, og þeir siðan geymdir i lokaðri krukku, fullri af vatni, þar til hæfilegur timi er liðinn og tungl gengið inn i krabbamerki, fæst með náttúr- Siglufjarðar á mánudag, en á þriðjudag verða þeir á Blönduósi og Hvammstanga, en fara til ísa- fjarðar á miðvikudag i næstu viku og siðan næstu daga suður um Vestfirði. — Nánar verður aug- lýst á hverjum stað og i hádegis- útvarpi hvar og hvenær Hallgrim er að finna á hverjum stað. legum hætti efni, sem sniglar virðast fælast. Vatninu úr krukk- unni er hellt i fimmtiu litra vatns og þvi siðan úðað yfir mold og gróður. Sé þetta endurtekið tvisvar til þrisvar sinnum á sumri,helzt bletturinn sniglalaus næstu tvö sumur, en á þriðja sumri byrja sniglarnir að leita á að nýju. Þetta segist Niels Busk sjálfur hafa reynt tvivegis. — það er að segja: Hann hefur sex ára reynslu að baki. Og svo geta menn spurt Busk sjálfan, ef þeir vilja meira vita. En það er af uppruna þessa hernaðar gegn sniglunum að segja, að herbragðið er sótt i gamlar kerlingarbækur og mun komið hingað til lands frá Sviþjóð, þar sem þvi hefur verið beitt. Það verður þess vegna liklega helzt að heimfærast til þess orðtækis, að oft sé það gott, sem gamlir kveða. Annars eru vist einhver tengsl á milli lifseflingarræktunar, er svo er kölluð, og trúar á gang himintungla og áhrif þeirra á hætti og viðgang okkar jarðar- maðkanna, bæði þeirra, sem skriða og haga ferðum sinum á annan hátt. Eða hefur oss skilizt. En með þvi að undirritaður er ragur við að hætta sér lengra út á hált svell þvilikra fræða, þar sem stirðbusa getur hæglega orðið fótaskortur, og jafnvel meira en það, látum við þetta hjal niður falla, enda skal hætta hverjum leik, þá hæst fram fer. J.H. Hverámiða nr. 4545? Siðastliðinn miðvikudag var dreginn út annar vinningurinn i öryggisbeltahappdrætti Um- ferðarráðs. Fór útdrátturinn fram á skrifstofu sýslumanns Ar- nessýslu á Selfossi, og kom vinningurinn, sem er 10 þús. kr. á miða nr. 4545 Samtals hefur nú verið dreift um 9000 happdrættismiðum og um þessa helgi verður dreift 5 þúsund miðum. Næsti vinningurinn 10 þús. kr. verður dreginn út á Akureyri 26. júli. Veður þá einnig dregið úr öllum þeim miðum, sem dreift hefur verið, þeir eru 14 þús. talsins. Fyrsti vinningurinn sem dreginn var út kom upp á miða nr. 3061 og er hann ósóttur enn. Guðmundur Jónsson frjálsiþróttamaöur dregur út miöa nr. 4545. Hjú honum á myndinni eru Tómas Jónsson lögregluvaröstjóri og Sveinn Sveinsson fulltrúi sýsiumanns. hverju stolið hafði verið, og tilkynnti "lögreglunni á Selfossi um innbrotið. Kl. 2 aðfaranótt fimmtudags veitti bóndinn á Sandhóli, Þorlák- ur Sveinsson, þvi athygli að bill stanzaði á þjóðveginum neðan við kirkjuna og var þar nokkra stund, en grunaði ekki að þar væru kirkjuræningjar á ferð. En talið er mjög liklegt, að svo hafi verið. Lögreglan á Selfossi annast rann- sókn þessa máls og þiggur allar upplýsingar, sem fólk getur gefið um mannaferðir við kirkjuna, eða um gripinn, sem stolið var. Heyrnarhjálp á Norð- urlandi og Vestfjörðum 28.405 32.205 1 Vörumarkaöurinn hf £ ÁRMÚLA 1A SÍMI 86112 Margskonar grill-réttir, steiktar kartöflur, salat og súpur. Kaffi, te, mjólk, smurbrauð og.kökur. Fjölþættar vörur fyrir feröafólk m.a. Ijósmyndavörur og sportvörur. — Gas og gasáfyllingar. — Benzin og oliur. — Þvottaplan. Verið velkomin i nýtt og fallegt hús. VEITINGASKALINN BRO, Hrútafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.