Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 1
------———\ Pa« CT/tvcXa^. A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 - Frá skákinni i Laugardaishöllinni á sunnudaginn: Róbert Fischer er i vigahug, þegar hann fingrar hrók sinn. Þaöer peðið, sem hann ætlar aö leggja aö velli. Sjá grein á 3. blaösiöu og viötöl á bls 6. KÚFISKVEIÐAR SENN MIKILVÆG ATVINNUGREIN? Tekið að nota kúfiskinn í súpu í Bandarfkjunum ÞÓ—Reykjavik Margt bendir til þess, aö innan skamms geti kúfiskurinn oröiö inikilvæg útflutningsvara hjá islendingum. En ikringum island er gifurlegt magn af kúfiski og auöveit aö ná honum. Hrafnkell Eiriksson fiskifræö- ingur sagði i viðtali við Timann, að i Bandarikjunum væri farið að fiska sömu kúfisktegundina og við hefðum hér við Island. Nota Bandarikjamenn kúfiskinn i súpu, og er hann þá brytjaður niður. Kúfiskurinn hefur lengi verið veiddur i Vesturheimi, en til skamms tima voru veiddar aðrar tegundir af honum en eru við íslandsstrendur. Hrafnkell sagði, að nú væri bara að fá veiðisvæðið við Island viðurkennt af bandariskum við- skiptaaðilum, þannig að hægt væri að byrja þessar veiðar. Ekki er vitað um verð á kúfiskinum, en nýtingin á kúfiskskelinni er það góð, að hér á að vera hægt að stunda þessar veiðar með góðum árangri. Er þess varla langt að biða, að byrjað verði að veiða kúskel til útflutnings. NIÐUR EFRA FA|i GULLFOSS - NAÐ IST LIFANDI OÓ—Reykjavik Lambi var bjargaö úr gljúfri neöan við efra vatnsfalliö i Gull- fossi s.i. miövikudag. Er taliö nær fullvist.aö lambiö hafi hrakizt út i ilvitá og fariö niöur efri fossinn, en komizt þar upp á bakkann. Varö aö siga um 40 metra niður bergiö til aö ná lamb- inu. Var þaö nokkuö dasaö, en ómeitt aö kalla. Ekki er vitað meö vissu, hvenær lambið fór niður fossinn og hve lengi það var á bakkanum, áður en þvi var bjargað úr flæðarmálinu milli fossanna, en þar er svolitil tó, sem lambið gat kroppað. Einar Jónsson bóndi á Tungufelli, var einn þeirra, manna, sem björguðu lambinu. Saði hann Timanum, að ferða- menn hafi séð lambið af vestri bakka Gullfoss, én lambiö var við vatnsborðið milli fossannaaö austanverðu. Pétur Pétursson.út- varpsþulur,var einn þeirra feröa- manna, sem veittu lambinu at- hygli, og sá hann þegar að ómögulegt var fýrir það aö komast úr sjálfheldunni án hjálpar og lét bændur i nágrenninu vita, hvernig komið var. Einar sagði, að nokkrir menn hafi verið látnir vita, og héldu siðan fullgildir karlmenn með vað að gljúfrinu. Sigurður.iMagnússon á Högnastöðum seig eftir lambinu, en hinir héldu i vaðinn. Sigurði gekk vel að ná lambinu, sem er fremur litil gimbur, og var hann dreginn upp með hana i fanginu. Móðir lambsins var hvergi nærri, þegar komið var með það upp.enlambiðreyndistvera eign Stefáns Kristjánssonar i Götu, sem sótti það. Var nýlega búið að reka féð þar til afréttar, Einar sagöi, aö hann vissi ekki til, að kindur hafi komizt á þennan stað áður, og enginn þeirra, sem hann hefur talað viö. Sagði hann þetta vera heldur ógæfusamlegan stað fyrir sauðfé, og væri engin leið aö sjá þar kind nema frá vestri bakkanum. Enginn þeirra manna, sem þátt tóku i björgunarleiöangrinum, hefur áður verið við sig, enda ekki von að bjargmenn búi á þessum slóðum. Þaö hefur að visu komið fyrir áður, að kindur hafi lent i gljúfrinu viö Hvitá, en ekki nærri þessum staö. Og hefur þá orðið að siga eftir þeim. Þrjár norskar stúlkur á Slysavarðstofuna eftir umferðaróhapp ÞO—-Reykjavik. Fullsetin 21 manns rúta rakst á brúarhandrið á Skillandsá i Laugardal i fyrradag um kl. 20. Þrjár norskar stúlkur, sem voru farþegar i rútunni, slösuðust litillega og voru þær fluttar á slysavarðstofuna. Miklar skemmdir uröu á rút- unni, það miklar að hún er jafnvel talin ónýt. Rútan var svo til ný, aðeins mánaðar gömul, og hafði verið ekið um 7000 km. Þrír sóttu um landlæknisembættið Umsóknarfrestur um land- læknisembættið er útrunninn, og sóttu um það þrir læknar — Arin- björn Kolbeinsson, Brynleifur Steingrimsson og Ólafur Ólafs- son. Útmánaðarnótt á Skerjadjúpi: Kveðja af hafsbotni frá ókunnu skipi og skipshöfn Bein þeirra manna, sem lifað hafa og dáiö i landinu, morkna i kumlum og kirkju- göröum. Leifar þeirra skipa, sem lokiö hafa hiutverki sinu með snöggum hætti, eru ýmist sandorpnar við strendur landsins eöa á hafsbotni, þar sem náttúruöflin liafa búiö þeini leg. Lfkt og gömul og fúin bein koma stundum upp á yfirborðiö, þegar jarðýtur eru aö vcrki eða grafiö er fyrir húsgrunnum, kont leifar sokkinna skipa stundum upp meö veiðarfærum, sem dregin eru með botni á fiskislóöum. Stundum getur það verið forvitnilegt, sem upp kemur, og eitt siikra dæma er það, sem skuttogarinn Sólbakur frá Akureyri fékk í vörpu sina nú i vor djúpt suðvestur af Eldey. Togað yfir skipsflak Sólbakur var að toga á Skerjadjúpi á næturþeli. Þegar varpan hafði verið dregin upp og farið var að fást við aflann á milliþiljum, kom i ljós, að fleira var i kösinni en fiskur. Var sýnilegt, að varpan hafði dregizt yfir gamalt skipsflak, og voru þarna leirker eða leirbrúsar, einn þeirra heillegur, steinar úr eldföstum leir og hluti af skipsreiða. í umsjá Útgerðar- félags Akureyringa Skipstjórinn, Aki Stefánsson, var sofandi er þetta gerðist, og munu yfir- menn á skipinu ekki hafa fengið vitneskju um þetta, fyrr en búið var að kasta reiðabrotunum og einhverju af leirkerjabrotum i sjóinn aftur. Var ekki nægjanlega fljótt að þvi gætt, að rétt myndi að halda þessu til haga. Leibrúsi sá, sem heill var, og steinarnir voru aftur á móti hirtir, og er þetta nú geymt i kassa til frekari ráðstöfunar hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. óvist um aldur. Vilhelm Þorsteinsson, annar framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, sagði i simtali i gær, að sérfróðir menn hefðu ekki enn skoðað það, sem í kassanum er, og væri torvelt um það að dæma, frá hvaöa tima þetta væri. Steinninn eldfasti gæti verið úr katli gufuskips, en þetta gæti líka verið frá þeim timum, er aðeins voru til seglskip. Ef til vill hefðu reiðabrotin getað gefið visbendingu um aldur og gerð skipsins. En þeim var þvi miöur fleygt eins og áður sagði. Margar spurningar, eitt svar Það er aragrúi seglskipa af mörgum þjóðernum, sem siglt Leirkúturinn og steinarnir. Ljósmyndari: Friörik Vestmann. hefur um þessar slóðir á liðnum öldum. Þar hafa Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar, Færeyingar og loks tslendingar sjálfir stundað kveiöar, og þar hafa dönsk kaupför plægt öldurnar. Og mörg þessara skipa hafa bæði fyrr og siðar ekki áttafturkvæmt til hafnar. Þeir, sem ævintýralegastir eru i hugsun, bæta þvi við, að þarna kunni Serkir I ránshug einnig að hafa siglt skipum sinum. Þannig geta ýmsar spurningar vaknað. En aðeins einni veröur svarað: Þarna hefur sjóferð endað og skipshöfn hlotið vota gröf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.