Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 5
Þriftjudagur. 25. júli 1972 TtMINN 5 Mjög fjölmennt var á Skálholts- hátiðinni, sem haldin var á sunnudaginn. Margir áætlunar- bilar komu i Skálholt, svo og fjöl- margir einkabilar, og voru út- lendingar áberandi margir. Skálholtshátiðin hefur nú verið haldin i um það bil 20 ár, en hún var upphaflega haldin að til- hlutan núverandi biskups, herra Sigurbjörns Einarssonar. A þeim tima hefur miklu verið áorkað i Skálholti, kirkjan sjálf hefur verið byggð, hús tilheyrandi stað- num, sumarbúðir og nú i haust verður hafin starfræksla lýð- háskóla og er 1. áfangi skóla- hússins nú langt kominn. Innan islenzku kirkjunnar rikir mikill áhugi á, að gera Skálholt aftur að menningar- og menntasetri, svip uðu þvi og var fyrr á öldum, og eins og séra Heimir Steinsson, verðandi skólastjóri lýðháskólans drap á i prédikun sinni i messunni. Þá er nefndur lýð- háskóli glöggt og gott dæmi um, að sá draumur virðist vera að verða að veruleika. Séra Heimi mæltist vel og var greinilegt af prédikun hans, að hann bindur miklar vonir við lýðháskólann og Skálholtsstað yfirleitt, eins og kemur fram i viðtali við hann siðar i vikunni. Meðal gesta á Skálholtsháðið voru forsetjahjónin, dr. Kristján og frú Halldóra og forsætisráð- herra, Ólafur Jóhannesson og kona hans. Messan var ákaflega falleg og tilkomumikil. Biskup islands, herra Sigurbjörn Einarsson, séra Sigurður Pálsson, vigslubiskup og séra Guðmundur Óli Ólafsson, Skálholtsprestur, þjónuðu fyrir altari, en séra Heimir Steinsson prédikaði, eins og áður segir. Skálholtskórinn söng undir stjórn söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar, dr. Róberts Abra- hams Ottóssonar, við undirleik Martins Hunger (orgel) og trompettleikaranna Lárusar Sveinssonar og Sæbjörns Jóns- sonar. Tónlistin var flutt af ótrúlegum glæsibrag og hreinustu snilld, enda engir aukvisar þeir dr. Róbert og Martin Hunger. í messunni var flutt „Þakkar- gjörð” eftir Beethoven við texta biskups, en dr. Robert bjó til flutnings fyrir Skálholtshátið 1971. A samkomunni að messu lok inni flutti prófessor dr. Björn Sig fússon ræðu, mjög athyglisverði og lagði hann út af utanþrán tslendinga fyrr og siðar, aðalleg: þó siðar. Fléttaði hann þar inn brot úr sögu Skálholtsstaðar í mjög skemmtilegan hátt — enda dr. Björn háskólabókavörður sér stæður og skemmtilegur ræðu- maður. Enn vakti tónlistarflutn- ingurinn sérstaka athygli. Martin Hunger stjórnaði samkór, sem flutti i upphafi .3 -forna. lofsöngva úr sálmabók Guðbrands Þorláks- sonar (frá 1589, Svo vitt um heim sem sólin fer: Játi það allur heimur hér og Lausnarinn kóngur Kriste), þá bænasöng frá árinu 1524 eftir Johann Walter við texta Matthiasar Jochumssonar i raddsetningu dr. Róberts A. Ottóssonar og loks mótettuna „Fiirchte dich nicht.ich bin bei dir” úr 41. kapitula Jesaja eftir Johan Sebastian Bach. Skálholts- kirkja er mjög vel fallin til tón- listarflutnings og mátti jafnvel sjá tár titra á hvarmi. Þá lék Ingvar Jónasson einleik á viólu, sónöt u i C-dúr eftir Handel við undirleik Martins Hunger við orgelið. Ef til vill þykir enn óviðeigandi aðklappa i kirkjum — sérlega þó Skálholts- kirkju — en marga mátti sjá gripa saman höndum og hrista þær innilega, einskonar klapp i hljóði. Veður var gott og naut sérstakt umhverfi Skálholts sin vel. Ef til Hinn nýi Skálholtsskóli ris rétt norðan viö kirkjuna og er á vissan hátt afleiðing Skálholtshátiöanna. Alþjóðlegt bókaár RÚSSNESKAR tækni- og visindabækur (áensku) iiofum nylega fengið gott safn af rússneskum tækni- og visindabókum á ensku. BOKAVERZLUN SNÆBJARNAR Hafnarstræti9. Gestir streyma út úr Skálholtskirkju aö samkomu lokinni. (Ljósm. ómar Valdimarsson) Forsetahjónin voru meðal gesta. Frá vinstri: forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, forsetafrú, Halldóra Eldjárn, biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson og séra Heimir Steinsson, skólastjóri lýöháskólans I Skálholti. vill hefur Skálholt ekki verið talið með perlum islenzks landslags, en örugglega voru margir sammála bandarisku konunni, sem heyrðist segja: „Þetta er kannski ekki sérlega fallegur staður, en það er samt eitt- hvað...” Allt I kring mátti sjá fólk kinka kolli samþykkjandi. Hátiðinni var lokið um klukkan 18. ó. vald. Topaz. Leikstjóri Alfred Hitchock Handrit: Samuel Taylor, byggt á skáldsögu eftir Leon Uris. Tónlist: Maurice Jarré, kvik- myndari Jack Hilard Bandarisk frá 1969, Sýningarstaöur: Laugarásbió. islenzkur texti. Myndin gæti allt eins verið þrjátiu ára gömul eins og þriggja ára. Blandað er sam- an stórveldanjósnum, kvenna- fari, framhjáhaldi og pynting- um og morðum. Útkoman er vægast sagt ömurleg. Hvergi. örlar á skarpri eða frumlegri hugsun i handritinu, öll þessi orð hafa verið margsögö og i nákvæmlega sömu röð með viðeigandi látbragði i hundruðum njósnakvik- mynda. Ég hef ekki lesið þessa sögu Uris, ef til vill gef- ur hún ekki meira tilefni til átaka við efnið, en vel hefði verið hægt að krydda kvik- myndina meira. Hitchock er greinilega farið að förlast, þó alltaf sé jafngaman að sjá honum bregða fyrir i myndum hans. Karin Dor i hlutverki Juanita de Cordova minnir mest á Scarlett O’Hara að blða eftir Rhett Butler, þegar hún starir eins og dáleidd á Derveaux. Þegar að þvi kem- ur að leikrænir atburðir nái hámarki sinu og hún fellur til jarðar skotin, kemst áhorf- andinn ekki hjá þvi að halda að þetta fall hafi leikkonan æft vandlega, þvi kjóllinn breiðist flott út eins og heljarstórt blóm hafihnigiö að foldu. Flest annað er jafn tilgerðarlegt og uppsett, leiði leikaranna skln allsstaðar i gegn. Þetta átti gamli maðurinn eftir að gera — bragðdaufa njósnamynd, svo langdregna, að aðeins virðing fyrir fyrri verkum Hitchocks fékk mig til að sitja myndina til enda. Tónlist Jarré var eins og allt annað, mjög hversdagsleg að kiipp- arinn hefði að ósekju mátt beita skærunum betur, þvi að hægagangurinn skemmdi myndina frá upphafi. P.L. „Játi það allur U ai m 11 ir bár ^ ncirnii II íl vl - frá velheppnaðri Skálholtshátíö a sunnudaginn 1972 1972

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.