Tíminn - 25.07.1972, Qupperneq 6

Tíminn - 25.07.1972, Qupperneq 6
6 TÍMINN Þriftjudagur. 25. júli 1972 Halda með Spasskí, en spá Fischer sigri +....f luna Árnadóttir og sonur hennar. Klukkan er rúmlega átta á sunnudagskvöld. 6ta ein- vígisskákin er vel á veg komin, þegar ég tek tali fimm úr áhorfenda- skaranum í Laugardals- höllinni þetta kvöld. Lízt ekki á framhaldið hjá Spasski Ég sný mér fyrst að Braga Kristjánssyni, skákmeistara. Bragi er fréttaritari fyrir svissneskt skákblað Chess Express á einviginu og situr þvi hvert keppniskvöld hér i Höllinni yfir taflinu. — Hvernig finnst þér aðstæður hér til keppni? — Þær eru eins góöar og bezt verður á kostið. — En staðan i skákinni nú sem stendur? — Mér sýnist Spasski algerlega varnarlaus. Mér lizt sannarlega ekki á framhaldiö hjá Spasski, ef hann tapar þessari skák. Kischer hefur þá hlotið 3 1/2 vinning út úr 4 siðustu skákum og þaö er ekki árennilegt fyrir heimsmeistar- ann. — Hvað um taflmennsku þeirra keppendanna? — Spasski hefur, aö minu áliti, teflt frekar máttlaust fram að þessu. bað er eingöngu i 4ju skákinni, sem hann sýndi klærnar, enda hafði henn e.t.v. möguleika á að vinna hana. Kischer virðist hins vegar mjög Gunnar Þórðarson ákveðinn og hefur teflt mjög vel það, sem af er. Sá, sem vinnur, er betri Næstur veröur á vegi minum þekkt poppstjarna, Gunnar Þórðarson úr Trúbroti. — Ert þú fastagestur á heims- meistaraeinviginu Gunnar? — Ekki get ég sat þaö. Þetta er i 4ja skiptiö, sem ég kem hingaö. — Er það af sérstökum skákáhuga, sem þú leggur leiö þina hingað? — Meðal annars. Það er mikið um að vera i kringum þetta og svo er einvigið harla spennandi. — Hvor finnst þér vera betri, Spasski eða Eischer? — Mér finnst Kischer hafa skemmtilegri skákstil. Annars held ég með hvorugum. Sá, sem vinnur einvigið, er örugglega betri aðilinn. Taflmennska Fischers er sannfærandi Nokkrir skákáhugamenn sitja i þungum þönkum yfir stöðunni. Eg ræðst á einn þeirra, Olaf Magnúss. sem stendur framarl. i skákiþróttinni hér á landi, varð m.a. lslandsmeistari i skák 1970. — Hvernig er staðan? — Skákin er koltöpuð fyrir Spasski, þvi miður — Þú heldur þá með honum? — Já, ég geri það. Hins vegar held ég, að Kischer gangi með sigur af hómi i einviginu. Taflmennska hans er sannfærandi , en Spasski virðist hins vegar ekki upp á sitt bezta. — Hvernig er aöstaðan fyrir áhorfendur hér i Höllinni? — Það má segja, að aðstaðan til að fylgjast með gangi skákanna sé i alia staði mjög góð. Spasskí maður — Fischer tölva! Ogmund Jónasson. sem nemur sagnfræði i Skotlandi, hitti ég niðri i kjallara, þar sem skákir eru skýrðar. — Ert þú skákáhugamaður? — Ekki mikill, en ég kann þó mannganginn. Mér er aftur á móti hlýtt til skákiþróttarinnar og vil veg hennar sem mestan. — Sækir þú einvigið að staöaldri? — Nei, þetta er i fyrsta og e.t.v. eina skiptið, sem ég kem hingaö, og þá einkum fyrir forvitni sakir. öll aðstaðan hér er alveg frábær, svo að það er gaman að fylgjast með gangi mála. — Og hvernig lizt þér á? — Það fer vist ekki milli mála, hvor hefur yfirhöndina. Maður bæði heyrir það út undan sér og sér jú reyndar lika, að Kischer á unna skák, þvi miður verð ég að segja. — Hvers vegna segirðu það? — Vegna þess, að ég held með Kragi Kristjánsson Spasski i þessari viðureign. Ég get ekki skilið manninn sjalfan frá iþróttamanninum og þvi gefur auga leið, að ég get ekki stutt Kischer eftir framkomu hans að undanförnu. Samt er ég viss um, að hann vinnur þetta einvigi. ólafur Magnússon Spasski er aðeins maður, en Kischer eins konar tölva! Einvígiö á allra vörum í Kaliforniu Þaö er fátt um kvenfólk i Laugardalshiiilinni. Þó kem ég auga á ljóshærða og sólbrúna unga konu i anddyri Hallarinnar með 11 ára son sinn. Ég spyr hana að nafni og fæ svarið: Inga Arnadóttir Mustad uppalin i Keflavik en nú búsett i Los Angeles i Kaliforniu. (A eftir er mér sagt, að Inga sé bæði fyrr- verandi sunddrottning og fegurðardrottning Islands). Ég held með Spasski, en held að F'ischer vinni. Sonurinn Arnsteinn er hins vegar mikill aðdáandi Kischers og sannfærður um, að hann beri sigur úr býtum. Nú komið þið frá Kaliforniu. Er eitthvað rætt um einvigið þar vestur frá? — Ég er nú hrædd um það. Stærsta blaðið, Los Angeles Time, birtir alltaf forsiðufréttir frá einviginu og varla er talaö um annað manna á milli. Auðvitað ber Island oft á gómá i sambandi við fréttir frá einviginu. i fyrrnefndu blaði birtist t.d. fyrir skömmu stór grein um island. Þá vill fólk endilega fræðast eitthvað um landið, þegar það heyrir, að maður sé islendingur. — Ætlið þið að láta sjá ykkur oftar hér á einviginu. — Já, ég býst fastlega við þvi. Alla vega er sonurinn staöráðinn i þvi að koma hingað aftur. — —ET Ögmundur Jónasson •HERRA ©URINN OPNUM I DAG Nýja herrafataverzlun í miðbænum AÍÍALSTRffiTl S - REYKcJAVÍK- SÍMI 1H234

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.