Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 7
Þriftjudagur. 25. júli 1972 TÍMINN 7 42% tekjuaukning bænda. A siðustu fimm árum hafa tekjur bænda i Sovétrikjunum aukizt að meðaltali um 42%. Vélvæðingunni i landbúnaðinum hafa fylgt bætt vinnuskilyrði og aukning tekna bændanna. I dag hafa samyrkjubúin og rikisbúin i landinu til umráða um þrjár milljónir dráttarvéla og upp- skeruvélasamstæðna. Þetta á sinn þátt i að losa bændurna við erfiðisverkin. Nú hafa þeir einnig meiri fritima, sem léttir þeim að bæta menntun sina. Meira en helmingur sveita- manna i Sovétrikjunum hafa miðskóla- eða hærri menntun. Aiúminrör jafnsterk og stálrör. Málmverksmiðja i Kujbysjev við Volgu hefur hafið fram- leiðslu á aluminrörum, en i þau er notuð málmblanda, sem hef- ur við fjöldatilraunareynzt gefa rör af styrkleika, sem svarar nokkurn veginn til stálröra. Þrátt fyrir það vegur rör úr þessari blöndu aðeins 40% þess sem samsvarandi stálrör vegur. Topplaus 72 i Japan 1 bænum Namazu, sem er 120 km fyrir sunnan Tókió hafa menn valið Ungfrú Topplaus fyrir áriö i ár. Kjörið fór fram á hótel Scandinavia. Sú sem fyrir valinu varð, er sextán ára stúlka, Elina, og hér sjáið þið hana með sigurverðlaunin, geysimikla styttu. Lungnakvef læknað á spitala neðanjarðar. Neðanjarðarsjúkrahúsi hefur verið komið á fót i gamalli salt- námu i nágrenni bæjarins Usjgorod i vestur-hluta Úkrainu. Er spitalinn á nær 350 metra dýpi undir yfirborði jarð- ar og sjúklingarnir sem þangað eru sendir til meðferðar, þjást allir af lungnakvefi, andarteppu eða brjóstþyngslum af öðru tagi. Andrúmsloftið i gömlu saltnámunni er mjög hreint, loftþrýstingurinn stöðugur og jafn og sýklar og aðrir sjúk- dómsvakar i algeru lágmarki, en allt hefur þetta mjög góð áhrif til hins betra á heilsufar sjúklinganna. Sjúkrastofurnar eru höggnar inn i veggi nám- unnar og i hverri þeirra eru 3-5 sjúkrarúm. Sérstaklega útbúin lofthreinsitæki endurnýja loftið i sifellu og halda raka markinu stöðugu. Bók ársins í Danmörku t ágústmánuði var væntanleg á markaðinn bók eftir sænsku skáldkonuna Birgit Tengroths. Er það ævisaga skáldkonunnar, sem var eitt sinn gift Jens Otto Krag. Bókin kemur úl i Sviþjóð, en mjög fljótlega er að vænta bókarinnar i danskri þýðingu. Bókin heitir á dönsku, Jeg vil have mit liv tilbage, eða ég vil fá lif mitt aftur. Er talið, að bók- in eigi eftir að vekja mikla at- hygli, og þá sérstaklega sá hluti hennar, sem fjallar um sambúð skáldkonunnar og danska ráð- herrans. Skáldkonan hefur sjálf ekki viljað segja neitt um inni- hald bókarinnar, en segist ótt- ast, að hún verði misskilin. Birgit Tengroths og Jens Otto Krag giftu sig 26. mai, 1950. Þá var Krag ungur og efnilegur ráðherra. Kvöldið fyrir brúð- kaupið átti Krag, sem var við- skiptamálaráðherra, i miklum kappræðum við Aksel Möller borgarstjóra, en næsta morgun mættu brúðhjónin i skrifstofu borgarstjórans, sem gaf þau saman i hjónaband. Frá öllu þessu er sagt i bókinni, og þar er lika rætt um hinn slæma fjárhag Krags. Ake Runnquist hjá Bonniers Forlag, i Stokkhólmi, sem gefur bókina út hefur sagt, að hann vilji leggja á það áherzlu, að þetta sé alls ekki skandalabók. Á myndinni sjáið þið Birgit undirrita vigsluskjöl- in, en svo er hérna lika önnur mynd af núverandi ráðherrafrú og Krag, einsog hann er i dag. DENNI DÆMALAUSI Jói, þú ert búinn að eignast systur. — Reyndu að herða upp hugann. Maður verður að sætta sig við orðinn hlut.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.