Tíminn - 25.07.1972, Qupperneq 8

Tíminn - 25.07.1972, Qupperneq 8
8 TÍMINN Þriöjudagur. 25. júli 1972 Scð yfir tjaldbúöasvæöiö í Viöey. (Ljósm. Ómar) „DRÍFÐU ÞIG í VIÐEY, VINUR..." — frá skátamóti í Viðey um helgina Það var glatt á hjalla i Viðey um helgina, þarsem skátafélagið Landnemar úr Reykjavik hélt skátamót. Alls voru þar saman- komnir hátt á sjötta hundrað skátar, viðsvegar að af Sv-landi. Var þar unnið að ýmsu, sem kemur skátum og „venjulegu” fólki að góðum notum i daglegu lifi, en þegar blaðamann Timans bar þar að á laugardagseftirmið- dag, voru þátttakendur i „Skáta- rama”: Ollum mótsgestum hafði verið skipt niður i 11 hópa og fóru þeir siðan á milli 11 „pósta", eða staða, og leystu af hendi hin ýmsu verkefni. Má nefna meðal þeirra hnútabindingar, linukast, með- ferð fána, hjálp i viðlögum, ör- ncfnakynningu og fleira og fleira. Úr einslaka tjaldi mátti heyra söng og gitarspil og annars staðar sátu skátar við eld og ornuðu sér á milli verkefna. Það var Hafsleinn Guðmunds- son, sem flutti gesti á milli lands og eyjar á hraðbátnum Moby Diek og þótti hann standa sig af svo mikilli prýði, að hans var get- ið i mótssiingnum, sem ekki ein- asta var sunginn á varðeldinum á laugardagskvöldið, heldur og við daglega leiki og störf: Drifðu þig i Viðey vinur vertu hress og glaður. Moby Dick af stressi stynur stuðið byrjar, maður. Þessi lallega Vcstmannaeyja- stúlka bar kjörorðin á barini sér og á þau horfðu félagar hennar á meðan þeir sungu! Þessi Kcykjavikurskáti vildi vera við öllu búinn — og hans vegna mátti rigna eldi og brennisteini. Fiskimálaráð gefur út rit um íslenzkan sjávarútveg ÞÓ—Reykjavik. Fiskimálaráð hefur gefið út bækling um islenzkan sjávarút- veg, stöðu hans, skipulag og stað i islenzku stjórnlifi. Að sögn forráðamanna Fiski- málaráðs var efnið i bæklinginn valið með það fyrir augum, að venjulegt fólk gæti fyrirhafnarlit- ið gert sér sæmilega mynd af skipan islenzkra sjávarútvegs- mála. — Ekki þótti ástæða til þess að gera fyrirhugaðri útfærslu fiskveiðilandhelginnar sérstök skil, enda stöðugt fjallað um mál- ið' á opinberum vettvangi um þessar mundir. Hinsvegar notaði Fiskimálaráð tækifærið til að koma bæklingnum á framfæri núna, þegar mest er rætt um landhelgina og þýðingu sjávarút- vegsins fyrir fslenzkt þjóðlif. Bæklingurinn er 30 blaösiður að stærö og skiptist hann i marga kafla, en i hverjum kafla er gerð grein fyrir hinum margvislegu málum. Einn kaflinn fjallar m.a. um framtiðarhorfur i islenzkum sjávarútvegi. Þar segir m.a., að islenzkur sjávarútvegur eflist væntanlega i náinni framtið og fólk,er þangað leiti til starfa, geti gert sér vonir um betri og trygg- ari afkomu aö jafnaði, en völ hef- ur veriö á til þessa. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir. gæti fjárfest- ing i islenzkum sjávarútvegi hæg- lega numið allt að 7.5 milljöröum króna á næstu tveimur til þremur arum. Aðilar að Fiskimálaráði eru flest. ef ekki öll samtök. sem eru i tengslum við sjávarútveginn. En stjórn Fiskimálaráðs skipa nú Matthias Bjarnason, formaður. Tómas Þorvaldsson og Gunnar Guðjónsson. Bæklingurinn islenzkur sjávar- útvegur er gefinn út i 6 þúsund eintökum og verður honum dreift i bókaverzlanir um allt land, og til tals hefur komið, að nota hann i skólum landsins til hjálpar við kennslu. Verð bæklingsins er kr. 95- Lagiö var gamalt og skemmti- legt reviulag, „Mama, may I go on dancing...” og svo sungu allir viölagiö af miklum krafti: Landnemanna lag látum hljóma hátt með látum — kátthjá skátum. Sýnum dug, þá lifir lengi Landnemanna gengi. Og á varðeldinum þótti tilhlýði- Jegtaösyngja af sérstökum krafti niðurlagið: Lif og fjör svo lukku veldur langtimum hjá eldi. Reykjavik ei vatni heldur varðeldsins á kveldi. En það voru fleiri, sem helzt máttu ekki vatni halda, þar á meðal veðurguðirnir. Aö visu var veður gott, en öðru hverju komu litlar skúrir — sem voru vel til þess fallnar að auka geðprýðina, sem ljómaði úr hverju andliti. Á tjaldbúðasvæði Vestmanna- eyjaskáta var veriö að reisa flaggstöng, rúmlega 20 metra háa og þar með hæsta mannvirki á þessu forna höfuðbóli. Vest- mannaeyingarnir sögöust alltaf vera með hæstu flaggstöngina á skátamótum og eftir töluvert brask, þar sem allir nærstaddir voru nýtlir til hins ýtrasta, komst hún i lóðrétta „stellingu” og siðan var Vestmannaeyjafáninn dreg- inn að húni. Á meðan stjórnaði einn hinna eldri miklum söng: Hallelúja, hallelúja. hallelúja... Fjrálsar eyjar. frjálsar eyjar, frjálsar eyj- ar tra la la... Til aö undirstrika aðskilnaðarandann, sem rikti i tjaldbúðum Vestmannaeyinga, var ein stúlkan i bol. sem á var ritað það sama: „Frjálsar eyj- ar".! i dagskrártjaldinu, þar sem fyrir var að hitta mótsstjórana, llauk Haraldsson og Þórð Antonsson þáðum við heitt kakó og beinakex i samfélagi við hóp smávaxinna meyja, ljósálfa- félags Landnema. Sungu þær stuttu viö raust og skemmtu sér hið besta: Pollivolli pollivolli pollivolli búm bamm! Úmba úmba úmba úmba! Á varðeldinum á laugardags- kvöldið var svo bál á mjög sér- stæöan hátt. Stálstrengur var festur i klett fyrir ofan brekkuna og niður i bálkostinn. Siöan rann logandi kyndill niður eftir strengnum og inn i köstinn, sem á svipstundu varpaði logaglóð i þreytt en hamingjusöm andlit skátanna. Að loknum varðeldi var farið i næturleik. Skipt var i lið og fékk hver liðsmaður hvitt band um arminn. Siöan var keppnin um að komast að fjársjóðnum og ná „lif- um", en það eru hvitu böndin kölluö af andstæðingnum og þarf ekki að efa, aö allir skemmtu sér konunglega. Á sunnudagsmorguninn var farið á fætur um klukkan 8.30, þá fengu menn sér árbit og voru til- búnir i tjaldskoðun 9.30: þá þurfti allt að vera hreint og snyrtilegt. Að þvi búnu hófst flokkakeppni og dróttskátakeppni, en aö loknum hádegisverði var haldið áfram leiknum frá laugardeginum, „Skátarama", og um kaffileytið var mótinu slitið. Þá heldu allir heim — með minningar á næsta skátafund, næsta skátamót og framtiðina alla. ó. vald. Á milli dagskrárliða var vaðið i sjónum —en tæplega hafa þær komizt alla leið til Reykjavíkur. Æfing i liflinukasti. Einbeitingin leynir sér ekki. Vestmannaeyingar reisa stöngina mikiu: —Svona, áfram meðykkur, stelpur,hrópuðu strakarnir:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.