Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur. 25. júli 1972 Hallferður örn Eiriksson meö handrit Bjarna Þorsteinssonar og kistilinn, sem þau voru i. .-. .... ,..;. í';„, «, jJffiÍM $».X£,*; ^da-44' * ^,.-. • ^i 'úi- ¦¦'; ¦ íJtmxh ¦ OL-P7. .*-* '^* «•.-. >,«* fg "**•**- •/* * íAU' fit. £ís*'*~'*1 ¦rni^iij' ¦?2 [ *.<.«ö»,M ^' *'*•*¦* / *»¦¦*¦ í>^ < *Hf, jv^ð •*w*» /,t«,, ... 9<X, »i£i_ ^,*i:..,, ..«,...-.. .í#^t*t ., ,/í^,; , .*£~>^&£. W L>- -t ... . jt. V «'., ' ' u. ^"7 ÍS^ÍC- Merkasti handrit Forrit að íslenzkum þjóðlbgum sr. Bjar Or einu bréfa Benedikts á Auðnum til sr. Bjarna á Siglufiröi. (Tiiiiamyiidir Gunnar) í fyrravetur var gerð- ur hér á landi einhver mikilvægasti handrita- fundur um áratuga skeið, og komu þarmeð i leitirnar ómetanlegar heimildir um islenzk þjóðlög. Hér er um að ræða forrit mikils hluta prentsmiðjuhandrit- anna að íslenzkum þjóð- lögum Bjarna Þor- steinssonar tónskálds og prests á Siglufirði, en öll handrit að þessu stór- virki sr. Bjarna voru talin glótuð. Beinteinn Bjarnason, sonur Bjarna Þorsteinssonar, lét forritin af hendi til vörzlu i Handritastofnun islands og á hann miklar þakkir skildar fyrir gjöfina, að sögn Hall- freðar Arnar Eiriksson- ar cand. mag. — Fyrir nokkrum árum var gerð leit að prentsmiðjuhand- ritunum að íslenzkum þjóðlögum, en þau reyndust glötuð, sagði Hallfreður Orn, þegar við inntum hann eftir nánari atvikum varð- andi þennan merka handritafund. — Siðan var einnig gerð leit og eftirgrennslan hér heima, en ekk- ert kom i ljós, og handrit Bjarna að verkinu voru talin týnd. — í fyrravetur frétti ég siðan að einhver handrit úr fórum sr. Bjarna væru komin i leitirnar. Skömmu siðar var ég fenginn til að segja frá söfnun þjóðsagna hjá félagssamtökum suður I Hafnar- firði og hitti þar Beintein Bjarna- son. Að fundi loknum bauð hann mér heim og kom brátt með heljarmikinn kistil fullan af handritum úr eigu föður sins. Þar i var ýmisl.: gamlar nótur, blöð bréf, og forrit að prentsmiðju- handritinu að megninu af lögun- um, sem eru i íslenzkum þjóðlög- um, ásamt bréfum tengdum þjóð- lagasöfnun sr. Bjarna. — Ég hafði áður frétt, að þetta væri allt saman glatað, sagði Hallfreður ennfremur. — En kist- illinn hafði orðið eftir fyrir norðan i húsi Bjarna þar, þegar prentað- ar bækur hans voru fluttar suður. Kistillinn kom siðan i leitirnar fyrir nokkru og var um tima hjá Beinteini Bjarnasyni, unz hann fól mér að koma honum og inni- haldinu i vörzlu Handritastofnun- ar fslands. Að sögn Helgu Jóhannsdóttur, sem tekið hefur að sér að fara i gegnum þessi handrit sr. Bjarna, eru meðal þeirra upsskriftir hans af lögum, sem hann skrifaði eftir fólki. Eru þær fróðlegar heimildir um vinnubrögð hans og vandamál við þjóðlagasöfnunina. I kistlinum voru einnig nokkur bréf til sr. Bjarna frá Benedikt Jónssyni bónda á Auðnum i Laxárdal, S-Þingeyjarsýslu, sem *<X4oOLí '^át&ít*L JÍCCCL, ¦ i &AS.ohi4A,\JU ¦£**•**• *tu>k*. ' V te*^, jjaMm, - <UJJ- , &***£' éfá*&:% JUL'- «_. . fe*^*.. tt^ *-_ 3ÉÉ Jr,P >\i JUyiU^I ^N ) U .-U-M 4-Tffi úr handritum Bjarna. Úr forritunum að prentsmiðjuhandriti \ veitti honum manna mest lið við þjóðlagasöfnunina. í inngangi Is- lenzkra þjóðlaga segir sr. Bjarni, að 1898 hafi hann kynnst Bene- dikt bónda á Auðnum i Laxárdal, S. Þing., sem sé „mjög vel menntaður maður og söngfróður vel", og getur þess að hann hafi sent sér um 100 þjóðlög, þar af um 60 rimnalög. Með þessum merka handrita- fundi kom einnig i leitirnar bréf frá Finni Jónssyni á Kjörseyri, sem einnig var ötull liðsmaður Bjarna við Þjóðlagasöfnunina. Bjarni Þorsteinsson safnaði þjóðlögunum, sem birt eru i hin- u mikla verki hans, á árunum 1880-1905. Bjarni fæddist 14. okt. 1861, og þegar i menntaskóla byrj aði hann að skrifa lista yfir þau gömlu þjóðlög, sem hann þá kunni, og siðan að safna þeim. Eftir að hann var orðinn prestur á Siglufirði 1888, hélt hann áfram að safna islenzkum þjóðlögum, og komst brátt að þvi að þau voru ekki aðeins til i minni eldra fólks, heldur einnig var á stöku stað i landinu dálitið af skrifuðum þjóö- lögum frá eldri timum, svo og i handritum i Kaupmannahöfn. Starf Bjarna Þorsteinssonar að þjóðlagasöfnun átti ekki miklum skilningi að fagna meðal landa hans. titlend lög nutu vaxandi hylli og fólki þótti eðlilegt, að inn- lendu lögin væru hvergi til á nót- um. Mennsögðu: ,,Það er ómögu- legt að gefa slik lög út, þvi það syngur þau hver upp á sinn mata, ,,og ,,Það væri fallegt fyrirtæki, eða hitt þó heldur, að fara að prenta bannsett tvisöngsgaulið þeirra gömlu karlanna." Sr. Bjarni sótti um styrk til al- þingis til þjóðlagasöfnunarinnar, en fékk enga áheyrn. Tónskáldið Hartmann útvegaði honum siðar nokkurn styrk frá kennslumála- ráðuneytinu danska með þvi skil- yrði, að alþingi veitti styrk á móti. „Þetta marðist i gegn á þinginu, sem kunni ekki við aö fella styrkbeiðnina, úr þvi að Danir höfðu verið fyrri til." (Óm- ar frá tónskáldsævi eftir Ingólf Kristjánsson.) Fór Bjarni þá utan og rannsakaði handrit i söfnum i Kaupmannahöfn, aðallega i Arnasafni. Siðar fékk hann nokk- urn styrk i 4 ár úr Carlbergs- sjóðnum. Loks veitti alþingi hon- um 1000 króna utarifararstyrk 1904, og gat hann þá dvalizt lengri tima ytra en áður. Sr. Bjarni þakkaði Hartmann gamla það mest, að hann nokkurn tima fékk styrk til að safna þjóðlögum, og þá einnig það, að þjóðlagasafniö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.