Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.07.1972, Blaðsíða 11
Þriöjudagur. 25. júli 1972 TÍMINN 11 afundur hér um áratugi na Þorsteinssonar eru nú í vörzlu Handritastofnunar ísiands ¦ ! m \ j i n /¦ ¦<s ¦£¦¦¦-¦¦• •*{ — <-/--íi.-'/< ¦/< ¦ -9? <-y-ú -^sT^J ^o <7 ec0 4tst , - Í4*J 0->' Sf */ iv ¦*- Jcffvt y> ** sftfm s> -ttJ>~S s*>/*~S . ) i .1 j „i-g EZX—""'^^***"****™*^ ^ <#T«^y.y». &jJéjfr, íí<w*i>«-> ijóolaganna. varð nokkurn tima eins stórt og það er. Ekki gekk betur að fá verkið prentað. En eftir langt þref við Hið islenzka bókmenntafélag, sem engin laun vildi greiða höfundinum, lauk málinu svo, að Carlsbergssjóðurinn gaf verkið út á árunum 1906-1909. Hartmann gamli var þá dáinn, en meðmæla- bréf hans var til og svo hafði sr. Bjarni eignazt nýjan öflugan liðs- mann, Hammerich prófessor, einhvern þekktasta tónfræðing á Norðurlöndum, sem hafði mikinn áhuga á verkinu og hafði sjálfur skömmu áður ritað „Studier over islandsk Musik". Margir voru þeirrar skoðunar að arfur þjóðarinnar að innlendri tónlist væri af skornum skammti og auk þess væru þjóðlögin bæði léleg og ljót. Allir voru þó ekki þeirrar skoðunar og er Benedikt á Auðnum dæmi þess. Bréf hans til sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem nú eru fundin, varpa skýru ljósi á þetta og einnig á þá erfiðleika, sem þessi bjargvættur okkar fyrsta og merka söngs og söng- listarsögu átti við að etja. leftirskriftbréfs.sem Benedikt skrifar Bjarna segir svo: „Einarsstöðum, 26. janúar '99 Nú fer póstur hér um i dag, en ég sit hér á fundi. Get þvi aðeins þakkað þér kærlega bréf og ekki sizt sendingu, sem mér þótti ákaflega vænt um. Ég hefði ein- mitt þráð að ná í þetta lag. En svo dettur mér eitt i hug. Er óhugsandi að semja lög þannig, að þau hafi þjóðlegan, islenzkan blæ? Eru engin þau mótif til i þjóðlögum okkar, sem nota mætti j stærri og fullkomnari lög? Er ekkert það til i þjóðlögum okkar, sem listin gæti tileinkað sér og notað? Það væri gaman að tala betur við þig um þetta. Það er ekki litilsvert að eiga þjóðlega sönglist.Núna hef ég engan tima og bið þig að forláta ruglið. Með einlægri vináttu þinn Benedikt Jónsson" Og enn skrifar Benedikt sama ár: „Auðnum, 2Ldesember 1899 .....Éghef skiíiðsvo, að þú vær- ir að safna islenzkum þjóðlögum i þvi skyni að geta seinna gefið út safn af þeim. Ég lit nú svo á, að þetta sé ákaflega þarft og fagurt verk, já hreint og beint nauð- synjamál, því það hlýtur að glæða metnað, sjálfsmeðvitund, þjóð rækni og þrótt allrar þjóðarinnar, ef það kæmi nú upp úr köfunum, að við ættum dálitinn þjóðlegan fjársjóð, sem byggja mætti á þjóðlega Músik. Og nú á timum veitir ekki af að nota öll meðöl til þess að vekja þjóðina til sjálfs- meðvitundar og metnaðar, ein- mitt nú þegar þessi trúlausi upp- gjafar-Valtýsku andi geysar yfir. landið og lamar allan metnað og sjálfstæði, ekki einungis i pólitik- inni heldur i öllu tilliti, frá stjórnarskránni ofan i strokkinn, allt er ónýtt nema það sé „uppá dönsku",alltþvibetrasem það er óþjóðlegra. Ég held að dálitið hefti af þjóðlegum söngvum, sem væri okkar eign, mundi hafa góð áhrif á þjóðina. En það er ekkert smáræðis verk, sem hér er fyrir hendi, það er meira en hjáverk handa einum félausum manni. Ég get ekki stillt mig um að segja þer frá hugmynd, sem ég hef fengið nýlega við umhugsun um þetta efni." Siðan skýrir Benedikt frá þeirri hugmynd sinni, að hann fái nokkra þingmenn i lið með sér til að koma þvi i gegn að alþingi veiti Bjarna 2-3 þúsund króna styrk i nokkur ár (meira en hann nokkru sinni fékk), og mælir með þvi að hann gefi út hefti með islenzkum þjóðlögum til að kynna málefnið og afla þvi stuðnings: „Ég er viss um að hér yrði eins og kveikt i mönnum, ef ég fengi eitthvað af þvi, sem ég hef sent þér raddsett frá þér aftur, og sjálfur hefði ég ákaflega gaman af því þótt ég sé alveg hættur að syngja, og hafi aldrei leikið á neitt hljóðfæri svo teljandi sé eða nokkur mynd á. Ég hef nýlega eignast bæði söngvaheftin eftir þig, en ekki ætla ég mér þá dul að geta nokkuð um þau dæmt. Ég veit bara, að hefðu þau komið fyrir 20 árum, þá hefði ég strax reynt að læra þau spjaldanna milli. Lagið sem þú sendir mér i fyrra (Island, sem nú er i heftinu) flaug strax eins og eldur i sinu manna á milli, og margirsögðu að það væri islenzkt bragð að þvi, og það fannst mér lika, og satt að segja hafa lög þin vakið hjá mér von um að við gæt- um eignast þjóðlega Miisik og það er meira en menn hafa látið sér til hugar koma hingað til." Nú hefur ósk Benedikts verið uppfyllt og spurningum hans svarað játandi. Jón Leifs, Páll Is- ólfsson, Hallgrimur Helgason, Karl Ó. Runólfsson og fleiri,sem okkur skortir þekkingu upp að telja.hafa samið sin þjóðlegu, Is- lenzku tónverk, þökk sé sr. Bjarna Þorsteinssyni. tslendingar lærðu á miðöldum þann söng, sem þá var algengur með öðrum menningarþjóðum álfunnar, og héldu fast við hann siðar. Þær miklu sönglegu fram- farir, sem eftir það áttu sér stað I öðrum löndum álfunnar, náðu ekki til tslands. Meðan hver meistarinn öðrum meiri kom fram i Þýzkalandi og viðar vissu tslendingar ekkert af þvi, en sungu grallaralögin, tvisöng og annan söng, sem var allur með miðaldasniði. tslendingar varð- veittu þannig það, sem aörar þjóðir glötuöu og gleymdu, og einmitt þess vegna hafa þjóðlögin okkar miklu meira sðgulegt gildi, en annars heföi orðið raun á. Við getum heimfært ummæli sr. Bjarna um tvisönginn upp á is- lenzku þjóðlögin almennt: Það stendur likt á með tvisönginn og tunguna, sem við tölum. Hvort tveggja var almennt um öll Norðurlönd fyrir meira en 1000 árum: hvort tveggja aflaðist og hvarf I þessum löndum, en hvort tveggja varðveittist ótrúlega litið breytt hér á landi. „Þess vegna höfum við sama rétt til að kalla tvisönginn islenzkan og vora eiginlegu eign, eins og að kalla málið, sem vér ritum og töl.um , islenzku". Sennilega ættum við aðeins litið brot þessarar gömlu, þjóðlegu tónlistar nú, ef ekki væri fyrir starf sr. Bjarna Þorsteins- sonar. SJ J-^.¦<,¦¦/,/ 4/-'/ ,'? /** / ?- /2 J £¦// S1: ^J C-t , ^, jee^--v,„?/-W , s?/ , sj . / , // -þ- <馦-*¦ .. \ .&' iffi/y'ia.-S' /* SSY-^--//rifS~r^'- v/£?m<éU' Vr&,#**¦'•?-ie-*&t<:~.\ i/. 'i"- f+rirW $Vt^***L &/*¦&• /v-^ *éLÆ* **cr <*, s'<<*<*--»-<! ¦ i-'&^-íð'-í^-Á— é**u -zÆ ~$ev*r. -A-y/'st/ '//*-,'/fyy Áiysk- .<-é-kl 4p+t<-* - 'í&e**- fy*$* 0a^' . j- í ¦ * / • /f; ¦ -y- tt-ro,/f.í^n .%¦<> as ir'-e-/ *€****¦£-< <f&/>œ~ý er-t /r*--*<2»<. «!¦<****¦*• r /- r . ¦> -'..¦-' c- ..../- /•' S J', -f f/.t~~tf'/£¦//¦.'n tf<~< 4"f £*.&*--, e*L 'f.Sfx/.^.U-t- f i>(M-r^J--~-'-'í~' / í- , 'fx <¦', ' /¦¦¦/,, / í.rrt ¦ j- ¦ j .'. ,;¦*..,,- ¦/.,n>A'<</"!-r - <t^r..v>/< KJ ¦ -/rLt ¥ j>~v¦:...¦-¦> Zt-l-t-- ><//"<¦(/ r .,¦:<,?.*-,¦/<¦< ¦¦•/-<.£, -C: fS: ,^</,/< r' <^<-~t.- ,Xe V » / ' ¦' é f ' ¦¦ < ¦*/:-~~t-s<?t/í.,.y *,/<*.<,¦<<- >$~~*./ -</ , ./¦ ,/r /¦¦/¦/. i/'¦ .<r- ¦ .< /* / F]ndir bréfs Finns á Kjörseyri til Bjarna. ALLT í FERÐALAGIÐ íslenzk og sœnsk TJÖLD 2ja, 3ja, 4ra og 5 manna Svefnpokar Bakpokar Iþróttahúningar Gúmmíbátar Allar veiðivörur Á S1 ^^ HLEMMTORGI sími 14390 | PÓSTSENOUM P0RTVAL -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.