Tíminn - 25.07.1972, Qupperneq 14

Tíminn - 25.07.1972, Qupperneq 14
14 TÍMINN Þriðjudagur. 25. júli 1972 i sólbökuðu, gulnuðu grasinu, sem var næstum þvi alveg eins á litinn og hárið á Harrý Collins. En ég sjálf er lika harla breytt, þvi að nú er búið að þurrka úr sál minni þá unaðsáælu vissu, að ástin sé ævarandi, og miskunnarlausar staðreyndir lifsins hafa rutt merkur gamalla vo'na og trúnaðartrausts. Forðum sá ég ekkert ský á himni á laugardegi i júlimánuði. Ég beið Harrýs i bifreið við verksmiðjuhliðiðþegar flauturnar kváðu við. Gjallandi raust þeirra lét mér ljúflega i eyrum þennan dag. Þær boðuðu mér það sama og konum og unnustum verkamannanna, sem biðu eftir fótataki einhvers þeirra á dyrapallinum — einhvers, sem þær hlökkuðu til að eiga með hálfan sólskinsdag. Hann settist við hlið min, heillandi, hrifandi, i lyngbrúnum fötunum, sem mér þóttu svo falleg vegna þess, hve litur þeirra fór vel við litlu brúnu og grænu dilana i dökkum augum hans. Við ókum drjúgan spöl eftir þjóðveginum, en sveigðum siðan inn á ógreiðfæra og fáfarna braut, sem varð að hálf grónum troðningi, þegar fjær dró veginum, og endaði loks við kjallararústir brunnins húss milli lágra runna. Við settumst á sólvermda dyrahelluna og snæddum nestið, sem ég hdfði komið með, og drukkum súrt, rautt vin, sem Harrý hafði gabbað einn italska verkamanninn til að selja sér. „Þetta á sjálfsagt að vera kostavin,” sagði Harrý, ,,en i sannleika sagt er það lélegt gutl. En það verður ekki á allt kosið á þessari bannöld. Róselli þorði meira að segja varla að láta mig hafa þetta af ótta við, að það kæmist upp, að hann hefði bruggað i hjallinum sinum. Það er margt að varast i landi okkar”. ,,Já,” svaraði ég. ,,1 vetur komu allir karlmenn með flöskur i vösum sinum á dansleikina i Boston, og sumt kvenfólk kom jafnvel lika með vin með sér”. Harrý hallaði sér aftur á bak og kveikti i sigarettu. ,,Ég drakk aldrei meira en svo, að mér yrði aðeins léttara um að hlæja, nema einu sinni. Þá grétég i samkvæmi alveg að tilefnisiausu,” hélt ég áfram. Harrý hló. ,,Þú er skritin, Emma”, sagði hann. Gælunafn mitt hafði svo undur- fagran hljóm á vörum hans. ,,En þannig geðjast mér lika vel að þér.” „Þú er sjálfur skringilegur”, svaraði ég, ,,og mér geðjast lika vel að þér”. ,,Ég get lesið hugsanir þinar eins og ég les bók. Og það er margfalt skemmtilegri lestur en allur bóklestur”. Hann geispaði og fleygði frá sér sigarettunni. ,,Og nú ætla ég með þinu leyfi að leggja mig stundar- korn, en þú skalt mála mynd — en samtekki af mér”. Hann lagðist niður i grasið og gróf andlitið i olnbogabótina til þess að verjast ásókn flugnanna. Ég tók upp málaratæki min og myndabók og byrjaði að teikna frum drætti myndarinnar: kræklótt þyrnitréð á brúnum hvolnum og lága hæðaþyrpinguna i baksýn. Þótt ég handléki bursta og blöð og liti, varð mér oftar litið þangað, sem Harrý lá endilangur i sólskininu, lima- langur og þreklegur. Hann lá grafkyrr, en þó var eins og f jör og kraftur byggi i hverri linu vaxtarlagsins, og mér fannst ég sjá, hvernig blóðið þandi út æðarnar á freknóttum höndum hans og örmum, þar sem gullin likhárin voru, miklu ljósari og smágerðari en lokkar hans. Brjóstið hófst og hneig undir hvitri baðmullarskyrtunni, hófst og hneig i sifellu. Ég hætti að mála, og ókennilegur hiti, sem var miklu máttugri en áhrif hins heimabruggaða vins, læsti sig um mig. ,,Hvað eru að hugsa um, Emilia?” Hann velti sér snögglega á bakið og horfði á mig svefnhöfgum augum. „Ekkert”, svaraði ég og leit ekki undan. Hann horfði brosandi á mig, og þá gat ég ekki lengur borið á móti þvi. „Jæja þá — um okkur, ef þú þarft að vita það”. „Auðvitað þarf ég að vita það....” Hann talaði lágt og þagnaði i miðri setningu. Augu hans gerðu mig skyndilega feinma og ringlaða, og þó var það þetta augnatillit, sem ég hafði alltaf þráð að fá einhvern tima að sjá. Dag eftir dag hafði ég vonazt eftir að sjá þennan neista leynast i djúpi brúnna augna hans. Nú sá ég hann, og þá greip mig ósjálfrátt hræðsla. Ég spratt á fætur og fleygði frá mér áhöldum minum og ætlaði að flýja. En það var eins og fætur minir hefðu festzt við jörðina og ég megnaði ekki aðforða mér frá honum, sem sótti á eftir mér. „Biddu”, hrópaði hann. „Þú veizt, að ég varlika aðhugsa um okkur —einkum þig.” Armar hans luktust um mig, sterkir, harðir og heitir. ör andar- dráttur hans lék um kinn mina, og af honum lagði angan lyngs og grass, sem mér er sem ég finni enn fyrir vitum minum, er ég rifja upp minningarnar frá þessum degi. Ég hafði verið kysst áður. Hvaða stúlka á minum aldri hefur ekki verið kysst? En þetta var gerólikt þvi. Hvernig, sem mér kann að verða hugsað til hans — og ég hef hugsað margt um hann siðan þennan dag, bæði gott og illt — mun ég aldrei gleyma áfengum sætleik vara hans. Hann þrýsti mér að sér. Ég veit ekki, hve lengi hann hélt rnér i faðmi sinum, enda varð ekkert til þess að trufia okkur. Engar verksmiðju- flautur kváðu við þetta kvöld, og smátt og smátt föskvaðist eldur aftansólarinnar á tjörnunum á enginu, dumbrauðum bjarma sló á himininn og sumarrökkrið seig yfir landið. „Harrý,” man ég, að ég stundi loks upp. „Erum við, þú og ég, erum við,....?” Hann kinkaði kolli og þrýsti mér þéttar að sér. „Og eigum við að segja þeim það undir eins i kvöld?” „Ef þú vilt. Samt held ég, að við ættum að þegja um leyndarmál okkar nokkrar fyrstu vikurnar.” „Þau komast óðar að þvi, hvort sem við segjum þeim það eða ekki. Þau sjá það á mér. Ó, Harrý! Ég vissi ekki — eg vissi aldrei, hvort þú elskaðir mig. Ég fann alltaf, aðég elskaði þig.” 8. Kafli. Fyrstu ástarvikur okkar Harrýs liðu eins og ljúfur draumur. Það var eins og við bærumst áfram með einhverjum straumi, sem var miklu máttugri en við sjálf. „Við”, segi ég, en þó get ég aðeins talað fyrir sjálfa mig. Þær renna að mestu leyti saman I minningunni, nú orðið, þessar vikur, en einstök atvik standa mér fyrir hugskotssjónum á svipaðan hátt og ég hafi lesið um þau i bók. Ég veit aðeins, að hávaxna stúlkan i gráa kjólnum með kóralhnappana er i rauninni ég sjálf, og það er ör andardráttur minn, sem veldur þvi að barmurinn bifast svona ótt, þegar hún festir þar slöngunælunni, sem Emma frænka gaf mér, er við Harrý gerðum heyrumkunnugt hjúskaparheit okkar á 21 árs afmælinu min. Angan af sólarblómum, resedum og rósum lagði um 1163 Lárétt 1) Dýr,- 6) Fis,- 7) Stafur,- 9) Eins,- 11) Viðurnefni,- 12) Ofug röð - 13) Einkunn.- 15) Ofug röð.- 16) Þýfi,- 18) Mál- æðisbununa- Lóðrétt 1) Spitali.- 2) Snös.- 3) Eins,- 4) Sár - 5) Smáriki,- 8) Pest.- 10) Box,- 14) Bókstafur - 15) Efni,- 17) Mynni,- Ráðning á gátu No. 1162 Lárétt 1) Jóhannes,- 6) Eta,- 7) Rór - 9) Góm,- 11) Er,- 12) SA,- 13) Mók,- 15) Tal.- 16) Óli,- 18) Auranna,- Lóðrétt 1) Jeremia.-2) Her,- 3) At.- 4) Nag.- 5) Sómalia.- 8) óró.- 10) Ósa.- 14) Kór - 15) Tin.- 17) La - / 7 // /S i íS 11111111: ÞRIÐJUDAGUR 25. júli 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan : „Eyrarvatns-Anna” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (23) . 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. Vladimir Asjkenazy, Malcolm h'rager, Amaryllis Flemming, Terence Weil og Barry Tuckwell leika Andante og tilbrigði fyrir tvö pianó, tvær knéfiðlur og horn eftir Schumann. Clifford Curzon leikur Pianósónötu i f- moll op. 5 eftir Brahms. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Ileimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 „Sagan af Sólrúnu” eftir Dagbjörtu Dagsdóttur. Þórunn Magnúsdóttir les (4) 18.00 Fréttir á ensku. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir. Tilkynningar. 19.30 Eréttaspegill 19.45 islcnzkt umhverfi. Svend Áge Malmberg haffræðingur talar. 20.00 Lög unga fólksins Ragnheiður Drifa Steinþórs- dóttir k'ynnir. 21.00 iþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Guðrún frá Lundi. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum flytur stutt erindi um höfund núverandi út- varpssögu „Dalalifs.” 21.45 óbókonsert i d-moll op. 9 nr. 2 eftir Tommas Albinoni. Pierre Pierlot leikur með „Antiqua Musica” kammer- sveitinni, Jacques Roussel stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sigriður frá Bústöðum” e. - Einar II. Kvaran. Arnheiður Sigurðardóttir byrjar lestur sögunnar. 22.40 Harmonikulög Myron Floren leikur létt lög á harmoniku með hljómsveit 22.50 A hljóðbergi. Velska skáldið Dylan Thomas les tvær smásögur sinar: „Quite Early One Morning” og Remeniscences of Childhood.” 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. PAPPIRS handþurrkur Á.A.PÁLMASON Simi 3-46-48. CATERPILLAR D-4 Hentug i ióðir og bílastæði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.